Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 24
stjórnmál 24 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ verða engin ný rannsóknar- eða nýtingarleyfi gefin út varðandi orkuvinnslu á óröskuðum svæðum og við undirstrikuðum okkar vernd- arvilja með því að segja að verndargildi há- hitasvæða verði rannsakað sérstaklega og nefndum töluvert mörg svæði sem tekin verða frá. Ég nefni til dæmis Brennisteinsfjöll vegna þess að menn hafa ágirnst þær orkulindir sem þar kunna að vera fyrir stóriðju á Reykjanesi. Hins vegar sammæltumst við um það af hálfu ríkisstjórnarinnar að við myndum ekki leggja fram lagafrumvarp til að banna einstakar fram- kvæmdir sem komnar eru í vinnslu. Það er ná- kvæmlega sama stefna og formaður Vinstri grænna gaf út í merku hádegisviðtali á Stöð 2 um hugsanlega stjórnarmyndun VG, en hann sagði að hann myndi ekki gefa út afarkosti, menn færu eins langt og þeir gætu og sagði því fyrir hönd Vinstri grænna að flokkurinn myndi ekki beita sér fyrir því að stöðva framkvæmdir með lagasetningu. Ríkisstjórnin hefur því ná- kvæmlega sömu stefnu hvað þetta varðar og þessi ágæti umhverfisverndarflokkur.“ – En lagði Samfylkingin ekki til aðra leið fyrir kosningar? „Fagra Ísland gekk út á að gerð yrði ramma- áætlun um nýtingu og verndun og að ekki yrði ráðist inn á óröskuð svæði með rannsóknum eða nýtingu áður en henni yrði lokið, og eftir hana yrði öll nýting að lúta niðurstöðum um vernd- arsvæði. Sömuleiðis yrði gert hlé á stóriðju- framkvæmdum þannig að þegar og ef í þær yrði ráðist myndu þær falla að hagsveiflu samfélags- ins og ljóst væri að ekki yrði ráðist í stór- framkvæmdir sem gætu skekið burðarstoðir efnahagslífsins. Þetta felst í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og það er alveg ljóst að það er enginn vilji til að hér verði aftur ráðist í svo miklar framkvæmdir að þær valdi sama efna- hagslega umróti og Kárahnjúkavirkjun. Í þessu sambandi er mikilvægt að Íslend- ingar geri sér grein fyrir að orkulindir þeirra eru ekki ótakmarkaðar og að nýir möguleikar eru að opnast á mjög orkufrekri stóriðju, sem er algjörlega mengunarlaus. Eitt stærsta tækifær- ið, sem blasir við í hátækni- og þekkingariðnaði, er markaðurinn fyrir netþjónabú á Íslandi. For- sendurnar fyrir því eru aðallega tvær, í fyrsta lagi nýr sæstrengur og samgönguráðherra ákvað á fimmtudag að hann yrði lagður og kom- inn í notkun fyrir lok árs 2008. Hin forsenda er sú að hér sé til orka. Það blasir við, miðað við reynslu mína sem iðnaðarráðherra í skamman tíma, að sókn í orku hefur aukist gríðarlega. Ég get varla labbað út af skrifstofunni minni þessa dagana án þess að detta um forstjóra álfyrirtækja sem hingað sækja til að tryggja sér orku. Því er spáð að orka hækki erlendis, t.d. með kolefnisgjöldum sem valda því að brennsluorka verður dýrari. Stórfyrirtæki eru þess vegna að hasla sér völl á Íslandi. Ég tel hins vegar bráðnauðsynlegt fyrir þró- un hátækni- og þekkingariðnaðarins á Íslandi að þau geti gengið að nægri orku vísri til að þróa þessa nýju atvinnugrein. Möguleikarnir eru miklir, og nærtækir í tíma. Í fyrsta lagi hafa alþjóðleg fyrirtæki á borð við Microsoft og Google leitað hófanna um að koma upp slíkri starfsemi, að því skilyrði uppfylltu að lagður verði nýr sæstrengur, sem er nauðsynlegur til að koma í veg fyrir að starfsemi falli niður vegna bilana. Jafnframt hafa þessi fyrirtæki sagt að þau séu komin langt í ákvörðunartöku- ferlinu og að á næstu vikum og mánuðum megi vænta ákvörðunar. En það hafa líka komið minni fyrirtæki, sem eiga íslenskar rætur og hafa í bakvarðasveit sinni alþjóðlega fjárfesta með mikla reynslu af fjárfestingum á Íslandi, sem vilja koma hingað með starfsemi. Á borðinu er til dæmis hugmynd um slíkt bú sem gæti krafist 50 megavatta. Ef slíkt fyrirtæki kemur til landsins, og brýtur ísinn, er líklegt að fleiri komi í kjölfarið og til verði ný atvinnugrein, orkufrek græn stóriðja. Við verðum að tryggja að orkufrekja gömlu stóriðjunnar kæfi ekki þennan nýgræðing í frumbernsku. Ég lít á það sem hlutverk mitt sem iðnaðarráðherra. Ég get ekki sinnt því með boði og bönnum heldur ein- göngu samræðum við þá sem selja orkuna. En það þjónar hagsmunum okkar að fá nýja at- vinnugrein og einnig hagsmunum orkufyr- irtækjanna að setja eggin í fleiri hreiður og dreifa með því áhættunni. Þannig að við hljótum að geta náð þjóðlegri samstöðu um þetta“ Og Össur er ekki hættur. „Ef ég má tala aðeins meira um stóriðju,“ segir hann og heldur áfram. „Umhverfið er gjörbreytt, orkuverð fer hækkandi í hinum vestræna heimi og eftirspurn eykst. Að sama skapi hefur mannkynið ef til vill aldrei staðið frammi fyrir meiri umhverfisvá en hlýnun and- Morgunblaðið/Frikki Orkubeislun „... og því miður er orkan þess eðlis að menn nota hana ekki nema á einum stað.“ F ærnisleg raferting (e. functional electrical stimulation) er notuð á taugar fólks sem hefur lamast af völdum mænuskemmda eða annarra sjúkdóma og hefur ósjálfráðar hreyfingar. Tilgangurinn með tækninni er að kalla fram nothæfar hreyf- ingar. Kristján Tómas Ragnarsson, yfir- læknir endurhæfingardeildar Mount Sinai- sjúkrahússins í New York, mun fjalla um þessa tækni í upphafsfyrirlestri sínum á al- þjóðlegri ráðstefnu um mænuskaða á Nor- dica hótelinu í Reykjavík sem haldin verður dagana 28. til 30. júní næstkomandi. „Það hefur lengi verið vitað að raf- straumur á taugar veldur kippum í lík- amanum og sé þetta gert á réttan hátt veld- ur það engum skemmdum. Það var þó ekki fyrr en upp úr 1960 að læknar fóru að nota þessa aðferð í þeim tilgangi að framkalla nothæfar hreyfingar. Það var læknir hérna vestan hafs sem sýndi fyrstur fram á það að fólk sem var lamað fyrir neðan mitti gat staðið eftir meðferð af þessu tagi án þess að nota spelkur,“ segir Kristján og bætir við að undanfarin aldarfjórðung hafi orðið miklar framfarir á þessu sviði. Geta haldið á skriffæri „Ef vöðvar eru rafertir í réttri röð, en hægt er að stýra því með tölvu, geta komið út úr því nothæfar hreyfingar. Tökum sem dæmi fólk sem hefur hálsbrotnað og lamast á höndum. Þá er hægt að raferta taugar í handleggjunum með þeim árangri að fólk getur bæði opnað og lokað hnefanum og haldið á bolla og jafnvel skriffæri. Sömu sögu er að segja um fætur, ef ákveðnir vöðvar eru ertir með rafstraumi geta þeir sem eru lamaðir fyrir neðan mitti staðið upp, haldið stöðu og jafnvel tekið nokkur skref. Vonir hafa lengi staðið til þess að fólk geti jafnvel gengið eftir rafertingu en enn sem komið er hefur ekki orðið af því.“ Að sögn Kristjáns er þessari tækni einnig beitt á aðra sjúklinga, t.a.m. hafi læknar á Landspítalanum nýverið notað hana á tvo sjúklinga sem bundnir voru öndunarvél. „Í þeim tilvikum eru rafskautin sett beint inn í þindina þar sem taugarnar koma inn í hana og rafertingin fer fram átta til tíu sinnum á mínútu með þeim afleiðingum að þindin dregst saman og fólk getur andað hjálp- arlaust.“ Hann segir aðferðinni í einhverjum til- vikum einnig hafa verið beitt á þvagblöðru sjúklinga sem ekki geta haldið þvagi. Æfingahjól skila árangri Kristján hefur unnið með rafræna ertingu í 25 ár og ein af þeim aðferðum sem hann hefur tekið þátt í að þróa snýst um æfinga- hjól. „Það fer þannig fram að sjúklingurinn sest á æfingahjólið og rafskautin eru tengd við húðina, þar sem þau ná niður í taug- arnar og vöðvana. Þetta gerir það að verk- um að fólk getur hjólað sér til heilsubótar sem er mjög mikilvægt þar sem mænu- skemmt fólk situr eðli málsins samkvæmt meira en annað fólk og getur hlotið ýmsa kvilla vegna hreyfingarleysis.“ Sjúklingarnir læra aðferðina á sjúkrahús- inu en síðan verða þeir sér úti um æfinga- hjól og stunda hreyfinguna heima hjá sér eða annars staðar þar sem þeir hafa aðgang að hjóli. „Ég veit um marga sjúklinga sem fullyrða að þetta hafi gert þeim gott og bætt heilsu þeirra en auðvitað er þetta ein- staklingsbundið. Sumir hafa gagn af þessu og aðrir ekki. Það hafa engar rannsóknir verið gerðar á stórum hópi en við læknarnir teljum eigi að síður að þessi aðferð sé af hinu góða.“ Kristján segir færnislega rafertingu ágætlega á veg komna en alltaf megi gera betur. „Það er eins og með svo margt á sviði vísindanna, okkur vantar meira fé til að halda rannsóknum áfram. Hlutfallslega er það tiltölulega lítill hópur fólks sem er með mænuskemmdir í heiminum og þetta er vitaskuld spurning um forgangsröðun hjá þeim sem hafa fé undir höndum til rann- sókna og þróunar. Hvernig kjósa þeir að verja því? En burtséð frá því er ég sann- færður um að við gætum bætt þessa tækni á umtalsverðan hátt. Það er m.a. raunhæft markmið að búnaðurinn rúmist í litlu tæki sem hægt væri að koma fyrir inni í lík- amanum, líkt og gangráði fyrir hjartað, þannig að fólk þurfi ekki að hafa þetta hangandi utan á sér.“ Alltaf á leiðinni heim Kristján Tómas lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1969 og sérfræðiprófi í orku- og endurhæfingar- lækningum frá Bandaríkjunum sjö árum síðar. Hann hefur búið í New York allar götur frá 1970. Fyrst starfaði hann á Rusk- stofnuninni, sem er hluti af New York- háskóla, en frá 1986 hefur hann verið yfir- maður á Mount Sinai-sjúkrahúsinu. Þá er Raferting kallar fram nothæfar hreyfingar hjá mænuskemmdum Kristján Tómas Ragnarsson yfirlæknir í New York flytur er- indi um færnislega rafertingu á ráðstefnu um mænuskaða sem hefst í Reykjavík á fimmtudaginn. Orri Páll Ormarsson fékk hann til að gera grein fyrir þessari endurhæfingartækni. fframsækni Vörður tryggingar hf. I Borgartúni 25 I sími 514 1000 I www.vordur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.