Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 53
sagði að það væri ómögulegt að vera að láta mig taka strætó svona snemma á morgnana, þetta hefði hann gert fyrir sína krakka og þetta ætlaði hann að gera fyrir mig líka. Hann passaði Möggu áður en hún komst inn á leikskóla og þau voru bestu vinir. Einu sinni fékk Steinunn systir að fara til Glasgow með mömmu og pabba og var að monta sig við Möggu, þá sagði hún bara: „Mér er líka alveg sama, ég fæ að fara í Hagkaup með afa, ligga, ligga, lá, lá.“ Hann var alltaf til í að láta eitthvað smá eftir okk- ur ef við fórum með honum í búðir eða ef hann átti eitthvað til heima sem okkur langaði í. Hann laumaði oft að okkur hundraðköllum þegar við vorum að kveðja eftir heim- sókn og keypti snuð fyrir suma sem áttu sko að vera löngu hættir að nota duddu. „Jæja elskanleg, ertu komin.“ Svona heilsaði hann mér alltaf þegar ég kom í heimsókn með stelpurnar mínar eða að ná í hann til að fara á kaffihús, eins og ég gerði þó allt of sjaldan. Hann heilsar mér núna í vindinum og í sveitinni. Ólöf, Steinunn Þuríður og Margrét Bjarnadætur. Ég sé frænda vel fyrir mér fyrir margt löngu síðan. Árið var 1958 og hann verslunarstjóri í raftækja- versluninni Heklu í Austurstræti. Hár og fallegur svo af bar, það var einhver sérstök reisn yfir Jóni sem gerði það að verkum að hann skar sig úr á mannamótum. Ekki spillti fyrir hans milda lund og góði „húmor“. Það var gaman að vinna undir hans stjórn í Heklu, margir starfsmenn og gleðin við völd. Ég þekkti Jón frænda minn best frá þessum tíma. Það sveif léttur andi yfir við Austurvöllinn með spenn- andi mannlífi allt í kring. Eins man ég Jón frænda , bjartan og glaðan, í stórkostlegum fjölskylduboðum hjá bróður hans, Sigfúsi í Heklu og hans góðu konu Rannveigu. En þau hjón voru einstaklega samhent í því að viðhalda og rækta ætt- arbönd fólksins frá Núpsdalstungu í Miðfirði. Margar góðar stundir áttum við öll frændsystkinin á þeirra elskulega heimili á Víði- melnum og eins á Þingeyrum. Jón frændi minn var einn átta barna Bjarna föðurbróður míns og hans ljúfu konu Margrétar. Þau systk- inin voru alin upp við mikla ást frá foreldrum sínum. Ég man hvað mér fannst alltaf gaman að hitta þau, falleg, glaðvær, hlý og sam- heldin. Einstök voru líka kærleiks- bönd „Tungusystkinanna“ Bjarna, föður Jóns, Björns Leví föður míns, Guðmundar, Ólafs, Guðfinnu, Jóhönnu og Guðnýjar. Jón, næst- elsti bróðirinn, dó ungur. Vænt- umþykjunni smituðu þau systkin svo vel til allra sinna. Þar var mik- ið um innileg faðmlög og kossa á kinn. Síðan líða árin, og góðu, gömlu minningarnar lifa, þó leiðir hafi legið víða og samfundir orðið strjálir. Alltaf vissi ég af Jóni frænda í gegnum Birnu systur mína, hans góðu vinkonu. Ég vissi um barnalán hans og Steinu, skemmtilegu og elskulegu konunn- ar hans til margra ára. Nú er kom- ið að kveðjustund, þessi fallegi, góði frændi minn Jón Leví Bjarna- son, einn af barnabörnum heið- urshjónanna Ásgerðar og Björns á kærleiksheimilinu Núpsdalstungu, hefur lagt upp í ferðina miklu. Guð veri með öllum hans afkomendum og ástvinum, Guð veri með Jóni Bjarnasyni. Helga Mattína Björnsdóttir, Grímsey. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 53 Elsku amma og langamma. Mikið var erfitt að þurfa að kveðja þig. Þú hefur líklega verið hvíldinni fegin, enda orðin þreytt og lasin. Síðustu ár hafa verið þér mjög erfið, veikindi þín tóku mikinn toll. Þú tal- aðir oft um hvað það væri erfitt að vera orðin svona. Við vorum mjög lánsöm að eiga þennan tíma með þér. Fallegu minningarnar um allar góðu samverustundirnar eiga eftir að ylja okkur í framtíðinni. Þú varst alger demantur, hafðir stórt og fal- legt hjarta. Þegar þú faðmaðir mann, þá fann maður alla hlýjuna og væntumþykjuna streyma frá þér. Þrátt fyrir að þú værir lítil og nett, þá var faðmur þinn stór og hlýr. Elsku amma, mikið eigum við eftir að sakna þín, það er erfitt að fá ekki að hitta þig aftur í bráð. Við vitum Hrafnhildur Magnúsdóttir ✝ HrafnhildurMagnúsdóttir fæddist á Flateyri 16. ágúst 1920. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 22. maí. sl. Foreldrar Hrafn- hildar voru Bjarney Steinunn Ein- arsdóttir og Magn- ús Jónsson skip- stjóri. Bjarney og Magnús eignuðust níu börn og eru tvö þeirra á lífi. Hrafnhildur giftist Jóni Ingj- aldssyni hinn 31.12. 1957. Einka- sonur Hrafnhildar er Ágúst Ólafs- son. Hans kona er Sigríður Sveinsdóttir, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. Útför Hrafnhildar var gerð frá Grensáskirkju 1. júní sl. í kyrrþey að hennar ósk. að þú ert núna á góð- um stað og þér líður vel, klædd fallegum fötum, skreytt með fínustu skartgripum og trítlandi um á há- hæluðu skónum þín- um. Þannig vildir þú vera, fallega klædd og vel tilhöfð. Guð geymi þig, elsku amma. Þú átt örugglega eftir að fylgjast með og passa að öllu þínu fólki líði vel. Elsku amma okk- ar, við pössum upp á Jón afa fyrir þig. Kveðja, Bjarnveig, Ingileif, Gísli Jón og fjölskyldur. Elsku langamma, núna vitum við að þér líður vel hjá Guði á himnum og ert með englunum sem passa okkur. Þegar við förum með bænirnar okkar vitum við að þú hlustar á okk- ur. Þú ert ein af stjörnunum sem við eigum á himninum. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við fengum að njóta með þér, elsku langamma, það var alltaf gam- an að fara í Borgarfjörð og hitta þig í sumarbústaðnum. Við skulum passa langafa vel fyrir þig, elsku langamma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hrafnhildur Rós Ólafsdóttir, Viktor Karl Ólafsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 30-50% afsláttur af granít legsteinum ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER SIGURLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR, Hraungerði 6, Akureyri, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 16. júní, verður jarðsungin frá Glerárkirkju mánudaginn 25. júní kl. 14:00. Vernharð Sigursteinsson, Regína Vernharðsdóttir, Rannveig Vernharðsdóttir, Alexander Pálsson, Kristján Vernharðsson, Sigríður Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRDÍS EINARSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans, sunnudaginn 17. júní. Útförin fer fram frá Digraneskirkju, mánudaginn 25. júní kl. 15. Ástvaldur Guðmundsson, Hólmar Ástvaldsson, Óla Björk Eggertsdóttir, Álfheiður Ástvaldsdóttir, Halldór Björn Halldórsson, Ásgeir Ástvaldsson, Karólína Einarsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Margrét Einarsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Ytra Skógarnesi, Stórholti 28, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 25. júní kl 13.00. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúkra (FAAS). Guðmundur Rafn Ingimundarson, Birgir Sigmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Jónmundur Þór Eiríksson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, G. Gunnar Garðarsson, Sigurður K. Guðmundsson, Jóhanna Marta Sigurðardóttir, Hermann R. Guðmundsson, Hildigunnur S. Guðlaugsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSLAUG ÁRNADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, áður til heimilis í Asparfelli 10, Reykjavík lést á gjörgæsludeild Landspítalans, mánudaginn 18. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 27. júní kl. 13.00. Sigurbjörg Pétursdóttir, Guðbjörg Aðalheiður Pétursdóttir, Hallgrímur Friðriksson, Áslaug María Sigurbjargardóttir, Ólafur Sævarsson, Atli Þór Alfreðsson, Linda Ósk Valdimarsdóttir, Ratan Pétur Friðrik Hallgrímsson, Mamata Björk Hallgrímsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Systir mín og frænka okkar, NÍNÍ JÓNSDÓTTIR ANDERSEN, fædd 1913, andaðist í New Jersey, fimmtudaginn 21. júní. Bryndís Jónsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Jónas Snæbjörnsson, Þórdís Magnúsdóttir, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Sigurður Guðmundsson og fjölskyldur. ✝ Engillinn okkar, SUSIE RUT EINARSDÓTTIR, Hverafold 142, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 26. júní og hefst athöfnin kl. 15.00. Einar S. Hálfdánarson, Regína G. Pálsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Páll Fannar Einarsson, Sindri Snær Einarsson, Páll Friðriksson, Susie Bachmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.