Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 19
tíu stærðfræðingar fóru með pólsku samninganefndinni til Brussel til að tryggja að Pólverjar yrðu ekki plat- aðir til að samþykkja óviðunandi leik- reglur. Tortryggnir Pólverjar Varð töluvert uppnám þegar Jar- oslaw Kaczynsky, forsætisráðherra Póllands, vísaði til Þýskalands nasista og krafðist þess að Pólverjum yrði bætt upp mannfallið í heimsstyrjöld- inni síðari. „Hefði Pólland ekki þurft að ganga í gegnum árin 1939 til 1945 væru sennilega um 66 milljónir íbúa í Póllandi,“ sagði Kaczynski. Í Póllandi búa tæplega 39 milljónir manna. Á undanförnum dögum hafði Pól- verjum verið hótað með ýmsum hætti héldu þeir sig ekki á mottunni, meðal annars með því að þeir yrðu einangr- aðir í Evrópusambandinu og svo gæti farið að niðurgreiðslur til þeirra frá ESB yrðu skornar niður. Á vefmiðli Der Spiegel var því í gærmorgun lýst hvernig Angela Mer- kel, Nicolas Sarkozy, forseti Frakk- lands, Jean-Claude Juncker, for- sætisráðherra Lúxemborgar, og nokkrir leiðtogar til viðbótar hefðu tímunum saman reynt að tala um fyr- ir Lech Kaczynski, forseta Póllands og tvíburabróður forsætisráðherrans, „lokka hann með gylliboðum og meira að segja beinhörðum peningum“. Þegar forsetinn hefði byrjað að mýkj- ast í afstöðu sinni hefði Jaroslav bróð- ir hans gripið inn frá Varsjá með hjálp gervihnattasjónvarps og sagt þvert nei, sem hefði sett allt í uppnám að nýju. Þá hefði Merkel svarað með hótun um að hleypa ríkjaráðstefnunni um mótun nýs Evrópusáttmála af stokk- unum án samþykkis Pólverja, en Sar- kozy og Blair hefðu þá mælst til þess að reynt yrði að gera Pólverjum lífið bærilegra með því að finna handa þeim einhverja dúsu. Bæði Blair og Sarkozy áttu samtal við Lech Kac- zynski. Sagði Sarkozy að vegna sál- rænna og sagnfræðilegra þátta væri minni spenna í samskiptum Frakka og Pólverja en Þjóðverja og Pólverja. Niðurstaðan varð sú að það tvö- falda kerfi, sem ætlað er að taki við í atkvæðagreiðslum innan ESB, verði ekki sett í gang fyrr en 2014 auk ann- arra, smávægilegra breytinga á fyr- irkomulaginu. „Það er ekki hægt að sniðganga stærsta ríkið í Austur-Evr- ópu,“ sagði Sarkozy. Skilyrði Blairs Þegar Tony Blair komst til valda í Bretlandi lýsti hann því yfir að nú yrði snúið við blaðinu í Evrópumálum og horfið frá þeirri Evrópuandúð, sem ríkt hefði í valdatíð Margaretar Thatcher. Á sínum síðasta Evrópu- leiðtogafundi hótaði hann hins vegar einnig að beita neitunarvaldi yrði ekki komið til móts við hans sjónarmið. Á föstudag var þó ljóst að sátt myndi nást í þeim málum, sem Blair hafði sett á oddinn. Hann féllst á að myndað yrði nokkurs konar utanrík- isráðuneyti eftir að fallið hafði verið frá því að yfir henni yrði „utanríkis- ráðherra“. Töldu Bretar að það gæti þrengt að fullveldi þeirra. Einnig knúði Blair fram tryggingar fyrir því að réttindaskrá Evrópusambandsins myndi ekki hafa áhrif á bresk lög um atvinnu- og félagsmál og að Bretar héldu forræði í dóms- og innanríkis- málum. Af ummælum leiðtoganna má ráða að ekki hafi miklu munað að leiðtoga- fundurinn í Brussel færi út um þúfur, en leiðtogarnir voru sigri hrósandi þegar upp var staðið. Angela Merkel sagði að stigið hefði verið „greinilegt, mikilvægt framfaraskref fyrir Evr- ópusambandið“. Það hefði ekki verið einfalt að fá aðildarríkin 27 til að stíga í takt, en niðurstaðan sýndi að Evrópa næði á endanum saman. Gert er ráð fyrir því að ríkjaráð- stefnan leggi fram sáttmála í árslok. Við gerð stjórnarskrárinnar mis- heppnuðu tók sambærilegt starf níu mánuði. Sérfræðingar segja að nú muni samningar taka skemmri tíma. Tíminn mun leiða í ljós hvernig geng- ur að ná samkomulagi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 19 BMW320d - 2.0 dísel / 5,7 ltr/100 km -Hröðun 0-100 8,3 sek - 163 hö. Verð kr. 3.750.000 BMW325xi (4x4) - 2.5l bensín / 9,2 ltr/100 km -Hröðun 0-100 7,5 sek - 218 hö. Verð kr. 4.890.000 A-Class – Ánægjunnar vegna ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Nýr A-Class sameinar skynsemi og þægindi með fullkomnum hætti. Hann er nettur en einnig ótrúlega rúmgóður og glæsileikinn helst í hendur við stórkostleg þægindin. A-Class er bíll sem þú velur ánægjunnar vegna – af því að það er skynsamlegt. Verð frá 2.290.000 kr. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.