Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 17
Í HNOTSKURN »Morð er hin endanlegamynd ritskoðunar. George Bernard Shaw. »Í náttúrunni er ekki tilnein ósiðsemi, maðurinn býr hana til. Mark Twain. »Ef við trúum ekki á tján-ingarfrelsi þeirra, sem við fyrirlítum, trúum við alls ekki á það. Noam Chomsky. »Alls staðar þar sem þeirbrenna bækur munu þeir á endanum einnig brenna fólk. Heinrich Heine. »Það er aldrei að vita hvaðorð þín kunna að merkja fyrir þig sjálfan eða einhvern annan, eða hvernig sá heimur, sem af þeim sprettur, verður. Allt getur gerst. Vandinn við þögnina er að við vitum ná- kvæmlega hvernig hún verð- ur. Hanif Kureishi. »Málfrelsi er lífiðsjálft. Salman Rushdie. Stjórnir bæði Pakistans og Írans kölluðu báðar sendiherra Breta á sinn fund til að lýsa yfir áhyggjum yfir öðluninni. Seint á fimmtudag buðu kaup- sýslumenn á helsta markaðnum í Isl- amabad, höfuðborg Pakistans, 165 þúsund dollara hverjum þeim, sem afhöfðaði Rushdie, við mikil fagnað- arlæti viðstaddra og félag íslamskra fræðimanna í Pakistan svaraði öðl- uninni með því að heiðra hryðju- verkamanninn Osama bin Laden með sverði Allah. Sjálfkrafa viðbrögð Ákvörðunin hefur einnig vakið deilur og umtal á Bretlandi. Jo Glan- ville, ritstjóri Index on Censorship, sagði að það væri mjög slæmt að upp sprytti kór hótana í hvert skipti sem fram kæmi andóf, gagnrýni eða um- ræða um íslam: „Viðbrögðin eru sjálfkrafa og í hvert sinn sem svo virðist sem minnsta móðgun komi fram gegn íslam má bóka að pólitísk- ir leiðtogar hefji upp raust sína til að ná pólitískum ábata.“ Lýsingar Rushdies á spámannin- um Múhameð í Söngvum Satans vöktu mótmæli þegar bókin kom út fyrir átján árum. Eftir að Khomeini kvað upp dauðadóminn fór Rushdie í felur og lét lítið sem ekkert á sér kræla í ein tíu ár og það ekki að ástæðulausu. Japanski þýðandi Söngva Satans var myrtur, sá, sem þýddi bókina á ítölsku, var stunginn og norski útgefandinn var skotinn. Rushdie hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir bækur sínar, þar á meðal Booker-verðlaunin fyrir Mið- næturbörnin. Hann hefur ekki látið deigan síga þrátt fyrir ofsóknirnar á hendur honum og gefið út fjölda bóka á undanförnum 18 árum, þar á meðal Síðasta andvarp márans, sem kom út 1995. Þótt Rushdie hafi notið verndar meðan hann fór huldu höfði hafa bresk stjórnvöld verið gagnrýnd fyr- ir að styðja hann ekki nógu dyggi- lega í orði. Ian McEwan rithöfundur sagði samfagna Rushdie: „Hann er dásamlegur rithöfundur og þetta sendir bókabrennurum og stuðn- ingsmönnum þeirra skilaboð,“ sagði hann. Fræðimaðurinn John Suther- land, fyrrverandi dómari í Booker- nefndinni, sagði að líta mætti á öðl- unina sem sáttahönd þeirra, sem ekki hefðu stutt Rushdie sem skyldi: „Það er sláandi að Tony Blair hefur meðal annarra verið mjög tregur til að taka í hönd Rushdies opinberlega og nú slær drottningin hann til ridd- ara,“ sagði hann. Rushdie, sem varð sextugur á þriðjudag, kvaðst fullur fagnaðar og auðmýktar yfir öðluninni, en hefur ekkert látið hafa eftir sér um gagn- rýni múslíma eftir að hann var aðlað- ur. Bresk stjórnvöld hafa varið öðl- unina, en beðist afsökunar hafi einhverjum múslímum mislíkað. Samtök múslíma á Bretlandi hafa gagnrýnt ákvörðunina og sagði í yf- irlýsingu frá Múslímaráði Bretlands að hún væri „enn eitt dæmið um skeytingarleysi gagnvart skoðunum múslíma“ vegna þess að Rushdie hefði lýst múslímum með mjög „móðgandi og niðrandi hætti“. Leið- togi samtakanna, Muhammad Abdul Bari, lýsti öðluninni sem „vís- vitandi ögrun“, sem ógnaði sam- skiptum í bresku samfélagi í bréfi, sem sent var 500 moskum og tengd- um samtökum. Viðbrögðin á Bretlandi nú hafa þó ekki verið með sama hætti og fyrir 18 árum þegar Söngvar Satans voru brenndir á báli í Bradford og Bolt- on. Vangaveltur eru um það hvað nefndinni, sem mælti með því að Rushdie yrði aðlaður, hafi gengið til. Dagblaðið Guardian greindi frá því í vikunni að nefndin hefði ekki rætt möguleikann á pólitísku úrfelli og ekki hefði hvarflað að henni að múslímar gætu reiðst. Einnig sagði að rithöfundasamtökin, sem mælt hefðu með því að hann yrði aðlaður, hefðu upphaflega vonast til þess að það myndi leiða til bættra sam- skipta milli Bretlands og Asíu. … hlýtur að vera miklu sárara Í umfjöllun vikuritsins The Eco- nomist kemur fram að sumir Ír- anar líti svo á að öðlunin sé vísivit- andi móðgun, jafnvel til að hefna fyrir það að Íranar tóku 15 breska sjómenn og sjóliða höndum í mars, en það virðist fjarri lagi: „Nefndin, sem mælti með Sir Salman kveðst aðeins hafa haft til hliðsjónar verð- leika bóka hans og utanríkisráðu- neytið segist ekki eiga neinn hlut að máli þegar listamenn eru út- nefndir til öðlunar. Fremur en að reyna að ætla að reita Írana til reiði virðast Bretar hafa gleymt þeim. Það hlýtur að vera miklu sárara.“ Málfrelsið á undir högg að sækja í heiminum um þessar mundir. Við- brögðin við öðlun Rushdies minna á írafárið vegna skopteikninganna, sem birtust í Jyllands-Posten af Mú- hameð spámanni. Morðið á tyrk- neska blaðamanninum Hrant Dink og rússneska blaðamanninum Önnu Politkovskaju á liðnu ári bera vitni skortinum á umburðarlyndi gagn- vart skoðunum og skrifum annarra. Sagnfræðingurinn Timothy Gart- on Ash skrifar í Guardian í gær að þetta mál snúist ekki um það hvort skrif Rushdies verðskuldi öðlun eða hvort hann ætti að þiggja slíka við- urkenningu frá drottningunni, held- ur hvort myrða eigi fólk eða hóta því með lífláti fyrir það, sem það segi og skrifi. Og hvort fullvalda ríki eigi að láta það hafa áhrif á ákvarðanir um slíkar viðurkenningar megi búast við slíkum hótunum. bragðar á melónunni að mað- ur getur verið 100% viss um að hún sé góð. Stundum er maður með fallega melónu í höndunum en hún smakkast ekki vel og svo eru til melónur sem eru lítið fyrir augað en gómsætar á bragðið.‘Þetta hafði José Mourinho knatt- spyrnustjóri Chelsea m.a. um unga knattspyrnumenn að segja í samtali við opinbert tímarit félagsins. Þetta var ekki tillaga um stækkun eða ekki stækkun til eilífðar fyrir fyr- irtækið. Það var bara tillaga um ákveðna útfærslu á deiliskipulagi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafn- arfirði, um möguleikann á að álver Alc- an í Straumsvík verði stækkað með því að reisa það á landfyllingu í sjó. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 17 Síðumúli 8 – Sími 568 8410Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 Krókháls 5 – Sími 517 8050 Veidimadurinn.is - Sportbudin.is - Veidihornid.is Þrjár sérverslanir - ein netverslun Alltaf meira úrval - Alltaf betra verð Munið vinsælu gjafabréfin okkar Simms Freestone öndunarvöðlur og Simms Freestone skór. Einhverjar mest keyptu öndunarvöðlurnar á markaðnum. Fullt verð 32.800. Pakkatilboð aðeins 27.880. Simms L2 öndunarvöðlur og Simms L2 skór. Þú færð ekki Gore-tex vöðlur á betra verði. Vöðlur með styrkingu á álagsstöðum. Léttir og sterkir skór með filtsóla. Fullt verð 44.800. Pakkatilboð aðeins 37.990. Scierra fluguveiðipakki. Scierra Avalanche einhenda ásamt Scierra fluguhjóli með góðri bremsu. Vönduð flotlína, undirlína, taumatengi og taumur. Gjöful veiðihúfa og kastkennsla á DVD fylgir. Fullt verð 25.900. Pakkatilboð aðeins 19.900 Scierra tvíhendupakki. Scierra Avalanche tvíhenda í 4 hlutum. 12,6 eða 14 fet. Vandað Scierra fluguhjól úr áli. Scierra skotlína, undirlína og sökktaumur. Gjöful veiðihúfa og kastkennsla á DVD fylgir. Fullt verð 44.900. Pakkatilboð aðeins 37.800. Scierra MBQ vöðlur og skór. Vinsæll öndunarvöðlupakki á frábæru verði. Fullt verð 29.990. Pakkatilboð aðeins 19.950. Ron Thompson Aquasafe veiðijakki. Vinsæll, vatnsheldur jakki með útöndun. Fullt verð 12.995. Nú á tilboði í júní aðeins 9.995. Ron Thompson neoprenvöðlur. 4mm þykkt efni. Styrkingar á hnjám. Góður brjóstvasi. Fóðruð stígvél með filtsóla. Fullt verð 12.995. Nú á tilboði í júní aðeins 8.995 Scierra Canyon veiðijakki. Vandaður, vatnsheldur jakki með gó ðri útöndun. Fullt verð 17.995. Nú á tilboði í júní aðeins 14.495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.