Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 31
nýjum leiðum og ferskri hugsun.“
Hún segir þó að í ýmsu hafi tek-
ist vel til eins og með átak í vetr-
arferðum á borð við norður-
ljósaferðir, því þær byggi á
sérkennum landsins.
Vönduð ferðamennska styður
við byggðirnar í landinu
Ósk segir góða byggðastefnu
felast í því að styðja við ferðaþjón-
ustu. Hún segir góðar samgöngur
og háhraðanettengingu styðja
helst við þessa þróun. „Vönduð
ferðamennska getur skapað fullt
af störfum úti um allt land fyrir
hönnuði, sagnfræðinga, mat-
reiðslumenn, bændur, handverks-
fólk og sjómenn. Við getum skap-
að störf, sem dreifast um land allt,
fyrir marga. Uppbyggingin verður
ólík þeirri sem gerist í stór-
iðjustefnunni þar sem þjónustan
er á einum stað og dreifist á fárra
hendur.“
Hún segir einnig felast í þessu
ákveðna sjálfsstyrkingarstefnu.
„Íslendingar eru með hálfgerða
minnimáttarkennd gagnvart eigin
matargerð, handverkshefð og
húsagerð en við eigum að vera
stolt,“ segir hún og bendir á að
ferðamenn leiti oft að því sem er
öðruvísi en á heimaslóðum.
„Ferðafólk elskar að koma á
staði eins og Berunes í Berufirði.
Þar er búið að gera upp gamla
bæinn og gamla kirkjan stendur
enn. Boðið er upp á fiskibollur úr
fiski sem veiddur er í firðinum,
rabarbari úr garðinum er notaður
í matseld, bóndinn spilar á harm-
onikku og húsfreyjan prjónar
lopapeysur sem eru til sölu. Þarna
finnst fólki það hafa himin hönd-
um tekið.“
Allavega er ljóst að ferðaþjón-
ustuiðnaðurinn er Íslendingum
mikilvægur en Ísland er mesta
ferðaþjónustulandið á Norð-
urlöndum, samkvæmt nýjum upp-
lýsingum frá Samtökum ferða-
þjónustunnar. Hlutfall
ferðaþjónustu af þjóðaframleiðslu
er 4,5% hérlendis, sem er talsvert
meira en á hinum Norðurlönd-
unum.
„Áhugi á Íslandi er í hámarki.
En ef við stöndum okkur ekki,
göngum illa um landið og skynjum
ekki kröfur tímans um breytt við-
horf í ferðamennsku, þá getur
ferðaþjónustan hrunið. Við þurf-
um að sýna að við elskum þetta
land. Það er eitthvað sem ferða-
menn skynja.“
Endurlífga ferðalýsingar
Hún bendir á að hægt sé að
nálgast náttúruna á margvíslegan
hátt. „Maður þarf að dvelja í nátt-
úrunni og hlusta á hana. Það
mætti endurlífga það að skrifa hjá
sér hugleiðingar á ferðalögum en
menn eru hættir að skrifa ferða-
lýsingar með sama hætti og tíðk-
aðist.“
Ósk bendir á að gott sé að
ferðast í hópum og slíkar ferðir
geti verið innihaldsríkari en aðr-
ar. Hún segir líka „gæfulegra og
meira gefandi“ að hafa hópana
blandaða en þeir hafa orðið eins-
leitari síðustu ár. „Við lærum mik-
ið af því að ferðast með erlendum
ferðamönnum því þeir sjá hlutina
öðrum augum en við. Að sama
skapi finnst þeim gaman að
ferðast með innfæddum.“
Ósk hefur verið með blandaða
hópa í hálendisferðum. Hún segir
hálendisferðir vera fyrir alla því
þar sé „lagt meira upp úr því að
njóta en þjóta.“
„Allir geta farið yfir jökul ef
farið er nógu hægt yfir. Ferða-
mennska hefur snúist alltof mikið
um garpsskap og að sigra fjallið,“
segir Ósk, sem finnst of mikil
áhersla lögð á græjur og upptaln-
ingu á örnefnum í hefðbundnum
ferðum.
Sem andsvar við þessu hefur
hún til dæmis verið með ferðir
þar sem gengið er þvert á Lauga-
veginn, hún kann illa við það þeg-
ar fólk keppist við að ganga hann
á sem stystum tíma og einnig hið
svokallaða Laugavegshlaup.
Í þessum ferðum er farið á
staði sem fáir þekkja og skoðað
mikið af hverasvæðum. „Ég skil
ekki af hverju fleiri staldra ekki
við á Hrafntinnuskeri til að skoða
svæðið þar í kring. Fólk virðist
alltaf vera að flýta sér inn í Þórs-
mörk.“
Í hæglætisferðahreyfingunni
njóta einmitt ferðir utan alfara-
leiðar vinsælda, þær eru jafnan
bæði minni og sérstæðari að ein-
hverju leyti en venjubundnari
hópferðir.
Ósk styður hæga ferðamátann
heilshugar og er ánægð með að
hann sé í uppsveiflu í heiminum.
„Maður hefur oft þurft að hægja
á fólki. Maður þarf að hægja á
sér til að skoða blómin og finna
lyktina, þá upplifir maður og sér
meira. Það er algjör misskiln-
ingur að maður þurfi að æða á
milli staða.“
Allar líkur eru á því að ósk
hennar rætist og ferðamenn hægi
á sér því hæglætishreyfingin
virðist komin til að vera.
ingarun@mbl.is
ÓSK hefur í vetur undirbúið ferðir fyrir börn og unglinga, sem eru
hugsaðar sem einskonar náttúru- og hálendisskóli. Á morgun hefst
eitt slíkt námskeið og heldur Ósk það í samvinnu við Myndlistaskól-
ann í Reykjavík og Margréti H. Blöndal myndlistakonu. Námskeiðið
stendur í fimm daga og verður farið í vettvangsferðir út fyrir bæ-
inn. Farið verður yfir búnað og grunnatriði í göngutækni, jarð-
fræði, lestri landakorta og ratvísi. Ferðinni lýkur með gönguferð
um Grændal á Hengilssvæðinu, fjallabaði og grillveislu. Tilgangur-
inn er að kenna hópnum að meta náttúruna með því að fræðast um
hana og njóta hennar með því að teikna og tjá sig um hana. Er
hægt að lesa nánar um námskeiðið og fleiri ferðir á www.halend-
isferdir.is.
Fjallamennska og náttúruskoðun hvati frjórrar hugsunar
„Ég held að það sé mjög mikilvægt að örva og efla virðingu og
tengsl barna og unglinga við landið. Ég hef orðið vör við það í
gegnum tíðina að börn hafa mikla ánægju af fjallalífi, gallinn er
bara sá að flestar ferðir eru sniðnar fyrir fullorðið fólk en ekki börn
og unglinga. Ég vil leggja meiri áherslu á náttúruskoðun og nátt-
úrufræðslu og finnst slíkt vanta í menntun barna og unglinga á Ís-
landi. Fjallamennska og náttúruskoðun er mikill hvati frjórrar
hugsunar,“ segir Ósk.
„Við búum í landi sem er að mörgu leyti einstakt í heiminum og
samt vex hér upp kynslóð eftir kynslóð sem þekkir landslagið, nátt-
úrufarið og jarðfræðina sama og ekki neitt. Þessu verður að breyta.
Mér finnst þetta meðal annars snúast um sjálfsvirðingu okkar. Nátt-
úruskoðun og útivist gefa mikla lífsfyllingu. Ég vil líka að börn inn-
flytjenda eigi kost á slíkri lífsfyllingu, að þau líti svo á að náttúran
hérna sé hluti af þeim.“
Annað viðhorf í Noregi
Ósk kynntist öðru viðhorfi en hér ríkir almennt þegar fjölskyldan
dvaldi í Noregi í tæpt hálft ár. Hún fór ásamt manni sínum, Hjálm-
ari Sveinssyni útvarpsmanni, og börnum þeirra tveimur, Huldu
Ragnhildi, sem er að verða 12 ára, og Vilhjálmi Yngva, sem er á tí-
unda ári, til vesturstrandar Noregs á slóðir Ingólfs Arnarsonar.
„Við gætum lært mikið af Norðmönnum en í norskum skólum er úti-
skóli hluti af náminu. Krakkarnir læra að spjara sig í náttúrunni,
þau læra á áttavita, að klæða sig og veiða, svo eitthvað sé nefnt.“
Ósk segir að náttúrufræðsla sem þessi ætti að vera sjálfsagður
hlutur í uppeldi barna. Til að auðvelda foreldrum verkið ætlar hún
að bjóða einnig uppá námskeið fyrir foreldra og börn saman, en
ferðinni er heitið í Strútslaug.
Sjálf segist hún hálfpartinn vera alin upp af Ferðafélagi Íslands.
„Afi var í Ferðafélaginu og við fórum oft með honum allar helgar.
Ég ferðaðist mikið með foreldrum mínum. Í minningunni var þetta
skemmtilegra en jólin. Þetta eru svo miklar gæðastundir með þínum
nánustu. Samskiptin verða svo heilbrigð og góð.“
Náttúruskóli
fyrir börn og unglinga
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
S k ó g a r h l í › 1 8 • 1 0 5 R e y k j a v í k • S í m i 5 9 5 1 0 0 0 • F a x 5 9 5 1 0 0 1
A k u r e y r i s í m i : 4 6 1 1 0 9 9 • H a f n a r f j ö r ð u r s í m i : 5 1 0 9 5 0 0
Vetrarævintýri á
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
28
3
93
Nú er salan hafin á ferðum til Kanaríeyja næsta vetur. Heimsferðir bjóða
frábært úrval gistingar á hreint ótrúlegum kjörum. Tryggðu þér lægsta verðið
og bestu gistinguna næsta vetur á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga.
Beint morgunflug
- með íslensku fl
ugfélagi
Kanarí
Kr. 43.395
- íbúð m/2 svefnherb.
* Hjón með 2 börn, 2-11 ára,
vikuferð 2. eða 9. janúar, í
íbúð með 2 svefnherbergjum á
Parquemar. Netverð á mann með
10.000 kr. afslætti.
Kr. 52.595
- hálft fæði
Hjón með 2 börn, 2-11 ára, í
fjölskylduherbergi á Hotel Rondo
með hálfu fæði í viku, 2. eða 9.
janúar. Netverð á mann með
10.000 kr. afslætti.
Salan er hafin!
Fyrstu 300 sætin með
10.000 kr. afslætti !
Þeir sem bóka strax, geta tryggt sér
10.000 kr. afslátt.
Ath. takmarkað magn sæta með afslætti á hverju flugi.
frá aðeins
43.395 kr.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
*
Kr. 58.390
- smáhýsi
M.v. 2 fullorðna í smáhýsi,
Parquesol í viku 2. eða 9. janúar.
Netverð á mann með 10.000 kr.
afslætti.
Kr. 79.990
- allt innifalið
Gisting í tvíbýli, vikuferð 2. eða
9. janúar, á Hotel Dunas Suite
Maspalomas **** með “öllu
inniföldu”. Netverð á mann með
10.000 kr. afslætti.
Ótrúlegt verð
Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • Bréfsími 552 9814 • www.rannis.is
K Y N N I N G A R F U N D U R
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
r
a
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands og RANNÍS efna til kynningar á þremur upplýsingatækniáætlunum Evrópusambandsins
sem Ísland á aðild að:
• Upplýsinga- og samskiptækniáætlun 7. RÁ, Snæbjörn Kristjánsson, RANNÍS
• eContent +, Sigurður Guðmundsson, Rannsóknaþjónustu H.Í.
• Upplýsingaáætlun Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB, Sigurður Guðmundsson, Rannsóknaþjónustu H.Í.
Aðgangur er öllum opinn
og ókeypis
Rannsóknir, þróun og nýsköpun
í upplýsingatækni
Kynningarfundur um upplýsingatækniáætlanir
Evrópusambandsins. Tæknigarði, Dunhaga 5,
mánudaginn 25. júní, kl. 10:00 - 12:00