Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 59 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Heimsókn í Árbæjarsafn. Fimmtu- daginn 28. júní kl. 13.30 verður farið í Árbæjarsafn á sýninguna Heil öld til heilla. Saga ÍR í 100 ár. Kaffi í Dillonshúsi (ekki innifalið í verði). Rútugjald kr. 400. Skráning í Aflagranda 40 og í síma 411 2700. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | 3 daga Vestmannaeyjaferð 2.-4. júlí. Skráningarlistar og nánari ferðalýsing í Gullsmára og Gjábakka. Gist á Hótel Þórshamri. Boðið upp á skoðunarferðir um Heimaey og á sjó umhverfis Heimaey. Brottför frá Gullsmára kl. 10 og Gjábakka kl. 10.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnu- dagskvöld kl. 20. Klassík leikur fyrir dansi. Dags- ferð í Landmannalaugar 7. júlí, skráning hafin. Upp- lýsingar í s. 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er opið kl. 9-16.30. Aðgangur að púttvelli við Breiðholtslaug er daglega kl. 9-17, leiðsögn frá Vinnuskóla Reykja- víkur hefst þriðjud. 26. júní kl. 13. Aðstaða og afnot af búnaði er að kostnaðarlausu. Allir velkomnir. S. 575 7720. Hraunbær 105 | 4. júlí. Ferð að Skógum, Vík í Mýr- dal og Kirkjubæjarklaustri. Hádegisverður snæddur að Skógum.Verð 2.500 kr. Skráning á skrifstofu eða í síma 587 2888. Hæðargarður 31 | Göngur á hverjum degi, púttað og skrafað við hringborðið. Félagsvist. Sumarferðir. Morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Kíktu við og skoðaðu dagskrána. S. 568 3132, asdis- .skuladottir@reykjavik.is. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Fimmtudaginn 28. júní verður farið á Safnasvæðið að Görðum á Akra- nesi kl. 13. Upplýsingar í síma 552 4161 fyrir þriðju- dag. Kirkjustarf Dómkirkjan | Æðruleysismessa verður í kvöld í Dómkirkjunni kl. 20. Kristján Kristjánsson og Ellen Kristjánsdóttir munu sjá um tónlistina. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hugleiðingu. Dómkirkjan | Kolaportsmessa 24. júní kl. 14 á Kaffi Porti. Þorvaldur Halldórsson leikur tónlist. Sr. Þor- valdur Víðisson leiðir stundina ásamt Margréti Scheving. Stud.theol. Stefán Einar og stud.theol. Guðlaug Helga þjóna og safna fyrirbænarefnum. Allir velkomnir. 90ára afmæli. GuðrúnSigurjónsdóttir, Sól- vangi, Hafnarfirði, áður til heimilis í Heiðargerði 78, Reykjavík, er níræð í dag. Hún dvelur með fjölskyldu sinni á afmælisdaginn. Brúðkaupsafmæli | Í dag, 24. júní, eiga Erla Harðar- dóttir og Jósep Ó. Blöndal, Sjávarflöt 7, Stykkishólmi, tíu ára brúðkaupsafmæli. Sama dag á Jósep 60 ára afmæli. Þau hjónin verða á ferðalagi í Skotlandi, en netfang þeirra er joerla@simnet.is. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is. dagbók Í dag er sunnudagur 24. júní, 175. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. (Mt. 10, 32.) Endurmenntun HÍ býðurnæsta haust upp á endur-bætt nám til löggildingarfasteigna-, fyrirtækja- og skipasala. Guðrún Edda Baldursdóttir er verkefnastjóri námsins: „Námið hefur nú verið lengt, úr þriggja missera námi til 31 eininga upp í fjögurra missera nám til 40 eininga. Felst helsta viðbótin í aukinni áherslu á þætti á borð við siðfræði fasteignasala, sölu fasteigna erlendis, sölu jarða og við bætist umfangsmikill verðmats- áfangi sem nemur nærri heilu miss- eri,“ segir Guðrún Edda en námið er skipulagt skv. kröfum dómsmálaráðu- neytisins og byggist á lögum nr. 99/ 2004. „Breytingar þær sem gerðar hafa verið byggjast á reynslu Endur- menntunar en EHÍ hefur nú útskrifað tvo hópa þar sem námið byggist á þessum lögum.“ „Þeir einir mega kalla sig fast- eigna-, fyrirtækja- eða skipasala sem lokið hafa tilskildu námi og fengið lög- gildingu sem slíkir. Meðal annars kveða lög á um að fasteignasala þurfi að vera a.m.k. að helmingi í eigu lög- gilts fasteignasala, og þeir sem starfa á fasteignasölum án löggildingar mega aðeins kalla sig sölumenn, og þurfa löggiltir fasteignasalar að hafa end- anlega umsjón með öllum kaupum og sölum,“ segir Guðrún Edda. „Fyrstu tvö misseri námsins er einkum fengist við lögfræðileg atriði; samningarétt, eignarétt, fasteignakaupalög, afnota- rétt, fjöleignarhúsalög og gerð við- skiptabréfa. Á þriðja misseri er fjallað um verðmat, og loks á fjórða misseri m.a. fjallað um siðferði, fasteignasölu erlendis, og sölu jarða, sem á síðustu árum hefur farið mjög vaxandi. Einnig læra nemendur um bókhald og skatta- reglur og fleiri þætti sem koma að al- mennum rekstri fasteignasölu.“ Til að hljóta inngöngu í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, og fyrir útgáfu lokaskírteinis þurfa þeir að eiga að baki 12 mánaða starfsreynslu á fast- eignasölu, en kennt er tvo daga í viku og námið sniðið að því að nemendur geti stundað nám með vinnu. „Endur- menntun leggur mikið upp úr vali kennara og hafa þeir allir mikla reynslu úr atvinnulífinu og af fræða- störfum,“ segir Guðrún að lokum. Sjá nánar á www.endurmenntun.is Menntun | Endurbætt nám í fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu hjá EHÍ Ítarlegra nám og lengra  Guðrún Edda Baldursdóttir fæddist í Reykja- vík 1966. Hún lauk BS-prófi í landa- fræði frá HÍ 1992 og handmennta- námi frá Haand- arbejdets Frem- mes Seminarium 1998. Guðrún starfaði í fjögur ár hjá Menntafél. byggingariðnaðarins en hefur frá 2005 verið verkefnastjóri hjá EHÍ. Hún hefur einnig komið að kennslu í handavinnu, greinaskrifum og verkefnum tengdum því. Guðrún á dótturina Eddu Sólveigu. Myndlist Café Mílanó | Þann 17. júní opnaði Ester Jóhannesdóttir sína fyrstu málverkasýningu á Café Milano í Faxafeni. Sýningin, sem ber yfir- skriftina „Perlur úr náttúrunni“, stendur til 7. júlí. Skaftfell | Síðasta sýningarvika Finns Arnar, Þórarins Blöndal og Jóns Garðars Henryssonar í sýn- ingarsal Skaftfells. Streets of Bakersfield á Vesturveggnum. Sjá www.skaftfell.is. Útivist og íþróttir Seltjarnarnesbær | Lagt verður af stað í árlega Jónsmessugöngu Seltjarnarness frá Nesstofu kl. 20.30. Leiðsögumaður er Þor- valdur Friðriksson, fornleifafræð- ingur. Mun hann fjalla um sæ- skrímsli á Seltjarnarnesi og íslenska þjóðtrú ofl. Brenna, fjöldasöngur og veitingar. Viðey | Í dag kl. 14.30 mun Örvar B. Eiríksson, sagnfræðingur, fjalla um það í sögu, náttúru og list Við- eyjar sem gestir vilja fræðast um. Gangan hefst við Viðeyjarstofu og tekur um eina klukkustund og er öllum opin og ókeypis. ÞAÐ eru trúlega fáir sem geta vippað sér í þessa stellingu jafn auðveldlega og þessi ónefndi Shaolin munkur. Gjörn- ingurinn var hluti af hátíðahöldum í sveitarfélaginu Chongquing í suðvesturhluta Kína. Ekki er mælt með að leikmenn reyni þetta heima hjá sér, nema kannski eftir mjög góða upphitun. Ekki reyna þetta heima! Reuters FRÉTTIR NÆSTA haust verður boðið upp á starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun á þroskaþjálfa- og tómstundabraut við Kennarahá- skóla Íslands. Námið miðar að því að veita fólki með þroskahömlun möguleika til fullgildrar sam- félagsþátttöku með því að gefa hópnum tækifæri til náms að loknu námi í framhaldsskóla. Um er að ræða nýjung í samræmi við yf- irlýsta alþjóðlega stefnu hags- munasamtaka fólks með þroska- hömlun, mannréttindasáttmála sem og stefnu Kennaraháskóla Ís- lands. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur til afmarkaðra starfa á starfsvettvangi þroska- þjálfa og tómstunda- og félags- málafræðinga. Um er að ræða fjöl- breytileg störf, s.s. í skólum, frístundaheimilum, félagsmið- stöðvum og á þeim vettvangi sem fólk með þroskahömlun sækir þjónustu. Kynningarfundur verður hald- inn mánudaginn 25. júní kl. 17.00 í Skriðu, fyrirlestrasal Kennarahá- skóla Íslands. Umsóknarfrestur er til 29. júní. Nýmæli í menntun fólks með þroskahömlun VIÐSKIPTAVINIR Elísabetar geta fengið ódýrari bílatryggingar fái þeir ekki punkt í ökuferilsskrá sína í tólf mánuði. Umferðarpunktar eru sem kunnugt er viðurlög við þeim umferðarlagabrotum sem varða öryggi í umferðinni. „Elísabet er þannig með tilboði sínu í fyrsta lagi að stuðla að auknu öryggi viðskiptavina sinna og færa þeim fjárhagslegan ávinn- ing. Í öðru lagi hefur allt umferð- arsamfélagið hag af því ef fleiri ökumenn aka ávallt samkvæmt umferðarreglum. Í þriðja lagi stuðlar bætt aksturslag að lægri tjónakostnaði tryggingafélaganna sem er forsenda fyrir lækkun ið- gjalda,“ segir í fréttatilkynningu. Þeir viðskiptavinir sem vilja vera með skila yfirliti yfir punkta- stöðu sína til Elísabetar. Stöðuna fá þeir á öllum umdæmisskrif- stofum lögreglunnar. Elísabet geymir síðan punktastöðuna í tólf mánuði þar til tryggingataki kem- ur með uppfært yfirlit. Hafi punkt- um ekki fjölgað undangengna tólf mánuði tekur við frímánuður hjá tryggingatakanum. Frímánuður fyrir punkta- laust ár FRAMKVÆMDASTJÓRN Lands- sambands æskulýðsfélaga fagnar þingsályktunartillögu um Aðgerð- aráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna sem samþykkt var einróma á Alþingi í vor. „Framkvæmdastjórn LÆF telur að börn og ungmenni þurfi á öfl- ugum málsvörum að halda og því er fagnaðarefni að Alþingi leggi fram slíkar tillögur sem felast í Að- gerðaráætluninni. Framkvæmdarstjórn LÆF fagn- ar sérstaklega hugmyndum um forvarnir í vímuefnamálum, að- gerðum er vernda börn og ung- menni gegn kynferðisbrotum og aðgerðum í þágu barna innflytj- enda. Ljóst er að samráðsnefnd sú er skipuð verður af ríkistjórninni á langt og ítarlegt verk fyrir hönd- um og vill framkvæmdastjórn LÆF hvetja nefndarmenn til dáða og skorar á þá að veita þessu verk- efni forgang í hvívetna,“ segir í ályktuninni. Fagnar þings- ályktun um aðgerðaáætlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.