Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 59

Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 59 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Heimsókn í Árbæjarsafn. Fimmtu- daginn 28. júní kl. 13.30 verður farið í Árbæjarsafn á sýninguna Heil öld til heilla. Saga ÍR í 100 ár. Kaffi í Dillonshúsi (ekki innifalið í verði). Rútugjald kr. 400. Skráning í Aflagranda 40 og í síma 411 2700. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | 3 daga Vestmannaeyjaferð 2.-4. júlí. Skráningarlistar og nánari ferðalýsing í Gullsmára og Gjábakka. Gist á Hótel Þórshamri. Boðið upp á skoðunarferðir um Heimaey og á sjó umhverfis Heimaey. Brottför frá Gullsmára kl. 10 og Gjábakka kl. 10.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnu- dagskvöld kl. 20. Klassík leikur fyrir dansi. Dags- ferð í Landmannalaugar 7. júlí, skráning hafin. Upp- lýsingar í s. 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er opið kl. 9-16.30. Aðgangur að púttvelli við Breiðholtslaug er daglega kl. 9-17, leiðsögn frá Vinnuskóla Reykja- víkur hefst þriðjud. 26. júní kl. 13. Aðstaða og afnot af búnaði er að kostnaðarlausu. Allir velkomnir. S. 575 7720. Hraunbær 105 | 4. júlí. Ferð að Skógum, Vík í Mýr- dal og Kirkjubæjarklaustri. Hádegisverður snæddur að Skógum.Verð 2.500 kr. Skráning á skrifstofu eða í síma 587 2888. Hæðargarður 31 | Göngur á hverjum degi, púttað og skrafað við hringborðið. Félagsvist. Sumarferðir. Morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Kíktu við og skoðaðu dagskrána. S. 568 3132, asdis- .skuladottir@reykjavik.is. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Fimmtudaginn 28. júní verður farið á Safnasvæðið að Görðum á Akra- nesi kl. 13. Upplýsingar í síma 552 4161 fyrir þriðju- dag. Kirkjustarf Dómkirkjan | Æðruleysismessa verður í kvöld í Dómkirkjunni kl. 20. Kristján Kristjánsson og Ellen Kristjánsdóttir munu sjá um tónlistina. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hugleiðingu. Dómkirkjan | Kolaportsmessa 24. júní kl. 14 á Kaffi Porti. Þorvaldur Halldórsson leikur tónlist. Sr. Þor- valdur Víðisson leiðir stundina ásamt Margréti Scheving. Stud.theol. Stefán Einar og stud.theol. Guðlaug Helga þjóna og safna fyrirbænarefnum. Allir velkomnir. 90ára afmæli. GuðrúnSigurjónsdóttir, Sól- vangi, Hafnarfirði, áður til heimilis í Heiðargerði 78, Reykjavík, er níræð í dag. Hún dvelur með fjölskyldu sinni á afmælisdaginn. Brúðkaupsafmæli | Í dag, 24. júní, eiga Erla Harðar- dóttir og Jósep Ó. Blöndal, Sjávarflöt 7, Stykkishólmi, tíu ára brúðkaupsafmæli. Sama dag á Jósep 60 ára afmæli. Þau hjónin verða á ferðalagi í Skotlandi, en netfang þeirra er joerla@simnet.is. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is. dagbók Í dag er sunnudagur 24. júní, 175. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. (Mt. 10, 32.) Endurmenntun HÍ býðurnæsta haust upp á endur-bætt nám til löggildingarfasteigna-, fyrirtækja- og skipasala. Guðrún Edda Baldursdóttir er verkefnastjóri námsins: „Námið hefur nú verið lengt, úr þriggja missera námi til 31 eininga upp í fjögurra missera nám til 40 eininga. Felst helsta viðbótin í aukinni áherslu á þætti á borð við siðfræði fasteignasala, sölu fasteigna erlendis, sölu jarða og við bætist umfangsmikill verðmats- áfangi sem nemur nærri heilu miss- eri,“ segir Guðrún Edda en námið er skipulagt skv. kröfum dómsmálaráðu- neytisins og byggist á lögum nr. 99/ 2004. „Breytingar þær sem gerðar hafa verið byggjast á reynslu Endur- menntunar en EHÍ hefur nú útskrifað tvo hópa þar sem námið byggist á þessum lögum.“ „Þeir einir mega kalla sig fast- eigna-, fyrirtækja- eða skipasala sem lokið hafa tilskildu námi og fengið lög- gildingu sem slíkir. Meðal annars kveða lög á um að fasteignasala þurfi að vera a.m.k. að helmingi í eigu lög- gilts fasteignasala, og þeir sem starfa á fasteignasölum án löggildingar mega aðeins kalla sig sölumenn, og þurfa löggiltir fasteignasalar að hafa end- anlega umsjón með öllum kaupum og sölum,“ segir Guðrún Edda. „Fyrstu tvö misseri námsins er einkum fengist við lögfræðileg atriði; samningarétt, eignarétt, fasteignakaupalög, afnota- rétt, fjöleignarhúsalög og gerð við- skiptabréfa. Á þriðja misseri er fjallað um verðmat, og loks á fjórða misseri m.a. fjallað um siðferði, fasteignasölu erlendis, og sölu jarða, sem á síðustu árum hefur farið mjög vaxandi. Einnig læra nemendur um bókhald og skatta- reglur og fleiri þætti sem koma að al- mennum rekstri fasteignasölu.“ Til að hljóta inngöngu í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, og fyrir útgáfu lokaskírteinis þurfa þeir að eiga að baki 12 mánaða starfsreynslu á fast- eignasölu, en kennt er tvo daga í viku og námið sniðið að því að nemendur geti stundað nám með vinnu. „Endur- menntun leggur mikið upp úr vali kennara og hafa þeir allir mikla reynslu úr atvinnulífinu og af fræða- störfum,“ segir Guðrún að lokum. Sjá nánar á www.endurmenntun.is Menntun | Endurbætt nám í fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu hjá EHÍ Ítarlegra nám og lengra  Guðrún Edda Baldursdóttir fæddist í Reykja- vík 1966. Hún lauk BS-prófi í landa- fræði frá HÍ 1992 og handmennta- námi frá Haand- arbejdets Frem- mes Seminarium 1998. Guðrún starfaði í fjögur ár hjá Menntafél. byggingariðnaðarins en hefur frá 2005 verið verkefnastjóri hjá EHÍ. Hún hefur einnig komið að kennslu í handavinnu, greinaskrifum og verkefnum tengdum því. Guðrún á dótturina Eddu Sólveigu. Myndlist Café Mílanó | Þann 17. júní opnaði Ester Jóhannesdóttir sína fyrstu málverkasýningu á Café Milano í Faxafeni. Sýningin, sem ber yfir- skriftina „Perlur úr náttúrunni“, stendur til 7. júlí. Skaftfell | Síðasta sýningarvika Finns Arnar, Þórarins Blöndal og Jóns Garðars Henryssonar í sýn- ingarsal Skaftfells. Streets of Bakersfield á Vesturveggnum. Sjá www.skaftfell.is. Útivist og íþróttir Seltjarnarnesbær | Lagt verður af stað í árlega Jónsmessugöngu Seltjarnarness frá Nesstofu kl. 20.30. Leiðsögumaður er Þor- valdur Friðriksson, fornleifafræð- ingur. Mun hann fjalla um sæ- skrímsli á Seltjarnarnesi og íslenska þjóðtrú ofl. Brenna, fjöldasöngur og veitingar. Viðey | Í dag kl. 14.30 mun Örvar B. Eiríksson, sagnfræðingur, fjalla um það í sögu, náttúru og list Við- eyjar sem gestir vilja fræðast um. Gangan hefst við Viðeyjarstofu og tekur um eina klukkustund og er öllum opin og ókeypis. ÞAÐ eru trúlega fáir sem geta vippað sér í þessa stellingu jafn auðveldlega og þessi ónefndi Shaolin munkur. Gjörn- ingurinn var hluti af hátíðahöldum í sveitarfélaginu Chongquing í suðvesturhluta Kína. Ekki er mælt með að leikmenn reyni þetta heima hjá sér, nema kannski eftir mjög góða upphitun. Ekki reyna þetta heima! Reuters FRÉTTIR NÆSTA haust verður boðið upp á starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun á þroskaþjálfa- og tómstundabraut við Kennarahá- skóla Íslands. Námið miðar að því að veita fólki með þroskahömlun möguleika til fullgildrar sam- félagsþátttöku með því að gefa hópnum tækifæri til náms að loknu námi í framhaldsskóla. Um er að ræða nýjung í samræmi við yf- irlýsta alþjóðlega stefnu hags- munasamtaka fólks með þroska- hömlun, mannréttindasáttmála sem og stefnu Kennaraháskóla Ís- lands. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur til afmarkaðra starfa á starfsvettvangi þroska- þjálfa og tómstunda- og félags- málafræðinga. Um er að ræða fjöl- breytileg störf, s.s. í skólum, frístundaheimilum, félagsmið- stöðvum og á þeim vettvangi sem fólk með þroskahömlun sækir þjónustu. Kynningarfundur verður hald- inn mánudaginn 25. júní kl. 17.00 í Skriðu, fyrirlestrasal Kennarahá- skóla Íslands. Umsóknarfrestur er til 29. júní. Nýmæli í menntun fólks með þroskahömlun VIÐSKIPTAVINIR Elísabetar geta fengið ódýrari bílatryggingar fái þeir ekki punkt í ökuferilsskrá sína í tólf mánuði. Umferðarpunktar eru sem kunnugt er viðurlög við þeim umferðarlagabrotum sem varða öryggi í umferðinni. „Elísabet er þannig með tilboði sínu í fyrsta lagi að stuðla að auknu öryggi viðskiptavina sinna og færa þeim fjárhagslegan ávinn- ing. Í öðru lagi hefur allt umferð- arsamfélagið hag af því ef fleiri ökumenn aka ávallt samkvæmt umferðarreglum. Í þriðja lagi stuðlar bætt aksturslag að lægri tjónakostnaði tryggingafélaganna sem er forsenda fyrir lækkun ið- gjalda,“ segir í fréttatilkynningu. Þeir viðskiptavinir sem vilja vera með skila yfirliti yfir punkta- stöðu sína til Elísabetar. Stöðuna fá þeir á öllum umdæmisskrif- stofum lögreglunnar. Elísabet geymir síðan punktastöðuna í tólf mánuði þar til tryggingataki kem- ur með uppfært yfirlit. Hafi punkt- um ekki fjölgað undangengna tólf mánuði tekur við frímánuður hjá tryggingatakanum. Frímánuður fyrir punkta- laust ár FRAMKVÆMDASTJÓRN Lands- sambands æskulýðsfélaga fagnar þingsályktunartillögu um Aðgerð- aráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna sem samþykkt var einróma á Alþingi í vor. „Framkvæmdastjórn LÆF telur að börn og ungmenni þurfi á öfl- ugum málsvörum að halda og því er fagnaðarefni að Alþingi leggi fram slíkar tillögur sem felast í Að- gerðaráætluninni. Framkvæmdarstjórn LÆF fagn- ar sérstaklega hugmyndum um forvarnir í vímuefnamálum, að- gerðum er vernda börn og ung- menni gegn kynferðisbrotum og aðgerðum í þágu barna innflytj- enda. Ljóst er að samráðsnefnd sú er skipuð verður af ríkistjórninni á langt og ítarlegt verk fyrir hönd- um og vill framkvæmdastjórn LÆF hvetja nefndarmenn til dáða og skorar á þá að veita þessu verk- efni forgang í hvívetna,“ segir í ályktuninni. Fagnar þings- ályktun um aðgerðaáætlun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.