Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 65 Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 24. júní kl. 20.00 Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur verk eftir Buxtehude, Langlais og Guilmant. www.listvinafelag.is SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 29/6 kl 20 uppselt, 1/7 kl 15, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20 uppselt, 14/7 kl 15, 14/7 kl. 20, 11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 25/8 kl. 20, 26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Í kvöld kl. 20 UPPS. Fim 28/6 kl. 20 UPPS. Síðustu sýningar LJÓTU HÁLFVITARNIR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR LAU 30/6 KL. 21 MIÐAVERÐ KR. 1.800 Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Sumartónleikar í Skálholti Laugardagur 30. júní kl. 14:00 Erindi í Skálholtsskóla: Samstarfið við Manuelu Wiesler kl. 14:55 Tónlistarsmiðja unga fólksins í Skálholtsskóla kl. 15:00 Setningartónleikar - Í minningu Manuelu Wiesler Verk eftir J. S. Bach, Atla H. Sveinsson, T. Takemitsu, Þorkel Sigurbjörnsson (frumflutningur) og A. Jolivet Kolbeinn Bjarnason, flauta, Guðmundur Kristmundsson, víóla, Elísabet Waage, harpa kl 17:00 Skálholtskvartettinn F. J. Haydn: Kvartett í f-moll op. 20 nr. 5 F. Schubert: Kvartett í a-moll op. 29 „Rosamunde“ Jaap Schröder, fiðla, Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Svava Bernharðsdóttir, víóla, Sigurður Halldórsson, selló Sunnudagur 1. júlí kl. 15:00 Skálholtskvartettinn Endurtekin efnisskrá frá laugardeginum kl. 17:00 Guðsþjónusta Tónlist í flutningi Kolbeins Bjarnasonar, Guðmundar Kristmundssonar og Elísabetar Waage Ókeypis aðgangur www.sumartonleikar.is Sumartónleikar í Skálholtskirkju 2007 30. júní - 6. ágúst D i e t e r i c h B u x t e h u d e 3 0 0 á r a á r t í ð o g N o r ð u r - E v r ó p a F. Tunder, J.P.Sweelinck, P.H. Erlebach, G.F. Händel, G.Ph. Telemann, J. Christoph Bach, J.S. Bach, W.F. Bach, C.Ph.E. Bach, J.Chr. Bach, D o m e n i c o S c a r l a t t i 2 5 0 á r a á r t í ð o g Í t a l í a G. Frescobaldi, G. Torelli, B. Laurenti, Alessandro Scarlatti, M. Rossi S t a ð a r t ó n s ká l d : D a n í e l B j a r n a s o n Einnig verk eftir Huga Guðmundsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Arvo Pärt, Toru Takemitsu, Edison Denisov, Iannis Xenakis, Morton Feldman, Igor Stravinsky, o. fl. Ó k e y p i s a ð g a n g u r a ð ö l l u m t ó n l e i k u m o g f y r i r l e s t r u m www.sumartonleikar.is ÞRÍR myndlistarmenn opna á morg- un sýninguna „Kling & Bang – Græð- ari innan og utan“ í Kling & Bang galleríi á Laugavegi 23. Þar hefur sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir leitt saman þau Ryan Parteka, Sigríði Dóru Jóhannsdóttur og Björk Guðna- dóttur. Sýningin sprettur upp úr „löngun til að faðma að sér hið krefjandi rými Kling & Bang gallerís og til að mæta á mildan og ljóðrænan hátt þeim mikla fjölda metnaðarfullra sýninga gallerísins sem oft hafa verið afar áleitnar, óbeislaðar og jafnvel árás- argjarnar,“ eins og Birta kemst að orði. Samvinna fjórmenninganna hófst með samræðum um heilun og náttúru sköpunarinnar sem heilunar- aðferðar, hvernig mætti „hreinsa rýmið“ af fyrri sýningum. „Það er ekki hluti af sýningunni heldur hluti af vinnuferlinu,“ útskýrir Birta. Birta segir þremenningana eiga sameiginlega hvatvísi í listsköpun sinni, vinnuferlið fái að ráða frekar en fyrirframgefin hugmynd um útkom- una. Drukknunarklefi innblástur Parteka sýnir innsetninguna Euc- rasia/Dyscrasica, sem útleggst Jafn- vægi/ Ójafnvægi. Þar vinnur hann út frá kenningu Hippókratesar um að líðan manna ákvarðist af ferns konar vökvum í líkamanum; blóði, slími, gulu galli og svörtu. Svarta gallið táknar þunglyndi, melankólíu, og vinnur hann með svartan vökva tákn- rænan fyrir melankólíuna og önd- unarhljóð. Hljóðinu og vökvanum er pumpað inn í rýmið en innblásturinn að verkinu er svokallaður drukkn- unarklefi, pyntingartól sem notað var í Evrópu fyrr á öldum. Þar var vatni dælt inn í lokaðan klefa og þurftu menn að berjast við að ausa út vatni til að drukkna ekki. Annar hluti inn- setningar Parteka er loftskúlptúr úr lyfja-sterkju, sem notuð er í pillur. Þar er vísað til rofnunar sambands manns og náttúru og hvernig nútíma- lækningaaðferðir hafa tekið við af heilunargjöfum náttúrunnar. Skilur ekki eitt einasta orð Sigríður Dóra er heldur á annarri línu. Á sýningunni sýnir hún teikn- ingar og myndbandsverk. Sigríður hefur á undirbúningstíma sýning- arinnar boðið til sín í galleríið Íslend- ingum af erlendum uppruna og setið með þeim á spjalli, án þess að skilja orð af því sem sagt er við hana þar sem hún talar ekki móðurmál við- mælenda. Sigríður hlýðir á mál fólks- ins út frá hljóðunum sem orðin mynda og vinnur teikningar upp úr þeirri reynslu sinni. Þetta er kallað „abstrakt hlustun“. Listakonan teikn- ar með penna á A4-blað þessa upp- lifun sína. Þetta mun hún gera á með- an sýningin stendur yfir og hluti þeirra verka verður hengdur upp jafnóðum. Annar hluti sýningar Sig- ríðar Dóru er svo myndbandsverk þar sem máríuerlu bregður fyrir, en kveikjan að því verki var upplifun af skerandi söng fuglsins á nóttunni úr hreiðri á þaki húss listamannsins. Hræðslan við „ekkert“ Björk Guðnadóttir sýnir svokölluð núningsþrykk, þrykk sem hún hefur gert af hlutum veggja í aftara rými gallerísins, í verki sínu Heiðríkja. Þar hefur Björk þrykkt á þrjú ólík blöð munstur þessa vegghluta en auk þess sýnir hún postulínsverk þar sem hún hefur steypt ákveðin form í mót og steypir marga hluti upp úr því móti. Björk veltir í sýningunni fyrir sér tilfinningu fyrir „Tóminu“, hvernig hugsun sveiflast líkt og pendúll frá því að vera ekkert, eitthvað og svo aftur ekkert, og hræðslunni við þetta fyrirbæri, „ekkert“. Eins tengslum líkamans við umhverfið, hvernig aug- að býst við ákveðinni mynd og skapar hana úr hverju því sem það sér, þrátt fyrir að form hlutarins sé annað af hálfu þess sem bjó það til. Sýningin verður opnuð kl. 18.06 á morgun, á sumarsólstöðum, og stend- ur til 29. júlí. Morgunblaðið/Sverrir Heiðríkja Hluti af verki Bjarkar Guðnadóttur myndlistarkonu. Morgunblaðið/Sverrir Abstrakt hlustun Hluti af verki Sigríðar Dóru Jóhannsdóttur í Kling og Bang galleríi. Svart gall, ekkert og fuglasöngur Fjórmenningar Sýningarstjórinn ásamt listamönnum. Frá vinstri: Ryan Parteka, Birta Guðjónsdóttir, Sigríður Dóra og Björk Guðnadóttir í Kling og Bang galleríi. Þrír myndlistarmenn opna á morgun afar forvitnilega sýn- ingu í Kling & Bang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.