Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 25
rúmsloftsins. Á næstu árum verða gerðar stífar
kröfur til Íslendinga og fleiri þjóða um að draga
úr þessari losun. Við verðum að gera ráð fyrir
því að með næsta loftslagssamningi þurfum við
að gangast undir skerðingu, líka á hinum sér-
íslenska stóriðjukvóta. Þess vegna er rétt og
skylt að gera miklu harðari kröfur til stóriðj-
unnar en hingað til varðandi samdrátt í losun
gróðurhúsalofttegunda af sinni framleiðslu.
Þegar þau leggja fram sínar skýrslur í leyfis-
veitingaferlinu tel ég að þau verði að gera mjög
skýra grein fyrir því hvernig þau ætli að draga
úr losun, og með hvaða hætti þau ætla að sinna
og fjárfesta í rannsóknum hér innanlands á
tækni sem leiðir til minni losunar. Þegar orka til
stóriðju er takmörkuð og mikið í hana sótt þá
finnst mér að stjórnvaldið sem veitir leyfi og
fyrirtækin sem selja orkuna eigi að láta áform
væntanlegra fyrirtækja um þessa þætti hafa
þungt vægi í ákvörðunum sínum.“
– En er stóriðja á næsta leiti í formi álvers?
„Áður en það skýrist þarf að ganga úr skugga
um hvaða orka er raunverulega fyrir hendi. Ég er
þeirrar skoðunar hvað varðar þau hátimbruðu plön
að setja í gang nýja stóriðju, jafnvel árið 2010, að
þegar teknar séu ákvarðanir í þessu opinbera leyf-
isferli, þá sé eðlilegt að stjórnvöld gangi eftir því að
gert sé grein fyrir með skýrum hætti hvaðan ná-
kvæmlega orkan á að koma. Mér sýnist á öllum
þeim áformum sem ég les í fjölmiðlum að þeir sem
eru virkir á þessum akri, að minnsta kosti að sumu
leyti, séu að byggja á sömu orkuöfluninni og því
miður er orkan þess eðlis að menn nota hana ekki
nema á einum stað.“
– Í stjórnarsáttmálanum er talað um að tíma-
bært sé að leysa úr læðingi krafta einka-
framtaksins svo íslensk sérþekking og hugvit
fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja. Fel-
ur það í sér einkavæðingaráform?
„Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin stefnir
ekki að því að einkavæða Landsvirkjun á þessu
kjörtímabili. Þetta var rætt af hálfu stjórn-
arflokkanna við myndun ríkisstjórnarinnar og
er ekki á dagskrá. Það liggur hins vegar fyrir að
á Íslandi er gríðarleg þekking á sviði orkubeisl-
unar, bæði jarðhita og vatnsafls. Bankarnir,
sem hafa sýnt hvað mestan þrótt í útrásinni,
hafa komið auga á þann möguleika að nýta
þessa íslensku tækni víðs vegar um lönd. Þegar
eru komin af stað fyrir frumkvæði bankanna
fyrirtæki í eigu þeirra og orkufyrirtækjanna
sem eru að hasla sér völl erlendis, enda eru ís-
lensku orkufyrirtækin þekkt hjá alþjóðlegum
stórfyrirtækjum og eru til dæmis í nánu sam-
starfi við Alcoa sem er að fara að reisa álverk-
smiðju á Grænlandi. Þar þarf að beisla jökulár
og ég tel nærtækt að Íslendingar hasli sér völl í
slíkum virkjunum með sína verkþekkingu og
hugvit.
Einnig má nefna Balkanskaga í þessu sam-
bandi. Ég tel ekkert að því að bankarnir og
Landsvirkjun fari saman á sínu tvíhjóli til þess-
ara verkefna. Og ríkisstjórnin vill auðvitað
styðja við slíka útrás eins og hún getur, annars
vegar með því að brjóta múra sem hindra
stundum samstarf þjóða, og hins vegar með því
að virkja af fullu afli atgervi sem er í eigu þjóð-
arinnar, þ.e. orkufyrirtækin. Þarna eiga bank-
arnir hrós skilið fyrir að hafa dregið þennan
vagn og það er eitt af þeirra hlutverkum, – að
beisla dulinn auð í samfélaginu með því að selja
þessa þekkingu út frá Íslandi.“
– Ferðamálin munu bráðum heyra undir iðn-
aðarráðuneytið. Hvað segirðu um hvalveið-
arnar?
„Ég er þeirrar skoðunar, sem tilvonandi
ferðamálaráðherra, að það sé ekki heillavænlegt
fyrir ferðaþjónustuna að Íslendingar stundi hér
hvalveiðar. Þau áreiti sem ég nem úr umhverf-
inu leiða mig til þeirrar niðurstöðu að í formi
hvalveiða séum við að velja minni hagsmuni
fram yfir miklu öflugri hagsmuni.“
– Nú liggur fyrir að skiptar skoðanir eru inn-
an ríkisstjórnarinnar. Hvernig ætlið þið að
leysa úr þessu máli? Verður það ef til vill lagt
undir þingið sem þverpólitískt mál, þar sem
stjórnarþingmenn verða lausir undan flokks-
aga?
„Það hafa engar ákvarðanir verið teknar á
þessu stigi um frekari veiðar, t.d. á stórhvelum,
sem líkast til er það sem er viðkvæmast á al-
þjóðavísu. Og ég sé nú ekki fyrir mér að þetta
verði að stórkostlegu máli innan ríkisstjórn-
arinnar. Satt að segja hefur mér virst að menn
liggi ekki eftir flokksböndum í þessu máli, það
gildir jafnt um ríkisstjórnina og þingið, og í
sjálfu sér hef ég ekkert við það að athuga að
spurningum af þessum toga verði svarað af Al-
þingi þegar þar að kemur.
Það er ljóst á mínum flokki að þar eru harðir
andstæðingar veiða af margvíslegum ástæðum
og mér finnst sem svipaðra viðhorfa gæti í þing-
liði Sjálfstæðisflokksins, ekki síst meðal hinna
yngri. En þetta er eitt af þeim málum sem ríkis-
stjórn leysir. Það koma alltaf upp mál sem ekki
allir eru sáttir við í ríkisstjórn ólíkra flokka og
þess vegna ólíkra einstaklinga. Þetta er sam-
starf um ákveðnar málamiðlanir þar sem tekið
er tillit til einstakra skoðana. Mér hefur ekki
virst Geir H. Haarde eiga í nokkrum erfið-
leikum með það og fyrsta reynsla af samstarf-
inu lofar ákaflega góðu.“
– Sumir vilja meina að ríkisstjórn með þenn-
an þingstyrki hljóti að verða langlíf, en aðrir
hafa velt upp þeim möguleika að upp úr sam-
starfinu slitni á miðju kjörtímabili?
„Mér finnst mjög ólíklegt annað en að þessi
ríkisstjórn lifi út kjörtímabilið. Ekkert sem ég
hef séð bendir til annars. Það er alveg klárt að
við í Samfylkingunni erum í þessu samstarfi af
fullum heilindum og satt að segja var atburða-
rásin í fyrrverandi stjórnarandstöðu undir blá-
lok kjörtímabilsins og fram yfir þingkosningar
með þeim hætti að ekkert benti til þess að
Vinstri grænir hefðu nokkurn áhuga á að starfa
með okkur og Framsókn. Steingrímur J. Sig-
fússon virtist sleginn alvarlegri skákblindu og
kastaði möguleikanum á grænni velferðarstjórn
út af borðinu, og Vinstri grænir lýstu hreinni
fjandúð gagnvart Framsókn strax í lok kosn-
inga. Þeir gerðu okkur Ingibjörgu Sólrúnu það
alveg ljóst að þeir voru ekki tilbúnir að mynda
ríkisstjórn þessara þriggja flokka, og eiga því
með sínum hætti frumburðarréttinn að núver-
andi ríkisstjórn. „Femínistinn“ sem situr í stóli
formanns VG gat einfaldlega ekki hugsað sér að
konan Ingibjörg Sólrún yrði forsætisráðherra.
Þar við situr.“
pebl@mbl.is
Kristján prófessor við Mount Sinai-lækna-
skólann, þar sem hann kennir og leggur
stund á rannsóknir.
Kristján hefur hlotið margvíslegar við-
urkenningar fyrir störf sín en þekktastur er
hann sennilega fyrir að hafa annast ruðn-
ingsleikmanninn Dennis Byrd, sem háls-
brotnaði í kappleik og lamaðist en fékk síð-
ar ótrúlegan bata. Saga Byrds hefur m.a.
verið sögð á hvíta tjaldinu.
Þegar Kristján er spurður hvort hann sé
á heimleið hlær hann. Væntanlega vanur
spurningunni.
„Ég er alltaf á heimleið. Ég kem heim
fimm til sex sinnum á ári. Við hjónin vorum
aldrei ákveðin í að setjast að hérna í New
York þannig að við höfum alltaf átt íbúð í
Reykjavík og svo erum við komin með at-
hvarf á Snæfellsnesi líka, þar sem við verj-
um öllum okkar sumarfríum. Ég segi gjarn-
an að við séum einu Íslendingarnar sem
verjum sumarfríum okkar á Íslandi. Hinir
fara allir til útlanda,“ segir hann og hlær.
Hyggjuvit Össurar
Kristján kemur ekki bara til Íslands til að
slaka á. Hann á sæti í stjórn stoðtækjafyrir-
tækisins Össurar og sækir þar reglulega
fundi. „Það er heiður að vera í stjórn Öss-
urar en fyrirtækið hefur náð ótrúlegum ár-
angri. Umsvifin hafa margfaldast frá því ég
kom inn í stjórnina árið 1999. Össur er gott
dæmi um það hvað hyggjuvit eins manns
getur skilað miklu. Menn hafa heldur ekki
hikað við að leggja fé í rannsóknir og þróun
og það hefur gert fyrirtækinu kleift að vera
í fremstu röð á sínu sviði í heiminum.“
Kristján er mikill áhugamaður um menn-
ingu og listir og hefur m.a. fengið útrás fyr-
ir þá ástríðu sína á vettvangi American-
Scandinavian Foundation. „Menningin hefur
tengt mig við Ísland gegnum tíðina og veitt
mér mikla ánægju. Ég var um tíma stjórn-
arformaður stofnunarinnar en lét breyta
lögunum á þann veg að stjórnarformaðurinn
gæti ekki setið lengur en þrjú ár. Ég vildi
ekki daga uppi sem stjórnarformaður. Nú
er ég varaformaður fyrir Ísland.“
Norræna húsið ber sig
Kristján var stjórnarformaður American-
Scandinavian Foundation meðan verið var
að byggja Norræna húsið í New York. Hann
er mjög stoltur af því verkefni og segir hús-
ið hafa staðið undir væntingum. „Húsið hef-
ur gengið mjög vel, bæði dagskrárlega og
fjárhagslega. Ýmsir spáðu því að við gætum
aldrei rekið húsið hallalaust en það hefur
staðið undir rekstri sem er mjög ánægju-
legt. Þar munar mest um að fjáröflunar-
starfsemin hefur verið öflug. Þá hefur út-
leiga á salarkynnum og veitingasala gengið
ágætlega líka.“
Íslendingar eru fjölmennir í New York og
segir Kristján þá duglega að halda hópinn,
einkum námsmennina. „Hér starfar líka
fjöldinn allur af Íslendingum, bæði á vegum
íslenskra og erlendra fyrirtækja og maður
rekst á þá annað veifið. Það er alltaf gaman
að sjá ungt og myndarlegt fólk frá Íslandi
hér í New York.“
Sérfræðingur Kristján Tómas Ragnarsson læknir er sérfræðingur í mænuskaða og hefur unn-
ið með færnislega rafertingu í aldarfjórðung vestur í Bandaríkjunum.
» Það er m.a. raunhæft
markmið að búnaðurinn
rúmist í litlu tæki sem hægt
væri að koma fyrir inni í lík-
amanum, líkt og gangráði
fyrir hjartað, þannig að fólk
þurfi ekki að hafa þetta
hangandi utan á sér.
orri@mbl.is
Vörður er í eigu Byrs-sparisjóðs, Landsbankans
og SP-Fjármögnunar.