Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í HNOTSKURN
»Þó að skráning á fasta-númer hafi farið af stað
árið 1970 var það ekki fyrr en
með lagabreytingu árið 1988
að ökutæki voru merkt þeim.
Margir söknuðu þess þá að
geta ekki lengur séð af núm-
erum hvaðan ökutæki voru af
landinu.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
UM MIÐJA þessa viku koma breyt-
ingar á bílnúmerakerfinu til fram-
kvæmda. Í núverandi kerfi er hægt
að búa til um 575 þúsund númer
sem eru nú að klárast enda er
þrjátíu þúsund bílnúmerum út-
hlutað á ári hverju.
Breytingin á kerfinu felst í því
að nú verða sum númer með bók-
stöfum í þriðja dálk númersins.
Þannig geta þau sem eignast nýja
bíla í næstu viku fengið númer á
borð við AB C12, en hingað til hafa
númerin verið samsett af tveimur
bókstöfum og þremur tölustöfum.
Með þessu móti má búa til alls
rúmlega tvær milljónir númera og
er vonast til þess að það dugi Ís-
lendingum næstu fimmtíu árin.
Eigendur bifreiða ættu ekki að
verða fyrir neinum óþægindum
vegna þessarar breytingar, en fyr-
irtæki og stofnanir sem vinna með
skráningu bílnúmera gætu þurft
að laga tölvukerfi sín að nýrri teg-
und númera.
Einar Magnús Magnússon, upp-
lýsingafulltrúi Umferðastofu, segir
að númerapotturinn hafi tæmst
fyrr en búist var við. „Ég held að
bjartsýnustu menn hafi nú ekki
gert ráð fyrir því að slíkur fjöldi
bíla yrði fluttur inn, eins og hefur
verið gert síðustu ár.“
Skráning á fastanúmer hefur
staðið yfir frá því 1970 án þess að
númerin hafi verið endurnýtt. Það
hefur því yfir hálf milljón öku-
tækja farið í gegnum þetta kerfi
frá upphafi. Í lok síðasta árs voru
227.320 ökutæki í notkun á land-
inu.
Tvær milljónir númera í pott-
inum í nýju bílnúmerakerfi
Breyting Gömlu númerin eru að klárast og eiga ný að duga í 50 ár.
Möguleg númer að verða fullnýtt Þriðji bókstafurinn bætist við
ÞRJÁTÍU og níu börn og unglingar sýna dýrin
sín á hundasýningu um helgina og eru yngstu
þátttakendurnir tíu ára gamlir.
Hundaræktarfélag Íslands stendur fyrir sýn-
ingunni sem fer fram í Reiðhöllinni í Víðidal. Þar
eru yfir sex hundruð hundar af sjötíu og fimm
ólíkum tegundum saman komnir til að keppa sín
á milli og verða úrslit gerð kunn þegar sýning-
unni lýkur, um klukkan hálfþrjú.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hundar keppa í Reiðhöllinni
Yfir sex hundruð hundar af sjötíu og fimm tegundum til sýnis
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
TIL stendur að færa til Álftanesveg
í tengslum við nýja íbúðabyggð í
Garðahrauni, að sögn Stefáns Kon-
ráðssonar, formanns skipulags-
nefndar Garðabæjar.
Bæjaryfirvöld eru um þessar
mundir í viðræðum við Vegagerðina
vegna málsins, en færa á veginn
norður fyrir hið nýja hverfi. Þar hef-
ur verið úthlutað tæplega fimmtíu
lóðum og hófust framkvæmdir við
þær fyrir nokkrum mánuðum.
Álftanesvegur liggur nú í gegnum
hið fyrirhugaða Garðahraunshverfi
og því þarf að flytja hann til. Breyta
þarf aðalskipulagi bæjarins vegna
tilfærslu vegarins og segir Ar-
inbjörn Vilhjálmsson, skipulags-
stjóri Garðabæjar, að breytinga-
tillagan verði líklega auglýst í sumar
eða haust þegar bæjarstjórn hefur
fjallað um málið.
Í næsta nágrenni hins nýja vegar
er Gálgahraun, sem er á nátt-
úruminjaskrá, en hraunið er á bilinu
7.000-8.000 ára gamalt. Álftanesveg-
urinn mun fara í gegnum hraunið á
kafla, en Arinbjörn segir að ekki
verði hjá því komist.
Aukin meðvitund um
náttúruvernd
Bæjarstjórn Garðabæjar fór fram
á það í fyrra að svæðið yrði friðlýst
og er málið til meðferðar hjá Um-
hverfisstofnun. Um er að ræða
Gálgahraunið og allt Búrfells-
hraunið, sem liggur í gegnum miðjan
Garðabæ og upp í Búrfellsgjá.
„Þetta verður langstærsta friðlýsta
svæðið á höfuðborgarsvæðinu,“ seg-
ir Arinbjörn.
Stefán Konráðsson segir að mikl-
ar breytingar hafi orðið í samfélag-
inu hvað varðar verndun umhverf-
isins. „Fólk er orðið mjög meðvitað
um umhverfis- og skipulagsmál og
pólitíkusar líka,“ segir Stefán. Fólk
geri þær kröfur að það sé farið var-
lega í allar breytingar og á það hafi
verið lögð mikil áhersla í skipulags-
nefnd Garðabæjar.
Unnið með Vegagerð að skipulagningu nýs vegar
Álftanesvegur
verður færður til
EYJAN, nýr sjálf-
stæður fjölmiðill á
Netinu, tók til
starfa í gærmorg-
un. Auk frétta sem
unnar verða af
tveggja manna rit-
stjórn býðst lesend-
um Eyjunnar að
fylgjast með völd-
um bloggsíðum þar
sem fjallað er um pólitík og önnur mál
sem brenna á þekktum bloggurum.
Öflug fréttaveita er á síðunni þar sem
lesendur geta á einum stað litið yfir
allar nýjustu fréttir íslenskra fjöl-
miðla, stórra sem smárra.
Eyjan er hugarfóstur tveggja vin-
sælla bloggara, þeirra Péturs Gunn-
arssonar og Andrésar Jónssonar, sem
jafnframt ritstýra síðunni. Auk Pét-
urs og Andrésar eru Birgir Erlends-
son og Jón Garðar Hreiðarsson eig-
endur miðilsins.
Meðal þeirra sem leggja til efni á
síðuna með bloggfærslum sínum eru
Egill Helgason dagskrárgerðarmað-
ur, Björn Ingi Hrafnsson borgar-
fulltrúi, Össur Skarphéðinsson iðnað-
arráðherra og Arna Schram, for-
maður Blaðamannafélagsins.
Pétur Gunnarsson segir Eyjuna
fyrsta vefmiðilinn sem ekki sé tengd-
ur blaðarekstri eða ljósvakamiðlum.
„Við teljum þetta athyglisverða við-
bót við flóruna á Netinu og finnum
fyrir afskaplega jákvæðum og góðum
viðbrögðum á fyrstu metrunum,“ seg-
ir Pétur. Hann kveður Eyjuna ekki
beint í samkeppni við þá miðla sem
fyrir eru á Netinu, enda sé við ramm-
an reip að draga ætli menn að titla sig
keppinauta fjölmiðlavelda sem hafi
verið starfandi áratugum saman.
Nýjum
vefmiðli
ýtt úr vör
Pétur
Gunnarsson
TENGLAR
..............................................
eyjan.is
♦♦♦
RÓLEGT var hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu aðfaranótt laugar-
dags. Sjö voru handteknir grunaðir
um ölvun við akstur og fjórir gistu
fangageymslur vegna ölvunar og
óspekta. „Það var óvenjulítið að gera
í nótt þrátt fyrir rjómablíðuna,“ seg-
ir varðstjóri í Reykjavík. Á Akranesi
fer fram Skagamót Coke í knatt-
spyrnu og öll tjaldsvæði yfirfull. Allt
fór vel fram að því undanskildu að
góðkunningi lögreglunnar réðst á
dyraverði og lögreglumenn í fyrri-
nótt og mátti hann dúsa í fanga-
geymslu yfir nóttina fyrir vikið.
„Óvenjulítið
að gera“