Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ „Ég sniðgeng þær nú ekki alveg. Árshátíðir eru ágætar og ég syng einstaka sinnum við slík tækifæri, í fyrra söng ég til að mynda á árshátíð Alþingis. Um jarðarfarir gildir öðru máli. Kannski tengist það fráfalli föður míns. Ég á svolít- ið erfitt með að líta á þetta sem hverja aðra vinnu, eins og sumir söngvarar gera. Ég tek sorgina of mikið inn á mig og því getur þetta tekið á. Eigi að síður syng ég stundum við jarðarfarir, nú síðast við jarðarför Elíasar Marar.“ Ásgerður hefur verið iðin við kolann að frumflytja ný söngverk. Hún hefur meðal annars frumflutt verk eftir Jórunni Viðar, Karólínu Eiríksdóttur, Áskel Másson og Þuríði Jónsdóttur. Og nú er fram- undan frumflutningur á lagaflokki eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Sá at- burður verður ekki hér heima, heldur erlendis, því í haust flyzt fjölskyldan til Berlínar. Þar býðst eiginmanninum, Sjón, staða ges- taprófessors við Das Freie Uni- versität og Ásgerður og börnin tvö, Júnía og Flóki, fylgja honum. Þar ætlar Ásgerður að nota tæki- færið til að kynna íslenzka tónlist, frumflytja lög Atla Heimis við ljóð Lindu en einnig verða verk eftir Jón Leifs, Jórunni Viðar, Magnús Blöndal Jóhannsson og yngri tón- skáld á efnisskránni. Hún segist í fyrsta skipti vera að bræða með sér að þreifa fyrir sér ytra, syngja kannski eitthvað fyrir, ef þannig liggur á henni. Hún hafi líka heyrt að mikið sé að gerast í tónlistarlíf- inu í Berlín, mikil gróska og mörg spennandi tónskáld starfandi þar. Nú eru börnin orðin stærri og því auðveldara að kanna nýjar slóðir. „Það verður engin hökufeitur á því að syngja nær eingöngu íslenzka tónlist í útlöndum.“ Flóaskáldin á plötu En þótt hún skreppi burt af Fróni heldur hún járnum sínum við í eldinum heima. Hún er að undirbúa nýja plötu, Flóaskáldin skal hún heita, en í þeim hópi eru m.a. Páll Ísólfsson, Ísólfur Páls- son, Sigfús Einarsson og Hall- grímur Helgason. Og trú sinni nýj- ungagirni hefur Ásgerður dregið fram verk Guðmundu Nielsen, sem ólst upp í Húsinu á Eyrarbakka og var kunn athafnakona þar. „Ég tileinka þessa plötu honum pabba, sem ólst upp í Flóanum, og afa, sem þar var bóndi og hljóm- sveitargæi síns tíma, hann og Sig- urjón bróðir hans voru miklir harmonikkuleikarar, löbbuðu um Flóann með nikkuna á bakinu og spiluðu á böllum. Ég get ekki ann- að en hugsað til bræðra minna Gulla og Kidda sem nú eru mikið að spila í hljómsveitum, sagan end- urtekur sig. Þessi plata verður einnig óður til harmonikkunnar, ég ætla að vinna hana að nokkru leyti með Tatu Kantomaa sem ég hef mikið álit á og á henni verða þrír og jafnvel fleiri harmonikkuleikarar, ég vil gjarnan nota hljóðfærið á sem fjöl- breyttastan hátt. Ég ætla kannski að hafa karlakvartett í sumum lag- anna og jafnvel einhver fleiri hljóðfæri, en það kemur allt saman í ljós, þegar ég er komin betur á veg með þetta.“ Kvennaríki og lög Magnús- ar Blöndal Jóhannssonar Það blæs byrlega fyrir Flóaa- skáldunum, ef marka má viðtökur tveggja geisladiska, sem Ásgerður Júníusdóttir á að baki í samstarfi við Smekkleysu, en báðir voru til- nefndir til íslenzku tónlistarverð- launanna og fengu góða dóma. Fyrri platan var Minn Heimur og Þinn – tónlist íslenskra kvenna, sem kom út 2001og býður upp á „allt frá rótgróinni sönglagahefð í lagi Selmu Kaldalóns til módern- isma Karólínu Eiríksdóttur og allt þar á milli,“ eins og Valdemar Pálsson orðar það í umsögn sinni í Morgunblaðinu. Hún segist hafa fengið hugmyndina að plötunni, þegar hún söng við opnun Kvenna- sögusafns Íslands. „Ég söng þar þrjú lög við ljóð eftir íslenzkar konur og í spjalli við Helgu Kress á eftir kom til tals sú nauðsyn að gera eitthvað til þess að koma tónlist íslenzkra kvenna á framfæri. Fyrst ætlaði ég að gera disk með lögum við ljóð kvenna, en svo ákvað ég að sleppa körlunum alveg og hafa bæði lög og ljóð eftir konur. Það kom svo í ljós að ekki var um auðugan garð að gresja og því var um helmingur laganna saminn sérstaklega fyrir mig og þennan disk. Þetta kvenna- ríki var mjög skemmtileg reynsla og langvinn, því það tók mig fjög- ur ár að vinna plötuna. Ég er bara þeirrar gerðar að vilja ekki kasta höndum til hlutanna, heldur gefa mér góðan tíma.“ Í haust kom svo Í rökkri – söng- lög Magnúsar Blöndal Jóhanns- sonar og eftir viðtökunum að dæma hefur hún ekki kastað hönd- unum til þeirrar plötu frekar en hinnar. „Hugmyndin kviknaði á nokkurs konar tónlistarkvöldi, sem Morgunblaðið/Árni Sæberg Carmen Ásgerður í suðrænni sveiflu hlutverki Carmen í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins; sterk, hættuleg, dimm og sjálfstæð, sem Ásgerður hefur mætur á. Morgunblaðið/Kristinn Kvennaríki Skemmtikvöld var í Salnum í tilefni hljómdisksins Minn heimur og þinn - tónlist íslenskra kvenna, sem kom út 2001. Með Ásgerði á myndinni eru nokkrar kvennanna, sem fram komu á skemmtikvöldinu. ÁSGERÐUR JÚNÍUSDÓTTIR »Það skiptir mig máli að vera sjálfbjarga - vinna hlutina sjálf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.