Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Menning | Ákvörðun um að aðla rithöfundinn Salman Rushdie hefur endurvakið gamlar hótanir. Erlent | Leiðtog-
ar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi eftir að bæði Pólverjar og Bretar höfðu hótað að beita neit-
unarvaldi. Knattspyrna | Bandarískur auðkýfingur hefur beint sjónum sínum að Arsenal og Thierry Henry er genginn í raðir Barcelona.
VIKUSPEGILL »
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Enn á ný er hafinn söngurhótana í garð SalmansRushdies. Síðan breskakrúnan aðlaði Rushdie
fyrir viku hafa raddir mótmæla
múslíma orðið æ háværari og á
föstudag voru mestu mótmælin gegn
þessari ákvörðun til þessa. Í Íran og
Pakistan hafa verið settar fram kröf-
ur um að öðlun Rushdies verði dreg-
in til baka. Talibanar í Afganistan
hafa krafist þess sama og ákvörð-
unin hefur verið gagnrýnd í Írak og
Indónesíu. Íranskur klerkur lýsti yf-
ir því á föstudag að dauðadómurinn,
fatwa, sem Ayatollah Ruollah Kho-
meini gaf út á hendur Rushdies árið
1989 vegna bókarinnar Söngvar Sat-
ans, væri enn í fullu gildi. „Í ísl-
amska Íran er byltingardómurinn,
sem Khomeini erkiklerkur gaf út, í
gildi og ekki hægt að breyta hon-
um,“ sagði klerkurinn, Hojatoleslam
Ahmad Khatami við trúarathöfn í
Teheran. „Hin gamla og úr sér
gengna stjórn Stóra Bretlands ætti
að vita að tími heimsveldis hennar er
liðinn og í dag er hún hlaupastrákur í
þjónustu Bandaríkjanna.“
Munu aldrei líða niðrandi
ummæli um spámanninn
Í Kasmír notaði lögregla táragas
til að leysa upp hóp mótmælenda. Í
Pakistan kom víða til mótmæla og
hermt var að brenndar hefðu verið
brúður í líki Rushdies og Elísabetar
Bretadrottningar. Shaukat Aziz, for-
sætisráðherra Pakistans, fordæmdi
ákvörðunina um að aðla Rushdie:
„Þetta hefur sært tilfinningar músl-
íma. Múslímar munu aldrei líða niðr-
andi ummæli um spámanninn Mú-
hameð.“
Þingmaður úr flokki Nawaz Shar-
if, fyrrverandi forsætisráðherra
Pakistans, hvatti til þess í þingsal að
Rushdie yrði myrtur með orðunum:
„Hver sá sem myrðir hann verður
hetja múslíma.“
Fyrr í vikunni lýsti ráðherra trú-
mála í Pakistan, Ijaz-ul Haq, yfir því
að öðlun Rushdies réttlætti sjálfs-
morðsárásir, en dró þau ummæli
reyndar síðar til baka. Haq er sonur
Zia-ul-Haqs, sem var einræðisherra
Pakistans frá 1977 til 1988. Benazir
Bhutto, fyrrverandi forsætisráð-
herra Pakistans, skoraði á Haq að
segja af sér. Faðir Haqs steypti föð-
ur Bhutto, Sulfikar Ali Bhutto, af
stóli og tók hann af lífi árið 1979.
Öðlun Rushdies og ritskoðun
Írafár hefst á ný vegna Söngva Satans sem kom út fyrir tæpum 20 árum Dauðadómur Khomeinis
erkiklerks sagður í fullu gildi Brúður brenndar, lífláts krafist og fé heitið til höfuðs rithöfundinum
Reuters
MENNING»
Reuters
Salman Rushdie og kona hans
Padma Lakshmi. Í The Economist
sagði að á spjallþráðum á Netinu
þar sem múslímar kæmu saman
virtist meiri áhugi á Lakshmi, sem
er 36 ára fyrirsæta, en guðlasti eig-
inmanns hennar. Rushdie varð sex-
tugur í liðinni viku.
„Ég hata S. Rushdie,“ stendur á
ennisbandi mótmælanda úr röðum
Awami Therik-flokksins á mót-
mælafundi í Karachi í Pakistan.
Harðlínuklerkar í Pakistan mót-
mæltu ákvörðun bresku krúnunnar
um að aðla Salman Rushdie, höfund
bókarinnar Söngvar Satans, með
því að sæma hryðjuverkamanninn
Osama bin Laden sverði Allah.
’ Allt of margar konur gangastinn á orðræðu karla, þeirra skil-
greiningu á því sem skiptir máli,
bíða eftir þeim molum sem
hrjóta af borði þeirra ef þær eru
bara nógu hlýðnar.‘Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík-
isráðherra í ávarpi á fundi Kvenréttinda-
félags Íslands 19. júní.
’ Kvennafn lækkar launinYfirskrift rannsóknar um
launaamun kynjanna, sem leiddi
meðal annars í ljós að konur ráð-
leggja kynsystrum sínum að
biðja um mun lægri laun en þær
myndu ráðleggja körlum.
Þetta hefur góð áhrif inn í skóla-
kerfið og í raun þvert í gegnum
samfélagið.‘Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra um gengi íslenska
kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Í
sömu vikunni sigraði liðið Frakka og
Serba.
’ Stelpurnar eru þarna að nálengra en strákarnir, sýna hvað
í þeim býr og það var kominn
tími til.‘Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð-
herra af sama tilefni.
’ Ég held að húsasmiðir hafiekki mikið vit á sjávarútvegi.
Ég held að það fari best á því
að þeir haldi sig við sitt fag.‘
Kristján Loftsson , eigandi Hvals og
stjórnarmaður í HB Granda, um hug-
myndir Sturlu Böðvarssonar, forseta Al-
þingis, um að draga úr umsvifum í sjáv-
arútvegi á höfuðborgarsvæðinu.
’En ég þakka guði fyrir hverndag sem hún skrifar ekki ævi-
söguna.‘Ragnar Bjarnason rétti konu sinni,
Helle Birthe Bjarnason, blómvöndinn
sem hann fékk þegar hann var valinn
borgarlistamaður þessa árs og fór um
hana fögrum orðum, en bætti þessari
setningu við.
’Ungir knattspyrnumenn eruum margt líkir melónum. Það
er ekki fyrr en maður opnar og
Ummæli vikunnar
Frumkvöðlar Seltirningar eru á fljúgandi ferð í ljósleiðaravæðingunni,
hafa náð heimsforystu og það sakar ekki að láta heiminn vita.
Morgunblaðið/G. Rúnar