Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 58

Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 58
58 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Tony Blair fór á síðasta ríkisstjórnar-fundinn sinn á fimmtu-daginn, en hann lætur af em-bætti forsætis-ráðherra Bret-lands um á miðviku-daginn. Það er Godon Brown sem tekur við em-bættinu af honum, en hann tekur við for-mennsku í Verkamanna-flokksins í dag. Brown er sagður þegar hafa byrjað að leggja drög að nýrri ríkis-stjórn. Sagt var frá í blöðunum að hann hefði boðið Paddy Ashdown, fyrr-verandi leið-toga Frjáls-lyndra demókrata, em-bætti Norður-Írlandsmála-ráðherra. Hann mun hafa hafnað boðinu. Enn er óljóst hvað verður um Blair. Það hefur verið full-yrt að George W. Bush Bandaríkja-forseti vilji að hann taki að sér hlut-verk sér-staks sendi-manns í Palestínu fyrir hönd kvartettsins svo-kallaða – Banda-ríkjanna, Rússa, Sam-einuðu þjóðanna og ESB. Blair kveður - Brown tekur við REUTERS Blair kveður breska al-þýðu. Rit-höfundur- inn Salman Rushdie hefur verið sleginn til riddara í Bret-landi fyrir störf sín í þágu bók-mennt- anna. Þetta stað-festir fylgis-yfirlýsingu breska ríkisins við höfundinn 18 árum eftir að bók hans, Söngvar Satans, var for-dæmd fyrir guð-last af trúar-leiðtoga Írana. Vegna at-viksins þurfti Rushdie að lifa í felum næsta ára-tuginn. Múslíma-ráðið í Bret-landi for-dæmdi þessa ákvörðun stjórn-valda. Einnig hafa pakistanskir fræði-menn mót-mælt aðals-tigninni með því að heiðra Osama bin Laden sem margir múslímar á-líta þó guð-lastara. Flestir fagna þó tigninni og rit-höfundurinn Ian McEwan sagði: „Rushdie er frá-bær rit-höfundur, og þetta sendir skýr skila-boð til bóka-brennara og stuðnings-manna þeirra.“ Rushdie sleginn til riddara Salman Rushdie með Söngva Satans. Ísland á EM í hand-bolta Íslenska lands-liðið í hand-knatt-leik, sigraði Serba 42:40, í síðari leik þjóðanna um sæti á Evrópu-mótinu í Noregi í byrjun næsta árs. Tveggja marka sigur nægði til, en það stóð orðið tæpt á loka-kaflanum. Bleikur bær Konur máluðu bæinn bleikan á þriðju-daginn, en þá var kvenréttinda-dagurinn. Því var fagnað að 92 ár eru liðin síðan íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosninga-rétt. Farið í kvenna-sögu-göngu í Reykja-vík sem endaði á Hallveigar-stöðum þar sem hátíðar-dagskrá fór fram á vegum Kven-réttinda-félags Ís-lands. Barna-spítalinn 50 ára Á þriðjudaginn varð Barna-spítali Hringsins 50 ára, og hann bauð börnum í af-mælið sitt sem haldið var á lóð spítalans. Kven-félagið Hringurinn gaf spítalanum 50 milljón krónur, en þeim var aflað með hefð-bundnum að-ferðum Hrings-kvenna: Basar, jólakorta-sölu, söfnunar-baukum og gjöfum frá al-menningi. Stutt Á mánu-daginn veiddi þýskur ferða-maður, Andre Rosset, risa-lúðu á stöng á Súganda-firði. Lúðan var 175 kg og 240 cm. „Ég hef reynt að veiða lúðu í mörg ár án árangurs og svo lendi ég á þessu fer-líki,“ segir Rosset sem var einn af 80 þýskum þátt-takendum á sjóstanga-veiðimóti á Suður-eyri. Rosset lenti í miklum slag við lúðuna áður en honum tókst að inn-byrða hana. Árið 1935 veiddist 266 kg lúða við Ísland og er hún talin sú stærsta sem hér hefur veiðst. 181 kg lúða veiddist á línu við Djúpa-vog. Sjó-menn á Suður-eyri telja að ekki hafi veiðst stærri lúða á stöng. Veiddi risa-lúðu Alcan á Íslandi kannar þann mögu-leika að stækka athafna-svæði sitt í Straums-vík með land-fyllingu. Lúðvík Geirsson bæjar-stjóri Hafnarfjarðar vill endi-lega skoða hug-myndina, því hann vill alls ekki að Alcan flytji starf-semi sína í annað sveitar-félag. Rannveig Rist for-stjóri Alcan á Íslandi, Michel Jacques for-stjóri Alcan Primary Metal Group og fleiri ráða-menn héldu fund með Össuri Skarphéðinssyni iðnaðar-ráðherra og ræddu fram-tíð fyrir-tækisins hér. Þau ræddu hug-myndina um land-fyllingu utan við nú-verandi verksmiðju-stæði í Straums-vík, mögu-leikann á að reisa verk-smiðju til fram-tíðar í Þorlákshöfn og svo mögu-leikann á nýju ál-veri á Keilisnesi, í landi Voga. Michel Jacques sagðist ekki viss hvort hug-myndin um land-fyllinguna væri góð, hvort sem litið væri á umhverfis-þáttinn eða þann tækni-lega. Hann sagði lík-legri kost vera að Alcan mundi starf-rækja tvö ál-ver á Íslandi. Tvö ál-ver lík-legri kostur Morgunblaðið/Sverrir Rannveig og Michel Jacques funda. Á þjóð-hátíðar-daginn var Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna, út-nefndur borgar-listamaður árið 2007. At-höfnin fór fram á Höfða og byrjaði á því að Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgar-stjóri hélt ræðu og rakti feril lista-mannsins. Borgar-stjórinn sagði að Raggi væri tíma-laus, lit-ríkur og ein-stakur lista-maður sem væri sífellt að þróa „sinn sér-staka og skemmti-lega söng-stíl“. Ragnar var kátur þegar hann tók við verð-laununum og tók svo auð-vitað lagið með góðum fél-ögum úr „bransanum“. Raggi Bjarna borgar-lista-maður Morgunblaðið/Golli Raggi tók lagið. Á fimmtu-daginn sigraði lands-lið kvenna í knatt-spyrnu Serba 5:0 á Laugadals-vellinum. Þær höfðu áður unnið Frakka 1:0 í undan-keppni Evrópu-meistara-keppninnar. „Þessi úr-slit voru framar mínum björtustu vonum,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðs-þjálfari. ,,Ég get varla orðað bundist yfir stuðningnum sem við fengum frá áhorfendum og ég þakka þeim fyrir hann,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrir-liði ís-lenska lands-liðsins. Kvenna-landsliðið er nú efst í sínum riðli, en riðla-keppninni líkur haustið 2008 og Evrópumeistara-keppnin hefst í Finn-landi vorið 2009. Sigruðu Serba 5:0 Morgunblaðið/Árni Sæberg Margrét Lára í leiknum á móti Serbum. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.