Morgunblaðið - 22.07.2007, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
MAGNÚS Jónsson er ern eftir aldri og hann lætur
aldurinn ekki aftra sér frá því að spranga um götur
Eskifjarðar á hverjum einasta degi.
Magnús, eða Mangi Skoti eins og hann er alla jafna
kallaður af samborgurum sínum á Eskifirði, er á ní-
ræðisaldri. Viðurnefni sitt fékk Mangi sökum þess að
hann er fæddur í Glasgow í Skotlandi, sonur skoskrar
móður og íslensks föður. Ellefu ára gamall sigldi
Mangi með gufuskipinu Lagarfossi til Íslands og sett-
ist að á Eskifirði þar sem hann hefur búið allar götur
síðan og stundaði sjóinn alla ævi.
Síðastliðin þrjú ár hefur Mangi búið í Hulduhlíð,
dvalarheimili aldraðra á Eskifirði, og lætur vel af dvöl
sinni þar. Margir lýsa honum sem níræðum unglingi
og þegar Mangi er spurður hvort hann kunni skýr-
ingu á því svarar hann því til að hann sé ávallt kátur
og hress. „Mér finnst gaman að koma öðrum til að
hlæja og get raunar ekki gengið fram hjá nokkrum
einasta manni án þess að reyna að fá viðkomandi til
að brosa,“ segir Mangi og upplýsir að galdurinn þar
að baki sé að brosa, því þeir séu fáir sem standist það
og brosi ekki til baka.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Skondinn Magnús Jónsson, betur þekktur sem Mangi Skoti, ásamt Kristrúnu Arnardóttur.
Heillar alla með brosi
ÍSLENSKT bakarí í Flórída er í
fjórða sæti á lista yfir bestu bakarí
ríkisins, samkvæmt könnun sem
sjónvarpsstöðin WESH stendur fyr-
ir á heimasíðu sinni, www. wesh.com.
Bakaríið, sem ber nafnið Bread ’n’
Buns, er dótturfyrirtæki Reynis
bakara og var opnað í marsmánuði í
smábænum Clermont, í nágrenni
Orlando. Viðskiptavinir bakarísins
fara fögrum orðum um það á heima-
síðu WESH. Meðal annars hafa þeir
á orði að þar fáist fyrir sanngjarnt
verð dásamleg brauð, eftirréttir,
samlokur og salat og allt sé sett fram
á skapandi og kraftmikinn hátt.
„Náttúruleg og heilnæm hráefni
skipta sköpum fyrir mig. Sæta-
brauðið á engan sinn líka hér á svæð-
inu og eftirréttir gerast ekki betri,“
segir Marie Boule, íbúi Clermont.
Þrír íslenskir bakarar baka brauð
fyrir Flórídabúa á hverjum morgni
og hinn landsþekkti sælkerakokkur
Hjörvar Már Örvarsson fer fyrir
þróunarvinnu við uppskriftir bak-
arísins. Á meðal þess sem boðið er
upp á eru heilhveitibrauð og sam-
lokur, sætabrauð og kökur og heil-
næmar súpur. Fyrsta flokks hráefni
er notað í allan bakstur og mikil
áhersla er lögð á hollustu brauðmet-
isins. Þá býðst viðskiptavinum að
blanda saman frosnum ávöxtum og
íslensku skyri og gera sinn eigin
hristing.
Eins og fyrr segir er Bread ’n’
Buns dótturfyrirtæki íslenska bak-
arísins Reynis bakara og segir
Reynir Þorleifsson, stofnandi og eig-
andi þess, að reksturinn í Flórída
gangi þokkalega. Bandaríkjamenn
hafi allt aðrar venjur en Íslendingar
að því er brauðmetis- og bak-
arísmenningu varðar. Þeir vilji fá
sætabrauðið fyrst á morgnana, en
þegar líða tekur á daginn gera þeir
kröfu um nýbökuð rúnnstykki og
brauð. „Þessu er þveröfugt farið
með okkur Íslendinga, við viljum fá
rúnnstykkin á morgnana. Það tekur
því ákveðinn tíma að komast inn í
þennan rekstur og fikra sig áfram,
eins og gefur að skilja.“ Reynir segir
almenna ánægju ríkja með þá vöru
sem stendur til boða í Bread ’n’ Buns
og til að mynda hafi hótelkeðjur sýnt
brauðmetinu áhuga og viljað hafa
það á boðstólum hjá sér. „Það var
hins vegar slíkt magn að við gátum
engan veginn annað því,“ segir
Reynir og eru þau orð til marks um
það hversu spennandi markaður er
að verða til fyrir heilsusamlega fæðu
í Bandaríkjunum. Reynir segir þó
ekki tilefni til þess að hlaupa upp til
handa og fóta þótt markaðurinn sé
vissulega spennandi. Ákveðinn tíma
taki að kynna vöruna og öðlast sess á
markaðinum. Þolinmæði og lang-
lundargeð séu dyggðir í þessum
rekstri eins og flestum öðrum.
Að sögn Reynis er nú verið að
skoða þann möguleika að opna ann-
að bakarí á fjölmennara svæði í Flór-
ída, en í Clermont búa aðeins tvö til
þrjú þúsund manns. „Þegar við fór-
um út vissum við ekkert við hverju
mátti búast, en út frá bakaríinu í
Clermont sjáum við ákveðna mögu-
leika,“ segir bakarinn árrisuli að lok-
um.
Íslenskt bakarí
í Flórída fellur
í góðan jarðveg
Langlundargeð Mikla þolinmæði og þrautseigju þarf til þess að festa sig í sessi á bandarískum bakarísmarkaði.
Fullt hús matar Margt er um manninn í húsakynnum Bread ’n’ Buns.
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
Í HNOTSKURN
»Hinn góðkunni bakariReynir Þorleifsson hefur
ásamt fleirum sett á laggirnar
sælkerabakarí í bandarískum
smábæ.
»Á meðal þess sem Banda-ríkjamönnum er boðið upp
á eru heilnæm brauð og ís-
lenskir skyrdrykkir.
KEPPENDUR í Ævintýrakeppn-
inni Siku Extreme Arctic Challenge
á Grænlandi fengu í gær fjallahjól
sín sem beðið var eftir til þess að
hægt væri að hefja keppnina. Hjól-
in, og ýmis annar búnaður kepp-
endanna tafðist um tvo daga á
Reykjavíkurflugvelli, fyrst í stað
vegna þess að skipuleggjendur
keppninnar og Flugfélag Íslands
höfðu ekki gert ráð fyrir því að
flytja þyrfti jafn mikinn farangur
og raunin varð. Síðan setti veðrið
strik í reikninginn, en því létti í
gær.
Fyrirhugað var að hleypa úr
startholunum klukkan tíu í gær-
morgun, en einhverjar tafir urðu
vegna strönduðu hjólanna. Fjöldi
stuðningsmanna og fjölmiðlafólks
er staddur á Grænlandi til þess að
fylgjast með keppninni.
Siku Extreme Arctic Challenge
fer nú fram í sjöunda sinn og hefur
vaxið með hverju árinu. Keppendur
hlaupa upp um fjöll og firnindi, róa
kanóum og hjóla erfiðar fjallaleiðir.
Sex Íslendingar taka þátt í keppn-
inni í ár.
Hjólin komust
til Kulusuk
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu mældi bifreið, sem ekið var
austur eftir Reykjanesbraut, á 184
km hraða í gærmorgun. Bifreiðin
mældist fyrst á ofsahraða við
Hvassahraun og svo aftur við
Straum en þá hafði hún náð rúm-
lega tvöföldum hámarkshraða.
Karlmaður á þrítugsaldri var
undir stýri og var hann færður á
lögreglustöð og sviptur ökurétt-
indum umsvifalaust.
Mældist á 184
km hraða
BÓKSALAR sem Morgunblaðið
ræddi við í gær voru á einu máli um
að nýjasta og jafnframt síðasta bók-
in um Harry Potter hefði selst ein-
dæma vel og var hún sumstaðar
uppseld.
Í Máli og menningu voru enn til
nokkur eintök og fleiri á leiðinni.
Annar hver viðskiptavinur sem
lagði leið sína í verslunina var á
höttunum eftir Harry Potter.
Þegar starfsfólk Eymundssonar í
Smáralind mætti til vinnu í gær-
morgun stóð fólk í röð fyrir utan og
vildi allt komast yfir eintak af
Harry Potter and the Deadly Hal-
lows. Þau árrisulu fengu öll bók og
enn var eitthvað til upp úr hádeg-
inu, enda sagðist starfsfólk hafa
fengið góðar birgðir í byrjun.
Hjá Office 1 var hinsvegar allt
uppselt, fyrir utan örfá eintök sem
forsjálir bókaormar höfðu látið
taka frá fyrir sig. Þau verða seld í
dag, ef þeirra verður ekki vitjað.
Bókin um
Harry Potter
rýkur út
TÖLVUÞORPARI sem kallar sig
UyuSsman og segist vera af tyrk-
neskum uppruna braust inn á frétta-
síðuna horn.is í gær og skildi þar eft-
ir skilaboð þar sem hann vandar
Ísraelsmönnum ekki kveðjurnar.
Á föstudag var vefur LungA, ungs
listafólks á Austurlandi, eyðilagður,
en hann hafði að geyma gríðarlegt
magn af gögnum sem langan tíma
hefur tekið að safna saman.
Hvorki er vitað hvort sami maður
er á ferð né hvað tölvuþrjótnum, eða
þrjótunum, gengur til.
Tölvuþrjótur
til ama