Morgunblaðið - 22.07.2007, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞJÓÐLEGIR HÓPAR UMHVERFISVERNDARSINNA MÓTMÆLA Á ÍSLANDI
F
lestir hafa líklega haft
einhverjar spurnir af
Saving Iceland, al-
þjóðlegum hópi um-
hverfisverndarsinna
sem eru hér á landi
að mótmæla stóriðju
og spillingu um-
hverfisins.
M.a. hafa verið fluttar fréttir af
predikunum í Kringlunni, skrúð-
göngu trúða á Snorrabraut og mót-
mælabúðum á Mosfellsheiði. Þótt
þetta teljist til nýmæla hafa Íslend-
ingar áður fengið nasasjón af alþjóð-
legum mótmælahreyfingum, þegar
Greenpeace og Falun Gong komu
hingað. Undanfarin sumur hafa auk
þess verið mótmælabúðir við Kára-
hnjúka.
Ágreiningur í Reykjavík
Sé litið yfir sögu mótmæla á Ís-
landi frá upphafi 20. aldarinnar má
greina þar vissa þræði. Framan af
voru mótmæli oft tengd stéttabar-
áttu eða persónu-pólitík. Dæmi um
þetta eru t.d. Ritsímamálið, Lands-
bankafarganið, Hvíta stríðið, Gúttó-
slagurinn og mótmæli vegna
ákvörðunar Tryggva Þórhallssonar
um að rjúfa þing árið 1931.
Eftir að Ísland varð fullvalda
vöktu atburðir sem snertu þjóðern-
isstrengi í brjósti fólks oft hörðustu
viðbrögðin. Íslendingum var mjög
annt um nýfengið fullveldi sitt og
brugðust ókvæða við því sem þeir
töldu ógna því. Sterk þjóðern-
iskennd kynti m.a. undir mótmælum
gegn Keflavíkursamningnum, Atl-
antshafsbandalaginu og framgöngu
Breta í Þorskastríðunum.
Á 7. áratugnum barst alþjóðlegur
baráttuandi stúdenta hingað og
tvinnaðist saman við íslenska þjóð-
ernisvitund. Þannig var algengt að
Víetnamstríðinu, aðild að Atlants-
hafsbandalaginu og veru hersins hér
á landi væri mótmælt í einu lagi.
Kvenréttindahreyfingin náði líka
skriði á þessum tíma.
Ágreiningur um EES-samning-
inn, við upphaf 10. áratugar ald-
arinnar sem leið, grundvallaðist
einnig að nokkru á þjóðernistilfinn-
ingum. Þeir sem voru mest á móti
samningnum óttuðust að hann
myndi grafa undan fullveldi Íslands.
Undanfarin ár hefur mest borið á
mótmælum umhverfisverndarsinna
og andstæðinga stóriðju, þótt mót-
mæli vegna skipulagsmála hafi líka
verið nokkuð algeng. Útlendingar
hafa verið nokkuð áberandi í mót-
mælum umhverfisverndarsinna.
Þannig hefur orðið athyglisverð
þróun í mótmælum á Íslandi. Lengi
vel mótmæltu Íslendingar einna
helst aðgerðum annarra þjóða og er-
lendum afskiptum, en nú hefur
þessu verið snúið á haus: Útlend-
ingar koma hingað til lands að mót-
mæla aðgerðum okkar.
Ný tegund mótmæla
„Það hefur alltaf verið nokkuð um
mótmæli hér á landi,“ segir Geir Jón
Þórisson yfirlögregluþjónn.
„T.d. hafa reglulega verið mót-
mæli við bandaríska sendiráðið og
Alþingi. Oft er sama fólkið í forsvari
fyrir þessi mótmælum og það vinnur
í flestum tilfellum vel með lögregl-
unni. Lögreglan skiptir sér aldrei af
því hverju er mótmælt, heldur bara
af því að farið sé að leikreglum,“ seg-
ir hann og útskýrir að vissar reglur
gildi um mótmælafundi. Mikilvæg-
ast er að leyfi sé fengið hjá lögreglu
svo gera megi ráðstafanir varðandi
umferð og öryggi.
„Þetta var ekki gert í mótmæla-
göngu Saving Iceland í síðustu viku,
og það kom sér mjög illa. Þá getum
við ekki stjórnað umferð eins og þarf
og það gerir vegfarendur pirraða.
Þeir krefjast þess þá að lögreglan
grípi inn í atburðarásina,“ segir
hann. „Helst viljum við alltaf fara
sáttaleiðina því inngrip geta orkað
tvímælis. Þegar lögreglan er ekki
látin vita er þó bara um tvennt að
velja. Annað hvort að láta það yfir
sig ganga að hafa ekki á stjórn á að-
stæðum eða að grípa inn í. Hvorugur
kosturinn er góður og það fer eftir
aðstæðum til hvors er gripið.“
Geir Jón segir að mótmæli Saving
Iceland séu um margt frábrugðin því
sem tíðkast hafi á Íslandi. „Þetta er
skrautlegra en við eigum að venjast.
Það er mikið lagt upp úr dansi, tón-
list og búningum. Svo eru aðstæður
náttúrulega öðruvísi ef erlent fólk
gerist brotlegt en íslenskt, þá þarf
hugsanlega að vísa því úr landi. Í
sumum tilfellum hafa erlendir nátt-
úruverndarsinnar líka gengið lengra
í mótmælum sínum en áður hefur
sést hérna,“ segir hann og bætir við:
„Lögreglan þarf að laga sig að því.“
Að mati Geirs Jóns koma alþjóð-
legir hópar umhverfisverndarsinna
til Íslands vegna þess að málstaður
þeirra hefur alþjóðlegan hljóm-
grunn. „Mótmæli eru orðin hnatt-
vædd eins og aðrir hlutir. Ísland er
ekki jafn einangrað og það var. Við
erum hluti af alþjóðasamfélaginu og
koma þessara hópa hingað sýnir
það.“
Öðruvísi þátttaka
í stjórnmálum
„Það á sér stað viss þróun um all-
an heim, þ.e. að stjórnmálaflokkar
ná ekki til fólks í sama mæli og áð-
ur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson,
prófessor í stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands. „Fólk hefur enn
áhuga á sínu nánasta umhverfi, en
heildarlausnir stjórnmálaflokkanna
henta því ekki lengur. Minni þátt-
taka í flokksstarfi og minni kjörsókn
bera þessari þróun vitni.“
Gunnar Helgi segir að samfara því
að dregið hefur úr þátttöku í hefð-
bundnu stjórnmálastarfi hafi fólk í
vaxandi mæli tekið þátt í óhefð-
bundnu lýðræðis- og stjórnmála-
starfi. Máli sínu til stuðnings bendir
hann á könnun Félagsvísindastofn-
unar sem sýnir að á milli 1984 og
1999 jókst óhefðbundin stjórn-
málaþátttaka Íslendinga talsvert.
Árið 1984 skrifuðu 38% Íslendinga
undir undirskriftalista, en árið 1999
gerðu 53% það. Aðeins 8% fólks
sniðgengu vöru eða þjónustu
»Árið 1984 mótmæltu 15% Íslend-
inga einhverju en 21% árið 1999
Mótmælabúðir Í búðum Saving Iceland á Mosfellsheiði eru teknar ákvarðanir um aðgerðir hópsins.
hnjúka. Þau dvöldu um tíma í mótmælabúð-
unum þar sem voru bæði Íslendingar og út-
lendingar að mótmæla stóriðju og
virkjanaframkvæmdum.
„Satt best að segja kom það mér mikið á
óvart hvernig það var að koma þangað. Ég
S
íðasta sumar gerðu Garðar Stefánsson
og Áslaug Einarsdóttir heimildamynd-
ina Sófakynslóðin. Myndin vann áhorf-
endaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni
í ár og Garðar og Áslaug eru að vinna að því að
fá hana gefna út.
Í myndinni rannsaka þau aktívisma á Ís-
landi. Í því skyni töluðu þau við fjölda fólks og
kynntu sér starfsemi félagasamtaka og gras-
rótarhreyfinga.
„Mér fannst þetta merkilegt viðfangsefni því
ég held að það sé að verða mikil breyting í
þessum málum, ekki bara á Íslandi, heldur um
heim allan,“ segir Garðar. „Það er eins og fólk
sé að vakna upp við vondan draum, sérstaklega
í umhverfismálum, og því stendur ekki lengur
á sama,“ útskýrir hann.
„Þetta er líka að breytast að því leytinu til að
æ fleiri líta svo á að umhverfismál séu alþjóð-
legt viðfangsefni, en ekki einkamál yfirvalda á
hverjum stað.“
Garðar telur að bylting í upplýsinga- og sam-
skiptatækni sé meginástæða þessarar hugar-
farsbreytingar.
„Það er orðið svo auðvelt að afla upplýsinga
og eiga í samskiptum við fólk alls staðar í heim-
inum. Tæknin til þess er tiltölulega ódýr og að-
gengileg. Hún gerir það að verkum að fólk sem
stendur frammi fyrir svipuðum vandamálum
getur unnið saman, óháð því hvaðan það er,“
segir hann.
Eitt af því sem Garðar og Áslaug kynntu sér
fyrir heimildamyndina voru mótmæli við Kára-
hafði reiknað með því að fólk væri, a.m.k. í ein-
hverjum mæli, að drekka og dópa, en það
reyndist alls ekki rétt,“ segir hann. „Ég hélt
líka að þetta væru meira og minna atvinnumót-
mælendur, en það var misskilningur. Þarna
voru nokkrir atvinnumótmælendur sem höfðu
búið í húsum uppi í trjám einhvers staðar og
svoleiðis, en flestir voru bara venjulegt fólk.
Okkur finnst það kannski svolítið skrítið, en
ætli við séum ekki líka frekar mikið eftir á í al-
þjóðlegri meðvitund?“
Garðari fannst mótmælendurnir mjög al-
mennilegir og stemningin yfirleitt góð.
„Langflestir voru grænmetisætur, og við
vorum hálfvandræðaleg að grilla hamborgar-
ana okkar þarna við hliðina, en það kippti sér
enginn upp við það,“ segir hann og hlær.
„Það voru haldnir margir fundir og þau not-
uðu ákveðna samráðsaðferð, sem ég held að
hafi verið þróuð af femínistum á 7. áratugnum,
til að komast að sameiginlegum niðurstöðum.
Þetta var allt gert mjög lýðræðislega og eng-
inn einn fékk að ráða. Mér fannst mjög merki-
legt að verða vitni að þessu.“
Garðar er þess fullviss að aktívismi hafi
áhrif. Sem dæmi um það bendir hann á breytta
stöðu samkynhneigðra hér á landi.
„Þegar Samtökin ’78 voru stofnuð var litið
hrikalega niður á samkynhneigða. Það hefur
breyst ótrúlega mikið á stuttum tíma, af því að
fólk gerði eitthvað í því.“
Að mati Garðars er aktívismi nauðsynlegur
þáttur í lýðræði. Hann telur að það sé ekki nóg
að kjósa til þess að láta vilja sinn í ljós.
„Mér finnst að fólk eigi að reyna að taka þátt
í því að bæta samfélag sitt. Við verðum að
hætta að hugsa um að vera töff. Það er eins og
það finnist svo mörgum asnalegt að gera eitt-
hvað,“ segir hann að lokum.
AKTÍVISMI NAUÐSYNLEGUR HLUTI LÝÐRÆÐIS
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kvikmyndagerð Garðar Stefánsson gerði mynd um aktívisma með Áslaugu Einarsdóttur.
18