Morgunblaðið - 22.07.2007, Page 25

Morgunblaðið - 22.07.2007, Page 25
vistaskipti MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 25 Naumast er til það pláss álandsbyggðinni að ekkileynist þar lítið leikfélagsem af minnsta tilefni fremur lítið kraftaverk og kemur upp fullskapaðri leiksýningu, oft með ótrúlegum fjölda þátttakenda. Þjóð- félagsbreytingar síðustu ára og æ fleiri innflytjendur eru nú farnir að breyta svipmóti þessa starfs. Þegar leikfélagið Hallvarður Súg- andi á Suðureyri setti á dögunum upp leikritið Galdrakarlinn frá Oz í tengslum við árlega sæluhelgi var leikhópurinn ögn óvenjulega sam- settur. Tveir aðalleikaranna voru nefnilega erlendir og af þeim talar annar naumast stakt orð í tungumál- inu enda nýkominn til landsins. Auk þeirra tók þátt í sýningunni fjöldi barna sem eiga foreldra þar sem a.m.k. annað er erlent. Hin þýska Helga Ingeborg Haus- ner, sem hefur verið búsett á Suður- eyri um nokkurra ára bil og starfar sem námsráðgjafi, lék hina vondu vestannorn og dró hvergi af sér í flærðinni. Fuglahræðuna heila- og liðamótalausu lék hins vegar ungur Ungverji, Tamás Horváth, sem er nýkominn í plássið til starfa. Frábær hugmynd Tamás játar því að hafa stundum spurt sig þess á æfingatímanum hvað hann væri eiginlega að gera hér. Hann er frá Búdapest í Ungverja- landi, lauk verkfræðiprófi fyrir þremur árum og hóf síðan störf hjá fyrirtæki í Búdapest við hönnun helj- armikilla vatnstanka. En hvernig er hann þá lentur hér? „Kynni mín af Íslandi hófust fyrir þremur árum,“ segir Tamás. „Þá var ég nýbyrjaður að starfa sem verk- fræðingur og fór kvöld eitt á krá í Búdapest. Þar voru þá staddir nokkrir náungar frá Suðureyri. Þeir höfðu flogið frá Ísafirði og dvöldust bara í borginni í þrjár nætur en það nægði til þess að leiðir okkar lágu saman. Mér fannst þeir frekar ókurt- eisir og leist ekkert á þá. Ég gaf mig samt á tal við þá og reyndi að siða þá örlítið til. Brátt fór þó vel á með okk- ur og eftir nokkra drykki sögðu þeir: „Hvers vegna kemurðu ekki í heim- sókn?“ Ég sagði bara: „Já, frábær hugmynd.““ – Fannst þér það í raun frábær hugmynd? „Já, já, fyrir Ungverjum er Ísland framandi og spennandi land. Hins vegar hefði mér aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að láta verða af því að koma hingað. Ég kom fyrst í 10 daga og fannst það eins og kraftaverk. Svo kom ég aftur síðasta sumar í brúð- kaup vina minna. Nú í apríl sendu þau mér svo skeyti og spurðu hvort ég vildi ekki koma og starfa við nýtt fyrirtæki um sjóstangveiði fyrir er- lenda ferðamenn. Ég kvaðst því mið- ur ekki geta það, ég þyrfti að reisa vatnstanka í Búdapest. En fljótlega eftir það fór allt að ganga á afturfót- unum við það verk og loks fór fyr- irtækið á hausinn, svo ég þurfti veru- lega á uppbroti að halda. Ég hringdi því aftur til vina minna og spurði hvort tilboðið stæði enn. Það stóð svo ég sló til.“ – Þetta skýrir þó ekki hvers vegna þú ert svo allt í einu kominn upp á svið í leiksýningu á staðnum? „Daginn sem ég kom hingað komu leikstjórar sýningarinnar hingað líka og bjuggu á sama stað og ég. Leigu- salinn þar, Einar Ómarsson, starfar reyndar með leikfélaginu. Svo við tókum tal saman á gistiheimilinu, þeir sögðust vera komnir frá Reykja- vík til að setja upp leiksýningu og spurðu hvort ég vildi ekki mæta og sjá hvernig mér litist á að vera með.“ Og þetta gerðist sem sagt fyrsta daginn þinn hér? „Já, og ég sagði bara aftur: „Frá- bær hugmynd, hvers vegna ekki?“ Svo reyndi ég mig á sviðinu og lagði mig allan fram. Þau hafa sjálfsagt séð einhverja líkamlega eiginleika sem þeim leist á svo þau báðu mig að fara með fáeinar setningar á þessu máli sem ég skildi ekkert í. Þau voru ansi voguð því þau trúðu því strax að ég gæti þetta.“ Rúnar Guðbrandsson leikstýrði sýningunni ásamt Birnu Hafstein. Hann segir að þau hafi strax séð leik- ara í Tamási og ekki séð stórkostlega hindrun í málakunnáttunni. „Ég las setningarnar hans inn á diktafón og hann lá svo yfir þeim,“ segir Rúnar. „En svo var hann með svo góða lík- amsbeitingu og söng eins og herfor- ingi.“ Stundum gott að vera heilalaus Tamás er vitaskuld ekki farinn að tala neina íslensku að ráði. Hann þurfti því að læra setningar fugla- hræðunnar í verkinu eins og páfa- gaukur. Hann var spurður hvort ein- hver þeirra væri í sérstöku uppáhaldi. Kannski ekki beint en sú setning sem kemur strax upp í hugann er „Ég er ekki með heila, bara hey.“ Annars kann ég vel við setningarnar sem ég fer með, einkum og sér í lagi þær sem ég skil. Þær komast næst því að vera áhugaverðar.“ Líkamleg fimi Tamásar í sýning- unni vakti ekki síður athygli en fram- sögnin. Hann hlykkjaðist og valt um sviðið eins og alvön liðamótalaus fuglahræða og ekki er hægt að verj- ast þeirri hugsun að hann hefði reynslu af að standa á sviði. „Ég hef alltaf laðast að leikhús- inu,“ segir Tamás. „Ég söng reyndar í kór um nokkurra ára bil. Svo lék ég í skólaleikritum og reyndi í nokkur ár að komast í leiklistarskóla í Búda- pest. Það var hins vegar meira til gamans gert; mig langaði aldrei beint að verða atvinnuleikari.“ Hvers konar reynsla hefur þá æf- ingaferlið hér verið? „Mjög skemmtileg og áhugaverð. Leikhús er svo alþjóðlegt fyrirbæri. Svo er ég heppinn með hlutverk því mín persóna segir ekki svo gríð- armargt en tjáir sig meira með lík- amanum. Mér finnst gaman að tjá mig þannig. Ég dansaði svolítið hér áður, samkvæmisdansa, en ég hef líka fylgst svolítið með nútímadansi í Ungverjalandi síðustu ár. Og kannski tókst mér að lauma ein- hverjum áhrifum úr honum í fugla- hræðuna.“ Tamás kveðst kunna því vel að taka þátt í þessu háameríska verki, Galdrakarlinum frá Oz. „Mér finnst það bara skemmtilegt. Ég hef alltaf verið dálítill trúður í mér. Svo verkið stendur mér nærri, það er létt og snýst um hlátur og gleði. Ég efast um að ég hefði getað tekið þátt í alvarlegra verki. Svo þetta er eiginlega fullkomið. Og ef eitthvað er bogið við framsögnina get ég alltaf afsakað mig með því að persóna mín er ekki með neinn heila.“ Tamás kveðst njóta dvalarinnar hér í fyllsta máta. „Ég þurfti að komast burt og Ís- land er frábært land til að slaka á, njóta náttúrunnar, finna frið. Svo lenti ég auk þess inni í ævintýri í þessu leikriti.“ – Frá hverju þurftir þú fyrst og fremst að komast? „Frá tölvunum, tölunum og öllu því sem fylgdi starfinu í Búdapest.“ – Svo þá er það léttir að vera að leika náunga sem hefur engan heila? „Það er það,“ segir Tamás og bros- ir. Hann á unnustu í Búdapest sem hyggst heimsækja hann síðar í sum- ar. En þangað til kveðst hann ætla að ná betri tökum á þeirri list að taka á móti erlendum sjóstangveiðimönn- um eins og innfæddur. Ljósmyndir/Hallgrímur Íslandskynni Tamás kynntist Íslandi fyrir þremur árum þegar hann hitti nokkra náunga frá Suðureyri á bar í Búdapest. „Ég gaf mig samt á tal við þá og reyndi að siða þá örlítið til. Brátt fór þó vel á með okkur og eftir nokkra drykki sögðu þeir: „Hvers vegna kem- urðu ekki í heimsókn?“ Ég sagði bara: „Já, frá- bær hugmynd.““ Þegar fuglahræðan er verkfræðingur Þótt Ungverjinn Ta- más Horváth skildi ekki orð í íslensku var hann ekki fyrr lentur á Suðureyri en hann fékk hlutverk fuglahræðu í bandarísku leikverki. Tamás sagði Hallgrími Helga Helgasyni m.a. hvernig hann þurfti að læra rulluna eins og páfagaukur. asdf Fjórmenningarnir á leið til Oz F.v. Þröstur Ólafsson, Jóhann Daníel Daní- elsson, Marta Sif Ólafsdóttir og Tamás Horváth. Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 2 fyrir 1 til Parísar í júlí og ágúst frá kr. 19.990 París er ótrúlega spennandi borg, hvort sem þú vilt þræða listasöfnin, spranga um í latínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda sem þessi ein- staka borg býður í ríkum mæli. Gríptu tækifærið og bjóddu elsk-unni þinni til Parísar á frábærum kjörum. Þú kaupir tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Úrval hótela í boði frá kr. 3.300 nóttin á mann í tvíbýli. Kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 22., eða 29. júlí og 5. eða 12. ágúst í 1 eða 2 vikur. Netverð á mann. Síð us tu sæ tin Þú kaupir tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.