Morgunblaðið - 22.07.2007, Page 29

Morgunblaðið - 22.07.2007, Page 29
hvað varð um | Gary Hart? MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 29 E ltið mig bara. Mér er nákvæmlega sama. Ef einhvern langar til að elta mig á röndum er það velkomið en við- komandi mun leiðast.“ Þessi eftirminnilegu ummæli lét bandaríski stjórnmálamaðurinn Gary Hart falla í New York Times 3. maí 1987 en hann hafði þá nýlega til- kynnt að hann sæktist eftir útnefn- ingu demókrata vegna forsetakosn- inganna árið eftir. Hart hafði látið Walter Mondale hafa fyrir hlutunum í baráttunni fyrir útnefningu flokks- ins fjórum árum áður og í ársbyrjun 1987 var hann, samkvæmt skoð- anakönnunum, langlíklegastur til að hreppa hnossið. En fljótlega fór að hrikta í stoðum. Sögusagnir um meint framhjáhald Harts komust á kreik og skyndilega átti frambjóðandinn í vök að verjast. Dagblaðið The Miami Herald hafði fylgst grannt með ferðum hans um skeið og sama dag og Hart manaði fréttamenn að fylgja sér eftir greindi blaðið frá því að ung aðlað- andi kona hefði sést yfirgefa heimili hans í Washington kvöldið áður. Fréttin fór eins og eldur í sinu um Bandaríkin og raunar alla heims- byggðina. „Saklaust“ samband Hart og fylgismenn hans gagn- rýndu The Miami Herald og vændu blaðið um getgátur. Blaðamaður blaðsins hafði aftur á móti flogið á laun með konunni, sem reyndist vera 29 ára gömul fyrirsæta, Donna Rice, til Washington, og Hart fékk ekki rönd við reist. Holskefla spurn- inga um ótryggð og gildi hjóna- bandsins gengu yfir hann. Og ekki var útlitið bjart því samkvæmt skoð- anakönnun sem gerð var í New Hampshire í kjölfarið hrapaði fylgi Harts úr 32% í 17%. Skyndilega var hann 10 prósentustigum á eftir Michael Dukakis, ríkisstjóra Massachusetts. Hart barst þó góður liðsstyrkur þegar eiginkona hans, Lee, lýsti op- inberlega yfir stuðningi við hann. Valdi orðið „saklaust“ til að lýsa sambandi bónda síns við ungu kon- una. The Miami Herald var þó ekki af baki dottið og 5. maí fékk blaðið ábendingu um að Hart hefði eytt nóttinni í Bimini á snekkju með því skemmtilega nafni Apaspil (e. Mon- key Business) ásamt konu sem hann var ekki bundinn hjúskaparböndum. Fjölmiðlar komust í kjölfarið yfir ljósmynd af skötuhjúunum, þar sem fyrrnefnd Rice situr í fanginu á hin- um fimmtuga Hart. Myndin birtist fyrst í The National Enquirer og eft- ir það fékk Hart ekki við neitt ráðið. 8. maí gerði hann heyrinkunnugt á fundi með fréttamönnum að hann sæktist ekki lengur eftir útnefningu Demókrataflokksins. Á fundinum lét hann aursletturnar ganga yfir fjöl- miðla og sagði m.a.: „Ég hef sagt að ég geti bognað en ég brotna ekki. Og trúið mér ég er ekki brotinn.“ Ósanngjarnt eða ábyrgð- arlaust? Einhverja samúð hafði þjóðin með honum en Gallup-könnun leiddi í ljós að 64% voru þess sinnis að umfjöllun um málið hefði verið „ósanngjörn“. 53% lýstu þeirri skoðun sinni að framhjáhald drægi ekki úr hæfni Harts til að gegna embætti forseta. Ekki voru þó allir heillaðir af framgöngu frambjóðandans. Þannig benti sjónvarpsmaðurinn Paul Slansky á að það væri ekki stór- mannlegt að reyna að varpa ábyrgð- inni á eigin axarskafti yfir á fjölmiðla og að Hart hefði ekki beðið von- svikna stuðningsmenn sína, sem nú þyrftu að snúa sér annað, afsökunar. Líkindi þóttu með fréttamanna- fundi Harts og „síðasta frétta- mannafundi“ Richards Nixons, þeg- ar hann kenndi fjölmiðlum um ófarir sínar í ríkisstjórakosningunum í Kaliforníu 1962. Í því ljósi kemur ekki á óvart að Hart skyldi berast bréf frá Nixon, þar sem forsetinn fyrrverandi hældi honum fyrir að „halda vel á spöðunum við erfiðar aðstæður“. Hart var raunar ekki öllum lokið. Í desember 1987 reyndi hann að rísa upp með orðunum „látum almenning kveða upp sinn úrskurð“. Það gerði hann, Hart hlaut ekki nema 4% at- kvæða í prófkjöri demókrata í New Hampshire og 8. mars 1988 dró hann sig öðru sinni í hlé. Áhugamaður um öryggismál Hart er lögfræðingur að mennt og eftir hið pólitíska áfall sneri hann sér aftur að lögmennskunni. Hann hefur lítið komið nálægt stjórnmálum síð- an en átti þó sæti í þverpólitískri nefnd sem Bill Clinton skipaði árið 1998 til að leggja mat á hryðjuver- kavá og öryggi Bandaríkjanna á 21. öldinni. Nefndin sendi m.a. frá sér þrjár skýrslur og lagði drög að nýrri þjóðaröryggisstefnu að kalda stríð- inu loknu. Hart hefur lengi verið þeirrar skoðunar að Bandaríkin séu illa í stakk búin að bregðast við hryðju- verkaárásum heima fyrir og í að- draganda árásanna á Pentagon og World Trade Center spáði hann því margoft að landið ætti voðaverk yfir höfði sér, síðast 5. september 2001. Enda þótt viðbúnaður hafi aukist síðan er Hart enn á því að mikið vanti upp á öryggi bandarísku þjóð- arinnar. Hart var hvattur til að bjóða sig fram til forseta árið 2004 en afréð að láta ekki slag standa. Eigi að síður vakti málið mikla athygli. Ýmsir að- ilar, m.a. The Washington Post, gerðu því skóna að ef John Kerry hefði velt George W. Bush úr sessi í téðum kosningum hefði Hart verið gerður að ráðherra. Var varn- armálaráðuneytið oftast nefnt í því sambandi. Höfundur pólitískra reyfara Hart hefur í seinni tíð fengist tals- vert við ritstörf og m.a. sent frá sér á annan tug bóka. Árið 2005 skrifaði hann bók um James Monroe, fimmta forseta Bandaríkjanna, en bókin heyrir til ritröð Times Books um Bandaríkjaforseta. Þá hefur Hart sent frá sér þrjár skáldsögur, póli- tíska reyfara, undir dulnefninu John Blackthorn. Að auki er hann höf- undur fjölda fræðigreina og greina um þjóðfélagsmál og öflugur blogg- ari. Hart heldur úti heimasíðu á slóðinni www.garyhartnews.com/ hart. Það er eftirtektarvert að á þeirri síðu er ekki staf að finna um baráttu Harts fyrir útnefningu demókrata fyrir forsetakosningarnar 1988. Það er eins og hún hafi aldrei átt sér stað. Þaðan af síður kemur nafnið Donna Rice við sögu. Hart hefur einnig öðlast virðingu sem fræðimaður en árið 2001 lauk hann doktorsprófi í stjórn- málaheimspeki frá Oxford-háskóla. Hann er eftirsóttur fyrirlesari. Gary Hart stendur nú á sjötugu. Hann býr í Kittredge, Kólóradó, og hefur verið kvæntur Lee sinni í 44 ár. Þau eiga tvö börn og eitt barna- barn. Í kjölfar hneykslisins missti Donna Rice starf sitt á markaðssviði lyfjafyrirtækis í Flórída en allskonar tilboðum rigndi yfir hana í staðinn. Henni var m.a. boðið að sitja fyrir í Playboy en því boði hafnaði hún. Rice gekk að eiga mann að nafni Jack Hughes árið 1994 en þau höfðu kynnst á blindu stefnumóti þremur árum áður. Undanfarinn hálfan ann- an áratug hefur Rice að mestu helg- að sig baráttunni gegn klámi á veg- um samtakanna Enough Is Enough, unnið með fórnarlömbum og barist fyrir því að gera Netið öruggara fyr- ir börn. Eftir hana liggur m.a. ein bók um efnið. Eltur inn á rekkjubrún Ljósmynd/Bettmann/CORBIS Umsetin Gary og Lee Hart standa í ströngu í fjölmiðlafárinu sem hlaust af leynilegu sambandi forsetaframbjóð- andans við fyrirsætuna Donnu Rice vorið 1987. Atinu lauk með því að Hart hætti við að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar haustið 1988. »Hart barst þó góður liðsstyrkur þegar eiginkona hans, Lee, lýsti opinberlega yfir stuðningi við hann. Valdi orðið „saklaust“ til að lýsa sambandi bónda síns við ungu konuna. Í HNOTSKURN »Gary Warren Hartpencefæddist 28. nóvember 1936 í Ottawa, Kansas. Hann breytti eftirnafni sínu í Hart árið 1961. »Hart lauk lagaprófi fráYale-háskóla 1964 og starfaði sem lögmaður til árs- ins 1974 að hann var kjörinn öldungardeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn í Kólóradó. Þar sat Hart fram til ársins 1987. »Hart var kosningastjóriGeorge McGoverns í for- setakosningunum 1972. »Hart sóttist eftir útnefn-ingu demókrata vegna forsetakosninganna 1984 og 1988 en gekk úr skaftinu í seinna skiptið vegna hneyksl- ismáls. Gripinn Myndin alræmda af Hart og Rice. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.