Morgunblaðið - 22.07.2007, Page 30

Morgunblaðið - 22.07.2007, Page 30
friðargæsla 30 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ É g hef lengi haft áhuga á alþjóðamálum og sá áhugi hefur síst minnk- að með árunum. Þegar maður er búinn að leggja stund á nám í þessum fræðum verður maður líka að sjá hvernig þetta virkar í reynd. Ætli það sé ekki helsta skýringin á því að ég er á stöð- ugu flakki út um allan heim. Ég starf- aði fyrst erlendis þegar ég var átján ára og hef komið víða við síðan. Mér er sagt að ég hafi strax lýst yfir sjálf- stæði mínu þegar ég var sex ára. Þá var ég í sumarbúðum og neitaði að koma heim,“ segir Bjarney Friðriks- dóttir og skellihlær. Við höfum komið okkur mak- indalega fyrir í sólinni úti á palli í reisulegu húsi í Grafarvoginum. Bjarney tekur þó fram að hún ráði ekki húsum. „Ég nýt góðs af því að bróðir minn á stórt hús svo ég get dvalist hjá honum þá sjaldan ég er heima á Íslandi,“ heldur hún brosandi áfram. „Heimili mitt er í ferðatösku.“ Bjarney lauk BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands og meistaranámi í alþjóðamálum frá Columbia-háskóla í New York. Í vor lauk hún svo prófi í alþjóðalögum frá háskólanum í Amst- erdam. Segja má að neistinn hafi orðið að báli á heimsþingi Amnesty Int- ernational árið 1993. Bjarney var þá í stjórn Íslandsdeildar samtakanna og segir heimsþingið hafa verið mjög áhugaverða reynslu. „Ég hef aldrei séð lýðræðið virka eins vel og á þessu þingi. Allir þingfulltrúar höfðu skoð- un og öll mál voru rædd ofan í kjöl- inn.“ Eftir heimkomuna frá New York 1997 vann Bjarney í fjögur ár hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og tók virkan þátt í norrænu og evr- ópsku samstarfi. Sótti hún margar ráðstefnur á þeim tíma, m.a. ráð- stefnu um kynþáttamisrétti í Durban í Suður-Afríku sem hún segir hafa haft mikil áhrif á sig. Bjarney vann líka í hálft annað ár hjá Alþjóðahúsinu í Reykjavík. Jafnrétti kynjanna í Kosovo Árið 2004 lá leið hennar til Kosovo. Ísland hefur styrkt verkefni þar frá árinu 2000 sem hverfist um jafnrétti kynjanna og þótti Bjarneyju spenn- andi að leggja lóð sín á vogarskál- arnar. Í tvö og hálft ár vann hún á skrifstofu UNIFEM í Priština, höf- uðborg héraðsins, á vegum frið- argæslunnar. „Verkefnið gengur út á það að styðja við bakið á ýmsum verkefnum sem heimamenn hafa haft frumkvæði að sjálfir, bæði hið op- inbera og óháð félagasamtök, og fylgjast með framkvæmd þeirra.“ Á síðustu árum hefur verkefninu vaxið fiskur um hrygg og það teygir nú anga sína víðar um Balkanskag- ann. Um 2,2 milljónir manna búa í Kos- ovo, þar af eru um 92% Kosovo- Albanir, rúm 5% Serbar og tæp 3% aðrir. Strangt til tekið tilheyrir Kos- ovo Serbíu en í reynd hafa Samein- uðu þjóðirnar (SÞ) ráðið þar ríkjum frá árinu 1999 þegar NATO batt enda á átökin í landinu. Bjarney segir hinn albanska meiri- hluta héraðsins í upphafi hafa fagnað komu SÞ en smám saman hafi þol- inmæðin gagnvart hinu erlenda afli farið dvínandi. „Það hefur gengið hægt að færa valdið til heimamanna. Albanirnir vilja sjálfstæði en Serb- arnir vilja heyra undir Serbíu. Þegar SÞ tók völdin í Kosovo flúðu um 250.000 Serbar frá héraðinu og ein- ungis um 15.000 hafa snúið aftur. Serbarnir búa á lokuðum svæðum sem haldið er uppi af serbneskum stjórnvöldum. Unnið hefur verið markvisst að því að gera Serbunum kleift að snúa heim og hús þeirra m.a. gerð upp eða endurheimt. Þetta hef- ur ekki borið tilætlaðan áranguren margir hafa snúið heim tímabundið, selt húsið og farið aftur. Það var ekki tilgangurinn. En Serbunum þykir sér greinilega ekki vært á svæðinu.“ Bjarney segir samvinnu milli þjóð- ernishópa af skornum skammti. „Það er mjög alvarlegt að þessum hópum skuli haldið aðskildum og eins og staðan er núna talar hvorugur hóp- urinn, hvorki Albanir né Serbar, á þann veg að hægt sé að búa í sátt og samlyndi í Kosovo. Það er áhyggju- efni. Skólakerfin eru aðskilin og nú er fyrsta kynslóðin að vaxa úr grasi sem talar ekki tungumál hins þjóðern- ishópsins. Albanirnir tala hvorki né skilja serbnesku og öfugt. Börnin geta ekki lengur talað saman.“ Hún segir þessa stöðu víðar komna upp á Balkanskaganum. Þannig hafi Króatar unnið markvisst að því að breyta sínu tungumáli til aðgrein- ingar frá serbnesku, m.a. með því að dusta rykið af gömlum og gleymdum orðum. Bjarney segir mikla náttúrufegurð einkenna Kosovo en vá sé fyrir dyr- um vegna þungrar áherslu á stóriðju. Mikil mengun sé í loftinu og í jarð- veginum sem geri landbúnaði erfitt fyrir. „Það er mikið um gamlar verk- smiðjur þarna og rétt fyrir utan Priš- tina er raforkuver með úr sér gengn- um hreinsunarbúnaði. Fyrir vikið er jafnan yfirþyrmandi mengunarslikja yfir borginni.“ Hún segir mengunina hafa marg- vísleg heilbrigðisvandamál í för með sér og kvillar eins og exem, ofnæmi og öndunarfærasjúkdómar séu al- gengir meðal fólks. Vatn og rafmagn er heldur ekki sjálfsögð þægindi í Kosovo. „Aldeilis ekki. Það krefst mikillar skipulags- hæfni að setja í þvottavél þar sem lík- urnar á því að hafa bæði rafmagn og vatn á sama tíma eru svo hverfandi litlar. Það kemur fyrir að maður kemst í sturtu á morgnana en það er best að gera ekki ráð fyrir því. Ég lærði fljótt að safna vatni á flöskur, auk þess sem gashitarar og við- arkubbar eru mikið þarfaþing. Það verður mjög kalt þarna á veturna og víða í sveitum er alls ekkert raf- magn.“ Þrátt fyrir margvísleg vandamál segir Bjarney íbúa Kosovo upp til hópa hugmyndaríkt og drífandi fólk sem sé staðráðið í að byggja sam- félagið upp. „Það er engin uppgjöf í fólki. Þvert á móti elja og bar- áttukraftur. Fólk hefur mótaðar hug- myndir um breytingar og nýtur stuðnings alþjóðasamfélagsins.“ Gríðarleg spilling Spilling er víða vandamál á átaka- svæðum og Bjarney segir Kosovo enga undantekningu. „Það er gríð- arleg spilling innan stjórnkerfisins. Menn sem íbúar Kosovo báru fyrir fáeinum misserum á höndum sér sem frelsishetjur eru nú úthrópaðir fyrir spillingu og valdníðslu. Meðan Serbar höfðu yfirráðin átti meirihlutinn sér sameiginlegan óvin en nú er komin upp mun flóknari staða. Ýmsir líta á hetjurnar úr frelsisher Kosovo sem skúrka og fyrir vikið eru menn farnir að hafa efasemdir um ágæti þess að héraðið hljóti yfir höfuð sjálfstæði.“ Inn í þessa flóknu jöfnu fléttast efnahagsmál en auði er, að sögn Bjarneyjar, misskipt í Kosovo. SÞ borga vel fyrir unnin störf í sína þágu og nú er svo komið að fólk má illa án þeirrar vinnu vera. „SÞ borgar marg- falt hærri laun en almennt þekkist í Kosovo. Þannig er bílstjóri hjá SÞ á mun hærri launum en háskólapró- fessor. Þá veit ég að kona sem vann á skrifstofunni hjá okkur var með fimm sinnum hærri laun en maðurinn hennar sem er læknir. Það er hún sem heldur fjölskyldunni uppi. Það er ekki að undra að menn kvíði því að SÞ dragi hratt úr starfsemi sinni í hér- aðinu.“ Bjarney segir menntunarstig karla og kvenna jafnhátt í borgum Kosovo og jafnréttismálin þar á heildina litið í ágætum farvegi. Staða kvenna sé aft- ur á móti lakari í sveitunum. „Það er erfitt að alhæfa um stöðu kvenna en ég myndi segja að frjálsræði þeirra velti á menntunarstigi og stétt. Kon- ur njóta allra helstu réttinda í borg- um og eru víða áberandi í atvinnulíf- inu. Þannig reka konur eina stærstu fréttastofuna í Priština. Fjöl- skyldugerðin er nokkuð sérstök í Kosovo og í raun má segja að stærð húsanna fari eftir fjölda sona. Þeir búa nefnilega áfram heima hjá for- eldrum sínum eftir að þeir verða full- orðnir og tengdadæturnar flytja þangað inn.“ Hún segir brottfall stúlkna úr skóla alltof algengt en það stafar að- allega af svartsýni foreldranna á framtíðarmöguleika dætranna. Þá er mansal vandamál í Kosovo eins og víðar í Austur-Evrópu. Réttur kvenna til að erfa eignir er bundinn í lög en Bjarney segir fé- lagslegan þrýsting oft leiða til þess að þær afsali sér þeim rétti. Sama eigi við um skilnaði. „Það þykir afrek hjá konu að komast í gegnum skilnað, hvað þá að fá eitthvað veraldlegt út úr honum. Sé kona ómenntuð á hún á hættu að missa allt félagslega netið við það að skilja við mann sinn og get- ur fyrir vikið enga björg sér veitt.“ Bjarney er eigi að síður bjartsýn á framtíðarhorfur í jafnréttismálum í Kosovo. „Mín tilfinning er sú að þetta sé allt í áttina en svona lagað tekur tíma. Samfélög breytast ekki á einni nóttu.“ Alþjóðleg nefnd, með Martti Aht- isaari fyrrverandi Finnlandsforseta í broddi fylkingar, hefur unnið hörðum höndum að lausn mála í Kosovo í samvinnu við yfirvöld í Belgrad og Priština. Sú vinna hefur enn ekki skil- að niðurstöðu en Rússar hafa fylgst grannt með málinu og neitað að sam- þykkja málamiðlun nema hún sé báð- um aðilum þóknanleg. Bjarney er þeirrar skoðunar að mikil uppbygging þurfi að fara fram áður en Kosovo stendur undir sér. Hún vonar að málið verði sem fyrst leitt til lykta með farsælum hætti en geldur varhug við því að Öryggisráð SÞ taki upp á sitt eindæmi ákvörðun um framtíð héraðsins enda ekkert fordæmi fyrir slíku. „Það er fyrir öllu að gæta þess að hagsmunir fólksins í Kosovo verði ekki fyrir borð bornir.“ Á leið til Sri Lanka Því fer fjarri að Bjarney hafi látið af friðargæslustörfum og flakki en í haust heldur hún til Sri Lanka á veg- um Íslensku friðargæslunnar. Þar eru að jafnaði tíu Íslendingar en verkefnið felst í því að hafa eftirlit með því að vopnahléssamningnum, sem er í gildi í landinu, sé framfylgt. „Þetta er ólíkt því sem ég var að fást við í Kosovo en ákaflega spennandi. Ég reikna með að verða allavega sex mánuði á Sri Lanka en um þessar mundir er ég líka að leggja drög að doktorsverkefni mínu sem ég ætla að vinna utan skóla á næstu misserum en um þetta hef ég samið við Radbo- ud-háskólann í Nijmegen í Hollandi. Það mun fjalla um fólksflutn- ingalöggjöf Evrópusambandsins.“ Bjarney býst við að starfa áfram að alþjóðamálum í framtíðinni. „Þar liggur mín menntun og störf af þessu tagi eiga vel við mig. Ég hef ekki átt fast heimili á Íslandi í fjögur ár. Það fer ágætlega um mig í ferðatösk- unni.“ Morgunblaðið/Ásdís Jafnréttismál „Það er erfitt að alhæfa um stöðu kvenna en ég myndi segja að frjálsræði þeirra velti á mennt- unarstigi og stétt,“ segir Bjarney Friðriksdóttir sem starfaði um tíma að jafnréttismálum í Kosovo. Samfélög breytast ekki á einni nóttu „Það er engin uppgjöf í fólki. Þvert á móti elja og bar- áttukraftur. Fólk hefur mótaðar hugmyndir um breytingar og nýtur stuðnings alþjóðasamfélagsins,“ segir Bjarney Friðriksdóttir sem starfaði í hálft þriðja ár í Kosovo. Hún sagði Orra Páli Ormarssyni að hér- aðið væri ákaflega fallegt en mengunin yfirþyrmandi. Þá krefst það skipulagsgáfu að setja í þvottavél. »Eins og staðan er núna talar hvorugur hópurinn, hvorki Albanir né Serbar, á þann veg að hægt sé að búa í sátt og samlyndi í Kosovo. orri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.