Morgunblaðið - 22.07.2007, Qupperneq 31
ferðafélag íslands
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 31
Sunnudaginn 8. júlí 2007 vígði Ferðafélag
Akureyrar nýtt skálavarðarhús við Dreka-
gil. Fjölmenni var við vígsluna og blíðskap-
arveður á fjöllum. Aðstaða Ferðafélags Ak-
ureyrar í Drekagili er nú öll til fyrirmyndar
en félagið vígði sl. sumar nýjan skála á
svæðinu.
Hilmar Antonsson, formaður FA, sagði
nokkur orð við vígsluna, Páll Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands,
flutti kveðju frá FÍ og Halldór Blöndal þakk-
aði FA fyrir mikið og gott starf áður en
hann klippti á borða og opnaði húsið með
formlegum hætti. Nýja skálavarðarhúsið
hefur fengið nafnið Fjólubúð.
Skálavarðarhús
við Drekagil
Þessa dagana er verið að leggja
lokahönd á byggingu skálavarða-
húss í Landmannalaugum. Húsið er
105 fm að stærð og mun hýsa skála-
verði Ferðafélagsins og landvörð yf-
ir sumartímann en standa ferða-
mönnum opið yfir vetrartímann.
Bygging hússins er liður í bættum
aðbúnaði Ferðafélagsins í Land-
mannalaugum.
,,Það eru tugir þúsunda ferða-
manna sem heimsækja Land-
mannalaugar á hverju sumri. Kröf-
ur og þarfir ferðamanna hafa breyst
mikið á undanförnum árum og nú
vilja menn meiri þjónustu og gæði.
Þessum óskum viljum við mæta og
erum að auka þjónustuna í stærstu
skálum félagsins,“ segir Ólafur Örn
Haraldsson forseti Ferðafélags Ís-
lands.
Skálavarðahúsið verið tekið í
notkun í byrjun júlí en vígt með
pompi og prakt um miðjan júlí.
Ólafur Örn segir að markmið FÍ sé
meðal annars að stuðla að fræðslu
og uppbyggingu á ferðamannasvæð-
um. Þar fari saman bæði nátt-
úruvernd og bætt aðstaða. ,,Það er
óhjákvæmilegt að byggja upp að-
stöðu í Landmannalaugum til að
taka á móti slíkum mannfjölda og
ágangi á svæðið jafnvel þó svo að
það kalli á manngert umhverfi að
hluta. Það er þó aðeins á takmörk-
uðu svæði en umfram það fær nátt-
úran að njóta sín eins óspillt og
hægt er. Stikun gönguleiða og upp-
lýsingagjöf er liður í okkar starfi.“
Skálar FÍ og deilda er 37 talsins
um allt land. Margir þeirra voru
byggðir á upphafsárum FÍ og því
komnir til ára sinna. Mikið við-
haldsstarf er unnið í skálum á
hverju ári. Margir þekkja skálas-
temmingu af eigin raun þar sem
ferðamenn úr öllum áttum með ólík-
an bakgrunn lifa saman og sofa í
svefnpokaplássi í flatsængum.
,,Þetta eru sannkallaðir fjallaskálar
hjá okkur. Þó svo að við séum að
bæta aðstöðuna þá viljum við halda
í skálastemminguna; þessa fjalla-
rómantík eins og margir kalla hana
þannig að við aðhyllumst ekki hót-
elrekstur á hálendinu en viljum að
byggingar og rekstur falli að land-
inu með hógværum hætti,“ segir
Ólafur Örn Haraldsson forseti
Ferðafélags Íslands.
Fjallarómantík í hávegum höfð
Fagna Skálaverðir og starfsmenn fagna nýjum skála, þ.á. m. Guðmundur S. Guðmundsson, Örn Helgason og Gústaf Hermannsson hjá Viðarhúsi ehf. , Ólafur Örn Haraldsson og Örn Þórðarson.
Bætt aðstaða og þjónusta í nýju skálavarðahúsi í Landmannalaugum
Eftir Guðrúnu París Gunnarsdóttur
g.gunnarsdottir@gmail.com
Flestallir vita hvar Hvítá og Brúará
liggja á landakortinu, en færri hafa þó
siglt niður árnar og skoðað fagurt land-
svæðið sem umlykur þær. Ferðafélag Ís-
lands skipulagði í júlí rólega siglingu á
gúmmíbátum niður neðsta hluta Brúarár
og Hvítá að Öndverðarnesi. Ætlunin var að
sigla rólega um 30 km leið og hafa við-
komu í Sólheimum í Grímsnesi og enda
loks ferðina með grillveislu í Þrastaskógi.
Eftirvæntingin var mikil hjá ferðafólk-
inu, hátt á fimmta tug manns á öllum aldri.
Við upphaf ferðarinnar vorum við blessuð í
bak og fyrir af Sigurði Sigurðarsyni Skál-
holtsbiskupi, því þetta var hættuför þótt
árnar virtust bæði lygnar og meinlausar.
Árnar hafa bæði gefið og tekið svo lengi
sem elstu menn muna. Þær hafa verið líf-
æðar sveitanna en um leið hafa ófá manns-
lífin glatast þar. Þennan sunnudag í júlí
skein sólin skært og sveitakyrrðin var ynd-
isleg, það eina sem angraði var mýið í
logninu, annars vorum við klár í gúmmí-
bátana.
Tuðrurnar voru settar út neðan við
brúna yfir Brúará og brátt færði straum-
urinn okkur rólega niður ána. Á þessari
leið eru hvorki fossar né flúðir en þess í
stað skoðuðum við landið á siglingu um fal-
leg og sögufræg héruð í miðju Árnesþingi.
Þetta var óneitanlega skemmtileg tilbreyt-
ing frá bílferð með tilheyrandi æsingi og
hraða. Sjálfsagt hafa einhverjir bílstjórar
horft til okkar öfundaraugum þar sem við
sigldum áfram innan um álftamömmur
með ungana sína og annað lífríki.
Þegar líða tók á ferðina kom aftur í ljós
hvað áin getur verið erfið, en fljótlega
mætti okkur svo sterkur mótvindur að við
komumst nær ekkert áfram. Við rerum af
lífs og sálar kröftum og siluðumst loks inn
að bænum Hömrum. Þar komum við að
landi og gengum í rútuna sem flutti okkur
að Sólheimum. Þar beið okkar heimalöguð
súpa og við fengum afar hlýjar móttökur.
Ferðalok með stæl
Íslensk náttúra kallar á sveigjanleika
og ferðaplön geta alltaf breyst snögglega
eins og sannaðist í ferðinni. Eftir fjögurra
tíma nokkuð ævintýralega siglingu höfð-
um við komist hluta leiðarinnar sem til
stóð að fara og menn höfðu reynt nokkuð
á sig. Sjálfsagt verða hinir 22 farnir ein-
hvern annan dag í meðvindi en þegar hér
var komið sögu ákváðum við að enda ferð-
ina með stæl – og þá auðvitað með grill-
veislu í Þrastalundi.
Sunnudagssigling
Málshátturinn Árinni kennir illur ræðari.
Allir blessaðir um borð Róleg og örugg sigling niður Brúará með blessun biskupsins í Skálholti í farteskinu.
Sigling og landskoðun með Ferðafélagi Íslands
Höfundur er viðskiptafræðingur
Skálaverðir FÍ í Langadal, þau Broddi og
Kristín, hafa átt annasama daga í sumar. Á
milli þess að þjónusta svæðið, vísa ferða-
mönnum leið, snyrta og þrífa hafa þau skipst
á að bjarga jeppum og rútum af öllum stærð-
um úr Krossá. Fyrir skömmu bjargaði
Broddi manni úr Markárfljóti og sýndi þar
mikið snarræði og á sama tíma dró Kristín
rútu úr Krossá.
,,Þetta er voða gaman og í ýmsu að snú-
ast,“ segir Kristín að loknum löngum degi.
,,Hér er oft ekki kvöldmatur fyrr en undir
miðnætti en þetta er engu að síður mjög lif-
andi og gefandi starf.“ Nú hafa þau hjúin
fengið sér gæludýr í Mörkina og eru það
tveir yrðlingar sem þau geyma í lokaðri
kerru. ,,Þetta er mjög vinsælt og ferðamenn
hafa gaman af þessu. Við ætlum síðar að
sleppa þeim lausum hérna á svæðinu og þeir
verða þá vonandi hálfgerðir heimalningar
hérna. Síðan er bara næst að fá sér tvær
hænur hingað í Langadal,“ sagði Broddi
Hilmarsson, skálavörður FÍ í Langadal.
Gæludýr Broddi og Krístin skálaverðir í
Langadal eru komin með litla yrðlinga.
Yrðlingar í
Langadal