Morgunblaðið - 22.07.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.07.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 33 sætt fyrir sýningarstjórn sína. Því jafnvel þótt sú aðferðafræði sem þau nota hafi verið við lýði í nokkurn tíma, ekki síst á sviði bókmennta og ann- arra hugvísinda, þá er hún einkar vel til þess fallin að beina sjónum manna að áður lítt þekktum auði á sviði myndlistar tuttugustu aldar sem lítið hefur verið fjallað um alþjóðlega. Það sama á við um óvenjumikla áherslu á listsköpun kvenna á Docu- menta-sýningunni í Kassel og á Feneyjatvíær- ingnum. Þátttaka Íslendinga í slíkum stórsýningum Á undanförnum áratugum hefur skapast hefð fyrir þátttöku Íslend- inga í tvíæringnum í Feneyjum. Þrátt fyrir að sífellt fleiri íslenskir myndlistarmenn taki þátt í góðum og mikilvægum sýningum og kaupstefnum á erlendri grundu, þá er þátttakan í Feneyjum samt sem áður eini fasti farvegur ís- lensks myndlistarheims inn í hinn alþjóðlega list- heim. Það er augljóst að mikilvægt er að standa vel að þátttökunni í alla staði því hún getur skipt sköpum bæði fyrir andlit íslenskrar myndlistar út á við sem og orðspor listamannsins sem tekur þátt á alþjóðagrundvelli. Það er því einstaklega ánægjulegt hversu vel hefur tekist að nýta þá þekkingu sem safnast hef- ur á allra síðustu árum við sýningarhaldið. Ávinn- ingurinn af þeirri þekkingaröflun hefur augljós- lega nýst vel í ár. Því þrátt fyrir að íslenski skálinn, sem hýsir sýningu Steingríms Eyfjörð „Lóan er komin“, sé í fyrsta sinn utan hins upp- haflega sýningarsvæðis á Giardini virðist af frétt- um vikunnar að dæma sem aðsóknin í skálann ætli að verða meiri en nokkru sinni fyrr. Í gær, föstu- dag, birtist ennfremur í Morgunblaðinu frétt þess efnis að framlag Steingríms væri talið í hópi þeirra 17 bestu á Feneyjatvíæringnum, en þjóðarskál- arnir einir eru 76 talsins í ár. Um var að ræða val veftímarits Saatchi-gallerísins, sem er mjög víð- lesið í listheiminum. Steingrímur er þar á meðal listamanna á borð við Matthew Barney, Moniku Sosnowska, Tracy Emin, Bill Viola og Felix Gonzalez-Torres. Af þessu má merkja að Stein- grímur hefur komist mjög langt og að sýning hans hefur nú þegar – og sýningartímabilið er ekki einu sinni hálfnað – orðið honum og þjóðinni allri til mikils framdráttar. Augljóslega er mjög mikilvægt að halda þessu þróunarstarfi áfram þannig að íslenskur myndlist- arheimur fái áfram notið til fullnustu þeirra tæki- færa sem Feneyjatvíæringurinn hefur upp á að bjóða – í tilvikum sem þessu er nefnilega ljóst að þótt einungis einn listamaður sé valinn til þátttöku hverju sinni þá er ávinningurinn ef vel tekst til ekki einungis hans heldur myndlistarheimsins á Íslandi sem heildar. Gríðarleg vinna við undirbúning og markaðssetningu E ins og fram hefur komið í greinum um þessa viðburði „stóra rúnts- ins“ í Morgunblaðinu að undan- förnu er gríðarlega mikið lagt undir við undirbúning þessara sýninga. Stjórnendur þeirra gera sér m.ö.o. fyllilega grein fyrir því slík vinna er eina leiðin til að tryggja aðsókn, sem í öllum fyrrnefnd- um tilfellum nemur tugum og hundruðum þús- unda gesta. Gestir á Feneyjatvíæringinn frá því hann var opnaður í byrjun júní og framundir þessa helgi eru um 67.000 og er það aukning frá því á síð- asta myndlistartvíæringi þar árið 2005. Búist er við yfir 600.000 gestum á Documenta-sýninguna og yfir 500.000 gestum til Münster á skúlptúrsýn- inguna. Hliðaráhrif þessara viðburða á sitt nær- samfélag eru mikil, ekki síst efnahagslega þar sem þessir fjölmörgu gestir kaupa sér gistingu og fæði, auk þess sem þeir nýta sér að sjálfsögðu ýmiss konar aðra þjónustu á svæðinu sem tengd er hefð- bundinni ferðamennsku. Það er vert að veita því athygli hversu lengi undirbúningur sýninganna hefur staðið. Þannig stendur undirbúningur að tvíæringnum í Feneyj- um yfir allt frá því að hlið hans lokast hverju sinni að sýningu lokinni á tveggja ára fresti. Vinnan við hann fer m.ö.o. stöðugt fram. Í Kassel hefur und- irbúningsvinna við Documenta-sýninguna staðið yfir í þrjú ár og mikill fjöldi manna komið við sögu; við ráðgjöf, skipulagningu, val, uppsetningu, fjár- mögnun, útgáfustarfsemi og markaðssetningu. Það sama á við um skúlptúrsýninguna í Münster. Í praktískum skilningi snúast þessar sýningar því ekki einvörðungu um myndlist, heldur einnig um gistirými, veitingasölu, almenningssamgöngur, verslun og afþreyingu – og síðast en ekki síst verð- mæta ímynd þeirra staða sem hýsa þær. Því má ekki gleyma að Feneyjar, Kassel og Münster eru menningarborgir fyrst og fremst í augum um- heimsins, og sú ímynd hefur verið nýtt til hins ýtr- asta á öllum þessum stöðum – yfirvöld í Kassel hafa meira að segja sett það á öll vegaskilti inn í borgina að þar eigi Documenta-sýningin heima. Í samræmi við þá hagsmuni sem eru í húfi er umtalsverðum fjármunum varið í framkvæmd við- burðanna. Sem dæmi um það má nefna að kostn- aður við sýninguna í Kassel nemur um 20 millj- ónum evra, sem jafngildir um 1.659.600.000 íslenskum krónum. Eina hliðstæðan við svona stórsýningar hér á landi er sá viðburður sem Listahátíð í Reykjavík er nú á ári hverju. Þótt Listahátíð sé fyrst og fremst sviðslistahátíð og leggi mesta áherslu á tónlist hefur vegur myndlistar innan hennar auk- ist mjög á síðustu árum. Það er því orðið tímabært að skilgreina þarfir myndlistarinnar í tengslum við hátíðina og hvaða væntingar er eðlilegt að gera til hátíðarinnar við skipulagningu myndlistarvið- burða. Við slíka vinnu ætti auðvitað að horfa til hins alþjóðlega listheims, eins og gert var árið 2005, er listahátíð var að mestu helguð myndlist í fyrsta skipti. Undanfarin ár hafa Íslendingar í vaxandi mæli gerst þátttakendur á alþjóðavettvangi, ekki síst á sviði viðskipta. Ljóst er að fá svið þjóðlífsins tak- markast við landsteinana og er menning að sjálf- sögðu ekki undanskilin í þessari þróun. Stórum hluta Íslendinga þykir sjálfsagt að búa til lengri eða skemmri tíma erlendis á ævi sinni og flestir ferðast reglulega. Það eru því margar ástæður fyrir því að nauðsynlegt er að leggja áherslu á að kveðja sér hljóðs í alþjóðlegu samhengi – á sviði myndlistar rétt eins og á öðrum sviðum. En til þess að það megi takast verður að huga að að- ferðafræði og undirbúningi í tíma. Ár „stóra rúnts- ins“ er sérstaklega vel fallið til rannsókna á því sviði. Í sýningum sumarsins er í raun fólgið kort yfir hugmyndafræði samtímans í sýningarstjórn, stefnumótun og markaðssetningu menningarvið- burða, ekki síður en yfir listsköpun heimsbyggð- arinnar. Kort sem full ástæða er til að rýna í í þeim tilgangi að marka íslensku myndlistarlífi slóð sem eftir verður tekið – slóð sem ef til vill getur orðið til þess að myndlistarlífið þróist með jafnöflugum hætti á tuttugustu og fyrstu öldinni og það gerði á þeirri tuttugustu, innan landsins sem utan. » Fyrr í þessari viku birtist ennfremur í Morgunblaðinu fréttþess efnis að framlag Steingríms væri talið í hópi þeirra 17 bestu á Feneyjatvíæringnum, en þjóðarskálarnir einir eru 76 talsins í ár. Um var að ræða val veftímarits Saatchi-gallerísins, sem er mjög víðlesið í listheiminum. Steingrímur er þar á meðal listamanna á borð við Matthew Barney, Moniku Sosnowska, Tracy Emin, Bill Viola og Felix Gonzalez-Torres. rbréf Reuters Feneyjatvíæringurinn Sýningargestur virðir fyrir sér verk bandaríska listamannsins Emily Prince. Verkið heitir „Bandarískir hermenn og -konur sem fallið hafa í Afganistan og Írak“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.