Morgunblaðið - 22.07.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 33
sætt fyrir sýningarstjórn sína. Því jafnvel þótt sú
aðferðafræði sem þau nota hafi verið við lýði í
nokkurn tíma, ekki síst á sviði bókmennta og ann-
arra hugvísinda, þá er hún einkar vel til þess fallin
að beina sjónum manna að áður lítt þekktum auði á
sviði myndlistar tuttugustu aldar sem lítið hefur
verið fjallað um alþjóðlega. Það sama á við um
óvenjumikla áherslu á listsköpun kvenna á Docu-
menta-sýningunni í Kassel og á Feneyjatvíær-
ingnum.
Þátttaka Íslendinga í
slíkum stórsýningum
Á
undanförnum áratugum hefur
skapast hefð fyrir þátttöku Íslend-
inga í tvíæringnum í Feneyjum.
Þrátt fyrir að sífellt fleiri íslenskir
myndlistarmenn taki þátt í góðum
og mikilvægum sýningum og
kaupstefnum á erlendri grundu, þá er þátttakan í
Feneyjum samt sem áður eini fasti farvegur ís-
lensks myndlistarheims inn í hinn alþjóðlega list-
heim. Það er augljóst að mikilvægt er að standa
vel að þátttökunni í alla staði því hún getur skipt
sköpum bæði fyrir andlit íslenskrar myndlistar út
á við sem og orðspor listamannsins sem tekur þátt
á alþjóðagrundvelli.
Það er því einstaklega ánægjulegt hversu vel
hefur tekist að nýta þá þekkingu sem safnast hef-
ur á allra síðustu árum við sýningarhaldið. Ávinn-
ingurinn af þeirri þekkingaröflun hefur augljós-
lega nýst vel í ár. Því þrátt fyrir að íslenski
skálinn, sem hýsir sýningu Steingríms Eyfjörð
„Lóan er komin“, sé í fyrsta sinn utan hins upp-
haflega sýningarsvæðis á Giardini virðist af frétt-
um vikunnar að dæma sem aðsóknin í skálann ætli
að verða meiri en nokkru sinni fyrr. Í gær, föstu-
dag, birtist ennfremur í Morgunblaðinu frétt þess
efnis að framlag Steingríms væri talið í hópi þeirra
17 bestu á Feneyjatvíæringnum, en þjóðarskál-
arnir einir eru 76 talsins í ár. Um var að ræða val
veftímarits Saatchi-gallerísins, sem er mjög víð-
lesið í listheiminum. Steingrímur er þar á meðal
listamanna á borð við Matthew Barney, Moniku
Sosnowska, Tracy Emin, Bill Viola og Felix
Gonzalez-Torres. Af þessu má merkja að Stein-
grímur hefur komist mjög langt og að sýning hans
hefur nú þegar – og sýningartímabilið er ekki einu
sinni hálfnað – orðið honum og þjóðinni allri til
mikils framdráttar.
Augljóslega er mjög mikilvægt að halda þessu
þróunarstarfi áfram þannig að íslenskur myndlist-
arheimur fái áfram notið til fullnustu þeirra tæki-
færa sem Feneyjatvíæringurinn hefur upp á að
bjóða – í tilvikum sem þessu er nefnilega ljóst að
þótt einungis einn listamaður sé valinn til þátttöku
hverju sinni þá er ávinningurinn ef vel tekst til
ekki einungis hans heldur myndlistarheimsins á
Íslandi sem heildar.
Gríðarleg vinna við undirbúning
og markaðssetningu
E
ins og fram hefur komið í greinum
um þessa viðburði „stóra rúnts-
ins“ í Morgunblaðinu að undan-
förnu er gríðarlega mikið lagt
undir við undirbúning þessara
sýninga. Stjórnendur þeirra gera
sér m.ö.o. fyllilega grein fyrir því slík vinna er eina
leiðin til að tryggja aðsókn, sem í öllum fyrrnefnd-
um tilfellum nemur tugum og hundruðum þús-
unda gesta. Gestir á Feneyjatvíæringinn frá því
hann var opnaður í byrjun júní og framundir þessa
helgi eru um 67.000 og er það aukning frá því á síð-
asta myndlistartvíæringi þar árið 2005. Búist er
við yfir 600.000 gestum á Documenta-sýninguna
og yfir 500.000 gestum til Münster á skúlptúrsýn-
inguna. Hliðaráhrif þessara viðburða á sitt nær-
samfélag eru mikil, ekki síst efnahagslega þar sem
þessir fjölmörgu gestir kaupa sér gistingu og fæði,
auk þess sem þeir nýta sér að sjálfsögðu ýmiss
konar aðra þjónustu á svæðinu sem tengd er hefð-
bundinni ferðamennsku.
Það er vert að veita því athygli hversu lengi
undirbúningur sýninganna hefur staðið. Þannig
stendur undirbúningur að tvíæringnum í Feneyj-
um yfir allt frá því að hlið hans lokast hverju sinni
að sýningu lokinni á tveggja ára fresti. Vinnan við
hann fer m.ö.o. stöðugt fram. Í Kassel hefur und-
irbúningsvinna við Documenta-sýninguna staðið
yfir í þrjú ár og mikill fjöldi manna komið við sögu;
við ráðgjöf, skipulagningu, val, uppsetningu, fjár-
mögnun, útgáfustarfsemi og markaðssetningu.
Það sama á við um skúlptúrsýninguna í Münster. Í
praktískum skilningi snúast þessar sýningar því
ekki einvörðungu um myndlist, heldur einnig um
gistirými, veitingasölu, almenningssamgöngur,
verslun og afþreyingu – og síðast en ekki síst verð-
mæta ímynd þeirra staða sem hýsa þær. Því má
ekki gleyma að Feneyjar, Kassel og Münster eru
menningarborgir fyrst og fremst í augum um-
heimsins, og sú ímynd hefur verið nýtt til hins ýtr-
asta á öllum þessum stöðum – yfirvöld í Kassel
hafa meira að segja sett það á öll vegaskilti inn í
borgina að þar eigi Documenta-sýningin heima.
Í samræmi við þá hagsmuni sem eru í húfi er
umtalsverðum fjármunum varið í framkvæmd við-
burðanna. Sem dæmi um það má nefna að kostn-
aður við sýninguna í Kassel nemur um 20 millj-
ónum evra, sem jafngildir um 1.659.600.000
íslenskum krónum.
Eina hliðstæðan við svona stórsýningar hér á
landi er sá viðburður sem Listahátíð í Reykjavík
er nú á ári hverju. Þótt Listahátíð sé fyrst og
fremst sviðslistahátíð og leggi mesta áherslu á
tónlist hefur vegur myndlistar innan hennar auk-
ist mjög á síðustu árum. Það er því orðið tímabært
að skilgreina þarfir myndlistarinnar í tengslum
við hátíðina og hvaða væntingar er eðlilegt að gera
til hátíðarinnar við skipulagningu myndlistarvið-
burða. Við slíka vinnu ætti auðvitað að horfa til
hins alþjóðlega listheims, eins og gert var árið
2005, er listahátíð var að mestu helguð myndlist í
fyrsta skipti.
Undanfarin ár hafa Íslendingar í vaxandi mæli
gerst þátttakendur á alþjóðavettvangi, ekki síst á
sviði viðskipta. Ljóst er að fá svið þjóðlífsins tak-
markast við landsteinana og er menning að sjálf-
sögðu ekki undanskilin í þessari þróun. Stórum
hluta Íslendinga þykir sjálfsagt að búa til lengri
eða skemmri tíma erlendis á ævi sinni og flestir
ferðast reglulega. Það eru því margar ástæður
fyrir því að nauðsynlegt er að leggja áherslu á að
kveðja sér hljóðs í alþjóðlegu samhengi – á sviði
myndlistar rétt eins og á öðrum sviðum. En til
þess að það megi takast verður að huga að að-
ferðafræði og undirbúningi í tíma. Ár „stóra rúnts-
ins“ er sérstaklega vel fallið til rannsókna á því
sviði. Í sýningum sumarsins er í raun fólgið kort
yfir hugmyndafræði samtímans í sýningarstjórn,
stefnumótun og markaðssetningu menningarvið-
burða, ekki síður en yfir listsköpun heimsbyggð-
arinnar. Kort sem full ástæða er til að rýna í í þeim
tilgangi að marka íslensku myndlistarlífi slóð sem
eftir verður tekið – slóð sem ef til vill getur orðið til
þess að myndlistarlífið þróist með jafnöflugum
hætti á tuttugustu og fyrstu öldinni og það gerði á
þeirri tuttugustu, innan landsins sem utan.
» Fyrr í þessari viku birtist ennfremur í Morgunblaðinu fréttþess efnis að framlag Steingríms væri talið í hópi þeirra 17
bestu á Feneyjatvíæringnum, en þjóðarskálarnir einir eru 76
talsins í ár. Um var að ræða val veftímarits Saatchi-gallerísins,
sem er mjög víðlesið í listheiminum. Steingrímur er þar á meðal
listamanna á borð við Matthew Barney, Moniku Sosnowska,
Tracy Emin, Bill Viola og Felix Gonzalez-Torres.
rbréf
Reuters
Feneyjatvíæringurinn Sýningargestur virðir fyrir sér verk bandaríska listamannsins Emily Prince. Verkið heitir „Bandarískir hermenn og -konur sem fallið hafa í Afganistan og Írak“.