Morgunblaðið - 22.07.2007, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 45
Sigurður Reynir Pétursson
hæstaréttarlögmaður er nú látinn
eftir giftusamt og farsælt ævistarf.
Auk þess að gegna eins og kunnugt
er mikilvægum störfum fyrir STEF
og FÍH þá var hann lögmaður Fé-
lags íslenskra leikara um tveggja
áratuga skeið. Á þeim tíma vann
hann mjög náið með stjórn félags-
ins, sem á þessum tíma var lengst af
skipuð þeim Brynjólfi Jóhannes-
syni, Klemenz Jónssyni og Bessa
Bjarnasyni, auk mín. Á þessum tíma
sem hann vann með okkur var allt
samstarf við hann með mjög per-
sónulegum hætti og gerðist hann
fljótt félagi og vinur okkar allra. Þó
einkennilegt megi virðast þá gerði
hann allar þær fjölmörgu samninga-
viðræður og þá fundi sem við áttum
um samninga og önnur málefni fé-
lagsins einkar skemmtilega og
þægilega þannig að við hlökkuðum
ævinlega til, þegar til stóð að funda
með honum. Hann hafði mikla og
skemmtilega en um leið persónu-
lega kímnigáfu, sem kom öllum í
Sigurður Reynir
Pétursson
✝ Sigurður ReynirPétursson fædd-
ist í Stykkishólmi
19. janúar 1921.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 30. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jó-
hanna Jensdóttir
kennari og Pétur
Óskar Lárusson
verslunarmaður á
Hellisandi. Útför
Sigurðar Reynis var
gerð frá Kópavogskirkju 9. júlí.
gott skap, og tel ég að
skapferli hans og hinn
sérstæði sterki per-
sónuleiki hans hafi
skilað okkur mun
meiri árangri en við
höfðum raunar búist
við er lagt var af stað í
samningaviðræður.
Oft var tekist hart á í
málum á samninga-
fundum og stundum lá
við strandi, en fyrir
hans tilverknað og
hvernig honum tókst
alltaf að vinna trúnað andmælenda
okkar, fann hann leiðina sem leiddi
til lausnar á málunum. Alltaf nær
átakalaust og með bros á vör. Þetta
var hæfileiki sem fáum er gefinn og
tel ég að þeir listamenn, bæði innan
raða Félags íslenskra leikara og
annarra félaga listamanna sem
hann bæði stýrði og vann með, hafi
notið góðs af í ríkum mæli. Haft hef-
ur verið á orði að kjör leikara hafi
aldrei verið betri en á þessum árum.
Í þessa tíð voru gerðar gagngerar
endurbætur á öllum samningum
Félags íslenskra leikara, bæði við
Þjóðleikhúsið, en sá kjarasamning-
ur var gerður við fjármálaráðu-
neyti, svo og við Leikfélag Reykja-
víkur, sem í byrjun starfsferils
Sigurðar gerðist atvinnuleikhús.
Einnig var samningum við Ríkisút-
varpið umbylt og eftir að sjónvarpið
tók til starfa voru auðvitað gerðir
nýir samningar þar og einnig voru á
þessum árum gerðir fyrstu samn-
ingar við kvikmyndagerðarmenn.
Af þessari upptalningu má sjá að
mikið var um að vera og naut Sig-
urðar við í öllum þessum samning-
um svo og öðru er að félaginu laut.
Einkum var mikilvæg þekking hans
á höfundaréttarmálum og tel ég á
engan hallað þó ég fullyrði að eng-
inn hérlendur lögmaður hafi þekkt
þessi mál jafn vel í grunninn og Sig-
urður, enda naut hann mikillar virð-
ingar þar sem um þessi mál var
fjallað, bæði hjá stjórnvöldum og
öðrum, og náði orðstír hans hvað
þetta varðar langt út fyrir land-
steinana.
Ég átti þessi kost að sitja í svo-
nefndri Nordsat-nefnd með Sigurði
ásamt fleirum, en sú nefnd fjallaði
um þá hugmynd að koma upp gervi-
hnetti er dreifði sjónvarpsefni um
Norðurlöndin. Þetta var heilmikið
mál, einkum hvað varðaði höfunda-
rétt, og voru haldnir margir fundir í
hinum ýmsu höfuðborgum Norður-
landa. Á ég margar mjög skemmti-
legar minningar frá þessum funda-
ferðum þar sem við Sigurður
styrktum vináttu okkar, en einkum
minnist ég þó þess hversu mikil
virðing var borin fyrir skoðunum
Sigurðar á fundum þessum. Ekkert
varð þó af því að úr Nordsat yrði,
sem rekja má til mikilla framfara á
þessu tæknisviði.
Nokkur voru þau skipti sem Sig-
urður og kona hans Birna buðu okk-
ur að sækja sig heim á glæsilegt
heimili þeirra á Kársnesinu og var
hver stund ógleymanleg og þeirra
minnst vel og lengi.
Það er ljómi yfir minningunni um
Sigurð Reyni, yfir persónu hans og
ævistarfi og mun Félag íslenskra
leikara lengi búa að því sem hann
hefur gert fyrir félagið. Hann var
sæmdur gullmerki félagsins í þakk-
lætiskyni fyrir störf hans.
Ég vil færa Birnu konu hans og
fjölskyldu allri innilegar samúðar-
kveðjur fyrir hönd Félags íslenskra
leikara.
Gísli Alfreðsson,
fyrrv. formaður FÍL
Meira: mbl.is/minningar
Vinur minn Eyjólf-
ur R. Eyjólfsson er
fallinn frá og tíma-
bært að kveðjast. Al-
þýðuhöfðingi hefur lagst til hvíld-
ar eftir langa og farsæla ævi.
Síðasta sumar hittumst við á
Kaupfélagsstéttinni hér á
Hvammstanga, breiddum út faðm-
inn hvort móti öðru og heilsuð-
umst með hlýju faðmlagi. Hann
stóð þarna brosandi, og hnyttin
tilsvörin flæddu áreynslulaust
eins og ævinlega. Hann var gler-
fínn að vanda en greinilegt að ár-
um hafði fjölgað síðan síðast. And-
inn var þó hinn sami, áhuginn á
þjóðmálunum til staðar og eins
hvernig vinum vegnaði. Við fórum
á bryggjuna og hittum Sævar
minn og við hjónin sýndum honum
bátinn okkar sem vaggaði í vor-
blíðunni. Svo var haldið heim á
Brekkugötuna, hitaður sopi og
spjallað um stund. Hann var á leið
út á Vatnsnes, vildi nota tímann
vel og þurfti að hitta marga. Nota-
legur morgunn með góðum vini er
dýrmætur.
Eyjólfur bjó við þann harða hús-
bónda Bakkus um árabil. En kóngi
þessum var sagt stríð á hendur á
fyrstu árum áfengismeðferðar á
Íslandi. Stríðsyfirlýsingin var svo
afgerandi að gengið var af fullum
krafti til liðs við SÁÁ og fórnar-
lömb fíknarinnar studd af óbilandi
elju meðan kraftar entust. Alltaf
var hægt að leita til Eyjólfs og
biðja um aðstoð, hvort sem var á
nóttu eða degi. Hann útvegaði
pláss á Vogi, keyrði fórnarlömbin
Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson
✝ Eyjólfur RagnarEyjólfsson
fæddist í Hafn-
arfirði 31. mars
1921. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 9. maí síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá
Bústaðakirkju 18.
maí.
á staðinn, þurrkaði
tár og las viðkomandi
pistilinn til uppörv-
unar eða aðhalds ef
þess þurfti. Og Sína
stóð með honum í
þessu öllu. Það veit
örugglega enginn
hve mörgum manns-
lífum hann hefur
bjargað með sínu
ötula starfi. Hann
kom til hjálpar á
Brekkugötuna fyrir
19 árum, var fljótur
að afgreiða málin eft-
ir að hafa gengið úr skugga um að
einlægur vilji lægi að baki beiðn-
inni. Ekkert hik og engar mála-
lengingar en plássið fengið með
einu símtali. Ég vil þakka Eyjólfi
sérstaklega fyrir þennan morgun
fyrir 19 árum og fyrir alla sam-
veruna gegnum tíðina, í saltfisk-
inum hjá Meleyri, við meðhjálp-
arastörf í Hvammstangakirkju og
notalegar stundir í dagsins önn.
Ég kveð þig kæri vinur með
virðingu og þökk og Guð blessi þig.
Fjölskyldunni sendi ég hlýjar sam-
úðarkveðjur.
Hólmfríður Bjarnadóttir.
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
✝
Innilegar þakkir fyrir alla þá hluttekningu og samúð,
sem við urðum aðnjótandi við andlát og útför,
HRAFNKELS THORLACIUS
arkitekts.
Sérstaklega viljum við þakka Heimahlynningunni
fyrir hjúkrun og hlýju.
Kristín Bjarnadóttir,
Áslaug Thorlacius,
Halla Thorlacius, Sveinbjörn Þórkelsson
Ragnhildur Thorlacius, Björn Ægir Hjörleifsson
Steinunn Thorlacius, Guðjón Ingi Eggertsson,
Gunnlaug Thorlacius, Sigurjón Halldórsson,
Eggert Thorlacius, Stefanía Guðmundsdóttir,
Hrafnkell, Anna, Kristín Lilja, Þórunn Edda,
Vilhjálmur Atli og Halldór Hrafnkell.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður, sonar, bróður, mágs, barnabarns og tengda-
sonar,
MARKÚSAR SÆVARS GÍSLASONAR,
Háholti 5,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fá Sigrún Reykdal læknir, starfs-
fólk á deild 11G á Landspítala við Hringbraut og á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun í veikindum hans.
Svava Óskarsdóttir,
Óskar Bjarmi Markússon,
Gísli Sigurjónsson, Jóhanna H. Bjarnadóttir,
Sæmundur H. Gíslason, Anna Lilja Sigurðardóttir,
Sigurjón Már Birgisson, Lilja Hjaltadóttir,
Hörður Albert Harðarson, Kristín Kristjánsdóttir,
Sigurjón K. Nielsen, Elín Sæmundsdóttir,
Óskar Jóhannesson, Sigrún Ingólfsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓN SVEINSSON
rafmagnstæknifræðingur
frá Stöðvarfirði,
Arahólum 2,
Reykjavík,
sem lést, fimmtudaginn 12. júlí, á hjartadeild
Landspítalans við Hringbraut verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju,
mánudaginn 23. júlí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök sykursjúkra eða Félag
nýrnasjúkra.
Helga Haraldsdóttir,
Sveinn Vilberg Jónsson, Guðný Lilja Guðmundsdóttir,
Haraldur Þór Jónsson, Helga Jóhanna Úlfarsdóttir,
Jóhann Helgi Sveinsson, Helga María Sveinsdóttir,
Sunneva Björg Davíðsdóttir, Jón Ágúst Haraldsson.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
auðsýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
INGIMUNDAR EINARSSONAR,
áður bónda í Leyni, Laugardal,
Fossvegi 4,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsmanna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem
veittu ómælda alúð og hlýju.
Lilja Guðmundsdóttir,
Guðrún Ingimundardóttir, Þórir Snorrason,
Svanheiður Ingimundardóttir, Magnús Guðjónsson,
Guðmundur Óli Ingimundarson, Roswitha M. Hammermuller,
Fjóla Ingimundardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall
okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS ÁRNASONAR
skógarbónda og fyrrverandi
bæjarverkfræðings
í Hafnarfirði.
Kristín Björnsdóttir, Friðrik Már Baldursson,
Árni Björn Björnsson, Halldóra Kristín Bragadóttir,
Sigríður Björnsdóttir, Valur Ragnarsson,
Björn Ágúst Björnsson, Kristín Lúðvíksdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Sendum innilegar þakkir fyrir hlýhug og
vinsemd við andlát og útför,
BJÖRNS SIGURÐSSONAR
frá Lækjarnesi,
Hornafirði,
síðast til heimilis á Grettisgötu 4
í Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn, fyrir
góða umönnun og vingjarnlegt viðmót.
Karl Sigurðsson
og aðrir aðstandendur.