Morgunblaðið - 22.07.2007, Síða 49

Morgunblaðið - 22.07.2007, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 49 MINNINGAR BMW, árg. '01, ek. 96 þús. km. Dekurbíll, aðeins 2 eigendur. Auka- hlutir & búnaður: ABS hemlar, aksturstölva, armpúði, álfelgur, fjarstýrðar samlæsingar, geislaspil- ari, glertopplúga, höfuðpúðar að aftan, líknarbelgir, pluss áklæði, raf- drifnar rúður, rafdrifnir speglar, reyk- laust ökutæki, samlæsingar, smurbók, útvarp, veltistýri, vökva- stýri og þjónustubók. Upplýsingar í síma 699 5889 eftir kl. 15.00. Mercedes Benz S500. Árg. ‘96, 218 þ. Mikið endurnýjaður. Biluð sjálfsk. Álf.; aðrar low-profile fylgja. Áhv. 600 þ. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 694 2240. www.seglagerdin.is Útborgun kr. 0,- Mánaðargreiðsla kr. 28.610,- miðað við 84 mánuði Chalet A-liner Eyjarslóð 5 S: 511 2200 100.000,- kr.AFSLÁTTUR Tilboð kr. 1.790.000,- Verðsprenging, Delta 2007. Sumarsmellur. Erum að selja 2 síðustu Delta hjólhýsin, áfram með 100.000 kr. lækkun. Verð aðeins 1.678.400 kr. Innifalið í verði: raf- geymir, hleðslutæki, gaskútur og varadekk. Tilbúin í ferðalagið, til af- hendingar strax. Fortjald á hálfvirði. Allt að 100% lán. Uppl. í síma 587 2200 og 898 4500. www.vagnasmidjan.is VW Passat 1800. Árg. ‘00, ek. 148 þús. Vel með farinn í mjög góðu ástandi. Nýskoðaður. Einn eigandi. Ný sumar- og vetrardekk. Viðmiðunarverð 873 þús. en fæst á 750 þús. stgr. Uppl. í síma 669 1348. Ford Econoline Fleetwood E-350. Mjög rúmgóður, þægilegur og sterk- byggður húsbíll. Lengd 31 fet, árg. ‘94, ek. 87 þ. míl. Svefnpláss f. 6-8, sjálfskiptur, cruise-control o.fl o.fl. Uppl. í s. 857 2737. Þjónustuauglýsingar 5691100 Til sölu Range Rover 4.0SE. Nýskr. 03/2000. Einn eigandi. Ekinn 140.000. Gott viðhald. Nýir loftpúðar. Verð 1.790.000. Sími 567 4000. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Húsbílar Látin er Esther Þórðardóttir föður- systir mín. Svo náskyld mér en sem ég þekkti þó aldrei persónulega. Eftir að hún veiktist kynntist ég henni þó óbeint í gegnum Hebu dóttur hennar. Í þau skipti sem ég hitti hana var hún orðin það léleg til heilsunnar og minni hennar stopult að hún þekkti mig ekki. En hún hýrn- aði öll þegar ég sagði henni að ég væri dóttir hans Bubba bróður hennar, sá ég þá gamlan glampa í augum sem minnti á aðra tíma, meiri lífsgleði og þrótt. Einhverra hluta vegna höfðu systk- inin lítið sem ekkert samband í gegn- um tíðina. Kannski þess vegna greip ég sem barn þær sögur sem ég heyrði er pabbi talaði um frænku mína. Því þó hann hefði ekki samband við syst- ur sína þá leyndi sér ekki hlýja í henn- ar garð í frásögnum hans. Ein sagan var frá því er þau voru börn í skóla. Því var þannig háttað við skólann að Esther Þórðardóttir ✝ Esther Þórð-ardóttir fæddist í Ólafsvík 5. janúar 1921. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 6. júlí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 16. júlí. fyrir framan stéttina við skólahúsið hafði myndast stór pollur. Einhverju sinni var stór strákur að stríða pabba í skólanum þannig að hann beygði af. Á brún stéttarinnar stóð þessi strákur hreykinn með hendur í vösum og lét eins og hann ætti heiminn. Þetta gat Esther ekki horft aðgerðalaus á og stjakaði við honum þannig að hann datt eins og planki á nefið í pollinn og sást ekki meira í skólanum þann daginn. Þó Esther væri ekki stór né kraft- mikil þá abbaðist enginn upp á hana því hún gat varið sig sjálf. Esther var strax mjög sjálfstæð stúlka, hvatvís og ákveðin þó hún væri smágerð og fíngerð, bæði líkamlega sem og til- finningalega. Sem ung kona naut hún ferðalaga og gekk mikið á fjöll sem ekki margar konur gerðu þá. Esther var ekki allra og fór sínar eigin leiðir í lífinu og eins og oft vill verða kannski ekki þær auðveldustu. Esther giftist aldrei en eignaðist tvö börn en þau voru sorgin og gleðin í lífi hennar. Eins og ég nefndi áðan þá kynnist ég Esther í samskiptum okkar Hebu. Það var hrein unun og fegurð að fylgj- ast með Hebu sinna móður sinni síð- ustu árin. Hvílík virðing og ást sem snerti hvern þann er vildi sjá. En seg- ir þetta ekki okkur sem stöndum fyrir utan að þar upppskar Esther eins og hún sjálf hafði sáð til. Enda hafði móðir mín orð á því hve vel Esther sinnti Hebu. Með ást sinni og ábyrgð í samskiptum þeirra mæðgna græddi Esther kannski um leið sitt stærsta hjartasár. Þegar ég frétti af andláti Estherar kom mér strax í huga ljóð eftir Jakobínu Johnson þar sem ég sé Esther svo sterkt fyrir mér. Jú, ég hef áður unnað – en aldrei svona heitt. Ég veit ei veðrabrigði – og verð ei framar þreytt. Jú, ég hef áður unnað, en aldrei svona heitt. Því ef ég sé hann sofa, með sælufrið um brá, þá kýs ég alla ævi þann yndisleik að sjá. – Og vofum veruleikans ég vildi bægja frá. En aftur ef hann vakir, og augun dökk og skær, með brosi trausts og blíðu allt blessa nær og fjær, þá langar mig þau lýsi eins lengi og hjartað slær. Og ef hann leggur arma með ástúð mér um háls, og mjúkur vangi vermir – þá vaknar sál mín frjáls, að syngjáum ást og yndi, þó oft sé varnað máls. Og ef hann mælir: „mamma“ – þá man ég ekki neitt, nei, ekkert sem mér amar, og er ei vitund þreytt. – Jú, ég hef áður unnað – en aldrei svona heitt. Fyrir hönd föður míns og fjöl- skyldu okkar vottum við Hrafni, Hebu og fjölskyldum þeirra okkar samúð. Guðríður Þórðardóttir. Ég frétti í gær um lát vinar míns, Svein- bjarnar Þorsteinsson- ar. Ég var ekki mjög leið vegna þess að hann hafði ná þeim virðu- lega aldri 93. Hinsvegar sakna ég vinar. Ég var í sveit 13 ára, eins og tíðk- aðist í „den“ að Hurðarbaki í Reyk- holtsdal. Þar kynntist ég sveitalífi eins og það gerist best á Íslandi. Og þar kynntist ég vini mínum Svein- birni, konu hans Svölu og hreiðri þeirra Garði. Garður var afdrep sem Sveinbjörn hafði smíðað í kringum fjölskyldu sína í túnfæti Hurðar- baks. Hann hafði svo mikið verkvit og smíðaði allt sjálfur, einnig sund- laugina sem þáði vatnið frá Hurð- arbakshvernum. Samband mitt við Svölu og Svein- björn hélst eftir að ég hætti í sveit- ✝ Sveinbjörn Þor-steinsson fædd- ist á Hurðarbaki í Reykholtsdal í Borgarfirði 18. mars 1914. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 29. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 9. júlí. inni, en við hittumst ekki oft, enda er það ekki nauðsynlegt. Eft- ir að Sveinbjörn missti Svölu, sem hann kallaði alltaf sinn betri helming, þá varð vinátta okkar mér mjög mikilvæg. Sveinbjörn var 50 ár- um eldri en ég og hafði verið kennari alla sína ævi, hann hafði svo margt að kenna mér. Okkar lífsviðhorf voru mjög svipuð, svona vináttu er erfitt að meta, og fáir fá að njóta slíks. Nokkrar bækur gaf Sveinbjörn vinur mér, en ég vil vitna í eina þeirra. Það er bókin „Samræður um trúarbrögðin“ eftir David Hume. Fyrsta og mikilvægasta skrefið, sem menntamaður stígur í átt til þess að verða sannkristinn maður, er það, að hann gerist heimspekilegur efasemdarmaður. (bls. 198) Ég vil nota tækifærið og senda Kristínu, Guðrúnu, Helgu og Unni mínar samúðarkveðjur og öllum niðjum Sveinbjarnar. Hann var merkilegur maður. Anna Benkovic Mikaelsdóttir. Sveinbjörn Þorsteinsson Hafi ég einhvern tíma þekkt mann sem verðskuldar ein- kunnina „hógvær og af hjarta lítillátur“ þá var Hans Christi- ansen slíkur maður. Við sáumst fyrst haustið 1953 þegar báðir voru að setjast í 1. bekk nýstofnaðs mennta- skóla á Laugarvatni og fylgdumst þar að næstu fjóra vetur. Hans var þá þegar fremur hávaxinn og grann- leitur og dró þannig að sér athygli en í framkomu hans og viðmóti var fyr- irferð líklega hið síðasta sem nokkr- um gat komið í hug. Hann hélt sig reyndar svo fast við hliðarlínuna að það tók sinn tíma að kynnast þeim mannkostum hans sem minni- stæðastir verða nú þegar hann er horfinn úr hópnum, hinn áttundi þeirra 27 sem luku stúdentsprófi frá ML 1957. ✝ Hans Christian-sen fæddist í Hveragerði 14. nóv- ember 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni 5. júlí síðast- liðins og var útför hans gerð frá Foss- vogskapellu 12. júlí. Hans var á vissan hátt þroskaðri en mörg okkar hinna. Hann tók t.a.m. lítinn þátt í ærslum okkar og kjánalátum en af- greiddi slíkt með gam- ansemi og græsku- lausri launfyndni. Við gerðum okkur líka tak- markaða grein fyrir hinni ríkulegu mynd- listargáfu hans; viss- um reyndar að hann hafði myndskreytt fyrstu forsíðu skóla- blaðsins Mímisbrunns þar sem Óðinn seilist af áfergju eftir drykknum úr hendi Mímis sem að sínu leyti kapp- kostar að láta endurgjaldið, auga Óð- ins, ekki ganga sér úr greipum. Hans gætti þess að halda þessu hugðarefni sínu ekki að öðrum þrátt fyrir yfir- burði sína, svo fjarri var það honum að láta á sér bera. Ég er ófróður um myndlist, samt er ég nokkuð viss um að verk hans frá þeim tíma er hann tók meir að helga sig þeirri köllun sinni, eiga eftir að vekja æ meiri at- hygli dómbærra manna. Hlédrægni hans fór ekki saman við auglýsinga- kröfur samtímans. Það sem ríkast er í minningu minni um Hans er þó líklega hlýja hans í viðmóti, jafnaðargeð og hófstilling þótt á móti blési. Mesta áfalli sínu, missi eiginkonu langt um aldur fram, tók hann af reisn, aðeins kunnugir fundu hve nærri það gekk honum. Margir munu vilja draga í efa hina fornu hetjulýsingu, að bregða sér hvorki við sár né bana. Þó er ekki fjarri lagi að hún hafi sannast á Hans. Frá því er hann veiktist snemma s.l. vetur og í sjúkdómsstríði hans fram undir hið síðasta ræddi hann í gam- ansömum tón um veikindi sín, sagðist vera „stálsleginn“ þegar þrálát bein- brot voru lagfærð með stálnöglum. Slík var viðleitni hans að létta heldur en þyngja hug þess er sat við sjúkra- beðinn. Ég veit að ég mæli fyrir munn okk- ar allra, bekkjarsystkina Hans Christiansens, þegar ég kveð hann með þakklæti fyrir samfylgd og ógleymanlega viðkynningu. Fjöl- skyldu hans og öðrum þeim er næst honum standa votta ég einlæga sam- úð. Kristinn Kristmundsson. Ég var tíu ára gamall þegar for- eldrar mínir fluttu búferlum í Ölfus- ið. Þegar skólagangan hófst um haustið í Barnaskólanum í Hvera- gerði blasti við mér nýr hópur skóla- félaga. Athyglin beindist strax að renglulegum strák sem dró mig að sér. Ekki var það vegna hávaða eða forystutilburða, heldur þvert á móti. Hans skar sig úr hópnum. Við lentum fljótlega í sama bekk og eftir það sát- um við hlið við hlið í barnaskólanum, gagnfræðaskólanum og menntaskól- anum, eða í tíu ár samfleytt. Þar að auki deildum við herbergi öll árin á Laugarvatni. „Við vorum eins og tví- burar,“ sagði Hans við mig þegar við hittumst í vetur sem leið. Þá hlýnaði mér um hjartarætur. Hans var alla tíð góður námsmað- ur, var tvítyngdur í æsku, hraðlæs og næmur. Mér fannst hann aldrei hafa fyrir námi. Hann var mjög drátthag- ur og strax í æsku tjáði hann hug sinn með myndum og svo var það alla tíð. Þar naut skopskynið sín hvað best. Við fórum í Menntaskólann að Laugarvatni og fyrr en varði stóðum við keikir með hvítu kollana. Þá skildi leiðir að nokkru, Hans fór í kennara- nám og ég í læknanám. Samgangur- inn var þó alltaf náinn eða allt þar til við hjónin fluttum norður til Húsa- víkur, þá skildi leiðir í efnislegum skilningi. Hans fann hana Dóru sína og ekki spillti hún sambandinu. Við héldum áfram að hittast við öll mögu- leg tækifæri og þó stundum liði langt á milli funda, þá var það rétt eins og við hefðum kvaðst í gær, þegar fund- um bar næst saman. Og þannig hélst það til hinstu stundar. Um miðjan aldur gerði Hans það sem okkur hefur eflaust öll dreymt um. Hann svaraði kalli hjartans, hvarf frá fastri vinnu og helgaði sig listinni, gerðist listmálari, málaði f.o.f. með vatnslitum. Myndir hans báru hinni mildu skaphöfn hans vitni og endurspegluðu næmi fyrir hinu blæbrigðaríka og smáa í umhverfinu. Oft var einhver franskur léttleiki yfir myndum hans. En nokkru seinna fór heilsuleysi að hrjá Hans og löngu síð- ar uppgötvaðist að hann var með hækkaðan þrýsting í heilahólfum. Eftir aðgerð varð hann aftur sjálfum sér líkur, en náði sér aldrei að fullu. Og vanheilsan skildi ekki við fjöl- skylduna, Dóra fékk krabbamein sem dró hana til dauða og Hans var ekkjumaður síðustu sjö ár ævinnar. Þetta var þungt högg, en enn á ný náði Hans sér að mestu. Sjálfur greindist hann með krabbamein fyrir nokkrum árum, sem talið var læknað að meðferð lokinni. En annað kom í ljós síðastliðið haust og nú er Hans allur. Við sem þekktum Hans syrgjum góðan dreng. Það er erfitt að kveðja besta æskuvininn, það snertir djúpt og leiðir hugann að eigin tilvist. En það var sannarlega ekki stíllinn hans Hans að leggjast í sorg og sút. Við skulum því vera glöð í sinni og þakk- lát fyrir að hafa átt Hans að vini, fyrir allar stundirnar með honum sem auðguðu líf okkar og gerðu það svo miklu skemmtilegra. Ég votta hans nánustu mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Hans Christiansen. Gísli G. Auðunsson. Meira: mbl.is/minningar Hans Christiansen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.