Morgunblaðið - 22.07.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 22.07.2007, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes STANGAVEIÐI ER SVO LEIÐINLEG ÍÞRÓTT VIÐ ERUM BÚNIR AÐ SITJA HÉR Í 20 MÍNUTUR OG ÞAÐ HEFUR EKKERT GERST Kalvin & Hobbes FÆRÐU ÞIG! ÞÚ ERT Á MÍNUM HELMING! KOMDU MEÐ TEPPIÐ! KALVIN, FARÐU AÐ SOFA! ÞÚ HEYRÐIR HVAÐ HANN SAGÐI. FÆRÐU ÞIG! ÞÚ TÓKST KODDANN MINN. ÞESSI ER HARÐARI EN MINN Kalvin & Hobbes EFTIR AÐEINS EINN SOPA AF TÖFRADRYKKNUM ÞÁ VERÐUR KALVIN ÓSÉÐUR LÆÐIST HANN Á BROTT KALVIN! ÞEGAR MAÐUR ÞARF ÁDRENGNUM AÐ HALDA ÞÁ ER HANN HVERGI AÐ SJÁÓSÝNILEGUR Litli Svalur © DUPUIS dagbók|velvakandi Lengi má misskilja MIG langar aðeins að svara henni Ólafíu Ragnarsdóttur frá 16. júlí, þar sem hún misskilur boðskap minn. Ég er ekki að meina að konur eigi að gefa allt frá sér, menn, börn og menntun, þó svo að ég segi að það sé nú betra að vera hallur undir karl- peninginn á sem flestum sviðum, að þeirra mati. En sjáðu nú launabar- áttuna hjá konum. Hún hefur skilað litlum árangri, þannig að konur verða að fara að breyta um aðferðir. Þ.e.a.s. að vera í sambandi við rétta fólkið, með réttu menntunina. Gam- an verður að sjá hvað flokkunum tveimur verður ágengt í þessum efn- um. Mér hefur aldrei líkað við rauðan lit en alltaf bláan, en nú verður breyting á. Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir. Illskiljanleg viðskipti UM daginn fór ég með fartölvuna mína til Opinna kerfa og bað þá að stækka vinnsluminnið og „strauja“ síðan tölvuna alveg niður í grunn- stillingar. Ég sæki tölvuna nokkrum dögum seinna og kvitta þar fyrir yfirhalningu á stýrikerfi og upp- færslu „rekla“. Þegar heim er komið og tölvan ræst kemur í ljós að hún hefur bara alls ekki verið straujuð og vinnsluminnið var það sama og áður. Ég hringi þá í tölvusérfræðing fjölskyldunnar og hann upplýsir mig um að einu viðgerðirnar séu að nýj- ustu uppfærslur stýrikerfisins hafi verið sóttar á Netið. Þetta reyndist vera þessi yfirhalning og uppfærsla sem ég hélt (vegna lélegs tölvuorða- forða) að væri það sem beðið var um. Má ég nú biðja fólk að flýta sér hægt í tölvumálum og athuga hvort örugglega hafi verið gert það sem þú baðst um en ekki eitthvað allt annað, því þeir hjá Opnum kerfum rukkuðu mig um 10.000 krónur fyrir heim- sóknina. Siggi. Hvar er kristalssápan? MÉR til mikilla vonbrigða hafa búð- ir hér fyrir norðan hætt að selja kristalssápu. Sápa sú er hnausþykk og fékkst í hálfs lítra baukum. Þessi sápa er allra meina bót; hún nær lýsi úr barnafötum, er ómiss- andi fyrir gólfrenninga og læknar jafnvel skurði á fingrunum. Kona. Daníel er týndur DANÍEL hvarf frá heimili sínu í Brattholti 6c í Mosfellsbæ fyrir rúmri viku. Ef einhver hefur orðið hans var er sá hinn sami vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 566-7323 ðea 690-9038. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is DRENGURINN lék sér á hjóli sínu á Ingólfstorgi. Hjólið skapaði skemmti- lega andstæðu við gráma torgsins í rigningunni. Búist er við nokkuð þung- búnum himni í vikunni, vætu öðru hverju en mildu veðri. Morgunblaðið/Sverrir Að leik í regni FRÉTTIR Í BYRJUN árs 2007 tók gildi nýr samningur um samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja í ferðamál- um. Meðal annars er hægt að sækja um styrki til ýmissa verkefna og hef- ur nú verið auglýst eftir styrkum- sóknum í annað sinn á þessu ári. Skilafrestur er til 20. ágúst næstkom- andi. Hið nýja samstarf nefnist North Atlantic Tourist Association, skamm- stafað NATA. Tók það við hlutverki Vestnorræna ferðamálaráðsins, svo og tvíhliða ferðamálasamningunum SAMIK og FITUR, sem verið hafa í gildi frá 1995 við Grænland og Fær- eyjar. Allir geta sótt um Allir sem áhuga hafa á að efla sam- starf í ferðamálum milli Grænlands, Íslands og Færeyja geta sótt um styrk til fjármögnunar verkefna, hug- mynda, vöruþróunar, ferða eða ann- arra sambærilegra verkefna. Um- sóknirnar þurfa að lágmarki að fela í sér þátttöku aðila frá a.m.k. tveimur af löndunum þremur, þ.e. Grænlands, Íslands og Færeyja. Hægt er að sækja um styrk vegna heildarkostn- aðar verkefna, einstakra verkþátta eða ferðakostnaðar. Allar umsóknir verða að berast á þar til gerðum eyðublöðum og skal ítarleg verkefn- islýsing og fjárhagsáætlun fylgja. Umsóknir skulu fyllast út á dönsku eða ensku og sendast til: NATA co/Ferðamálastofa Lækjargata 3, 101 Reykjavík Skilafrestur umsókna er til 20. ágúst 2007. Hægt að sækja um norræna styrki Samstarf við Grænland og Færeyjar Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.