Morgunblaðið - 22.07.2007, Síða 56
Og vissirðu að orðið
milljón er ekki skrifað
með tveimur l-um, heldur
einu?… 58
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
ÁRIN 1947-49 geisaði stríð sem
Ísraelar kalla frelsistríð en Arabar
al-Nakba, harmleikinn. Þá varð
Ísrael til eins og við þekkjum það í
dag – en um leið flúðu um 100 þús-
und Palestínumenn til Líbanons.
Þar eru þeir enn og börn þeirra og
barnabörn hafa eytt ævinni sem
flóttamenn og þeir eru nú um hálf
milljón. Hrafnhildur Gunn-
arsdóttir, Tina Naccache og Erica
Marcus hafa gert heimildarmynd-
ina Lifandi í limbó (Alive in
Limbo) um afkomendur þessa fólks
og verður hún sýnd á RÚV næsta
miðvikudagskvöld.
Það var bandaríska kvikmynda-
gerðarkonan Erica Marcus, sem er
af gyðingaættum, sem fór fyrst ein
árið 1993. Seinna fékk hún Hrafn-
hildi til þess að aðstoða sig en
fljótlega áttuðu þær sig á því að
þær þyrftu að fara aftur til að
klára myndina. „En ég hef það
prinsipp að vera helst ekki að
vinna kvikmyndir á landsvæðum
þar sem ég skil ekki tungumálið
eða kúltúrinn. Þess vegna krafðist
ég þess að við fengjum samstarfs-
mann sem skildi tungumálið og að-
stæðurnar. Þannig kom Tina að
myndinni en hún er uppalin Líb-
ani.“
Réttur og réttleysi flótta-
manna í Líbanon
Þær fóru þrisvar aftur á árunum
1999-2002 og fylgdu börnunum
sem þær töluðu við eftir og sáu
þau vaxa úr grasi. En það var ekki
alltaf auðvelt að finna þau aftur.
„Þarna er hvorki póstþjónusta né
þjóðskrá. Það var mikið ævintýri
að finna krakkana aftur,“ segir
Hrafnhildur um börnin fimm sem
þau fylgdu eftir; Wasim, Nisreen,
Mostafa, Manal og hinn líbanski
Hussein. Upphaflega voru þau þó
fleiri. „Við vorum með tylft krakka
til að byrja með. Á endanum völd-
um við þau sem höfðu athygl-
isverðustu söguna. Erica var fyrst
um sinn í samstarfi við Sameinuðu
þjóðirnar til að fá aðgang að búð-
unum. Það er ekki auðvelt að fá
leyfi til þess að mynda þarna og
fólk er mjög tortryggið gagnvart
utanaðkomandi fréttamönnum og
finnst þeirra hlutskipti ekki fá
réttláta umfjöllun.“
Palestínsku ungmennin sem þær
stöllur töluðu við eru öll börn eða
barnabörn flóttamannana sem
komu til Líbanons fyrir tæpum 60
árum. „Þeir hafa þurft að húka
þarna í tæp sextíu ár og þriðja og
fjórða kynslóð er að fæðast en Ísr-
aelar neita að taka þau aftur. Rétt-
ur þeirra í Líbanon er sá sami og
réttur flóttamanna á öðrum stöðum
í heiminum, Líbönum er ekki skylt
að taka þá inn í landið sem rík-
isborgara. Staða þeirra í Líbanon
er mjög óvenjuleg, samfélag sem
hefur þróast þarna í tæp 60 ár er
mun tengdara gestalandinu en
venjuleg flóttamannasamfélög. En
þau hafa hvorki réttindi né rík-
isfang og þau sem fæddust þarna
hafa verið landlaus allt sitt líf.“
Ef frá er skilið landið sem þau
sakna. En vilja þau öll snúa aftur?
„Heimalandið er alveg heilagt fyrir
þeim ef þú spyrð þá, það er talað
um heiðurinn og ólívurnar okkar
heima. En ég held að ef flótta-
mönnunum yrði boðin einhver
lausn, að snúa aftur eða þeim skap-
aðar forsendur til þess að setjast
að annars staðar, þá held ég að
innan við helmingur myndi fara
aftur. En þessir möguleikar eru
enn langt frá raunveruleikanum.“
Auk palestínsku ungmennanna
fjögurra er fylgst með líbanska
drengnum Hussein. „Hann er
ákveðið viðmið. Hann er frá Suður-
Líbanon og það er mjög greinilegt
hvernig aðstæður hans sem Líbana
eru allt öðruvísi. Hann er með rík-
isborgararétt en er þó samt undir
oki ísraelskra árása.
En hvernig breyttust börnin á
þessum árum sem líða í myndinni?
„Það er sláandi hvað það breytist
lítið fyrir palestínsku krakkana.
Það er alveg sama vonleysið út í
gegnum alla myndina. Flóttamenn-
irnir hafa ekki rétt til að vinna í
hvaða atvinnugrein sem er og eru
mest í alls kyns verkamannavinnu.
Atvinnuleysi í Líbanon er gríð-
arlegt og möguleikarnir mjög tak-
markaðir. Eina af stúlkunum í
myndinni langar til þess að verða
flugfreyja. Það er náttúrlega bara
grátbroslegt,“ segir Hrafnhildur að
lokum um drauma þeirra land-
lausu.
Myndatökumynd Hrafnhildur Gunnarsdóttir mundar myndavélina í Líbanon og annar samleikstjóra hennar, Tina Naccache, horfir á.
Flóttamaður Wasim Abd El-Hadi í Shatila. Arabamær Manal Al Zammar.
Fæðast sem flóttamenn
Gera heimild-
armynd um pal-
estínska flótta-
menn í Líbanon