Morgunblaðið - 22.07.2007, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 61
/ AKUREYRI
STÆRSTA
GRÍNMYND
SUMARSINS
FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY
Guð hefur
stór áform...
en Evan þarf að
framkvæma þau
Evan hjálpi okkur
eee
L.I.B. - TOPP5.IS
eee
H.J. - MBL
eeee
KVIKMYNDIR.IS
ÁSTIN ER BLIND
HEFURÐU UPPLIFAÐ
HIÐ FULLKOMNA
STEFNUMÓT?STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS tv - kvikmyndir.is
eee
LIB, Topp5.is
WWW.SAMBIO.IS
THE TRANSFORMERS FORSÝND kl. 11 POWERSÝNING B.i. 10 ára
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 B.i. 10 ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 LEYFÐ
ÞEIRRA
STRÍÐ
OKKAR
HEIMUR
FRÁ MICHAEL BAY
OG STEVEN SPIELBERG
KEMUR STÆRSTA
MYND SUMARSINS
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
SPARBÍÓ 450kr
á allar sýningar merktar með appelsínugulu
Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK
/ KEFLAVÍK
TRANSFORMERS FORSÝND kl. 11 POWERSÝNING B.i. 10 ára
HARRY POTTER kl. 2 - 5 - 8 B.i. 10 ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 6 LEYFÐ
EVAN ALMIGHTY kl. 4 LEYFÐ
BLIND DATING kl. 8 LEYFÐ
DIE HARD 4 kl. 10 B.i. 14 ára
FORSÝND Í KVÖLD
REYKJAVÍK • KEFLAVÍK • AKUREYRI
POWERSÝNING
Á EFTIRTALDAR SÝNINGAR
laugardag og sunnudag SparBíó 450kr
SHREK 3 MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 2 Í
ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG Á AKUREYRI
www.SAMbio.is
EVAN ALMIGHTY KL. 2 Í ÁLFABAKKA OG
KL. 4 Í KEFLAVÍK
HARRY POTTER 5 KL. 1 Í ÁLFABAKKA,
KL. 2 Á AKUREYRI OG Í KEFLAVÍK
urnýjun lífdaganna og á næstu plötu,
In Search of Angels (’99) var nýr
söngvari kynntur til sögunnar. Sá er
kanadískur, heitir Bruce Guthro, og
kemur frá Nova Scotia. Býr þar í höf-
uðstaðnum Halifax, og á því rætur í
keltneskri menningu sem lifir ágætu
lífi þar um slóðir. In Search of Angels
þótti nú ekki sérstakt „end-
urkomuverk“ en The Stamping Gro-
und (2001) rétti sveitina hins vegar
verulega af. Prýðisplata en aftur urðu
vonbrigði er hin tiltölulega flata Pro-
terra (2003) kom út.
Hálönd og baklönd
Nýjasta plata Runrig, Everything
You See, kom svo út í maí síðast-
liðnum og hefur verið tekið með mikl-
um kostum og kynjum. Ekki bara að
gagnrýnendur hafi tekið plötunni
fagnandi heldur hefur hún selst
býsna vel líka. Þannig er hún búin að
vera í toppsæti danska plötulistans í
fimm vikur, árangur sem fær mann
og meðlimi sjálfsagt líka til að klóra
sér í hausnum. Danmörk, af öllum
löndum, hefur reyndar verið mikið
bakland fyrir sveitina, en einnig er
hún afar vinsæl í Þýskalandi og á
einnig nokkuð af aðdáendum í Banda-
ríkjunum. Everything You See ber
með sér frískandi hálandavind en
undanfarið var eins og sveitin væri að
snara út nýjum hljóðversplötum til
þess eins að hafa afsökun fyrir því að
spila á tónleikum. Með Everything
You See er eins og listræna vigtin
hafi aukist til muna.
Þessum góða árangri verður svo
fagnað með umfangsmiklum úti-
tónleikum þann 18. ágúst. Nefnast
þeir Beat the Drum og verða haldnir
nálægt hinu eina sanna Loch Ness
vatni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Runrig standa fyrir slíkum atburði og
sækja jafnan tugir þúsunda tón-
leikana. Í ár verður margt góðra
gesta, skosku keltarokkararnir í
Wolfstone leika og einnig Great Big
Sea frá Nýfundnalandi sem er einnig
keltarokksveit og afar vinsæl sem slík
vestan Atlantsála. Svo má ekki
gleyma The Red Hot Chilli Pipers,
fönkuðustu sekkjapípusveit Skot-
lands (og nei, ég er ekki að grínast).
Reuters
Náði í bola-
hönnuð
STÚLKUKINDIN París Hilton
hefur tekið nýfengnu frelsi fegins
hendi og hefur nú nælt sér í karl til
að hafa upp á arminn. Sá heppni
heitir Tyler Atkins og hannar boli
undir merkinu Rock Stars and Ang-
els. Hilton og Atkins sáust kyssast í
strandhúsi á Malibu um seinustu
helgi og fóru saman í strandpartí
Liu Sophiu á laugardagskvöldið.
Þau hittust í gegnum ástralska
brimbrettakappann Koby Abberton
en hann hefur verið með Hilton í
einkakennslu á brimbretti.
Við skulum vona að ástamálin
gangi upp hjá Hilton í þetta skiptið.
BANDARÍSKI leikarinn Benicio del
Toro hefur tekið að sér hlutverk
argentínsku byltingarhetjunnar
Ernesto „Che“ Guevara, í vænt-
anlegri kvikmynd sem Steven So-
derbergh mun leikstýra. Soder-
bergh leikstýrði síðast þriðju
kvikmyndinni um þjófalið Danny
Ocean, Ocean’s 13.
Áætlaður tökutími er níu vikur
og verður myndin tekin upp á
Spáni. Á vefsíðu Del Toro segir að
kvikmyndin muni heita Guerilla,
eða Skæruliði. Bandarísk og
spænsk kvikmyndafyrirtæki standa
að framleiðslunni, en með að-
alkvenhlutverk myndarinnar fara
Catalina Sandino, sem fór með hlut-
verk Maríu í Maria Full of Grace,
og Julia Ormond. Leikararnir
munu tala spænsku í myndinni.
Guevara var hægri hönd Fidel
Castro í byltingunni á Kúbu 1959.
Árið 2004 var frumsýnd kvikmynd
um Guevara, en handritið að henni
var unnið upp úr dagbókum hans.
Hún hét Diarios de motocicleta, eða
Vélhjóladagbækurnar.
Catalina Sandino Moreno Benicio Del Toro
Benicio Del Toro leikur
Che Guevara í nýrri mynd
BANDARÍSKA leikkonan
Lindsay Lohan skemmti sér kon-
unglega við að ganga um nakin
þegar hún var í 45 daga meðmerð
við áfengissýki á Promises
Centre-meðferðarheimilinu í Kali-
forníu fyrir skömmu. Lohan, sem
er 21 árs gömul, heyrðist tala um
þessa hegðun sína þar sem hún
var stödd í afmælisveislu Allegru
Versace, dóttur ítalska hönnuðar-
ins Donatellu Versace. „Lindsay
hló mikið þegar hún sagði vinum
sínum frá þessu,“ sagði heimild-
armaður tímaritsins National En-
quirer. „Ég gerði alla vitlausa með
því að ganga um algjörlega nakin.
Mér var sagt að hætta þessu en
það var bara svo gaman að stríða
strákunum að ég gat ekki hætt,“
segir heimildarmaðurinn að Lohan
hafi sagt.
Reuters
Villt Hin unga Lindsay Lohan.
Lohan gekk
um nakin