Morgunblaðið - 22.07.2007, Page 63

Morgunblaðið - 22.07.2007, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 63 KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 8 4 5 KIA CARENS Nýi sjö manna fjölnotabíllinn frá Kia er kominn og sameinar glæsilegt útlit, sveigjanlegt rými og frábæra aksturseiginleika. Ríkulegur staðalbúnaður: • ABS og EBD hemlakerfi • ESP stöðugleikastýring • Álfelgur • Bakkskynjari • Loftkæling • 3ja punkta öryggisbelti fyrir sjö farþega • Hraðastillir • Aksturstölva • Ræsitengd þjófavörn ... og margt fleira 2.850.000 kr. DVD bílabíó og dráttarbeisli innifalið í verði FRÁBÆR KAUP! Sjö manna Kia Carens CRDI dísil, sjálfskiptur, 2,0 l., 140 hö. BÍLABÍÓ Nú bjóðum við KIA Carens með DVD bílabíói og þráðlausum heyrnartólum, ásamt 5 frábærum DVD diskum frá Senu. KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. BANDARÍSKI gamanleikarinn Steve Martin mun ganga að eiga unnustu sína Anne Stringfield innan skamms. Stringfield sem eitt sinn starfaði sem blaðamaður hjá New Yorker hefur undanfarið skrifað fyr- ir bandaríska tímaritið Vogue. Martin, sem er 61 árs gamall, skildi við fyrri eiginkonu sína Victoriu Tennant árið 1994 eftir átta ára hjónaband og átti í kjölfarið í ástarsambandi við leikkonuna Anne Heche. Leikarinn lauk nýverið við sjálfs- ævisögu sína sem ber nafnið Born Standing Up og er væntanleg í bóka- búðir í desember. Í bókinni lýsir Martin því meðal annars þegar faðir hans beitti hann miklu líkamlegu of- beldi þegar hann var ungur drengur. Barsmíðarnar voru það miklar að Martin þurfti að fela áverkana þegar hann fór í skólann. Steve Martin í það heilaga Reuters Fyndinn Steve Martin er einn ástsæl- asti gamanleikari Bandaríkjanna. LEIKKONAN Jennifer Aniston hefur gert út um vonir þeirra sem vonuðust til þess að fleiri þættir um Vinina yrðu gerðir, en Aniston hefur lýst því yfir að hún muni aldrei leika Rachel Green aftur. Orðrómur um kvikmynd sem byggð yrði á þáttunum hefur lengi verið hávær, og nú þegar ljóst er að kvikmynd eftir Sex and The City þáttunum verður að veruleika voru líkurnar jafnvel taldar enn meiri. Aniston er hins vegar þeirrar skoðunar að Friends tilheyri ein- göngu fortíðinni og hún er stað- ráðin í því að einbeita sér að öðrum verkefnum í kvikmyndum. „Ég hugsa nú að hinir leikararnir fimm hefðu áhuga á að leika í mynd um Vinina en Jen ætlar aldrei að leika Rachel Green aftur. Hún lítur á það sem skref aftur á bak en ekki áfram,“ sagði heimildarmaður. „Hún vill njóta meiri virðingar sem leikkona og þess vegna ætlar hún að taka alvarlegri hlutverk að sér.“ Friends er ein vinsælasta sjón- varpsþáttaröð sögunnar, en tíu þáttaraðir voru gerðar á árunum 1994 til 2004. Auk Aniston fóru þau Courtney Cox, Matthew Perry, Matt Le Blanc, David Schwimmer og Lisa Kudrow með aðalhlut- verkin. Reuters Ákveðin Jennifer Aniston er búin að fá nóg af Rachel Green. Ekki meiri Vinir ÞÆR Sarah Jessica Parker og Kim Cattrall sem báðar léku í hinum vin- sælu sjónvarpsþáttum Sex and The City hafa grafið stríðsöxina. Frægt varð þegar ósætti kom upp á milli þeirra tveggja þegar verið var að leggja drög að kvikmynd sem byggð yrði á þáttunum. Parker hefur lengi haft áhuga á að láta gera slíka kvik- mynd en Cattrall hefur verið mót- fallin því frá upphafi. Nú hefur Catt- rall hins vegar skipt um skoðun og þær vinkonur eru nú ákveðnar í að láta myndina verða að veruleika. „Þær eru orðnar vinkonur aftur. Kim braut ísinn með því að senda Söruh Jessicu blóm þegar hin síð- arnefnda kynnti nýju fatalínuna sína, Bitten,“ sagði vinur þeirra um málið. „Sarah Jessica svaraði fyrir sig með því að senda Kim eitthvað af fötum úr nýju línunni.“ Talið er að tökur á myndinni hefjist strax í sept- ember, en hinar stjörnurnar tvær úr þáttunum, Kristin Davis og Cynthia Nixon, munu einnig leika í henni. Parker getur ekki beðið eftir að tök- ur hefjist. „Mig langaði mikið til þess að hefja tökur strax fyrir nokkrum árum og það voru því mikil vonbrigði þegar ekkert varð úr því. En maður verður að virða ákvarðanir fólks og ein okkar vildi ekki gera myndina á þeim tíma þótt ég hafi ekki hugmynd um af hverju. Það er ekki mitt hlut- verk að tala fólk til, en nú er þetta að verða að veruleika og það er al- gjörlega frábært,“ sagði Parker. Parker og Cattrall vinkonur að nýju Reuters Ánægð Sarah Jessica Parker. Reuters Sátt Kim Cattrall.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.