Morgunblaðið - 22.07.2007, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 22.07.2007, Qupperneq 64
SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 203. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 20 °C | Kaldast 12 °C  Hæg austlæg eða breytileg átt að mestu. Skýjað og skúrir í flestum landshlutum. » 8 ÞETTA HELST» Óhefðbundin stjórn- málaþátttaka eykst  Óhefðbundin þátttaka í stjórn- málum hefur aukist á Íslandi und- anfarin ár, samkvæmt könnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Fleiri skrifa nú undir undir- skriftalista, sniðganga vöru og þjón- ustu og mótmæla en áður þekktist. » Forsíða Vinsælir bakarar  Íslenskt bakarí í Flórída, dótt- urfyrirtæki Reynis bakara, er í fjórða sæti á lista yfir bestu bakarí sambandsríkisins. Þrír Íslendingar baka þar brauð fyrir Flórídabúa á hverjum morgni og sælkerakokk- urinn Hjörvar Már Örvarsson stjórnar þróunarvinnu við upp- skriftir bakarísins. » 2 Misheppileg lén  Á Netinu eru nokkur lén sem eru frumleg en önnur eru misvísandi eða þannig að hægt er að lesa þau öðru- vísi en eigendur lénanna ætluðust til í upphafi. » 4 Fjórða tilraunaborunin  Boranir eru hafnar við Þeista- reyki í fjórða sinn til að kanna mögu- leika á nýtingu jarðhitans þar til raf- orkuframleiðslu. » 6 Flykkjast í fjallaferðir  Mikil aðsókn hefur verið í skipu- lagðar ferðir Útivistar og Ferða- félags Íslands í sumar og hefur hún aukist stöðugt ár frá ári. Flestir þeirra sem sækja í ferðirnar eru Ís- lendingar. » 4 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Raunasögur rifj. upp Staksteinar: Vandamál BBC Forystugrein: Verðkannanir UMRÆÐAN» Atvinnuleysi minnkar um 7% Laun hækka og kaupmáttur eykst Atvinnuþátttaka eykst Óbreyttur fjöldi vinnustunda Ofnæmi, sjálfsofnæmi Lífsvon vill umboðsmann sjúklinga Eldhætta í Hvalfjarðargöngum Betri byggð í Kópavogi ATVINNA» FÓLK» Lindsay Lohan gekk um á evuklæðunum. » 61 Arnar Eggert Thor- oddsen fjallar um skosku rokksveitina Runrig sem minnir um margt á Big Country. » 60 TÓNLIST» Alvöru keltarokk KVIKMYNDIR» Ekki er útlit fyrir kvik- mynd um Vinina. » 63 FÓLK» Það er nóg að gera hjá Ron Howard. » 59 Fjölmargir þekktir listamenn hafa glatt fólk með sumarstarfi sínu í Hinu húsinu, t.d. Benni Hemm Hemm. » 57 Listamenn sumarsins MENNING» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Harry Potter allur 2. Páll Óskar á frægri slúðursíðu 3. Biðin á enda 4. Húsbíll fylltist af gasi og sprakk „HEIMILI mitt er í ferðatösku,“ segir Bjarney Friðriksdóttir en hún starfaði í hálft þriðja ár á vegum íslensku friðargæslunnar í Kosovo. Var það starf hennar þar að styðja við ýmis verkefni, sem heimamenn höfðu sjálfir frumkvæði að, og hún ætlar ekki að láta staðar numið því að í haust fer hún til starfa á Sri Lanka. Bjarney segir í viðtali við Orra Pál Ormarsson, að ástandið í Kosovo sé ákaflega flókið og erfitt úrlausnar enda geti helstu þjóðarbrotin þar, Serbar og Albanar, aldrei setið á sárs höfði. Sambúðin dragi dám af því og samvinna milli þeirra sé lítil sem engin. Þar að auki sé mikil spill- ing í héraðinu og óskapleg mengun. Mikið sé um gamlar og úr sér gengn- ar verksmiðjur og raforkuver, sem valda mikilli mengun í lofti og jarð- vegi. Veldur það vandræðum í land- búnaði og exem, ofnæmi og kvillar í öndunarfærum eru algengir. Samt „er engin uppgjöf í fólki. Þvert á móti elja og baráttukraftur“. „Ég hef ekki átt fast heimili á Ís- landi í fjögur ár. Það fer ágætlega um mig í ferðatöskunni,“ segir Bjarney Friðriksdóttir. | 30 Heimilið í ferðatösku Bjarney Friðriksdóttir HEIMILDAMYNDIN Líf í limbó verður sýnd í ríkissjónvarpinu í næstu viku. Myndin fjallar um líf palestínskra flóttamanna í Líbanon en í aðalhlutverki eru börn og barna- börn flóttamanna sem komu til Líb- anons fyrir nærri sextíu árum og þekkja því ekkert annað heimili en flóttamannabúðirnar. Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstýrir myndinni ásamt Ericu Jong, sem er af gyð- ingaættum, og Tinu Nacacche frá Líberíu. Myndin var í áratug í vinnslu þar sem leikstýrurnar þrjár fylgdu eftir fjórum flóttamanna- börnum og einum líbönskum dreng frá barnæsku til unglingsára. | 56 Líbanskt limbó UNGVERSKUR verkfræðingur, Tamás Horváth, er nýkominn til starfa á Suðureyri þar sem hann liðsinnir erlend- um sjóstanga- veiðimönnum. Þótt hann talaði ekki orð í ís- lensku var hann ekki fyrr lentur en honum var boðið að leika fuglahræðu í Galdrakarlinum frá Oz, sem leik- félagið á staðnum, Hallvarður Súg- andi, setti upp á hinni árlegu sælu- helgi á dögunum. „Ég er ekki með heila, bara hey,“ er eftirminnilegasta setning hans í hlutverki fuglahræðunnar en rull- una kveðst hann hafa þurft að læra eins og páfagaukur. Þá vakti lík- amleg fimi Tamásar í sýningunni ekki síður athygli en framsögnin. Rúnar Guðbrandsson leikstýrði sýningunni ásamt Birnu Hafstein. Hann segir að þau hafi strax séð leikara í Tamási, sem sjálfur segist afsaka framsögnina með því að per- sóna hans sé heilalaus. | 25 Lærði rull- una eins og páfagaukur Nýlentur á Suðureyri og „ekki með heila, bara hey“ Tamás Horváth Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ÓLAFUR Jóhann Ólafsson er einn sex smásagnahöfunda sem tilnefndir eru til írsku Frank O’Connor-smá- sagnaverðlaunanna, fyrir bókina Aldingarðinn. Áður hafði komið fram að Ólafur væri á meðal 34 höfunda sem áttu möguleika, en hann er nú kominn á hinn svokallaða stutta lista. Aðspurður segir Ólafur tilfinn- inguna góða. „Þetta er mjög skemmtilegt því þetta er ákveðinn stimpill eins og flestar svona viður- kenningar,“ segir hann og bætir við að þetta geti gert bókinni gott. „Þetta hjálpar náttúrlega alltaf, og sérstaklega með smásagnasafn. Það hefur verið mýta nokkuð lengi að það sé erfiðara að selja smásagnasöfn en skáldsögur og þetta hjálpar hvað það varðar.“ Ólafur segir að þessi verð- laun séu oft nefnd Bookerinn fyrir smásagnasöfn, en tvær dómnefndir velja bækurnar, önnur fyrir langa listann og hin fyrir þann stutta. Að- spurður segist hann lítið vera farinn að hugsa um sigur. „Ég er nú ekki beinlínis að velta því fyrir mér, ég var ekki einu sinni að velta því fyrir mér hvort ég kæmist þetta langt. Það er aldrei á vísan að róa með svona lagað og þegar ég renndi aug- um yfir þessa höfunda þá hvarflaði að mér að allir gætu unnið þetta, það væri alveg eins hægt að kasta upp krónu,“ segir Ólafur, sem vill þó ekki meina að möguleikar hans séu einn á móti sex. „Nei, nei, þeir eru miklu minni, ég myndi segja að þeir væru svona einn á móti hundrað,“ segir hann í léttum dúr. Verðlaunin verða veitt í Cork á Írlandi 23. september. Á meðal sex bestu Ólafur Jóhann Ólafsson er kominn í hóp sex rithöfunda sem eiga möguleika á hinum virtu Frank O’Connor-verðlaunum Virtur Ólafur Jóhann Ólafsson. Í HNOTSKURN » Ólafur Jóhann er fyrsti Ís-lendingurinn sem tilnefndur er til Frank O’Connor-verð- launanna. » Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami hlaut þau í fyrra. » Verðlaunaféð nemur 35.000evrum, sem er um þrjár millj- ónir íslenskra króna. ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.