Morgunblaðið - 09.08.2007, Side 4

Morgunblaðið - 09.08.2007, Side 4
                                             !   "      HÓPUR bænda og annarra landeig- enda í Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska rík- inu. Krefst hópurinn þess að úrskurð- ur umhverfisráðherra frá því í maí á þessu ári um áætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hring- vegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. Í úrskurðinum fólst að Vegagerðin þarf ekki að meta umhverfisáhrif þeirra veglína sem hópurinn lagði til en landeigendur telja að þær leiðir, sem Vegagerðin leggur til og verða metnar með tilliti til umhverfisáhrifa, séu ótækar. Segir í fréttatilkynningu frá hópnum að allir þeir veglínumögu- leikar sem Vegagerðin hyggist skoða muni hafa víðtæk áhrif á náttúru og umhverfi, á kostnað og skaða hags- muni stefnenda. Fyrirhuguð veg- stæði muni m.a. skerða eignarlönd og rýra möguleika til landnýtingar, valda spjöllum á ræktarlandi, raska rannsókna- og tilraunalandi í skóg- fræði, stefna kartöflurækt í hættu og spilla beitilöndum, allt eftir því hvaða veglína verði fyrir valinu. Tvær leið- anna muni hafa í för með sér stórkost- leg umhverfis- og náttúruspjöll á ósnortnu landi stefnenda. Nýr vegur í samræmi við einhverja þeirra leiða sem Vegagerðin leggi til muni bein- línis standa atvinnurekstri, búskap og byggð í Nesjum fyrir þrifum og hafa óafturkræf umhverfisáhrif. Standi úrskurðurinn koma til- lögur hópsins ekki til greina Lagði hópurinn því til tvær nýjar leiðir sem uppfylltu markmið nýs veg- ar en án fyrrnefndra ókosta. Hafnaði Vegagerðin því að meta þær leiðir sem lagðar voru til af landeigendum en Skipulagsstofnun lagði fyrir Vega- gerðina að meta þær. Kærði Vega- gerðin þá ákvörðun til ráðuneytisins sem úrskurðaði að þeir kostir sem stefnendur legðu til yrðu ekki metnir. Segir í tilkynningu frá landeigendum að standi úrskurðurinn, leiði það til þess að tillögur landeigenda muni ekki koma til álita þegar endanleg ákvörðun um vegstæði verði tekin. Deila um vegstæði í Hornafirði 4 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson STRAUMURINN liggur um þessar mundir norður á Dalvík þar sem Fiskidagurinn mikli verður haldinn næsta laugardag. Slegið hefur ver- ið upp viðburðavikunni Húllumhæ á Norðurlandi þar sem ýmislegt verður á dagskrá á Eyjafjarð- arsvæðinu. Á bænum Krossum sem er ná- lægt Árskógssandi var opnuð þrautabraut fyrir börn, með stökk- dýnu. Boðið er upp á kaffi og kökur fyrir gesti og gangandi auk þess sem opið er í lítinn dýragarð. Þar geta áhugasamir skoðað ýmis hús- dýr: t.d. refi, minka, kanínur, folöld og hesta, landnámshænur, fashana, svín, geitur og nokkuð stygga kett- linga. Húllumhæ á Norður- landi Opið hús í Dýragarðinum á Krossum „STUTTA svarið er einfaldlega að við önn- um ekki eftirspurn- inni,“ segir Guð- mundur. Í kringum 1.600 hjartaþræðingar voru framkvæmdar í fyrra en í ár stefnir fjöldinn í 1.800 eða að meðaltali fimm á dag. Í ársbyrjun 2004 var biðlistinn stuttur en mikill niðurskurður það árið tók sinn toll og í lok ársins var fjöldi sjúklinga á bið- lista orðinn tvö hundr- uð. Að sögn Guð- mundar má skýringar helst finna í tækjakosti og fjölda rúma á legudeildum. Hjartaþræðingartækin samnýtt Hjartaþræðingartækin tvö sem hjartadeild LSH hefur yfir að ráða eru einnig nýtt í aðrar aðgerðir, t.d. í gangráðsísetningar og brennsluað- gerðir við hjartsláttartruflunum. Útboð er hafið á þriðja tækinu sem vonast er til að verði komið í notkun fyrri hluta næsta árs. Guðmundur vonar að með tækinu komi nokkur gæslurúm til viðbótar, því án þeirra verði ekki hægt að nýta tækið til fulls. Þá þurfi að halda öll- um rúmum opnum til að hámarka afköstin. „Ef fráflæðið truflast, til dæmis ef við komum ekki öldruðum sjúk- lingum á öldrunardeild eða í endurhæfingu eða ef skurðdeildirnar anna ekki sjúkling- unum sem þurfa hjartaaðgerð, þá trufl- ar það afkastagetuna okkar,“ segir Guð- mundur en hann segir deildirnar háðar hver annarri og álag á einni deild hafi mikil áhrif á starfsemi annarra deilda. Meiri þörf fyrir þræðingu Hvað auknu eftirspurnina varðar segir Guðmundur hana stafa af því að öldruðum á Íslandi hafi fjölgað og þörf þeirra fyrir þessa þjónustu því aukist. „Fyrir 15-20 árum var gert mun minna af hjartaþræð- ingum og öðru slíku fyrir gamalt fólk með hjartasjúkdóma. Núna er þessu fólki veitt meiri þjónustu.“ Þá hafa verið tekin í gagnið ný tæki sem eiga hægara með að greina kransæðasjúkdóma á byrj- unarstigum. Árið 2006 var meðalbiðtíminn eft- ir hjartaþræðingu 1,7 mánuðir en var kominn í rúmlega tvo mánuði í byrjun þessa árs. Sumir sjúkling- anna þurfa að bíða í allt að 6-7 mán- uði. „Þetta finnst okkur óásætt- anlegt og okkar markmið er að enginn bíði lengur en tvo mánuði.“ Bráðatilvik hljóta þó forgang og er þeim sinnt nánast jafnóðum, hve- nær sem er sólarhringsins. Tekið var upp á þeirri þjónustu fyrir nokkrum árum og segir Guð- mundur árangurinn afar góðan. „Dánar- og fylgikvillatíðnin hefur hrapað hjá okkur og við erum mjög ánægð með þjónustuna. Síðan er alltaf verið að vinna í biðlistanum þannig að þeim er forgangsraðað sem eru veikastir og liggur mest á.“ Guðmundur segir stuðning heil- brigðisráðuneytisins nauðsynlegan þar sem starfsemin sé háð rekstr- arumhverfi spítalans sem rekinn er með miklu aðhaldi. „Það hefur ekk- ert verið afgangs í rými eða mannafla og það snýr beint að hjartadeildinni og vinnuumhverfi hennar. Hún getur ekki verið ósnortin af annarri starfsemi spít- alans og því er mjög mikilvægt að ráðuneyti heilbrigðis og fjármála viðurkenni mikla þörf spítalans.“ „Okkar akkillesarhæll er að við önnum ekki eftirspurn nógu ört“ Morgunblaðið/Kristinn Aukin eftirspurn Gert er ráð fyrir 1.800 hjartaþræðingum á LSH í ár en í fyrra töldu þær 1.600. Um tvö hundruð manns eru á biðlista eftir aðgerð. Langur biðlisti eftir hjartaþræðingu hefur verið í umræðunni síðustu daga. Um 200 manns bíða að- gerðar – sumir hverjir síðan í janúar. Ylfa Kristín K. Árnadóttir leitaði skýringa hjá Guðmundi Þor- geirssyni, sviðsstjóra lækninga á lyflækningasviði. ylfa@mbl.is Guðmundur Þorgeirsson FLUGVÉLIN sem hlekktist á í flug- taki í Nýjadal á Sprengisandsleið í fyrrakvöld er enn í Nýjadal. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli er ekki enn ljóst hvort reynt verður að gera við flugvélina á staðnum eða hún flutt til byggða til viðgerðar. Flugvélin er skráð í Bandaríkjun- um og flugu henni tveir breskir flug- menn. Með þeim í vélinni voru tveir ástralskir farþegar. Það vakti at- hygli að auðkennismerki flugvélar- innar voru hulin með málningu eftir óhappið. Að sögn lögreglunnar var gefin sú skýring að mennirnir hefðu hulið skráningarmerkin til að koma í veg fyrir að þau sæjust á myndum á Netinu. Flugvélinni var lent á flugvellinum í Nýjadal og síðan ekið eftir veginum að skálanum. Þegar fara átti á loft ákváðu flugmennirnir að fara bara beint af augum, langt utan flug- brautarinnar. Þar var jarðvegurinn gljúpur og fór flugvélin yfir tvö drög í flugtaksbruninu. Þar skall vélin niður og skemmdist hjólabúnaður- inn töluvert og skrúfan einnig. Vildu ekki þekkjast á Netinu Ljósmynd/Kjartan P. Sigurðsson Ómerkt? Spreyjað var yfir ein- kennisstafi flugvélarinnar. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjaness um að maður sem býr í húsi á landspildu á Vatnsendabletti verði borinn út. Leigusamningur mannsins rann út á síðasta ári en um var að ræða samn- ing til fimmtíu ára. Landeigandinn sagði upp leigu- samningnum árið 2001 og var mann- inum gert að rýma spilduna eigi síð- ar en 15. nóvember 2002 – og var það samkvæmt ákvæðum leigusamn- ingsins. Leigutakinn freistaði þess að fá uppsögnina ógilta með málsókn en kröfu hans var hafnað árið 2004. Í úrskurði héraðsdóms frá 26. júní sl. kemur m.a. fram að krafa landeig- andans um að maðurinn verði borinn út af landspildunni hafi verið sett fram með hefðbundnum hætti og lagaleg skilyrði hafi verið uppfyllt. Það staðfesti Hæstiréttur. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Fallist á kröfu land- eiganda Borinn út úr húsnæði á Vatnsendabletti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.