Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 21
Fréttir
í tölvupósti
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 21
greiðsluunglingarnir,
og margfalda þá tölu
svo með 15 sem bætist
á reikninginn. Af
hverju þarf Víkverji að
borga fyrir hundó-
merkilega plastpoka
með auglýsingu versl-
unarinnar á?
Hvers vegna kosta
pokar á Íslandi en í
engu öðru landi. Nú er
sagt að þessir aurar
renni til landgræðslu,
en væri ekki nær að
fyrirtækin, sem eiga
allar þessar verslanir,
leggi til hluta af gróða
sínum í landgræðslu?
Ekki nóg með að matur sé hér
heimsins dýrastur og gangar lág-
vöruverslananna flestra þeir
þrengstu í heimi, heldur þarf einnig
að rukka fyrir plastið sem þessi lúx-
usvarningur (þ.e. matur) er borinn
heim í. Víkverja var öllum lokið um
daginn er hann sótti Bónus á Sel-
tjarnarnesi heim. Þó þar sé heimsins
almennilegasta afgreiðslukona, sem
brosir eyrna á milli og býður hressi-
lega góðan dag, þá dugði það ekki til
að bjarga verslunarferðinni frá súr-
um endi. Víkverji var nefnilega
rukkaður fyrir gráan plastpoka af
rúllu, alls ómerktan og heldur efn-
islítinn, líkt og hann væri litprent-
aður lúxusplastpoki frá grísnum
góða. Ekki er öll vitleysan eins.
Þá er hér að lokum sneið frá Vík-
verja til Sam-bíóanna. Hvers vegna
hækka bíóin miðaverð þegar sýnt er
með stafrænni sýningarvél? Nú
kostar miðinn 950 krónur og enn er
salurinn jafn Coke-klístraður og áð-
ur.
Málið er að Víkverji getur ekki
valið að sjá myndina með rispum og
kuski á gamaldags hátt og sparað
örlítið. Skyldi miðaverð hækka með
nýjum poppvélum næst?
Víkverji verðurgjarnan pirraður í
matvöruverslunum og
þá sérstaklega ef þær
eru þannig úr garði
gerðar að tvær kerrur
geta varla mæst á
gangi.
En Víkverji kýs þó
lágvöruverslanir, þó
svo Íslendingum þyki
ekki skemmtilegast að
versla þar (hefur það
verið vísindalega kann-
að hvar Íslendingum
þykir skemmtilegast
að versla?).
Til að spara sér
mörg þúsund krónur í
hverri innkaupaferð leggur Víkverji
á sig leiðindin. Eitt hefur Víkverji
aldrei skilið þegar kemur að af-
greiðslukassa matvöruverslana, en
það er pokarukkunin. „Hvað ertu
með marga poka?“ spyrja af-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Ég var svo heppinn að fá dagbók frá
bankanum mínum í byrjun ársins.
Þar getur maður víst við hátíðleg og
sjaldgæf tilefni skrifað eitthvað
merkilegt sem á dagana hefur drifið.
Í minni dagbók er meira að segja
hægt að lesa vikuleg gullkorn frá ein-
hverjum snillingnum.
Yfirleitt hafa þetta verið hnyttin,
brosleg, kímin og jafnvel – jafnvel –
fyndin ummæli. Nema núna í þessari
viku. Þá voru þau bara illkvittnisleg.
„Blaðamaður hefur engar hug-
myndir – og hæfileikann til að koma
þeim á framfæri.“
Þessi hughreystandi orð birtust mér
síðastliðinn mánudag. Þau eru eign-
uð austurríska háðfuglinum Karl
Kraus, sem sjálfur var blaðamaður
og vissi því sínu viti.
Orðin sátu í mér, nú á hátindi gúr-
kutíðarinnar, rétt fyrir holskeflu
haustmánaðanna. Allt þar til mér var
bent á það að nú eigi að fara að safna
undirskriftum þar sem skorað er á
meirihluta bæjarstjórnarinnar á Ak-
ureyri að segja af sér vegna tjald-
stæðanna um síðustu helgi. Þá small
allt saman.
Ég nefnilega hef ekki hugmynd um
hvað er að gerast. Hef ekki hugmynd
um í hvers konar klessu málið er eig-
inlega komið. Hef örlitla hugmynd
um hvers vegna málið fór eins og það
fór. Það skiptir hins vegar litlu máli.
Enda er ég nú einu sinni blaðamaður.
En jæja. Ég verð samt að segja að nú
þurfa menn að slíðra sverð og fara að
tala saman. Það vantar ekki fleiri
upphlaup í bænum þar sem Lúk-
asarmálið fór af stað.
Gestir Einnar með öllu fengu að
lýsa sinni skoðun á viðmiðunum og
bauluðu eftirminnilega á hana á loka-
kvöldi hátíðarinnar. Það var eitt inn-
legg. Vinir Akureyrar hafa líka lýst
sinni skoðun á málinu með skýrum
hætti.
Það má samt ekki gleyma því að fjöl-
margir voru ánægðir með versl-
unarmannahelgina. Það var minna
rusl í miðbænum. Það voru færri
slagsmál. Herbragðið um rólega
verslunarmannahelgi gekk upp.
Verður ekki að taka það með í reikn-
inginn?
Fyrir utan þennan eina bæjarlífs-
punkt, er nú mest allt fjörið á næst-
unni bundið við Húllumhævikuna. Til
dæmis fjórar opnanir á Safnasafninu
á laugardaginn, auk fastra liða á Dal-
vík og við Hrafnagil.
Já, og svo er Akureyrarvaka víst á
næsta leiti ...
AKUREYRI
Hjálmar Stefán Brynjólfsson
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Ein með öllu Hvort ætli hátíðin
hafi heppnast vel eða ekki?
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Orlando Vacation
Home Sales
If you or someone you know is interested
in buying a home in Florida, we can help.
Meredith Mahn and Thorhallur Gudjonsson of Gardatorg
have teamed up to bring you the best service,
both in Iceland and in Orlando
at NO cost to you.
For more information call 896-8232 or visit us at:
www.LIVINFL.com
Domus Pro Real Estate Maitland Florida
32751 (321) 438-5566
www.stilling.is // stilling@stilling.is
sýnum stillingu í umferðinni
uð á eyjunni með góðum árangri.
Saltsuðan hófst á Læsø á miðöld-
um og var fyrsti iðnaður Dana.
Grunnvatnið á suðurodda Læsø er
mjög salt (10-15%) og það er hráefn-
ið í saltgerðina.
Saltsuðukofarnir hafa nú verið
endurbyggðir í upprunalegri mynd
með stórum opnum pönnum þar sem
saltið er soðið samkvæmt eldgöml-
um kúnstarinnar reglum. Ferða-
menn á öllum aldri geta fylgst með
framleiðsluferlinu og fengið að
heyra söguna í leiðinni frá ein-
hverjum aðstandenda saltsuðunnar.
Safn og verslun þar sem hægt er að
kaupa salt og fylgihluti þess, ásamt
snyrtivörum unnum úr saltinu, eru
einnig á staðnum.
Eftir stoppið í saltsuðunni og
kakótíma fyrir ferðalangana var
haldið af stað á hjólunum síðasta
legginn aftur heim á farfuglaheimili.
Valin var leið meðfram ströndinni og
ekki komust allir torfæruleiðina þar
sem hjólað var í fjörunni vestast á
eyjunni, rétt áður en áfangastaðnum
Vesterø var náð að kvöldi. En það
var ævintýri sem gleymist ekki í
bráð, sérstaklega ekki þeim 9-12 ára
sem tóku þátt í því. Þá var gott að
vera með aukaskó og föt innan seil-
ingar. Ströndina við Læsø nota ann-
ars fleiri til sól- og sjóbaða, fæstir
láta sér detta í hug að hjóla þar.
Hjólaleiðin í kringum Læsø er um
55 km og er góð dagleið með stopp-
um á þessum helstu stöðum. Frekar
má kannski mæla með því að hjóla
hringinn á lengri tíma til að njóta
þess að skoða áhugaverða staði á
leiðinni. Eða bara hægja aðeins á
taktinum og njóta þess að stoppa
oftar t.d. til að kaupa lífrænt græn-
meti, hunang og egg frá bændum
sem leggja varning sinn í þar til
gerða sjálfsafgreiðslukassa úti í veg-
arkanti. Sælkeravara er á hverju
strái í Læsø og með sumarhús við
ströndina er hægt að lifa ljúfu lífi.
Ýmis ævintýri á leiðinni Kort yfir hjólaslóðir á Læsø er hægt að fá lánuð á
bæði hjólaleigum og gististöðum á eyjunni.
www.laesoe.dk (ýmsar upplýs-
ingar um eyjuna, gistingu,
veitingastaði o.fl.)
www.sydesalt.dk (saltverk-
smiðjan)
www.laesoe-line.dk (ferjan frá Fre-
drikshavn)
www.jarvis-laesoe.dk (hjólaleiga)
Læsø er í Kattegat, eins og hálfs
tíma ferjuferð frá Fredrikshavn á
Jótlandi. Ef bíll er ekki með í för til
Læsø, þarf ekki að panta pláss í
ferjunni heldur nægir að kaupa
miða á staðnum. Læsø hentar afar
vel til hjólreiða og nóg er af hjólum
og hjólaleigum á eyjunni.