Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 214. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is MÁLIN Á HREINU SAUMAR KLÆÐIN Á SPAUGSTOFUMENN OG AÐRA UGLUSPEGLA Í SJÓNVARPINU >> 18 ÍGILDI ANDÓFS EÐA ÓMERKILEGT KROT? GRAFFITÍ AF LISTUM >> 15 FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is GIN- og klaufaveiki hefur fundist á þremur kúabúum í Bretlandi en aðeins sex ár eru síðan þarlendir bændur urðu fyrir miklum búsifjum af völdum veikinnar. Hún hefur aldrei fundist á Íslandi. Gin- og klaufaveiki er bráðsmit- andi veirusjúkdómur sem herjar að- allega á nautgripi, kindur, svín, geit- ur og villt klaufdýr, t.d. hreindýr. Þar sem veikin kemur upp drepast að meðaltali um 5% búfjárins en dæmi eru um mun hærri dánartölu. Smit berst helst með lifandi dýrum og dýraafurðum, hráu kjöti og mjólk. Þá getur fólk borið smit á milli, til dæmis með skófatnaði. Menn hafa sýkst af gin- og klaufa- veiki en það er sjaldgæft og hún ger- ir þeim sem sýkjast lítið mein. Vorið og sumarið 2001 geisaði gin- og klaufaveiki í Bretlandi og greind- ist hún þá í 2.000 tilvikum á býlum um allt Bretland. Slátra þurfti sjö milljónum nautgripa og sauðfjár áð- ur en tókst að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins og var tjónið talið nema átta milljörðum punda. Íslensk yfirvöld brugðust þá við með því meðal annars, að ferðamenn voru látnir stíga á sérstakar sótt- hreinsimottur við komuna til lands- ins og ökutæki sem komu með ferj- unni Norrænu voru hreinsuð sérstaklega. Þá var venju fremur reynt að hindra smygl á matvælum inn í landið og upplýsa ferðafólk um smithættuna. Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir segir að gripið verði til svipaðra aðgerða nú ef sjúkdómurinn breiðist út. Landbúnaðarráðuneytið og land- búnaðarstofnun fylgist náið með fréttum og fái tilkynningar um allar aðgerðir sem gripið er til og mælt er með gegn sjúkdómnum. Hann bend- ir á að innflutningi á dýrum og af- urðum sé þegar stýrt af yfirvöldum hér á landi og því ekki þörf á sér- stökum aðgerðum í þá átt. Reuters Á beit Gin- og klaufaveiki ógnar búfénaði á Bretlandseyjum á ný. Breskur búfénað– ur í hættu Gin- og klaufa- veiki greinist á ný ÓSKILAMUNIR þjóðhátíðargesta fylltu geymslu lögreglunnar í Vest- mannaeyjum eftir verslunarmanna- helgi. Þurfti tvo pallbíla til að koma þeim á lögreglustöðina, m.a. við- legubúnaði, fatnaði, farsímum og myndavélum. Í gær var búið að sækja eða senda megnið af dótinu en enn var eitthvað eftir, m.a. farsímar. Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Þöglir „þjóðhátíðargestir“ í óskilum Í ÚKRAÍNU er búsettur 37 ára gamall maður sem er enn hávaxnari en hinn kínverski Bao Xishun, sem sæmdur var titlinum hávaxnasti maður í heimi árið 2005. Xishun er 2,36 m á hæð en hinn nýi heimsmethafi, Leonid Stadnyk, mælist 2,58 m og er því 22 cm hærri en Xishun. Stadnyk hefur áður fullyrt að hann sé hæsti maður í heimi en hefur harðneitað að láta mæla hæð sína þar til nú. Stadnyk er menntaður dýralæknir en neyddist til að hætta störfum fyrir sex árum. Ástæðan var sú að hann hafði ekki efni á skóm og fékk því frostbit. Erfitt er fyrir hann að finna skó enda notar hann skóstærð nr. 64. Stadnyk býr nú hjá móður sinni í Podoly- antsí og sér þar um búskapinn og ræktar grænmeti. Viktor Yushchenko, for- seti Úkraínu, óskaði Stadnyk til hamingju með heimsmetið. Hæsti maður heims nú 22 cm hærri FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur upplýst að þremur brotum á flöggunarskyldu í Kauphöll Íslands, sem kærð voru til ríkislögreglustjóra (RLR), hafi verið lokið með sektar- gerðum þar sem hverjum aðila var gert að greiða 200.000 krónur. Ekki var gefin út ákæra í málun- um og birtir FME ekki nöfn aðila. Brot á flöggunarskyldu er þegar aðilar tengdir inn í félag tilkynna ekki samdægurs um breytingar á eignarhaldi í því. Sá fyrsti dró í tvær vikur að tilkynna flöggun, annar í þrjár vikur og sá þriðji um dag. Hann hafði áður fengið athugasemd- ir vegna tveggja brota. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sagði hlutverk hennar að skýra Fjármálaeftirlitinu frá brotum. „Þetta er lögbrot og það er fyrst og fremst á valdi þeirra að taka ákvörðun um hvort mál eru send lengra.“ | Viðskipti Þrjú brot á flöggun- arskyldu Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is SÖKUM tækjaskorts og ónógs fjölda rúma á legudeildum hefur erfiðlega gengið að stytta biðlista eftir hjarta- þræðingum á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Þá hefur eftirspurnin eft- ir slíkum aðgerðum aukist síðastliðin ár, m.a. vegna stækkandi hóps eldri borgara sem þurfa á aðgerðinni að halda. Að sögn Guðmundar Þorgeirsson- ar, sviðsstjóra lyflækningadeildar I, er vonast til að nýtt hjartaþræðing- artæki verði tekið í notkun fyrri hluta næsta árs samhliða þeim tveim sem fyrir eru, en útboð fyrir tækið, sem kostar um 120 millj., er þegar hafið. Það er mat Guðmundar að með nýju tæki sé nauðsynlegt að bæta við fleiri gæslurúmum svo tækið nýtist til fulls. Guðmundur segir nauðsynlegt að halda rúmum hjartadeildar opnum og tryggja stöðugt flæði en vegna mann- eklu takist það ekki alltaf. Óviðunandi bið Hann telur að bæta þurfi bæði sér- hæfðum hjartalækni og starfsfólki á deildina en vegna mikils aðhalds í rekstri spítalans hefur lítið fjármagn verið afgangs í mannafla. Þetta sé nokkuð sem bæði heilbrigðis- og fjár- málaráðuneytið verði að athuga. Um tvö hundruð manns eru nú á biðlista eftir hjartaþræðingu og hefur fjöldinn verið á því bili undanfarin þrjú ár en í byrjun ársins 2004 var listinn í lágmarki. Það ár var hins veg- ar mikill niðurskurður og því snar- fjölgaði þeim sem biðu aðgerðarinnar og náði fjöldinn tvö hundruð manns undir lok ársins og hefur haldist svo til stöðugur síðan. Í janúar var meðalbiðtími rúmir tveir mánuðir en dæmi eru um að sjúklingar bíði í 6-7 mánuði og segir Guðmundur það óviðunandi.  Okkar Akkillesarhæll | 4 Tæki vantar til að vinna á biðlistum á hjartadeildinni Í HNOTSKURN »Um tvö hundruð mannsbíða þræðingar og eru dæmi þess að fólk hafi beðið síðan í janúar. »Helstu ástæður þessalanga biðtíma eru skortur á tækjum og legurúmum. »Tvö hjartaþræðingartækieru til staðar á LSH en þau eru líka nýtt til annarra að- gerða. Von er á þriðja tækinu á næsta ári en slíkt kostar um 120 milljónir. Fjölga þarf rúmum samhliða afhendingu nýs hjartaþræðingartækis á næsta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.