Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 30. júlí sl. horfði ég og hlustaði á samtal í Kastljósi. Þar áttust við Ágúst Ólafur Ágústs- son, varaformaður Samfylkingarinnar og Hörður Svav- arsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ. Það er skemmst frá því að segja að ég trúði vart eigin eyr- um þegar Ágúst hafði orðið! Hvar hefur þessi blessaði maður alið manninn? Það sorglega við þetta var að í frétta- tímanum á undan Kastljósi var einmitt sagt frá gríðarlegum áfengisvanda Finna; að þeir hefðu lækkað áfengisgjaldið fyrir 3 árum en ekki haft er- indi sem erfiði því það hefði snúist upp í andhverfu sína og drykkja aukist til muna. Í Morgunblaðinu mátti síðan lesa að ofdrykkja er aðaldán- arorsök í Finnlandi. En Ágúst Ólafur hefur tröllatrú á að ef við lækkum áfeng- iskaupaaldurinn, leyfum sölu á bjór og léttvíni í matvöruversl- unum, lækkum verðið um tugi prósenta, þá verði vandinn þar með úr sögunni. Ágúst er líka undrandi og hneykslaður á hversu margir hafa farið í meðferð á Íslandi. Hann virðist ekki vita hversu lánsöm við erum að hafa svo greiðan aðgang að frábærum meðferðarúrræðum. Ég er efins um að nokkurt annað land bjóði upp á betri þjónustu. Hvar annars staðar getur fólk annaðhvort tekið upp símann eða labbað inn á Vog eða Landspítala og bók- staflega sjúkdóms- greint sig sjálft og óskað eftir meðferð? Ég er ein af þess- um lánsömu að hafa átt kost á úrlausn á mínum áfengisvanda með hjálp frábærra lækna og ráðgjafa. Mig langar líka til að vita að ef það er svona nauðsynlegt að auðvelda aðgengi að áfengi svo takast megi á við vandann. Hvers vegna var þá gripið til þess að læsa tóbak inn í skápum og skúffum og gera viðamiklar ráðstaf- anir til að koma því úr augsýn almenn- ings? Eru þær forvarnir algjörlega unnar til einskis? Hvað segja kannanir um það? Að lokum vil ég lýsa yfir aðdáun minni á Herði Svavarssyni að hafa haldið það út að hlusta á svo aumkunarverðan málflutning sem varaformaðurinn viðhafði. Í alvöru talað? Auður Þorgeirsdóttir trúði vart eigin eyrum þegar Ágúst Ólaf- ur hafði orðið í Kastljósinu Auður Þorgeirsdóttir » Ágúst Ólafurhefur trölla- trú á að ef við lækkum áfeng- iskaupaald- urinn, leyfum sölu á bjór og léttvíni í mat- vöruverslunum og lækkum verðið þá verði vandinn úr sög- unni. Höfundur er formaður FÍFV (Félag íslenskra forvarna- og vímuefnaráð- gjafa). VERSLUNARMANNAHELG- IN er liðin hjá, ein mesta ferða- og gleðihelgi ársins allt frá því að elstu menn muna. Nú virðist eins og breyting sé að verða á, enda ekki undarlegt, þar sem flestar helgar sumarsins eru að verða „verslunarmanna- helgar“ með tilheyr- andi uppákomum hér og þar um landið. Á undanförnum árum hefur verið blásið til veislu á Akureyri um verslunarmannahelg- ina, sem bæjarbúar hafa almennt ekki verið sáttir við. Fyrir ári síðan var ein slík og að henni lokinni skrifaði ég í Morg- unblaðið: „Margir Akureyr- ingar þorðu ekki að heiman um verslunarmannahelg- ina, þar sem „Vinir Akureyrar“ höfðu blásið til enn einnar hátíð- arinnar. Til þess nýttu þeir meðal annars skattpeninga bæjarbúa. Árangurinn var sá, að til bæjarins komu 18.000 manns, að því er tals- menn hátíðarinnar töldu. Það þýð- ir, að íbúatala bæjarins hefur tvö- faldast þessa helgi. Það er ábyrgðarhluti að efna til slíkrar veislu, öryggi bæjarbúa og gesta þeirra er stefnt í hættu.“ Síðar í grein minni sagði: „Við Akureyringar viljum taka vel á móti okkar gestum en þegar slíkur fjöldi kemur á einni helgi gengur það ekki upp. Hver grastó á tjaldsvæðunum var nýtt, sund- laugin var yfirfull, það voru bið- raðir við alla veitingastaði, örtröð og jafnvel vöruþurrð í verslunum. Þær voru margar hverjar opnar fram undir morgun og þar voru látlaust „straujuð“ greiðslukort ungmennanna, hvernig svo sem ástand þeirra var.“ Þetta var skrifað fyrir ári, eftir slæma „sukkveislu“ á Akureyri. Á eftir var bærinn eins og eftir loft- árás. Kostnaður bæjarfélagsins og bæjarbúa var mikill, við hreinsun og lagfæringar en svonefndir „Vin- ir Akureyrar“ réðu sér ekki fyrir kæti; þeir höfðu grætt á tá og fingri. Sá gróði fór ekki í að hreinsa bæinn, svo mikið er víst. Nú kveður hins vegar við annan tón hjá „Vinum Akureyr- ar“. Stjórnendur bæj- arins eru vondir við okkur, sögðu tals- menn þeirra strax í upphafi hátíðar. - Þeir meina ungmennum landsins að koma á tjaldsvæði bæjarins, (til að skapa þar eitt allsherjarfyll- irí með tilheyrandi skrílslátum og sóðaskap). Þetta er dónaskapur við æsku Íslands, sögðu þeir brostinni röddu – og hefðu allt eins getað bætt við: - Nú náum við ekki í krónurnar úr pyngju þeirra lengur! Þeir sem fylgst hafa með frétt- um í sumar, hafa heyrt af ófriði drukkinna ungmenna á tjald- stæðum hér og þar um landið. Krakkarnir virðast nota nútíma- boðtækni til að blása til fagnaða, sem í mörgum tilvikum hafa endað með skelfingu. Þetta varð til þess, að stjórnendur vinsælla tjald- svæða gripu til þess ráðs, að meina ungmennum aðgang, fyrst og fremst til að fjölskyldufólk gæti haft frið. Þetta hefur í flestum til- vikum dugað og sem betur fer gripu stjórnendur Akureyrarbæjar til þess sama. Ég óska Sigrúnu Björk Jakobsdóttur og hennar fólki í bæjarstjórninni til hamingu með það framtak. Það heppnaðist fullkomlega. Það leit að vísu ekki vel út á meðan norðangarrinn blés en um leið og sólin lét sjá sig fyllt- ist bærinn af fólki. Allir skemmtu sér vel og það sást varla kusk á sparifötum bæjarins eftir helgina. Ég tel næsta víst, að meirihluti bæjarbúa sé ánægður með hvernig til tókst. Tjaldsvæðin voru full af fjölskyldufólki, sem naut dvalar- innar og fékk þá þjónustu, sem við Akureyringar viljum veita. Að vísu er talið, að gestirnir hafi verið helmingi færri í ár en í fyrra, eða um 8- 9 þúsund manns. Það er al- veg nóg fyrir 17 þúsund manna samfélag. Samt sem áður halda „Vinir Akureyrar“ áfram að berja lóminn, með dyggri aðstoð frétta- manna, sem dettur ekki í hug að leita uppi „ánægða“ bæjarbúa. Það er vissulega gaman að fá góða gesti í bæinn, þeir kaupa sitt lítið af hverju og skapa veltu í bæjarfélaginu, sem skapar fyrir- tækjum betri afkomu og þá vænt- anlega starfsmönnum þeirra betri laun. Ég veit allt um þetta en öll slík starfsemi þarf að vera innan velsæmismarka. Það er enginn sómi að því fyrir verslanir bæjar- ins, að hafa opið allan sólarhring- inn og strauja viðskiptakort mis- drukkinna unglinga, þar til þau eru rauð glóandi. Það jafngildir þjófnaði í mínum augum. Nú hafa „Vinir Akureyrar“ hót- að að hætta skemmtanahaldi um verslunarmannahelgar framtíð- arinnar. Það verður bara að hafa það, ef þessir menn eru ekki til- búnir til að þróa þá stefnu sem mörkuð var um síðustu helgi. Aðr- ir hlaupa eflaust í skarðið. Þeir geta þá ef til vill fengið að líta í reikningshald „Vina Akureyar“. Hvernig er þessi rekstur fjár- magnaður? Hvað og hverjum er borgað? Ekki er borgað fyrir hreinsun bæjarins, svo mikið er víst. Hvað hefur t.d. Bragi Bergmann og hans fyrirtæki fengið fyrir sinn snúð? Eru svonefndir „Vinir Akur- eyrar“ tilbúnir að leggja spilin á borðið? Akureyringar; til hamingju með vel heppnaða hátíð um nýliðna helgi. Vonandi kvika stjórnendur bæjarins hvergi og tryggja að á Akureyri verði „fjölskylduvænar“ verslunarmannahelgar á komandi árum. „Ein með öllu“ Til hamingju Akureyringar með vel heppnaða hátíð segir Sverrir Leósson » Sem betur fer tókstað skapa fjölskyldu- stemmningu á Akureyri um nýafstaðna versl- unarmannahelgi, þökk sé stjórnendum bæjarins. Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður á Akureyri. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið MORGUNBLAÐIÐ er með í notk- un móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofar- lega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri há- markslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamleg- ast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttökukerfi aðsendra greinaMeistaramatur á Vefvarpi mbl.is Nýr þáttur á mbl.is þar sem lands- liðskokkarnir Bjarni og Ragnar matreiða humarfyllta nautalund og portobello-sveppi ásamt grilluðu grænmetis- og ávaxtasalsa. Þú sérð uppskriftirnar á Vefvarpi mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.