Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 20
ferðalög 20 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Skólar og námskeið Þann 17. ágúst fylgir Morgunblaðinu glæsilegt sérblað um skóla og námskeið. Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem er í boði fyrir þá sem stefna á frekara nám í haust. Meðal efnis er: • Endurmenntun • Símenntun • Tómstundarnámskeið • Háskólanám • Framhaldsskólanám • Tónlistarnám • Skólavörur Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 13. ágúst. ásamt fullt af öðru spennandi efni. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@gmail.com Níu manns og hundur lögðuaf stað frá heimilum sín-um í Gautaborg rigning-ardag einn í maí og tóku ferjuna til Fredrikshavn. Áfanga- staðurinn var Læsø, dönsk eyja í Kattegat. Allir hjóluðu klyfjaðir að heiman, með hjólatöskur fullar af sól- og skjólfatnaði, eldunargræjum, kakóbréfum og tómatsúpum, kort- um og spilum og fleiri nytsamlegum hlutum á ferðalagi. Eftir eins og hálfs tíma hjólaferð niður á höfn var ekki þurr þráður á neinum en fall er fararheill. Hundblautir ferðalangar þornuðu og fengu að borða í ferjunni og voru eftir það færir í flestan sjó. Í Fredrikshavn var þurrt og næsta ferja tók við. Til baka út á Kattegat og í höfn á Læsø, nánar tiltekið Ves- terø. Þrír þéttbýliskjarnar eru á Læsø: Vesterø, Østerby og Byrum, sá síð- astnefndi stærstur. Um 2.000 manns búa á Læsø en sá fjöldi eykst á sumrin þegar tjaldstæði og sum- arbústaðir fyllast. Margir skoða Læsø hjólandi og bílaumferð er al- mennt lítil. Eyjan hentar vel til hjól- reiða. Hún er flöt eins og Danmörk almennt, auk þess sem útsýni er gott því hún er ekki þakin skógi. Þar sem bílaumferð er lítil er óhætt að hjóla um bílbreiða vegina en einnig eru sérstakir hjólreiðastígar. Hjólakort er hægt að fá lánuð á hjólaleigum og gististöðum. Eftir að hafa komið sér fyrir á Danhostel-farfuglaheimilinu í Ves- terø, var lagt í ís- og verslunarleið- angur. Danskt brauð er himneskt fyrir Íslendinga sem hafa búið nokk- urn tíma í Svíþjóð þar sem allt annar smekkur ríkir fyrir brauði; það skal vera sætt. Eftir danskan kvöldverð, lagaðan í eldhúsi farfuglaheimilisins, voru allir til í langan hjólatúr daginn eftir. Stefnan var sett á Østerby þegar lagt var af stað morguninn eftir. Fimm krakkar á aldrinum sjö til tólf ára hjóluðu fram úr þeim fullorðnu eins og ekkert væri og vildu lítið stoppa. Hundurinn Hera hljóp ýmist samferða eða lá í hjólakerrunni. Hjólað var í gegnum Læsø Klit- plantage á norðurhluta eyjunnar þar sem uppgræðsla í sandinum á sér stað en stór hluti jarðvegs á eyjunni er sandur. Komið var til Østerby mátulega í hádegismat og í matinn urðu fyrir valinu ópillaðar rækjur frá fisksalanum við höfnina. Með brauði og sítrónu er þetta herra- mannsmatur, frábær kostur í svona ferð og góðu vorveðri. Saltsuða í upprunalegri mynd Eftir Østerby var haldið suður á bóginn í átt að „höfuðstaðnum“ Byr- um sem stendur á suðuroddanum. Einn áfangastaður í nágrenni Byr- um hefur sérstakt aðdráttarafl fyrir ferðamenn og ekki að ósekju en það er Læsø Saltsyderi eða saltsuðu- verksmiðjan. Saltsuðan á reyndar stóran þátt í því að Læsø varð skóg- laus á sautjándu öld, því allt til síð- ustu trjágreina var brennt til að halda saltframleiðslunni gangandi. Saltframleiðslan lagðist af um tíma og nauðsynleg skógrækt var stund- Hringinn í kringum Læsø Ljósmynd/Steingerður Ólafsdóttir Hjólað í fjörunni Margir skoða Læsø hjólandi og bílaumferð er almennt lít- il. Eyjan hentar vel til hjólreiða, enda flöt eins og Danmörk almennt. Læsø Saltsyderi Saltsuðuverksmiðjan dregur að margan ferðamanninn. Þorgeirs Ástvaldssonar. Gist verður utan bæjarmúra Todi á glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli, en Todi er fallegur miðaldabær sem frábær saga, listir og byggingaarfleifð gerir að afar vinsælum viðkomustað ferðamanna. Í ferðinni eru fallegir bæir heim- sóttir m.a. Assisi og höfuðborg hér- aðsins, Perugia og þá er sóttur heim bóndi nokkur sem kynnir ferðalöng- um stoltur uppskeru sína, ólífuolíu og ferska ávexti. Volgusigling í september Bjarmaland ferðaskrifstofa og fé- lagið MÍR (Menningartengsl Ísland og Rússlands) skipuleggja siglingu á skemmtiferðaskipi frá Moskvu, höf- uðborg Rússlands, til borgarinnar Astrakhan við Kaspíahaf dagana 10.-23. september. Siglt er á stór- fljótinu Volgu suður á bóginn og margir merkir staðir skoðaðir á leið- inni, s.s. Kazan, höfuðborg Tat- arstans (múslímalýðveldi í Rúss- neska sambandsríkinu); Simbírsk, áður Úljanovsk, þar sem Lenín fæddist, og síðast en ekki síst Vol- gograd, áður Stalíngrad. Á daginn eru skoðunarferðir í boði og á kvöldin menningardagskrá og skemmtan í skipinu. Sælkeraferð til Úmbríu með Þorgeiri Ástvaldssyni Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn bíður upp á sælkeraferð um Úmbríu á Ítalíu dagana 21.-28. ágúst í fylgd Reuters www.uu.is Upplýsingar um ferð Bjarmalands má nálgast hjá Hauki Haukssyni fararstjóra í síma 848 4429 eða á www.austur.com vítt og breitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.