Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Stefán Jónssonfæddist í Reykja-
vík 12. júní 1972.
Hann lést í Reykja-
vík 29. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Marta Bjarna-
dóttir, f. á Ísafirði
21.8. 1953 og Jón
Stefánsson, f. í
Reykjavík 7.11.
1951. Foreldrar
Mörtu eru Marta
Sveinbjarnardóttir,
f. á Ísafirði og Bjarni
S. Guðmundsson, f. í
Álftafirði N-Ísafjarðarsýslu. For-
eldrar Jóns eru Þorsteina Sigurð-
ardóttir, f. í Súðavík, N-Ísafjarðar-
sýslu og Stefán Jónsson, f. í Vest-
mannaeyjum. Þau Marta og Jón
slitu samvistum. Systur Stefáns
eru 1) Júlíana Rut, f. á Sauðár-
króki 25.6. 1977, gift Jónasi
Heiðari Birgissyni, börn þeirra:
Bjarni Kristinn; Stefanía Marta og
Birgir Örn. 2) Ásrún, f. á Sauðár-
króki 28.11. 1980, gift Chemon
Velazquez. Þau Marta og Jón slitu
samvistum. Stefán eignaðist síðar
hálfbróður, Ólaf Daða Jónsson, f.
9.9. 1991, móðir hans er Guðrún H.
Guðmundsdóttir.
Eiginmaður Mörtu er Sigur-
björn Ingi Sigurðsson, f. 29.7.
1952. Stjúpsystkin Stefáns eru: a)
Sigmundur Helgi, f. í Reykjavík
12.10. 1978, b) Hallveig, f. í
Reykjavík 28.11. 1979, í sambúð
með Baldvini Páli Rúnarssyni, son-
ur þeirra er Björn Ingi, og c) Linda
Lovísa, f. á Þingeyri 12.9. 1981, í
sambúð með Völundi Völundar-
syni, börn þeirra eru: Alexander
Vilberg og Signý María.
Stefán flutti til Sauðárkróks
með foreldrum sínum árið 1974 en
þar var faðir hans kennari og þar
ólst Stefán upp til 10
ára aldurs. Frá
Sauðárkróki flutti
fjölskyldan að Heið-
arskóla í Leirársveit
en þar kenndu þau
Marta og Jón bæði
um árabil. Eftir
veruna þar skildu
leiðir þeirra Mörtu
og Jóns. Stefán lauk
grunnskólaprófi frá
Borgarnesi og út-
skrifaðist sem stúd-
ent frá Mennta-
skólanum við
Hamrahlíð árið 1992.
Hann innritaðist í læknadeild
Háskóla Íslands þá um haustið,
náði þar lágmarkseinkunnum en
vegna takmörkunar á fjölda ný-
nema í deildinni fékk hann ekki
tækifæri til að halda áfram. Hann
innritaðist haustið 1993 til náms í
lífefnafræði og lauk því námi með
miklum sóma. Hann lauk meistara-
prófi í lífrænni efnafræði frá HÍ
árið 1998.
Stefán kvæntist 2.5. 1998 Ás-
laugu Högnadóttur, f. 23.12. 1973.
Þau héldu þá til Flórída þar sem
þau hófu bæði doktorsnám. Í
Bandaríkjunum fæddist þeim son-
ur, Týr Fáfnir, f. 14.8. 2002. Stefán
lauk doktorsprófi í ágúst 2004.
Eftir það fluttu þau heim til Ís-
lands. Leiðir þeirra Stefáns og Ás-
laugar skildu fyrr á þessu ári og
hafði hann nýverið hafið samband
við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur, f.
7.11. 1972.
Heimkominn frá námi hóf Stef-
án störf hjá Íslenskri erfðagrein-
ingu þar sem hann vann sem verk-
efnisstjóri.
Útför Stefáns verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
(Tómas Guðmundsson)
Elsku drengurinn minn.
Ég vil minnast þín nokkrum orð-
um þó mjög sé um tregt tungu að
hræra. Hvað ég var óendanlega stolt-
ur þegar þú fæddist, svona fríður og
fallegur frá fyrstu stundu og fljótlega
kom í ljós annað sem var enn betra,
meðfæddir mannkostir og óvenju
miklar gáfur sem þú fékkst í vega-
nesti. Þetta var allt svo undarlegt,
svo óendanlega blíður og góður frá
fyrstu stund, rólegur og íhugull og
aldrei man ég til þess að það þyrfti að
ávíta þig fyrir nokkurn hlut, hvað þá
skamma, það var eins og þú vissir allt
fyrirfram, þyrfti aðeins að minna þig
á. Allt kom einhvern veginn af sjálfu
sér. Man til dæmis hvað amma og afi
urðu hissa þegar tveggja og hálfs árs
barnið var að stauta sig fram úr fyr-
irsögnum á dagblaði. Stærðfræði var
þér leikur einn sem þú skemmtir þér
við, það þurfti ekkert að kenna þér,
þú lærðir allt sjálfur og lékst þér þess
á milli úti og inni eins og önnur börn,
því einhvern veginn tókstu upp á því
snemma að skipuleggja tíma þinn
sjálfur. Vil líka minnast vináttu ykk-
ar Bjarna frænda þíns, þar komu
tveir góðir spekingar saman og léku
sér og spjölluðu mikið og aldrei nokk-
urn tíma varð ykkur sundurorða þó
þið væruð saman öllum stundum um
árabil.
Snemma fékkstu áhuga á íþróttum,
varðst liðtækur í knattspyrnu, sundi
og valinn í landslið í borðtennis og að
auki góður skákmaður. Námsáhug-
inn hélst alltaf, næstum ekkert nema
níur og tíur á öllum prófum. Hvílíku
barni hef ég aldrei kynnst, hvorki
fyrr né síðar. Aldrei stærðir þú þig þó
af afrekum þínum og fyrtist hálfpart-
inn við ef þér var hælt, fannst ekkert
til um það þó þú værir dúx í mennta-
skóla og hlytir síðan doktorsnafnbót,
þetta mátti helst ekki nefna, hvað þá
að nota þessa nafnbót. Vona þú fyr-
irgefir mér, ég get ekki stillt mig – er
svo stoltur af að vera faðir þinn.
Og alltaf varstu sama ljúfmennið,
sami blíði góði drengurinn og litla
drengnum þínum, honum Tý litla
varstu afbragðsfaðir eins og í öllu
öðru sem þú tókst þér fyrir hendur.
Ég gæti haldið lengi áfram að skýra
frá afrekum þínum á ýmsum sviðum,
t.d. varstu orðinn ágætur kylfingur
hin seinni ár, en ég veit að þú myndir
ekki kæra þig um það, finnst líklega
löngu nóg komið, því sjálfumgleði var
alls fjarri þinni skapgerð, en við sem
þekktum þig munum þau og geymum
mynd þína í hjörtum okkar svo lengi
sem við lifum, svipinn góða, fasið ró-
lega og brosið fallega.
Sorg okkar ástvinanna er óendan-
lega mikil og ég bið allar góðar vættir
að styrkja okkur öll við að komast í
gegnum þetta él, þó að seingróið sár
verði eftir í sálum okkar, því að ekk-
ert él er svo dimmt að ekki birti upp
um síðir.
Veitk þat sjalfr,
at í syni mínum
vasa ills þegns
efni vaxit,
ef sá randviðr
röskvask næði,
uns Hergauts
hendr of tæki
(Sonatorrek)
Pabbi.
Daginn eftir sviplegt og hörmulegt
andlát míns kæra Stefáns bað maður
einn mig um að lýsa honum fyrir sér í
fáum orðum. Spurningin framkallaði
táraflóð en fyrstu orðin sem komu
upp í hugann voru einfaldlega: „Góð-
ur, greindur og fallegur – að innan og
utan.“ Stefán í hnotskurn. Ég hefði
hins vegar getað bætt við ótal orðum
sem lýstu skapgerð einstaks manns.
Heiðarlegur er eitt þeirra. Sanngirni,
réttsýni og heiðarleiki voru ríkir
þættir í hans fari. Um það deilir eng-
inn sem þekkti Stefán persónulega.
Hann var frábær faðir og afskaplega
stoltur af syni sínum, Tý Fáfni. Geisl-
aði af honum hlýleikinn. Með falleg-
asta bros í heimi. Húmoristi.
Scrabble-meistari. Efnafræðinörd.
Tónlistarpælari. Dansari af Guðs
náð. Engum líkur.
Við Stefán kynntumst í barna-
skóla, vorum keppinautar og vinir og
á þessum æskuárum myndaðist ein-
hver óútskýranlegur strengur á milli
okkar sem aldrei slitnaði, þrátt fyrir
að leiðir hafi skilið og hann hafi flutt í
annan landshluta um tíu ára aldur.
Rúmum tuttugu og fjórum árum síð-
ar varð æskuástin að kærri vináttu
og síðar að heitri og djúpri fullorð-
insást. Þrátt fyrir óveðursský sem
yfir hékk vorum við alltaf sannfærð
um að sólin færi brátt að skína til
fulls. Lífið okkar saman færi að
byrja. Hann þráði að eignast fleiri
börn og saman ætluðum við að eign-
ast „litla nördafjölskyldu“, eins og við
grínuðumst með. Okkur var réttur
gimsteinn en við fengum bara að
njóta fegurðar hans í fimm mánuði.
Vísindamaðurinn Stefán hafði
enga trú á því að eftir þetta líf tæki
eitthvað annað við. Þar vorum við
sammála um að vera ósammála. Ég
harðneita að trúa öðru en að hann
bíði eftir okkur á nýjum stað og sé
þegar búinn að finna sér spilafélaga í
Scrabble og Backgammon. Ég
hlakka til að bætast í hópinn að
nokkrum áratugum liðnum.
Fjölskyldu Stefáns votta ég mína
dýpstu samúð. Þar ríkir einstakur
hlýhugur og samkennd og fyrir það
er ég þakklát. Er á engan hallað þótt
ég nefni þar sérstaklega Áslaugu
Högnadóttur.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum
(H.H.)
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir
Elsku Stebbi.
Þú lifir áfram í syni okkar og ég
mun gera allt sem í mínu valdi stend-
ur til að hann verði jafn dásamlegur
maður og þú.
Hann gleymir aldrei pabba sínum
og góðu stundunum sem þið hafið átt
saman.
Við elskum þig alltaf.
Þín,
Áslaug.
Stefán, minn kæri sonarsonur.
Með hryggð og söknuði kveð ég þig
að sinni. Það hefði verið eðlilegra að
ég væri að kveðja þetta líf en ekki þú.
Ég á margar og góðar minningar um
þig. Er þú fæddist varstu fallegur og
fjarska rólegur og þeir eiginleikar
einkenndu þig alla tíð. Þú varst vel að
manni gerður, myndarlegur og hóg-
vær, en þó glettinn, vel greindur,
mikill námsmaður og ræktaðir námið
vel sem störf, enda árangur eftir því.
Sonurinn ykkar Áslaugar, Týr
Fáfnir, var það kærasta og besta. Ást
og umhyggja fyrir honum var undur-
samleg; hans missir er mikill, sem og
allra sem elskuðu þig, móður, föður,
systkina og þeirra sem að þér standa,
og stór frændgarðurinn í báðar ættir.
Ég sakna þín sárt, þú varst svo
einlægur og hreinskiptinn, talaðir til
mín með virðingu og kynntir mér
áform þín beint frá þinni hendi. Slíkt
metur öldruð amma þín. Vertu kært
kvaddur, far í friði.
Guð þig blessi,
Þín amma,
Þorsteina G. Sigurðardóttir
(Steina).
Elsku hjartans stóri bróðir.
Aldrei hefði okkur dottið í hug að
við þyrftum að skrifa neitt þessu líkt,
að þurfa að kveðja þig er eitthvað
sem hvorug okkar er tilbúin að gera
og verðum það örugglega aldrei. Þú
ert og hefur alltaf verið ljósið okkar,
hetjan okkar og stærsta fyrirmynd-
in, sú tilhugsun að þú getir ekki leng-
ur verið hjá okkur er of mikil til hægt
sé að afbera hana. Að þú hafir verið
tekinn frá okkur á þennan hátt og svo
snögglega er algjörlega óskiljanlegt.
Þetta stóra skarð sem hefur verið
höggvið í líf okkar verður aldrei fyllt.
Þú eyddir stórum hluta ævinnar í að
læra og að allir þeir hæfileikar og
þær gáfur sem nú eru farnar eru
stórt tap fyrir heiminn. Þú verður í
hugum okkar og hjörtum hvar sem
við förum og það veitir okkur öryggi
að vita af því að þú fylgir okkur eftir
og heldur áfram að vernda okkur og
leiðbeina eins og þú hefur alltaf gert.
Þú stóðst í þeirri trú að ekkert væri
eftir dauðann en við höldum að þú
hafir orðið ansi hissa við að sjá afana
okkar og ömmu koma á móti þér til
að leiða þig áfram og gæta þín. Þú átt
yndislegan dreng sem við lofum að
gæta og vernda í framtíðinni og erum
þakklátar fyrir að eiga því þar heldur
þú áfram að lifa og dafna. Elsku
Stebbi, við syrgjum þig nú með tár-
um og blæðandi hjarta en huggum
okkur við að seinna hittumst við aftur
og getum þá notið samvistanna og
rifjað upp gamla tíma. Allar okkar
minningar einkennast af innilegri
ást, hlátri, leikjum og umhyggju fyrir
hvert öðru og þær lifa með okkur um
ókomna tíð. Við getum ekki annað
sagt en að þú hafir verið sá albesti
stóri bróðir sem tvær stúlkur gætu
hugsað sér og við verðum að teljast
heppnar að hafa fengið að hafa þig
hjá okkur þennan tíma sem var því
miður allt of stuttur.
Takk fyrir samveruna og allt sem
þú hefur gert fyrir okkur og í stað
þess að kveðja ætlum við bara að
segja „sjáumst seinna“. Við elskum
þig alltaf, Stebbi, og geymum þig í
hugum okkar alltaf.
Þökk fyrir þennan tíma/þökk fyrir
brosið þitt./Þú hefur sól og sumar/
sent inn í hjartað mitt.
Þínar elskandi systur,
Júlíana Rut og Ásrún.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þorleifsson.)
Þegar sú skelfilega staðreynd
blasir við að þessi ljúfi, góði drengur
hefur verið hrifsaður svo harkalega
frá öllum sem elskuðu hann reikar
hugurinn aftur í tímann.
Vorið 1972 áttum við, ég og hún
litla systir mín, von á barni með fárra
vikna millibili. Hún sínu fyrsta en ég
mínu þriðja. Minn drengur fæddist 3
vikum á undan hennar. Saman stigu
þeir fyrstu sporin heima hjá hvor
öðrum, síðan í leikskóla og grunn-
skóla. Þeir voru afar ólíkir en
kannski gerði það þá að svo góðum
vinum sem ekki breyttist þó fjarlægð
skildi þá að um tíma.
Þar sem við systur áttum oftast
heima í nokkurri nálægð fékk ég að
fylgjast með honum Stefáni vaxa og
dafna, vinna sigra í námi og starfi.
Ég minnist páskaleyfanna á Hurð-
arbaki þegar frændsystkinin dvöldu
hjá okkur. Allur hópurinn að leita að
páskaeggjunum, spila, leika sér úti í
fótbolta. Allir svo góðir vinir.
Stefán og Bjarni að dunda sér við
að byggja úr Lego-kubbum, fara
saman að Vestmannsvatni og í
Vatnaskóg. Minningabrotin eru ótal
mörg og góð.
Stefán var systrum sínum góð
fyrirmynd. Foreldrum sínum góður
sonur. Syni sínum góður faðir. Stolt
og gleði stórfjölskyldunnar.
Hann sýndi ekki síst þá miklu
mannkosti sem hann bjó yfir með
umhyggju fyrir mömmu sinni í henn-
ar veikindum.
Hann var einstaklega vel gerður
ungur maður sem vakti athygli fyrir
mikla námshæfileika og var vel liðinn
í vinnu. Hann lauk stúdentsprófi, síð-
an tók við háskólanám og próf í líf-
efnafræði og að lokum doktorspróf.
Alltaf var toppárangri skilað.
Svo fæddist einkasonurinn Týr
Fáfnir, litli pabbastrákurinn sem
þarf nú svona ungur að sjá á eftir
honum pabba sínum.
Það er svo margt sem okkur er
ekki ætlað að skilja og þetta er eitt af
því.
Heimurinn okkar verður fátækari
þegar Stefán hverfur nú til þess
heims sem honum er ætlaður. Þar
verður hann í fararbroddi til góðra
verka og undirbýr komu okkar
hinna.
Elsku Marta, Jón, Áslaug, Týr,
Heiðdís og fjölskyldur. Nú er dimmt í
sál og sinni en vonandi geta allar
góðu minningarnar um einstakan
dreng fært ykkur ljósið að nýju.
Rannveig og fjölskylda.
Við komum til að kveðja hann í dag,
sem kvaddi löngu fyrir sólarlag.
Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut,
hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut,
sem börnum átti að búa vernd og skjól
er burtu kippt af lífsins sjónarhól.
( Guðrún Jóhannsdóttir)
Það er svo ótrúlega stutt síðan
tveir litlir drengir, Stefán og Ragnar,
tvímenntu á tréhestinum sem hún
amma hans Ragnars bjó til. Tíminn
er afstæður þegar minningarnar
hrannast upp. Við kynntumst Stefáni
sem litlum dreng á Sauðárkróki.
Tvenn ung hjón sem áttu sinn dreng-
inn á hvoru árinu fluttu þangað á
sama tíma. Fljótlega myndaðist
trygg og góð vinátta milli okkar,
Stebbi og Ragnar urðu hinir bestu
vinir. Barnahópurinn stækkaði á
báðum heimilum, Stebbi eignaðist
tvær systur en Ragnar eignaðist tvo
bræður. Þeir voru stóru strákarnir
og fyrirmynd hinna. Eftir að við
fluttum í Varmahlíð þurfti oft að er-
inda á Króknum. Þá var heimili Stef-
áns eins og annað heimili strákanna,
aldrei neitt mál að vera þar á meðan
foreldrarnir skruppu í bæinn. Á þess-
um tíma var ljótleiki heimsins ekki
meiri en það að sagan af Alfinni álfa-
kóngi gat verið hræðileg. Stefán og
systur hans hafa alla tíð átt stóran
hlut í hjarta okkar síðan.
Tímarnir líða og lífið heldur áfram
með skinum og skúrum, við fluttum
öll úr Skagafirðinum og landfræði-
lega lengdist talsvert á milli allra.
Þegar kom að því að Ragnar færi í
framhaldsskóla valdi hann Mennta-
skólann í Hamrahlíð. Þar var Stebbi
vinur búinn að vera í eitt ár og það
var traustvekjandi fyrir okkur öll að
vita af honum þar. Stebbi var alltaf
eins og stóri bróðir, í áfangakerfi er
ómetanlegt að eiga traustan vin til að
handleiða sig. Stefán var alltaf hin
sanna fyrirmynd, lét alltaf námið
hafa forgang og dúxaði sem stúdent
úr Menntaskólanum í Hamrahlíð.
Hann hélt áfram í Háskólann og klár-
aði þær gráður sem hægt var að taka
þar. Það var sama á hverju gekk í
hans persónulega lífi, hann missti
aldrei sjónar á námsmarkmiði sínu
enda var hann afburða námsmaður.
Við vinirnir erum alltaf stolt af þeim
sem hafa seigluna í svona langt nám
en Stefán flutti til Ameríku og tók
Stefán Jónsson
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HAUKUR EINARSSON
brúarsmiður,
Austurgerði 7,
Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum, föstudaginn 3. ágúst,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju, föstu-
daginn 10. ágúst kl. 13:00.
Guðríður Gísladóttir,
Gísli Hauksson, Ágústa Kristófersdóttir,
Erna Hauksdóttir, Skúli Halldórsson,
Valdís Hauksdóttir, Rúnar Ólafur Axelsson,
Sólveig Jónasdóttir,
Ósk Ásgeirsdóttir, Marinó Eggertsson,
barnabörn og barnabarnabörn.