Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 25 Umræðan um stöðuheyrnarlausra/heyrnarskertra hefurverið með mesta móti undanfarin misseri, sem er mikið vel og í samræmi við þróunina ytra. Hins vegar rennur mér til rifja hve frumstæð hún er hér á landi, einkum í þá veru að ein- blína í eina átt, og yfir allan þjóf- bálk tekur hvernig mannorð eins mesta velgjörðamanns heyrn- arlausra/heyrnarskertra er á stundum óbeint dregið í svaðið um leið. Skýrt dæmi er löng umfjöllun í helgarblaði DV 23. febrúar, sem ég rakst óforvarendis á, hélt að væri nýtt og gáraði skapið. Hefst á hinum klassíska grátkór um skólaskyldu heyrnarlausra frá fjögurra ára aldri og leidd var í lög 1962. Upphafsfyrirsögnin er í meira lagi dramatísk „Grét af söknuði eftir foreldrum sínum“ og samt má vera áleitin spurn hvort verknaðurinn sé umtalsvert gróf- ari en til að mynda við aðrar að- stæður þá nauðsyn krefur, velferð og framtíð ungviðisins er í húfi. Hér er ýjað að því að farið hafi verið að verknaðinum eins og um ofbeldi, ef ekki barnsrán væri að ræða, barnið dregið æpandi úr faðmi foreldra sinna. Fram kemur einn eig- inn virkbirtingarmynd hins versta sem hent getur barnið, því vor- kennt ótæplega í stað heilbrigðar samúðar og metnaðar fyrir hönd þess. Markmiðið þó að stuðla að snemmbornum skiln- ingi þess, að þrátt fyr- ir meðfædda hindrun er það eins og önnur börn, hvorki aft- urkreistingur né aum- ingi. Auðvitað nístir í merg og bein þegar slík atburðarás þarf að eiga sér stað, en hér um holtaþokuvæl og fáfræði að ræða, grófan mis- skilning á eðli heyrnarleysis og verður einungis til að valda enn meiri skaða og vanmati á mögu- leikum þolenda til eðlilegs lífs, brjótast út úr einangrun og að viðkomandi fái nýtt þá hæfileika sem fyrir hendi eru. Hef end- urtekið bent á þann reginmun sem er á því þegar barn fæðist heyrnarlaust/heyrnarskert eða hvörfin verði í frumbernsku þegar málminni er lítið eða ekkert. Hins vegar þegar það hefur þróað með sér heyrnar- og málminni, sem er að drjúgum hluta fyrir hendi fjög- urra ára og á barnið fullu á fram- farabraut. Varðar til úrslita um áframhaldandi þroska barnsins fyrir þá sök að þótt heyrnin sé farin er innra heyrnarminnið áfram virkt, þó svo að það bæti og hlaði ekki framar á sig. Sömu- leiðis málminnið sem í mörgum tilvikum má þróa eins og hjá öðr- um börnum. Skiptir þá sköpum að barnið glati ekki þessari guðsgjöf sem auðveldar stórlega samskipti þess við hina heyrandi og mögu- leika til menntunar og sjálfsnáms. Í leiðinni má vísa til þess að sjón- minnið er yfirleitt eftir og óskaddað, og ber öðru fremur að nýta það og þjálfa. Loks er ekki rökrétt að ganga einungis út frá fæddum heyrnarlausum/ heyrnarskertum í réttindabaráttu þolenda, eins og að þessi vafa- sama nafnbót tilheyri þeim einum. Hafa þó ótvíræða sérstöðu sem eðlilega veitir þeim umtalsverðan forgang. Það mega allir vita, að vegna veikinda og slysa og fleiri ut- anaðkomandi orsaka eru börn einnig að missa heyrn fram eftir aldri, altalandi og jafnvel læs. Þá eðlilega nokkur spurn ef táknmál yrði lögleitt hvort þolendur séu þá um leið komin með annað móð- urmál og hið fyrra skuli víkja eða vera óæðra. Virk aðstoð til að mynda túlkaþjónusta, væri þá ein- vörðungu bundin við táknmál þótt fleiri leiðir séu færar og þá fyrst og fremst að lesa af vörunum sem eru mikil og viðurkennd vísindi. Um tvítyngi er síður að ræða um fyrri hópinn þar sem ekkert mál er fyrir, og því svo aðkallandi að táknmál verði við- urkennt fyrir hann. Verði lögleitt, og ekki má gleyma þeim sem hafa ein- hverra hluta vegna ekki hæfileika, dug, úthald né áhuga til að þróa með sér tal- mál. En varðandi seinni hópinn er varalestur að sama skapi mikilvægur því hann varðveitir og tengir barnið við innbyggt heyrnar- og málminni. Málminni sem hinir sem fæðast heyrnarlausir hafa auðvitað ekki en enginn er svo komið að biðja um löggildingu varalesturs enda annars eðlis. Vandinn liggur í að greina á milli og leggja ekki á alla fædda heyrnarskerta/heyrnarlausa þær miklu pínslir að tileinka sér tal- mál án heyrnar- og málminnis, enn fremur rýra ekki stórlega mögulegan þroska hinna sem missa heyrn á skólaskyldualdri og unglingsárunum. Þetta var í og með víða haft að leiðarljósi um þá ákvörðun að hefja eins fljótt að mennta heyrn- arlaus og heyrnarskert börn og kostur væru á, gera það meðan næmnin væri mest svo þau kæm- ust í nánara samband við um- heiminn, en trúlega hafa menn þá ekki gert sér fulla grein fyrir nefndum herslumun. Vandamálin sem þessir tveir hópar standa frammi fyrir um margt ólík, en í báðum tilvikum geta rangar áherslur haft slæmar afleiðingar og skapað nær óyfirstíganlegar hindranir, dæmin mörg. Hollt er fyrir alla að líta enn einu sinni til fortíðar, þá húsið að Stakkholti, lengstum nefnt Mál- leysingjaskólinn, hýsti einnig aumingja og vanvita og var vand- lega afgirt. Færir heim grun um að í skólakerfinu hafi lengst um lítill greinarmunur verið gerður á þessum hópum, frekar sett sama- semmerki við þessi ógæfusömu börn og heyrnarlausa og heyrn- arskerta. Í þögn sinni og ein- angrun voru þau síðarnefndu raunar andlega heilbrigð, lang- flest í nákvæmlega sama mæli og önnur börn. Brandur Jónsson, nýkominn frá námi í Bandaríkjunum 1942, setti þá kennsluyfirvöldum þann kost að annað tveggja yrði hann skip- aður skólastjóri og hreinsaði til, eða þægi margfalt betur launaða stöðu sem honum var galopin við virtan háskóla daufdumbra vestra. En þessi maður vildi held- ur gera gagn í heimalandi sínu, enn eitt dæmi umvirðingarverða „áráttuþjóðhollra“ einstaklinga sem hérlendir ráðamenn hafa lengstum gróflega vanmetið. Að- búnaður þó slæmur, launin léleg og nánasarsemin um endurnýjun viðvarandi, en gjarnan hlaupið í „viðunandi lausnir“. Brandur þreyði þorrann með hlið- arstörfum, en var lengi eini sér- menntaði kennarinn á þessum vettvangi og raunhæft að við upp- byggingu skólans hefðu bæði hann og fastir kennarar verið kostaðir reglulega utan til endur- menntunar, sem þjóðin hafði þó ekki efni á, jafnvel ekki eftir tímaskeið gengdarlauss stríðs- gróða. Símenntun kennara hér af hinu góða ef ekki til úrslita og ekki síður hjá nemendum sjálfum sem og heyrnarlausum/heyrn- arskertum almennt, og allt lífið. Í ljósi þessa alls má vera skiljanlegt að þess lags blaður sem birtist í DV hleypur illu blóði í skrifara, einkum þá minning Brands Jóns- sonar er endurtekið grómuð af fá- fróðum. Manns sem ekki einasta var velgjörðarmaður minn á erf- iðum árum heldur átti einnig meginþáttinn í ótrúlegum við- snúningi um menntun og velferð heyrnarlausra/heyrnarskertra barna og unglinga. Stuðlaði seinna að því að heyrnarlausir gætu tekið bílpróf þótt róðurinn væri þungur, auk þess að leggja á sig margra ára erfiði í því skyni að fá byggðan nýjan skóla. Var enn fremur bjargvættur fjölda fólks með margs konar málgalla. Brandur þó ekki almáttugur, en þurfti með sanni margan kjölinn að klífa í stórsjóum skammsýni fordóma og heimsku kringum þessi mál. Að lokum má lengi velta fyrir sér, hvernig í ósköpunum mönn- um gat dottið í hug að almennt kennarapróf dygði á heyrn- arlausa/heyrnarskerta sem og aðra með ótvíræðar sérþarfir. Það er mér og fleirum jafnóskiljanlegt og sú árátta nútímans að staðla skynfærin og hólfa í prófgráður. Og þar sem skynfærin ber á góma má lengi spyrja af hverju form- og sjónrænn angi svo- nefndrar listmeðferðar (Art the- rapy) var hér ekki tekin með í leikinn sem fullgildur námsþáttur. Hefði ótvírætt gagnast fæddum heyrnarlausum/heyrnarskertum, á líkan hátt og blindraletur blind- um, nefnilega liður í að uppgötva og upplifa umheiminn. Hlusta með sjóninni. Náttmyrkur fáfræðinnar eftir Braga Ásgeirsson » Auðvitað nístir ímerg og bein þegar slík atburðarás þarf að eiga sér stað, en hér um holtaþokuvæl og fá- fræði að ræða, grófan misskilning á eðli heyrnarleysis … Bragi Ásgeirsson Höfundur er myndlistarmaður. Skólastjórinn Brandur Jónsson er hér með tveim ungum nemendum sín- um fyrir margt löngu, sennilega um að ræða skólaferðalag með Akraborginni. kömmu aða hans stjórn egri fjár- óreu. efnu gur í na, sagði r væru ns. „Boð- r miklar Kór- durinn Stjórnvöld í ríkjunum sem taka þátt í viðræðunum við Norður- Kóreu fögnuðu leiðtogafundinum og sögðust vona að hann yrði til þess að draga úr spennunni og stuðla að kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Fréttaskýrendur í Suður-Kóreu tóku í sama streng en töldu flestir ólíklegt að tímamótasamningar næðust á fundinum svo skömmu fyrir forsetakosningar í landinu, hvorki í deilunni um kjarnavopnin né um stórfellda efnahagsaðstoð við Norður-Kóreumenn. Paik bætti við að Kim Jong-Il kynni að hafa haft hliðsjón af kosn- ingunum í S-Kóreu þegar hann óskaði eftir fundinum. „En aðrar ástæður hafa meiri þýðingu – þetta snýst um það hvort komm- únistastjórnin haldi velli, um ör- yggi landsins og efnahaginn. Hvað sem kosningunum líður virðast stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa tekið upp nýja stefnu eftir sam- komulag ríkjanna sex. Kim þarfn- ast aðstoðar Suður-Kóreumanna, eða vill nota þá til að tryggja sér að- stoð alþjóðasamfélagsins.“ ríkja lýst abrellu öld í S-Kóreu vegna líklegra stjórnarskipta Reuters æla fyrirhuguðum leiðtogafundi Kóreuríkjanna nálægt forsetahöllinni í Seoul í gær. Reuters ór- m hætti. inga m, n til rð- mið æra- ekk- u. m orð- m KIM Jong-Il, leiðtogi komm- únistastjórnarinnar í Norður- Kóreu, er 65 ára og komst til valda 1994 eftir andlát föður síns, ein- ræðisherrans Kim Il Sung. Kim Jong-Il er einn af dul- arfyllstu stjórnmálamönnum heimsins. Í huga margra minnir hann á erkióvininn í annars flokks spennumyndum, brjálaða snilling- inn sem er staðráðinn í að hleypa öllu í bál og brand í heiminum. Kim Jong-Il er þó álitinn slægur leiðtogi og virðist aðeins hafa eitt markmið: að halda völdum hvað sem það kostar. Hann vill að stjórn sín njóti viðurkenningar sem lög- mæt stjórn á alþjóðavettvangi og honum er mikið kappsmál að tryggja samninga um fjárhags- aðstoð og viðskipti til að binda enda á hörmungarástandið í Norð- ur-Kóreu og afstýra því að þjóðin rísi upp gegn alræðisstjórninni. Kim stjórnar með harðri hendi og talið er að þúsundum pólitískra fanga sé haldið í fangabúðum í landinu við skelfilegar aðstæður. Heilu fjölskyldurnar, jafnvel börn, eru fangelsaðar vegna meints glæps ættingja. Stjórn Norður-Kóreu ýtir einnig undir taumlausa persónudýrkun. Myndir af Kim Jong-Il sjást á byggingum og inni á heimilum hvarvetna í landinu og ríkisfjöl- miðlarnir tíunda skrif hans á hverjum degi. Kim er sagður hafa miklar mæt- ur á kvikmyndahetjunni Rambó, James Bond og fleiri spennumynd- um frá Hollywood. Hermt er að hann hafi safnað um 20.000 banda- rískum kvikmyndum og skrifað bók um þetta áhugamál sitt. Hann er jafnvel sagður hafa gengið svo langt að láta ræna suður- kóreskum kvikmyndaleikstjóra og unnustu hans árið 1978. Dularfullur einvaldur Reuters Slóttugur Kim Jong-Il þykir sér- vitur og slægur einræðisherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.