Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 7 REYKJANESBÆR, Keilir og Hjallastefnan undirrituðu í gær samkomulag um uppbyggingu og rekstur leik- og grunnskóla á há- skólasvæði Keilis, miðstöðvar vís- inda, fræða og atvinnulífs á Kefla- víkurflugvelli. Hjallastefnan mun opna leik- skólann sem hlotið hefur nafnið Völlur, hinn 15. ágúst næstkom- andi í húsnæði sem áður hýsti leikskóla sem bandaríski herinn rak. Grunnskóli fyrir 1.-4. bekk verður jafnframt starfræktur frá og með þessu hausti en eldri börn á svæðinu sækja nám sitt í aðra grunnskóla Reykjanesbæjar. Starfsfólk þegar ráðið Starf skólanna verður í sam- ræmi við Hjallastefnuna en fyrir- tækið hefur langa reynslu af rekstri leikskóla með góðum ár- angri. Hjallastefnan hefur þegar ráðið stjórnendur og starfsfólk til starfa við báða skólana. Markmið samkomulagsins er að byggja upp öfluga og framsækna skóla sem hafi bestu mögulegu aðstæður til þróunar og nýsköpunar í íslensku skólakerfi. Nýsköpun í skóla- og menntamálum Reykjanesbær og Keilir lýsa jafnframt yfir þeim vilja sínum að standa sameiginlega að frekari framþróun skólastarfs og mennt- unar á svæðinu á öllum sviðum á næstu árum í samstarfi við leik- skóla, grunnskóla og framhalds- skóla á svæðinu sem og íslenska háskóla og ráðuneyti mennta- mála. Markmið slíks samstarf verði nýsköpun í skóla- og menntamálum. Hjallastefnan opnar skóla á Vellinum VISTORKA, stærsti hluthafi Ís- lenskrar NýOrku, hefur ákveðið að halda áfram að efla vetnisrannsókn- ir sínar á Íslandi en rannsóknirnar felast í að koma á grunnaðstöðu til að prófa og reka vetnisbíla á Ís- landi. Bílaframleiðandinn Daimler- Chrysler hefur nú þegar afhent einn vetnisbíl til viðskiptavina á Íslandi og í gær fékk VistOrka 10 Toyota Prius vetnisbíla afhenta frá Quant- um. Kaupendur bílanna eru OR, Landsvirkjun og bílaleigan Hertz sem leigja mun út vetnisbíla. Vetnisbílar til landsins HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem viðurkenndi tilraun til vopnaðs ráns í 10-11-verslun á Dal- vegi í júní sl. Rétturinn markaði varðhaldinu hins vegar styttri tíma en héraðsdómur, eða til 12. septem- ber nk. í stað 28. september. Í dómi Hæstaréttar segir að frá þeim tíma er manninum var gert að sæta varðhaldi, þ.e. 26. júní, hafi engin gögn komið fram sem hafi verulega þýðingu við rannsókn máls- ins. Eigi að síður var ekki gefin út ákæra fyrr en 25. júlí sl. – en sér- staklega rík ástæða er til þess að hraða málsmeðferð þegar grunaður maður sætir gæsluvarðhaldi. Maðurinn sætir varðhaldi með til- liti til almannahagsmuna en brot hans getur varðað allt að tíu ára fangelsi. Hann ógnaði m.a. starfs- stúlku í versluninni með stórum eld- húshnífi. Varðhald framlengt ÞÝSKUR ferðamaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri um miðjan dag í gær eftir að hann hrapaði ofan í gil og fót- brotnaði í Lambártungum í innsveit- um Skagafjarðar, milli Þorljótsstaða og Klausturs. Ferðamaðurinn var í hestaferð á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Hestinn sakaði ekki. Tæplega þrjátíu björgunarsveit- armenn á fimm bílum tóku þátt í út- kallinu, frá Björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi, Skagafjarðarsveit- inni á Sauðárkróki og Flugbjörgun- arsveitinni Varmahlíð, samkvæmt upplýsingum frá Flugbjörgunar- sveitinni í Varmahlíð. Féll í gil og fótbrotnaði ♦♦♦ ♦♦♦ AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.