Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 37
60ára afmæli. Sunnudaginn12. ágúst næstkomandi
verður sextugur Baldvin Jónsson.
Í tilefni afmælisins þætti afmælis-
barninu vænt um að sjá og hitta
fjölskyldu sína, vini og velgjörðar-
menn, í Súlnasal Hótels Sögu kl.
12 á hádegi.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 37
Félagsstarf
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 9.30
boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 13.30 hjól-
reiðahópur. Kl. 10-16 púttvöllurinn.
Félagsheimilið Gjábakki | Ramma-
vefnaður kl. 9.15. Handavinnustofan
opin. Hádegisverður kl. 11.40. Heitt
á könnunni og heimabakað meðlæti
til kl. 16.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl.
10 handavinna og ganga. Kl. 11.40
hádegisverður. Kl. 13 handavinna.
Félagsstarf Gerðubergs | Þriðju-
daginn 21. ágúst er fræðslu- og
kynnisferð um borgina. Leiðsögn
veitir Magnús Sædal bygginga-
fulltrúi. Lagt af stað kl. 13. Skráning
hefst þriðjudag 14. ágúst á staðn-
um og í s. 575 7720, allir vel-
komnir.
Hittingur | Hópur fyrir ungmenni á
aldrinum 16-30 ára. Hópurinn er
fyrir þá sem eiga fáa vini og vilja
bæta úr því. Upplýsingar gefur Ingi-
björg í síma 694 6281. Heimasíða:
www.blog.central.is/hittingur16-30.
Netfang: hittingur@gmail.com.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall,
dagblöðin. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leik-
fimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 fé-
lagsvist. Kl. 15 kaffi. Skráning hafin
í ferðina á Snæfellsnes 15. ágúst.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð |
Boccia, karlaklúbbur kl. 10.30.
Handverks- og bókastofa kl. 13.
Boccia kvenna kl. 13.30. Kaffiveit-
ingar kl. 14.30.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/
böðun. Kl. 9.15-15.30 handavinna.
Kl. 9-10 boccia, Sigurrós (júní). Kl.
11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13-14
leikfimi, Janick (júní-ágúst). Kl.
14.30-15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa-
vinnustofa opin kl. 10-14.30, frjáls
spilamennska kl. 13-16.30, hár-
greiðslu- og fótaaðgerðastofur
opnar allan daginn.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bæna-
stund og samvera. Kl. 13 leikfimi.
Kl. 14 boccia. Minnt er á ferðina á
Snæfellsnes miðvikudaginn 15.
ágúst.
Skráning í félagsmiðstöðinni
Hraunbæ 105 eða í síma 587
2888.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er
opin frá kl. 17-22. Sr. Jóna Lísa
Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkj-
unni og eftir samkomulagi í s. 858
7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir vel-
komnir.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrð-
ar- og fyrirbænastund er hvert
fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl.
21. Tekið er við bænarefnum af
prestum og djákna. Boðið upp á
kaffi í lok stundar.
Brúðkaup | Sylvía Kristín Stef-
ánsdóttir og Óskar Sigurðsson
voru gefin saman í Bústaðakirkju
16. júní síðastliðinn af sr. Pálma
Matthíassyni.
50ára afmæli. Fimmtugur er ídag Guðni Einarsson
bóndi í Þórisholti í Mýrdal. Af því
tilefni tekur hann og fjölskylda
hans á móti gestum í Þórisholti,
laugardaginn 11. ágúst frá kl. 19.
Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis. (1Pt. 2, 2.)
Söfn Reykjavíkurborgar hafa ísumar boðið upp á kvöld-göngur um miðborgina áfimmtudagskvöldum, undir
yfirskriftinni Kvöldgöngur úr Kvos-
inni.
Gangan í kvöld er í boði Borgar-
bókasafns Reykjavíkur og hefur yfir-
skriftina „Hinsegin Reykjavík“, en
þar munu Úlfhildur Dagsdóttir og
Ingunn Snædal kynna göngugestum
samkynhneigðar hliðar miðborgar-
innar eins og hún birtist í bók-
menntum.
„Við stöldrum við á völdum stöðum
sem tengjast með einum eða öðrum
hætti hinseginsögum úr Reykjavík og
lesum bæði sögubrot, ljóð og jafnvel
söngtexta sem tengjast hverjum við-
komustað,“ útskýrir Ingunn.
Gleyma ekki stelpunum
Síðasta sumar var efnt til göngu
með svipuðu þema: „Gangan nú er
með öðru sniði að því leyti að við
reynum að gera stelpunum betri skil,
enda þótti sumum fullmikil karla-
slagsíða á göngunni síðast,“ segir Ing-
unn. „Það er töluvert erfiðara að finna
hinsegin stelpusögur en strákasögur í
íslenskum bókmenntum, en við Úlf-
hildur og Kristín Viðarsdóttir höfum
legið yfir bókunum og rekist á margt
áhugavert til að deila með göngu-
fólki.“
Engar klisjur
Á göngunni kennir ýmissa grasa,
enda birtist samkynhneigð á fjöl-
breyttan hátt í allri breidd íslenskra
nútímabókmennta: „Við höfðum það
að leiðarljósi við undirbúning göng-
unnar að forðast klisjur, en í sumum
tilvikum eru lýsingar á samkynhneigð
í íslenskum bókmenntum svo klénar
að þær hreinlega framkalla bjána-
hroll. Við ákváðum að sneiða hjá slík-
um sögum og taka frekar þá áhættu
að stuða suma göngugesti,“ útskýrir
Ingunn glettin.
Kvöldgangan hefst kl. 20, milli
Borgarbókasafns og Listasafns
Reykjavíkur. Aðgangur er öllum
heimill og ókeypis. Nánari upplýs-
ingar um göngudagskrá sumarsins má
finna á heimasíðu Borgarbókasafns
Reykjavíkur á www.borgarbokasafn.is
Bókmenntir | Kvöldganga úr Kvosinni í boði Borgarbókasafnsins
Miðborgin í hinsegin ljósi
Ingunn Snædal
fæddist á Egils-
stöðum 1971. Hún
lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskól-
anum við Ármúla
1991, B.Ed-gráðu
frá Kennarahá-
skóla Íslands 1996
og leggur nú stund
á mastersnám í íslenskum fræðum við
Háskóla Íslands. Ingunn starfaði við
kennslu á Írlandi, Mið-Ameríku og
Spáni um nokkurra ára skeið og starf-
aði síðar sem grunnskólakennari í
Reykjavík og Borgarfirði. Hún hefur
gefið út tvær ljóðabækur. Sambýlis-
kona Ingunnar er Eydís Hermanns-
dóttir kennari og eiga þær eina dótt-
ur.
Tónlist
Café Cultura | Díana „Lady D“ & the Soft
Tones flytja létta tónlist úr öllum áttum kl.
21.
Gaukur á Stöng | Jan Mayen, Tilburi og
Dýrðin spila á Grandrokk kl. 21.
Myndlist
Eyjafjörður | Gallerí Víðátta601 opnar
myndlistasýningu á Handverkshátíð á
Hrafnagili. Samsýningarhópurinn Grálist
sýnir þar ýmis verk á útisvæði hátíðarinnar.
Ráðhús Reykjavíkur | Reynir Þorgrímsson
opnar sýninguna „Skartgripir fjallkon-
unnar“ kl. 14. Hún stendur til 12. ágúst.
Skaftfell | Hildur Ingveldardóttir Guðna-
dóttir og BJNilsen sýna hljóðinnsetninguna
Brotin Milli Hleina á Vesturveggnum í
Skaftfelli á Seyðisfirði. Opnun fimmtudags-
kvöldið 9. ágúst kl. 22, listamennirnir halda
tónleika á sama tíma. Sýningin stendur frá
9.-30. ágúst. www.skaftfell.is.
Söfn
Grasagarður Reykjavíkur | Kl. 20. Leið-
sögn um rósasafn verður í höndum Hjartar
Þorbjörnssonar grasafræðings. Mæting er í
lystihúsinu og eftir leiðsögnina er boðið
upp á piparmyntute. Þátttaka er öllum opin
og án endurgjalds.
Uppákomur
Samstarfshópur friðarhreyfinga | Íslensk-
ar friðarhreyfingar standa að kertafleyt-
ingu á Reykjavíkurtjörn í kvöld við Suðvest-
urbakka Tjarnarinnar, kl. 22.30 en þar mun
Gunnar Hersveinn heimspekingur, flytja
stutt ávarp. Fundarstjóri verður Heiða
Eiríksdóttir tónlistarmaður. Að venju verða
flotkerti seld á staðnum.
Brúðkaup | Ásta Sólrún Guð-
mundsdóttir og Gísli Baldursson
voru gefin saman í Strandakirkju
16. júní síðastliðinn af sr. Baldri
Kristjánssyni.
Brúðkaup | Rut Sigurðardóttir
og Amir Mulamuhic voru gefin
saman í Fella- og Hólakirkju 9.
júní síðastliðinn af sr. Guðmundi
Karli Ágústssyni.MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sín-
um að kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudags- og mánudags-
blað.
Samþykki afmælisbarns þarf
að fylgja afmælistilkynningum
og/ eða nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í síma 569-
1100, senda tilkynningu og mynd
á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða
senda tilkynningu og mynd í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja liðinn
„Senda inn efni“. Einnig er hægt
að senda vélritaða tilkynningu og
mynd í pósti. Bréfið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.isdagbók
Í dag er fimmtudagur 9. ágúst, 221. dagur ársins 2007
FERÐAMENN sem áttu leið um Times-torgið í New York
fengu óvæntan glaðning í fyrradag, nærfatasýningu í boði
nærfatasmásalans Freshpair.
Fyrirtæki þetta heldur árlega nærfatadaginn hátíðlegan
í Bandaríkjunum, með viðeigandi tískusýningu á þessum
nauðsynlega klæðnaði mannsins. Fyrirsætur Freshpair
sprönguðu um sýningarpalla á torginu góða og virðast
áhorfendur fylgjast með af mikilli athygli.
Nærfatadagur haldinn hátíðlegur í New York