Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 27 EINS og alþjóð er kunnugt um þá ákvað bæjarstjóri okkar Akur- eyringa á þriðjudegi fyrir versl- unarmannahelgi að banna fólki á aldrinum 18 til 23 ára að tjalda á Akureyri um helgina. Þessi ákvörðun hefur valdið miklum usla í bæj- arlífinu og komið illa við kaupmenn, veit- ingamenn og aðra þjónustuaðila í bæn- um. Hátíðin „Ein með öllu“ er fjármögnuð að langstærstum hluta með framlögum hagsmunaaðila sem treysta á að fá fram- lag sitt til baka í formi sölu á vöru eða þjónustu á hátíðinni. Það hlýtur að vera einsdæmi að útiloka stærsta neysluhópinn frá viðlíka skemmtun og hátíðin „Ein með öllu“ er. Þetta er sambærilegt og að útiloka allt lands- byggðarfólk á aldr- inum 18 til 23 frá því að versla í Kringlunni eða Smáralindinni einhvern tíma úr ári. Það telst varla sanngjarnt eða hvað? Einfalt dæmi: 12.000 gestir í 3 daga. Hver gestur eyðir 15.000 kr. á dag innan bæjarmarkana. Það gerir litlar 540.000.000 í heildar- tekjur sem dreifast á þá sem ein- hver viðskipti stunda í bænum. Ef við bönnum eyðsluglaðasta hópnum að koma (18 til 23 ára, þ.e. þeim sem borða skyndibitann og stunda skemmtistaðina) þá erum við fljót að höggva í þennan pening. Gefum okkur að á Akureyri hafi verið 6.000 gestir liðna helgi og langflestir fylltu á grillmatinn og lífsvatnið í sinni heimabyggð áður en lagt var á stað með fellihýsið. Þá er nú heldur minna til skipt- anna; 6.000 manns x 10.000 krónur á dag í 3 daga gerir 180.000.000. Mismunurinn er 360.000.000. Ég vissi ekki að Akureyringar hefðu efni á að neita viðskiptum upp á 360.000.000 sagt og skrifað þrjúhundruð og sextíu milljónir. Þetta eru alvörupeningar. Auðvitað eru ofanritaðar tölur áætlaðar og gætu hæglega verið miklu hærri eða nokkru lægri en að mínu mati eru þær líklega ansi nærri sannleikanum. Að því sögðu þá er sama hvernig reiknað er. Tjónið er aldrei minna en gríð- arlegt og engum um að kenna öðr- um en stjórnendum bæjarins, sem hafa verið óþreytandi í því að reyna að ganga af þessari hátíð dauðri undanfarin ár. Ekki má heldur gleyma því að hátíðin „Ein með öllu“ hefur verið langfjölmennasta útihátíðin mörg undarfarin ár og kaupmenn og veit- ingamenn bæjarins því viðbúnir því að taka á móti 12 til 15.000 gestum. Allir búnir að birgja sig upp af vörum en sitja svo uppi með óselda lagera og sárt ennið. Það að banna ákveðnum aldurshópi að gista á Akureyri er ólíðandi dónaskapur en það að eyðileggja hátíðina 3 dögum fyrir setningu er fjárhagslegt hryðjuverk og undarleg framkoma af stjórnendum bæjarins. Nú er mál að linni og ég skora á forsvarsmenn Akureyrarbæjar að taka sig saman í andlitinu og sjá til þess að allir verða boðnir velkomn- ir á næstu hátíð. Að þeir sjái til þess að gæsla verði efld og öllum gert fært að gista tjaldsvæði bæj- arins. Burtséð frá fjárhagslegu tjóni þá er svona mismunun á fólki al- gjörlega ólíðandi, enda engar rann- sóknir sem styðja það að þessi ald- urshópur sé verri í umgengni en aðrir aldurshópar. Ef undirritaður hef- ur skilið rétt þá eru það forsvarsmenn tjaldsvæðanna á Hömrum sem þrýstu á bæjarstjóra um að banna 18 til 23 ára fólki að tjalda á Akur- eyri. Bæjarstjóri sam- þykkir þetta 3 dögum fyrir setningu hátíðar- innar og bannar jafn- framt sérstök tjald- svæði fyrir ungt fólk. Þetta er gert í skjóli fjölskyldustefnu Akur- eyrarbæjar, en þó hugsunin sé kannski góð í grunnin, að bjarga fólki frá böli áfengis og fíkniefna, þá er framkvæmdin slík að önnur eins ósköp hafa ekki riðið yfir bæinn okkar í langan tíma. Í mínum huga er það ljóst að það er engum vandkvæðum bundið að opna sér- stök tjaldsvæði fyrir þá sem vilja vaka leng- ur og skemmta sér í sumarnóttinni og vil ég sérstaklega benda á Þjóðhátið í Eyjum því til stuðnings. Eyjamenn hafa lengi tekið vel á móti ungu fólki á Þjóðhátið og ekki heyrist harmakvein þó einhver fari seint að sofa og glamri jafnvel á gítar. Það sem stendur eftir helgina er að ímynd Akureyrar hefur beðið mikinn hnekki, sérstaklega í hug- um þeirra sem meinaður var að- angur að bænum. Skólabærinn Akureyri er nú stimplaður sem leiðinlegur Latibær þar sem boð og bönn fara á undan heilbrigðri skynsemi. Fólkið sem við höfum reynt að laða að góðu skólunum okkar MA, VMA og Háskólanum á Akureyri er bannað að koma í bæ- inn um verslunarmannahelgi og af- leiðingin verður aldrei önnur en sú að fleiri kjósa að stunda skóla ann- ars staðar en á Akureyri. Tekju- og fólksmissirinn er því ekki bund- inn við þessa einu helgi heldur er þetta stimpill sem við verðum mörg ár að þvo af okkur. Ég beini þeim tilmælum til bæjarstjórnar Akureyrar að hún í heild sinni biðjist afsökunar á þess- um gjörningi og leiðrétti stefnu sína fyrir næsta sumar svo að við getum áfram tekið vel á móti öllum sem heimsækja okkar góða bæ. Halló Akureyri - opið bréf til bæjarstjórnar Aðalsteinn Árnason fjallar hér um útihátíðina á Akureyri og takmörkun gesta Aðalsteinn Árnason » Þetta ersambærilegt og að útiloka allt landsbyggð- arfólk á aldr- inum 18 til 23 frá því að versla í Kringlunni eða Smáralindinni einhvern tíma úr ári. Höfundur er kaupmaður. „Í ALDANNA rás hafa örfáar ómetanlegar raddir heyrst hrópa á réttlæti. Nú sem aldrei fyrr verða þessar raddir að yfirgnæfa hávær- ar öldur ofbeldis og haturs.“ Þessi eftirminnilegu orð eru höfð eftir dr. Rotblat sem var í mörg ár í forsvari fyrir Pugwash- ráðstefnurnar. Pug- wash eru alþjóðleg samtök sem vinna að friði og útrýmingu kjarnorkuvopna. Rot- blat lést í ágúst árið 2005 en þá voru 60 ár frá því að kjarnorku- sprengjunum var varpað á Hiroshima og Nagasaki. Síðustu ár ævi sinnar lýsti hann ítrekað yfir áhyggjum sínum vegna langvarandi stöðnunar sem honum fannst vera á útrýmingu kjarnorkuvopna og aukinni hættu á útbreiðslu þeirra. Sú ógnvekjandi þróun sem hef- ur orðið í hernaðartækni hefur gjörsneytt stríðsrekstur mann- legum tilfinningum og veruleika. Á svipstundu eru ómetanleg mannslíf hrifin á brott og heimili fólks lögð í rúst. Í þessum hrika- lega heimi ofbeldis hefur mannslíf ekki meira vægi en ómerkilegir hlutir. Andspænis þessari ógnvekjandi þróun ríkir vaxandi örvænting og vanmáttur innan alþjóðasam- félagsins. Fólk er jafnvel farið að líta á afnám kjarnorkuvopna sem óraunhæfa draumóra. Friður er barátta milli örvænt- ingar og vonar, milli vanmáttar og óbilandi staðfestu. Ef fólk upplifir sig vanmáttugt til að breyta og hafa áhrif eru meiri líkur á að það grípi á endanum til ofbeldis. Það voru mennirnir sem sköp- uðu þessi tortímingartól því getur það ekki verið ofar mannlegri visku að eyða þeim. Pugwash-ráðstefnurnar voru fyrst haldnar árið 1957. Það ár hélt kjarnorkukapphlaupið heim- inum í heljargreipum. Í september sama ár kallaði lærifaðir minn, Jo- sei Toda, eftir afnámi kjarnorku- vopna. Toda gaf út yfirlýsingu sína á fundi 50.000 ungmenna í Yokohama. Þar segir m.a: „Í dag hefur orðið til alþjóðleg- hreyfing sem kallar eftir banni við frekari tilraunum með kjarnorku- vopn. Það er ósk mín að við stíg- um skrefið enn lengra. Ég vil af- hjúpa það sem liggur að baki slíkri vopnaframleiðslu og fjar- læga það tangarhald sem hún hef- ur.“ Toda afneitaði kjarnorkuvopn- um á svo afgerandi hátt vegna þess að hann var staðráðinn í að gera fólki ljóst að vopn af þessu tagi eru í eðli sínu af hinu illa – þau virða að vettugi og grafa und- an sameiginlegum rétti mannkyns- ins til lífsins. Hið tilfinningaþrungna ákall Toda var sprottið af heimspekilegum skiln- ingi hans á innra eðli lífsins. Hann varaði við öfgafullri eigin- hagsmunahyggju sem leitast við að kné- beygja aðra að eigin vilja. Hann sá þessa tilhneigingu endur- speglast í vilja rík- isstjórna til þess að eignast þessi tortím- ingarvopn. Sú hugmynd að kjarnorkuvopn komi í veg fyrir styrjaldir og séu því ill nauðsyn stendur í vegi fyrir út- rýmingu þeirra. Við verðum að snúast af alefli gegn slíkri hug- mynd. Vegna þess að Toda áleit kjarn- orkuvopn vera af hinu illa var hann fær um að yfirstíga hvers kyns hugmyndafræði og þjóðar- hagsmuni. Hann lét valdapólitík aldrei villa sér sýn. Nú, hálfri öld síðar, er aftur farið að tala um fælingarmátt kjarnorkuvopna og ,,takmarkað“ kjarnorkustríð. Ég er sannfærður um að þetta ein- læga ákall Toda, sem sprottið var frá hans dýpstu hjartans rótum, sé í dag jafnvel enn mikilvægara leiðarljós fyrir mannkynið. Ef okkur á að takast að útrýma kjarnorkuvopnum er þörf á grund- vallar hugarfarsbreytingu hjá fólki. Frá því að kjarnorku- sprengjunum var varpað hafa þau sem lifðu af breytt örvæntingu sinni í hlutverk með því að kalla sleitulaust eftir útrýmingu kjarn- orkuvopna. Það er sameiginleg ábyrgð okkar og skylda að halda áfram því háleita starfi og yfir- færa það á baráttu gegn öllum stríðsrekstri. Árið 1982, þegar kalda stríðið stóð sem hæst, skipulögðu SGI- samtökin sýninguna „Kjarnorku- vopn: Ógn við heimsbyggðina“ í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New York. Tilgangurinn með slíkum aðgerðum er að vekja von og baráttuanda í hjörtum þeirra sem þrá frið. Til þess að styrkja enn frekar samstöðu slíkra grasrótarhreyf- inga legg ég til að áratugur verði helgaður málefninu sem „Áratug- ur aðgerða til að útrýma kjarn- orkuvopnum“ og að alþjóðleg ráð- stefna um afnám kjarnorkuvopna verði haldin sem allra fyrst. Það er unga fólkið sem tekst á við áskoranir og tækifæri fram- tíðar. Það væri því heillavænlegt að halda ungmennafund á undan árlegum allsherjarfundi SÞ til þess að leiðtogar heimsins fengju tækifæri til að hlýða á sjónarmið komandi kynslóðar. Það að lýsa yfir eindreginni andstöðu við stríð og kjarnorku- vopn er æðsta tjáning mannlegrar skynsemi sem byggist á óhagg- anlegri virðingu fyrir lífinu. Þar sem þær hörmulegu stað- reyndir um útbreiðslu kjarnorku- vopna blasa við verðum við að treysta á kraft vonarinnar sem býr innra með hverjum ein- staklingi. Það er sá umbreyting- arkraftur sem getur umsnúið jafn- vel erfiðustu aðstæðum. Til að komast úr skugga kjarn- orkuvopnanna er nauðsynlegt að hugarfarsbylting eigi sér stað hjá fjölda einstaklinga, sem vekur upp þá einlægu sannfæringu að „ég geti haft áhrif“. Þá munum við loksins sjá jarðarbúa taka hönd- um saman og heyra þá einróma krefjast þess að endir verði bund- inn á þetta brjálæði eyðilegg- ingar. Úr skugga kjarnorkuvopna Daisaku Ikeda skrifar um hættuna sem stafar af kjarn- orkuvopnun og baráttunni fyrir útrýmingu þeirra » Þar sem þær hörmu-legu staðreyndir um útbreiðslu kjarnorku- vopna blasa við verðum við að treysta á kraft vonarinnar sem býr innra með hverjum ein- staklingi. Diasaku Ikeda Höfundur er forseti SGI, stofnandi Soka-háskólanna og Toda-stofnunar- innar um friðarrannsóknir og hand- hafi friðarverðlauna SÞ. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.