Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 33
✝ (Sveinn) Ing-ólfur Rögn-
valdsson fæddist á
Akureyri 29. jan-
úar 1917. Hann lést
á Landspítalanum í
Reykjavík fimmtu-
daginn 26. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Rögn-
valdur Snorrason
kaupmaður á Akur-
eyri, f. 3.9. 1886, d.
27.9. 1923 og kona
hans, Sigríður
Sveinsdóttir frá
Nesi í Norðfirði, f. 11.4. 1890, d.
1.3. 1990. Systkini Ingólfs sem
eru látin voru Snorri, María og
Ásta. Eftirlifandi systir er
Lovísa.
Ingólfur kvæntist hinn 18.3.
1939 Hólmfríði Jónasdóttur, f.
24.10. 1917. Þau eignuðust 6
börn en eitt þeirra, stúlka, dó
eftir fæðingu. Eftir lifandi börn
Ingólfs og Hólmfríðar eru: 1)
1928 til Norðfjarðar og síðan til
Reykjavíkur 1931 þar sem hún
rak lengi vel matsölu. Eftir hefð-
bundna skólagöngu hóf Ingólfur,
þá aðeins 16 ára gamall, störf í
vélsmiðjunni Hamri sem lærling-
ur í eirsmíði og lauk því námi
sem meistari í greininni nokkr-
um árum síðar. Hann vann hjá
Hamri nánast samfellt allt til árs-
ins 1975. Fyrstu árin vann hann
m.a. við ýmsar skipaviðgerðir og
í síðari heimsstyrjöldinni var
hann orðinn verkstjóri fyrir
flokki manna sem gerði við skip
er leituðu til Íslands til viðgerða
úr átökum stríðsins. Þegar ný-
smíðadeild Hamars flutti úr
Tryggvagötunni inn í Borgartún
á sjötta áratugnum var hann val-
inn til að veita henni forstöðu og
gegndi því starfi þar til hann
hætti störfum 1975. Hann var þó
ekki hættur störfum því hann fór
að vinna að eigin fyrirtæki sem
framleiddi dráttarbeisli fyrir
bíla. Hann lét af störfum árið
1998. Ingólfur og Hólmfríður
bjuggu síðan 1998 á Kambsvegi
16.
Útför Ingólfs Rögnvaldssonar
verður gerð frá Fossvogskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.
Anna, f. 10.8. 1939,
maki er Jörgen Sig-
urjónsson og eiga
þau eitt barn og tvö
barnabörn. 2) Þor-
björg, f. 1.9. 1941,
maki er Hilmar
Bergsteinsson og
eiga þau 3 börn. Áð-
ur átti Þorbjörg einn
son. Barnabörnin
eru 11. 3) Guðbjörg,
f. 19.6. 1945, maki er
Bragi Finnbogason
og eiga þau 4 dætur,
10 barnabörn og 5
barnabarnabörn. 4) Rögnvaldur,
f. 4.6. 1947, maki er Kristjana
Emilía Kristjánsdóttir og eiga
þau 3 börn og 5 barnabörn. 5)
Gísli Jónas, f. 8.12. 1951, maki er
Lucrecia Dugay og eiga þau tvö
börn.
Ingólfur dvaldi fyrstu ár ævi
sinnar á Akureyri en faðir hans
lést er hann var 6 ára. Sigríður
móðir hans flutti upp úr því eða
Eftir nokkurra mánaða veikindi
dó faðir minn, Ingólfur Rögnvalds-
son, á 91. aldursári. Hann hafði
annars verið tiltölulega hraustur
alla tíð eins og foreldrar mínir
bæði. Starfsdagur pabba var lang-
ur eins og margra af kynslóð for-
eldra minna sem færðu landið okk-
ar inn í nútímann. Hann vann
lengst af hjá vélsmiðjunni Hamri,
eða frá 1933-1975. Fyrst sem lær-
lingur í eirsmíði og síðar sem
meistari í þeirri grein.
Í síðari heimsstyrjöldinni var
hann orðinn verkstjóri fyrir vinnu-
flokki sem vann að viðgerðum
skipa sem leituðu til landsins.
Þessi tími var pabba greinilega
alltaf hugstæður. Kyrrstaða
kreppuáranna vék fyrir erli stríðs-
áranna. Vinnutíminn og vinnuað-
stæðurnar sem hann sagði mér frá
voru ótrúlegar. Þegar Hamar setti
á fót nýsmíðadeild inni í Borg-
artúni á 6. áratugnum var hann
fenginn til að veita henni forstöðu
sem hann gerði til 1975 en þá
ákvað hann að hætta í Hamri og
hefja eigin rekstur í bílskúrnum
sínum á Bakkastíg 5.
Þó hann ynni oft langan vinnu-
dag heima á Bakkastígnum gat
hann meira stjórnað tíma sínum og
tekið sér lengri frí. Aðal viðfangs-
efni hans var að sérsmíða drátt-
arbeisli fyrir bíla og hafði hann
meira en nóg að gera. Hann vann
að smíðunum fram yfir áttræðis-
aldur. Þegar pabbi hafði ákveðið
að hætta fluttu þau foreldrar mínir
í þægilega íbúð á Kambsvegi 16.
Þar var líka góður bílskúr en hann
átti að vera fínn og pabbi tók ekki
nema lítinn hluta verkfæranna
sinna með af Bakkastígnum.
Vinir og kunningjar litu oft til
pabba í bílskúrnum og var margt
spjallað en hann var sögumaður
góður.
Pabbi hafði gaman af að veiða á
stöng. Hann tók mig með í veiði-
ferðir frá unga aldri. Þegar fjöl-
skyldan bjó fyrir vestan urðu
veiðiferðirnar fleiri og stundum
fóru börnin mín með. Þegar pabbi
treysti sér ekki lengur til að vera
með stöng sjálfur fórum við þó
saman í styttri ferðir, aðallega í
Þingvallavatn, höfðum með okkur
nesti frá mömmu og nutum sam-
verunnar, og svo var reynt að fá
fisk með heim í soðið því báðir
vissum við að nýr silungur var
uppáhald mömmu.
Faðir minn og móðir, Hólmfríð-
ur Jónasdóttir, voru aðeins 16 ára
þegar þau kynntust. Þau giftu sig
18. mars 1939. Þau áttu langa og
góða vegferð saman. Hún stóð allt-
af eins og klettur við hlið hans og
stóð með rausn fyrir barnmörgu
heimili. Við andlát pabba hefur
hún sýnt mikinn styrk.
Heimili þeirra stóð alltaf stór-
fjölskyldunni opið. Þar sem við
Emilía bjuggum lengi vel úti á
landi var það ómetanlegt fyrir
börnin okkar þegar þau voru við
nám í Reykjavík að hafa stuðning
afa og ömmu sem tilbúin voru að
hjálpa og hlynna hvenær sem var.
Það var líka hátíð í bæ þegar þau
komu í heimsókn vestur í Búðardal
færandi hendi til að gleðja barna-
börnin. Fjölskyldan okkar á þeim
svo ótalmargt að þakka.
Við Emilía biðjum algóðan Guð
að veita móður minni styrk og
blessa minningu góðs föður,
tengdaföður og afa.
Rögnvaldur Ingólfsson.
Hann kallaði mig litlu dúfuna
sína þegar ég var lítil. Á vörum lít-
illar stúlku var orðið óþjált og því
sagðist ég heita Dúda. Þetta gælu-
nafn festist við mig og breyttist
þegar ég fór í skóla í Dúdda, en
pabbi sagði alltaf Dúda. Það var
gott að skríða upp í ból til pabba á
sunnudagsmorgnum og kúra smá-
stund meðan mamma undirbjó
sunnudagslærið, en sunnudagarnir
voru oft einu frídagar pabba.
Pabbi var sterkur persónuleiki:
skapmikill, vinnusamur, og alveg
ótrúlega duglegur og flinkur í
sinni iðngrein. Hann var fljótur og
ráðsnjall þegar hans hjálpar var
leitað með hina ýmsustu hluti er
sneru að hans fagi. Þessa naut
Bragi tengdasonur hans og vinur
gegnum tíðina. Oft var að loknum
vinnudegi setið í skúrnum hjá
„tengda“, spjallað og hlustað á
sögur af reynslu hans frá langri
ævi.
Ótal margar minningar streyma
fram í hugann sem of langt er að
setja á blað en geymast hið innra
með okkur.
Elskulegum föður og tengdaföð-
ur biðjum við blessunar og þökk-
um samfylgd hans gegnum lífið.
Guðbjörg (Dúda) og Bragi.
Ég á mér mjög sterka bernsku-
minningu um hann afa minn. Þeg-
ar ég var átta ára fótbrotnaði
uppáhaldsbarbie-hesturinn minn.
Ég var niðurbrotin en mamma
vissi strax hvað við gátum gert.
Við fórum til afa á Bakkastíg. Afi
skoðaði hestinn minn og sá strax
hversu mikils virði hann var mér.
Hann fór með mér út í bílskúr og
þar byrjaði hann að máta alls kon-
ar skrúfur og rær þar til hann
fann par sem gat gengið. Róin
passaði samt ekki alveg en afi var
ekki að flýta sér, hann kveikti á
vél og slípaði hana til og bjó til
fullkomin ný liðamót sem hreyfð-
ust alveg eðlilega eins og hin. Þeg-
ar hann hafði lokið við að koma
fætinum saman stakk liturinn á
festingunni sem hann bjó til í stúf
við litinn á hestinum svo afi málaði
nýju festinguna í rétta rauðbrúna
litnum. Litla hjartað mitt tók gleði
sína á ný þegar hesturinn minn
var aftur orðinn sem nýr. Þetta at-
vik lýsir honum afa mínum svo vel,
hann var ráðagóður, vandvirkur og
gaf sér góðan tíma fyrir okkur
barnabörnin.
Ég er mjög þakklát fyrir öll árin
og gleðistundirnar sem ég átti með
honum afa og veit að hann mun
halda áfram að fylgjast með okkur
á himnum.
Anna Bragadóttir.
Hann afi nafni er dáinn. Hann
varð 90 ára. Lengst af við ágæta
heilsu. En nú hefur hann kvatt
okkur og amma hefur misst sam-
ferðafélaga sinn gegnum lífið. Þeg-
ar ég hugsa til baka finn ég fjölda
góðra minninga tengdar afa og
ömmu frá því ég var barn; heim-
sóknir á Bakkastíginn, steikti fisk-
urinn hennar ömmu, lakkrís sem
afi geymdi í sérstökum skáp. Sól
og sumar á Bakkastígnum, afi að
vinna í skúrnum, hann var laginn
handverksmaður.
Mest spennandi var að stelast til
að horfa á hann logsjóða, afi sagði
að það væri bannað að horfa í ljós-
ið en ég skildi ekki hvers vegna
fyrr en áratug seinna. Gamlaárs-
kvöld á Bakkastíg, sirkus, ára-
mótaskaup, veislumatur og flug-
eldar. Fjölskyldan samankomin.
Afi hafði gaman af að veiða og
ég fékk að vera með í fjölda veiði-
túra með honum og pabba. Í
„gamla daga“ var alltaf veiði, stór-
ir laxar og silungar, 20 pund var
fínt. Upp í hugann kemur mynd
sem ég á af afa, pabba og okkur
bræðrunum fyrir utan húsið í Búð-
ardal, sólin skín og fyrir framan
okkur eru næstum tugur stórra
feitra laxa. Afi brosir.
Svo varð maður stór, fór í nám
og eignaðist fjölskyldu. Amma og
afi fluttu á Kambsveginn. Heim-
sóknirnar urðu stopulli, en alltaf
góðar. Börnin mín fengu að kynn-
ast langömmu og langafa. Afi var
líka með svo góðan bílskúr, þar
gat maður alltaf komið með bílinn
og þrifið og bónað. Afi kom þá og
sat hjá mér og við spjölluðum um
heima og geima, þá var maður
ekki að flýta sér. Bíllinn var bón-
aður almennilega, það skildi afi
vel, hann átti alltaf fína bíla sem
voru stífbónaðir. Þessar stundir
voru góðar, og nú mun ég varð-
veita þær því þær eru mínar minn-
ingar um afa, sem er nú farinn.
Blessuð sé minning hans.
Ingólfur Rögnvaldsson.
Þegar ég var krakki þá bjó ég í
Búðardal. Þegar fjölskyldan
skrapp til Reykjavíkur þá hlakkaði
ég mikið til þess að fara í heim-
sókn til ömmu og afa á Bakk-
astígnum. Amma tók manni alltaf
fagnandi og bauð upp á góðar veit-
ingar. Afi var þá oft úti í bílskúr
þar sem hann var með vinnuað-
stöðu. Eftir að ég var búinn að
næra mig hljóp ég gjarnan út í bíl-
skúr til afa. Þar tók hann vel á
móti mér með bros á vör, alltaf
tilbúinn til að spjalla þótt mikið
væri að gera. Hann átti marga vini
sem höfðu gaman af því að koma
til hans í skúrinn og spjalla. Afi
hafði alltaf frá mörgu að segja og
eftir því sem ég varð eldri varð ég
mjög forvitinn um ævi hans. Hann
sagði mér sögur úr fortíðinni sem
margar voru ævintýri líkar. Hann
sagði mér frá því þegar hann ólst
upp á Akureyri. Systkinin þurftu
að deila með sér einu herbergi.
Þetta þótti mér merkilegt því ég
var vanur því að hafa mitt eigið
herbergi. Hann sagði mér frá þeg-
ar hann fór að vinna sem lærlingur
hjá Hamri. Kaupið var 30 aurar á
klukkustund og vinnudagurinn
langur. Hann vann frá sjö á
morgnana til sex á kvöldin. Hann
sagði mér frá kynnum sínum af
bandamönnum á stríðsárunum.
Hann var að vinna við viðgerðir á
skipum fyrir þá og komst í kynni
við mat þeirra og lífsstíl sem var
ólíkur Íslendinga á þessum tíma.
Stundum lenti hann í að gera við
skip sem nýkomin voru úr átök-
unum sem áttu sér stað kring um
landið.
Amma og afi hafa alltaf reynst
mér vel og sýnt mér mikla hlýju.
Þegar ég heimsótti þau í bæinn
sýndu þau einstaka gestrisni og
þegar þau komu til okkar í Búð-
ardal komu þau alltaf með ein-
hvern glaðning. Ég kveð afa með
miklum söknuði.
Sigurður Þór Rögnvaldsson.
Ingólfur
Rögnvaldsson
Í dag, 9. ágúst, hefði
Maddý vinkona okkar
orðið 56 ára, en hún
varð bráðkvödd 21.
júní síðastliðinn. Það
er ekki hár aldur, en
allt er í heiminum
hverfult.
Stebbi og Óli eru búnir að vera
vinir í áraraðir, og þegar þau Maddý
byrjuðu að vera saman varð hún líka
vinkona okkar. Við vorum hjá þeim í
Eyjum um páskana, og kynntumst
henni betur, og sáum þá vel hvern
mann hún hafði að heima, ljúf og
höfðingi heim að sækja. Hún sýndi
okkur myndir af börnunum og
barnabörnum og var svo stolt af öll-
um hópnum sínum. Þeim sendum við
nú innilegar samúðarkveðjur.
Þótt tíminn sem Maddý og Stebbi
Margrét Svavarsdóttir
✝ Margrét Svav-arsdóttir fædd-
ist 9. ágúst 1951.
Hún andaðist 21.
júní síðastliðinn og
var útför hennar
gerð í kyrrþey.
höfðu saman væri
stuttur, notuðu þau
hann vel, voru búin að
kaupa sér hús og þar
ætluðu þau að eyða þar
saman ævinni. Þau
pössuðu eitthvað svo
vel saman, þráttuðu og
nögguðu passlega, eins
og gömlu hjónin en
máttu hvorugt af hinu
sjá.
Ekki datt okkur í
hug um mánaðamót
maí, júní þegar þau
voru hjá okkur í nokkra
daga að það yrði í síðasta skiptið
sem við hittum Maddý í þessu lífi.
Elsku Stebbi, hvað segir maður á
svona stundu? Fyrst missirðu Dóra
bróðir þinn í vetur, svo hana Maddý
þína.
Notaðu vel góðu minningarnar
þínar, því við verðum að læra að lifa
með þær, þó það sé stundum sárt.
En þessu fáum við ekki breytt.
Blessuð sé minning Margrétar
Svavarsdóttur.
Gerða og Ólafur.
Allar minningar um Sigga frænda
eru góðar, hann var fyrirmyndar
maður, bar virðingu fyrir sjálfum
sér og öllum öðrum, allir voru jafnir
í hans augum. Hann hugsaði vel um
alla sína stóru fjölskyldu. Við börn
Egils og Guðrúnar biðjum Sigga
frænda guðsblessunar og vottum
Fríðu og fjölskyldu okkar dýpstu
samúð við fráfall ástvinar.
Svanborg, Páll, Guðjón,
Stefán, Pálmi, Gunnar,
Guðríður, Sigrún og Sigríður.
Þá hinsti garðurinn úti er,
ég eigi lönd fyrir stöfnum.
Og eftir sólfáðum sæ mig ber,
að sælum blælygnum höfnum.
Og ótal klukkur ég heyri hringja.
Og hersing ljósengla Drottins syngja.
Velkominn hingað heim til vor.
Lát akker falla ! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel þú æðandi dimma dröfn!
Vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í æginn falla.
Ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
(Vald. V. Snævarr.)
Elskulegur afabróðir minn er nú
látinn eftir erfiða baráttu við óvæg-
inn sjúkdóm. Mig langar í nokkrum
orðum að minnast Sigga frænda
með þökk fyrir alla þá ást og alúð
sem hann sýndi mér og mínum í
gegnum árin.
Hann Siggi ólst upp í stórum
systkinahóp undir Eyjafjöllum
ásamt afa mínum Agli. Egill afi hélt
fjölskylduhefðinni við og eignaðist
níu börn. Siggi var í sérstöku uppá-
haldi hjá þeim systkinum og fyrir-
mynd drengjanna í hópnum. Sigga
varð því miður ekki barna auðið en
hann átti nú samt mikið í þessum
ólátabelgjum á Rauðholtinu og svo
Þórunni dóttur Fríðu nokkru síðar
ásamt börnum hennar Snorra og
Fríðu.
Minningar koma upp í hugann á
stundum sem þessum, ég man þeg-
ar ég var lítil skotta að bíða úti á
bryggju eftir því að stóra skipið
hans Sigga frænda kæmi í land í
Ólafsvíkinni.
Siggi var vélstjóri til fjölda ára á
Fossunum hjá Eimskipafélagi Ís-
lands og sigldi því um allan heim og
kunni ófáar sögur af fjarlægum
löndum. Ég safnaði þjóðbúninga-
dúkkum af miklum krafti á tímabili
og Siggi bætti vel á það safn, dúkk-
um víðsvegar úr heiminum.
Ég man hve mikil stoð og stytta
Siggi og Fríða voru þegar ég ung að
árum hélt ein til höfuðborgarinnar í
Verzlunarskólann, þau hjón voru
miklir talsmenn góðrar menntunar
og hvöttu mann til dáða þegar
menntaveginn var gengið. Þau áttu
fyrirmyndar heimili og alltaf var
Ægissíðan opin fyrir létt spjall og
bakkelsi, góðan mat og mikla hlýju.
Þorrablótin á Ægissíðunni koma
upp í hugann þar sem allt var
heimagert og fínt eins og þeim
hjónum sæmir.
Peysufatadagurinn var stór dag-
ur fyrir unga Verzlunarskólasnót,
Siggi var mættur fyrir allar aldir
með myndavélina og fína jeppann
svo að daman kæmist leiðar sinnar
á vit ævintýranna.
Siggi og Fríða hafa alltaf verið
dugleg að samfagna með mér og
mínum tímamótum í lífinu, þegar
við Sigurvin fjárfestum í okkar
fyrstu íbúð komu Siggi og Fríða
ásamt Laugu og Emil í heimsókn
færandi hendi til að samfagna með
unga fólkinu sem okkur þótti af-
skaplega vænt um.
Siggi siglir nú sína hinstu sigl-
ingu og hefur haldið á fögur mið á
fjarlægum slóðum. Siggi var mik-
ilmenni, ekki aðeins að hann hafi
verið óvenju hávaxinn maður heldur
hafði hann að geyma hjarta úr gulli
og stóra góða faðmlagið hans verm-
ir manni um hjartaræturnar um
ókomna tíð.
Með sælar minningar í huga –
takk fyrir allt kæri frændi.
Elsku Fríða mín, við Sigurvin og
foreldrar mínir vottum þér og fjöl-
skyldu þinni okkar dýpstu samúð og
biðjum góðan guð að vera með ykk-
ur.
Hafdís Björk Stefánsdóttir.