Morgunblaðið - 09.08.2007, Page 2

Morgunblaðið - 09.08.2007, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hringdu í 530 2400 og kynntu þér málið! www.oryggi.is Prófaðu Heimaöryggi í tvo mánuði í sumar – ókeypis! H im in n o g h a f / S ÍA Engin krafa er gerð um framhaldsviðskipti, engin skuldbinding! Tilboðið er í boði á þeim þéttbýlisstöðum þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila og sinnir útkallsþjónustu. Vegna fráb ærra undir tekta framlengju m við tilbo ðið til 15. ágúst Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FULLTRÚAR Orkustofnunar skoð- uðu framkvæmdasvæði við Fjarðar- árvirkjun og funduðu með bæjar- stjóra, bæjarverkfræðingi og framkvæmdaraðila á Seyðisfirði í gær. Hákon Aðalsteinsson, sérfræð- ingur stofnunarinnar, kvað þar hafa komið fram skýringar á mörgum álitamálum sem uppi voru en vildi ekki tjá sig frekar um efni fundarins. Birkir Þór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar orkuvirkj- unar ehf., vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar Morgunblaðið náði tali af honum. Stjórnsýsluatriði ekki á hreinu Ólafur Hr. Sigurðsson bæjarstjóri segir fundinn hafa verið afar gagn- legan og skýra stjórnsýsluatriði sem ekki hafi verið á hreinu hjá neinum aðilum málsins. Greinilega sé full þörf á því að allir skoði sína aðkomu, Seyðisfjarðarkaupstaður, Skipulags- stofnun og iðnaðarráðuneytið. „Hér kom það á daginn að öll mannvirki sem framkvæmdunum fylgja, að þrýstipípu og stíflum meðtöldum, eru byggingarleyfisskyld því einka- aðili sér um framkvæmdirnar en ekki opinber aðili. Því hafa menn ekki áttað sig á, hvorki við né Skipu- lagssstofnun,“ segir Ólafur, en til þessa hafa slík leyfi einungis verið gefin út vegna stöðvarhúsa. Að form- inu til er því bróðurhluti fram- kvæmdanna unninn í leyfisleysi. Aldrei talað um byggingarleyfi Fyrir réttri viku fundaði bygging- arfulltrúi með starfsmönnum Skipu- lagsstofnunar og var þá að sögn Ólafs gert að semja viðauka við framkvæmdaleyfi til að skýra eftirlit sveitarfélagsins. Ekki hafi verið minnst á að gefa þyrfti út bygging- arleyfi fyrir öllum mannvirkjum. Þá hafi Skipulagsstofnun lagt höfuð- áherslu á að bæjaryfirvöld gæfu út framkvæmdaleyfi í upplýsingum vegna úrskurðar um matsskyldu virkjunarinnar vegna umhverfis- áhrifa á sínum tíma, en hvergi minnst á byggingarleyfi. Segir Ólafur bæjarstjórn hafa litið svo á að vinna ætti eftir Raforkulög- unum frá 2003 og reglugerð um framkvæmd þeirra frá 2005. Hins vegar eigi að vinna eftir byggingar- og skipulagslögum frá 1997. Ljóst sé að eftir setningu raforkulaganna hefði þurft að samræma lög og reglugerðir hvað þennan eftirlitsþátt snertir svo að á hreinu væri að allar framkvæmdir af þessu tagi færu í sama farveg, hvort sem þær væru á höndum opinberra aðila eða einka- fyrirtækja. „Það er alveg klárt að með þessu fyrirkomulagi er verið að brjóta jafnræðisreglu, því opinber- um aðilum og einkaaðilum er mis- munað,“ segir Ólafur. Leyfin verða gefin út Hingað til hefur einungis verið kallað eftir upplýsingum um stöðv- arhús vegna útgáfu byggingarleyfa. Munu bæjaryfirvöld að sögn gefa út leyfi fyrir öðrum verkþáttum um leið og nauðsynleg gögn berast, en bæj- arstjórinn kveður þau öll liggja fyrir nú þegar, bæði um þrýstipípuna og aðra verkþætti sem hingað til hafa verið unnir án leyfa. Fljótlegt verði því að afgreiða málið á réttan hátt. Enginn vissi að öll mann- virki þyrftu byggingarleyfi  Jafnræðisregla hugsanlega brotin  Heimsókn Orkustofnunar afar gagnleg Fundað Ólafur Hr. Sigurðsson bæjarstjóri, Sigurður Jónsson bæjarverk- fræðingur, Ívar Þorsteinsson og Hákon Aðalsteinsson frá Orkustofnun og Elín Smáradóttir lögfræðingur stofnunarinnar. Ljósmynd/Einar Bragi Bragason Þótt sár eftir framkvæmdirnar séu á mörgum stöðum mjög stór og breið er það mat margra heimamanna að frá- gangur sé vandaður. Nokkur ár mun taka gróður að skjóta rótum í sárinu en þá verður þrýstipípan ekki sýnileg. Í HNOTSKURN »Byggingarleyfisskyldarframkvæmdir sem fara fram án útgefins leyfis skal byggingarfulltrúi stöðva og láta fjarlægja eða afmá hin ólöglegu mannvirki sam- kvæmt 2. mgr. 56. gr. skipu- lags- og byggingarlaga. »Spyrja má hvort útgáfubyggingarleyfa hafi verið sinnt með fullnægjandi hætti við smávirkjanir í öðrum sveit- arfélögum fyrst slík óvissa hefur ríkt um þetta atriði í til- felli Fjarðarárvirkjunar. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Frágangur að mörgu leyti vandaður Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is STOFNFJÁRBRÉF í Sparisjóði Húnaþings og Stranda (SPHUN) virðast skyndilega vera orðin eftir- sótt ef marka má tvær auglýsingar í Morgunblaðinu nýlega. Sú síðari birtist í blaðinu sl. laugardag þar sem nafnlaus aðili óskaði eftir því að kaupa stofnfjárbréf í sjóðnum. Einhverjir stofnfjáreigendur í SPHUN munu þegar hafa skrifað undir einhvers konar skuldbindingu þess efnis að selja bréf sín en slík við- skipti eru þó háð samþykki stjórnar sjóðsins. Egill Gunnlaugsson, for- maður stjórnar SPHUN og dýra- læknir á Hvammstanga, segir stjórnina hafa tekið þá ákvörðun að samþykkja sölu ekki á þessu stigi málsins, hvað svo sem síðar kunni að verða. „Við eigum eftir að hittast og ræða þessi mál og tökum ákvörðun í framhaldi af því,“ segir Egill en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur stjórn sjóðsins sent stofnfjár- eigendum bréf þar sem segir að nið- urstöðu sé jafnvel ekki að vænta fyrr en undir áramót. Bókfært virði um 3 milljarðar Upphaflega var stofnfjáreigend- um boðið tvöhundruðfalt nafnverð bréfanna en heimildir Morgunblaðs- ins herma að kaupverð í þeim samn- ingum sem þegar hafa verið undirrit- aðir sé um 280-falt nafnverð. Nú eigi kaupendur í viðræðum um að greiða 300-falt nafnverð stofnbréfanna. Sparisjóður Húnaþings og Stranda er ekki einn af stærri spari- sjóðum landsins en er engu að síður öflugur og gengur reksturinn að sögn Egils afar vel. Bókfært virði sjóðsins um síðustu áramót mun hafa verið um 3 milljarðar króna. Eru tilbúnir að greiða 300-falt nafnverð Í HNOTSKURN »Meðal helstu eigna sjóðs-ins er eignarhlutur í Ex- istu sem mun að mestu leyti vera í gegnum Kistu eign- arhaldsfélag, sem er í eigu nokkurra sparisjóða. »Það er að öllum líkindumsú eign sem fjárfestar eru að sækjast eftir. Stjórn sparisjóðsins samþykkir ekki sölu að þessu sinni Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FÉLAGSMENN í VR setja lengra orlof og meiri sveigjanleika í vinnu- tíma efst á blað fyrir komandi kjara- samninga að því er fram hefur komið í starfi rýnihópa og málefnahópa vegna undirbúnings fyrir kjara- samningana næsta vetur. Hafa sum- ir félagsmenn viðrað þá hugmynd að fjölga frídögum í 30 að hámarki, eins og víða tíðkast hjá opinberum starfs- mönnum og bankamönnum. „Niðurstöður rýnihópa hjá VR benda til þess að helstu kröfur fé- lagsmanna séu um meira frí og auk- inn sveigjanleika. Fjöldi frídaga á Ís- landi er í takt við það sem best gerist í aðildarríkjum ESB,“ segir í nýrri umfjöllun á vefsíðu félagsins. Ný Evrópukönnun hefur leitt í ljós að mikill munur er á fjölda frídaga í löndum Evrópusambandsins. Þegar bæði er tekið tillit til almennra frí- daga og launaðra orlofsdaga á vinnu- markaði landanna kemur í ljós að þeir eru flestir í Svíþjóð eða 42 en fæstir í Eistlandi, 26. Þjóðverjar, Ítalar og Danir eru ofarlega á lista með 38 til 40 frídaga. Að meðaltali fær launafólk í Evrópusambandinu rétt rúmlega 25 daga í orlof á ári. Ekki eru birtar heildartölur yfir frídaga á Íslandi í samanburðinum en skv. VR eru frídagar félagsmanna 35 til 39 talsins. Opinberir frídagar og stórhátíðardagar á virkum dögum 11 að meðaltali en orlof 24-28 dagar. Vilja semja um aukið frí Svíar fá 42 frídaga, hér eru þeir 35-39 ÁKVEÐIÐ hefur verið að gefa lengri frest til að skila inn athuga- semdum við drög að mati á umhverf- isáhrifum 1. áfanga Sundabrautar og er hann nú til 17. ágúst. Í lok júní var lagður fram til mats á umhverfis- áhrifum einn nýr valkostur, Sunda- göng frá Laugarnesi upp í Gufunes, sem og áður framlagður valkostur, Eyjalausn á leið III, en í breyttri legu. Athugasemdir skal senda á netfangið umhverfismat@lh.is. Áhrif Sunda- ganga í mat ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.