Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ dagbok | velvakandi Bón til Páls útvarpsstjóra ÉG HLUSTA alltaf á morgun- útvarp Rásar eitt og vil ég nú biðla því til Páls útvarpsstjóra að gefa hlustendum frí frá banka- og pen- ingaumræðu fyrst á morgnanna. Við sem erum að baslast áfram með hundrað þúsund krónur á mán- uði höfum engan áhuga á þessu og finnst mér þessi umræða vanvirð- ing við þá sem lítið hafa. Væri ekki hægt að sleppa fjármálaumræðu í morgunsárið, Páll? Með ágætri kveðju fyrir annars góða dagskrá. Konan norður á hjaranum. Stækkum Lækjartorg HVERNIG væri að nota svæðið sem brann í miðbæ Reykjavíkur til að stækka Lækjartorg? Ef hugmyndin yrði vel útfærð og skemmtilega hönnuð gæti torgið orðið svo fallegur sumarstaður. Ég er komin með leiða á þessu litla roktorgi með einni klukku. Sigríður. Herjólfur og jarðgöng ÞAÐ er búið að ganga mikið á í sambandi við jarðgöng til Vest- mannaeyja. Hver hefur sína skoðun á þessu máli en sannleikurinn er sá að mjög lítill en hávær hópur gerir sér enga grein fyrir staðreyndum varðandi jarðgöngin. Ég ætla ekki að fara út í löng rök í þessu máli en sem betur fer er 80% þjóðarinnar með sæmilega skynsemi og áttar sig á að jarðgöng eru út í hött. Ann- ar kostur hefur verið ræddur en það er Bakkafjara. Sæmileg skyn- semi er í því en reyndir sjómenn telja að ferðir Herjólfs myndu falla niður öðru hverju vegna sjógangs. Aðrir benda á að keyrsla þaðan og til Reykjavíkur með rútu tekur rúmar tvær klukkustundir og tíma- sparnaðurinn því mjög lítill. Þriðja leiðin er aðeins stærri og hrað- skreiðari Herjólfur eða með tveggja tíma siglingu. Staðreyndin stóra er nefnilega sú að mikill meirihluti Eyjamanna er á því að fara þessa leið. Þetta er mjög stór hópur en því miður ekki mjög há- vær. Ég skora á samgönguráðherra, sem tók mjög skynsama ákvörðun með að slá af jarðgöngin, að athuga þennan möguleika mjög vel. Eyjamaður. Þökk fyrir birtingu ÉG VIL þakka Morgunblaðinu fyr- ir að birta, 4. ágúst sl., ræðu Davíðs Oddssonar sem hann flutti á Sól- heimum 8. júlí sl. Á Sólheima er svo yndislegt að koma og það er svo fallegt þarna. Eldri borgari. Kettlingar fást gefins SEXTÁN vikna gamlir kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 845 1660 og 899 5522. GÆSIR í Laugardal rökræddu veður og vind við Ylfu Guðrúnu Unnars- dóttur sem lét kvakið lítið á sig fá. Morgunblaðið/Kristinn Í grasagarðinum Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand YFIR HVAÐA HÆFILEIKUM BÝRÐ ÞÚ HERRA MINN? ÉG HELD KEÐJUSÖGUM Á LOFTI Á MEÐAN ÉG SPILA POLKATÓNLIST ÁHUGAVERT... EN AF HVERJU KEÐJUSAGIR? ÞVÍ ÞAÐ ER ÞAÐ EINA SEM NÆR AÐ YFIRGNÆFA POLKATÓNLISTINA MIKIÐ ER HANN KLÁR LOKAN OPNAST OG SPRENGJAN, KALVIN, STEFNIR TIL JARÐAR! KALVIN ER MEÐ EYÐILEGGINGARMÁTT Á VIÐ HUNRAÐ KJARNORKU- SPRENGJUR! ALLUR HEIMURINN FYLLIST ÓTTA ÞEGAR KALVIN NÁLGAST JÖRÐINA ÉG HELD NÚ SÍÐUR! SJÁÐU! FLÖSKU- SKEYTI !! FLJÓTUR! OPNAÐU ÞAÐ! ÞETTA ER AUGLÝSING FYRIR VIÐBÓTAR- LÍFEYRISSPARNAÐ ... UM LEIÐ OG ÞEIR KOMAST AÐ ÞVÍ HVAR MAÐUR Á HEIMA ÞÁ HÆTTA ÞEIR ALDREI ÞAÐ ER SVO FRÁBÆRT AÐ VERA ÚTI Í VILLTRI NÁTTÚRUNNI OG VEIÐA SÉR SJÁLFUR TIL MATAR! ALVEG EINS OG ÞEIR GERA ÚTI Á SLÉTTUNNI MATURINN ER SAMT MISJAFNLEGA GÓÐUR HÆ! HVERNIG HEFUR ÞÚ ÞAÐ? EKKI MJÖG GOTT... NÚ? HVAÐ ER AÐ? ÞAÐ ER HANN PABBI ÞINN OG ÞESSI ÁRANS PÓKER !! ÉG HÉLT AÐ ÞÚ HEFÐIR EKKI ÁHYGGJUR AF ÞVÍ ÞAÐ VAR ÁÐUR EN HANN TAPAÐI 150.000 kr. EH... ÞÚ ÁTT VIÐ 300.000 TED CHAMBERS ER AFTUR KOMINN Í BÚNINGINN SEM HANN FANN... Í ÚTVARPINU VAR SAGT AÐ ÞESSI HLUTI HEFÐI ORÐIÐ VERST ÚTI KANNSKI GET ÉG BJARGAÐ EINHVERJUM EINS OG ÉG GERÐI SÍÐAST ÞAÐ ER KVIKNAÐ Í ÞESSARI BYGGINGU EN ÉG ER HRÆDDUR VIÐ ELD Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.