Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKILL áhugi er á íslenskukennslu hjá útlendingum og fyrirtækjum eins og kom fram í fjölda umsókna um styrki til kennslunnar fyrr á þessu ári, skv. upplýsingum menntamálaráðuneytisins. Ríkisstjórnin ákvað fyrr í sumar að veita 100 milljónum kr. til nám- skeiða í íslensku fyrir útlendinga á síðari hluta ársins. Verða styrkir til námskeiðahalds auglýstir á næst- unni. Ráðuneytið auglýsti í janúar styrki til námskeiða í íslensku sem haldin voru fyrri hluta ársins og sóttu alls yfir 70 fræðsluaðilar og fyrirtæki um ríflega 144 millj. kr. til að halda námskeið fyrir rúmlega 4.600 útlendinga. Veittir voru 60 styrkir til að halda námskeið fyrir samtals 3.360 nemendur. Ekki reyndist unnt að koma til móts við ýtrustu óskir umsækjenda. Mikill áhugi á íslenskukennslu meðal útlendinga hér á landi Morgunblaðið/Eyþór Alþjóðahús hefur staðið að ís- lenskukennslu fyrir útlendinga. HINN 8. maí sl. lögðu af stað þeir Sverrir og Einar Þor- steinssynir í hringferð í kringum hnöttinn á mót- orhjólum. Þremur mánuðum og rúmum 32.000 kílómetr- um síðar ljúka þeir ferð sinni þar sem hún hófst. Leiðin sem þeir völdu var ekki hefðbundin en þeir fóru mikinn hluta ferðarinnar utan alfaraleiða á torfær- um slóðum, fjarri byggð. Þeir hafa meðal annars farið um Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Rússland, auðnir Síberíu, fáfarna slóða Mongólíu, Japan, Alaska og Am- eríku. Ferðinni lýkur er þeir renna í hlað hjá MotorMax að Klettshálsi 13 föstudaginn 10. ágúst kl. 10.00 og þar mun fjölskylda þeirra, vinir og aðrir velunnarar og áhugamenn taka á móti þeim. Allir mótorhjólamenn eru hvattir til að hjóla síðasta spölinn með þeim bræðrum í hóp frá Keflavík og hefst aksturinn við Flugstöð Leifs Eiríkssonar kl. 09.00, segir í tilkynningu Heimsreisu lýkur í vikulok HINU fornfræga gufubaði á Laug- arvatni verður lokað frá 15. ágúst næstkomandi. Nýtt og betra gufubað verður svo opnað á sumardaginn fyrsta árið 2008. Mikil uppbygging stendur fyrir dyrum með þátttöku Bláa lónsins. Um verður að ræða full- koma heilsulind, sem verður opin fyrir heimamenn og þann mikla fjölda ferðamanna, sem sækir stað- inn heim árlega. Gufubaði lokað SKIPUÐ hefur verið níu manna stjórn Vinnueft- irlits ríkisins til fjögurra ára. Félagsmálaráð- herra skipar í stjórnina. For- maður stjórnar er Margrét S. Björnsdóttir, forstöðumaður stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Aðrir í stjórninni eru Guðrún Kr. Óladóttir og Halldór Grönvold, til- nefnd af ASÍ, Inga Rún Ólafs- dóttir, tilnefnd af BHM, Sigríður Kristinsdóttir, tilnefnd af BSRB, Gunnar Björnsson, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Hersir Odd- son, tilnefndur af Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, og Jón Rún- ar Pálsson og Guðrún S. Eyjólfsdóttir, tilnefnd af Sam- tökum atvinnulífsins. Ný stjórn Vinnueftirlits Margrét S. Björnsdóttir. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÉG TEL ekki óeðlilegt að hlutdeild þorsks í aflapottum á við byggða- kvóta og rækju- og skelbætur sé minnkuð, þegar dregur úr þorskveið- inni á næsta fiskveiðiári,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra. „Hins vegar er það þannig að hend- ur okkar voru nokkuð bundnar vegna þess að um þetta gilda tiltekin lög, sem við að sjálfsögðu hlutum að fara eftir við úthlutun okkar og ráðstöfun í þessa potta á næsta fiskveiðiári. Það er hins vegar ætlun okkar og kom fram þegar við kynntum ráðstafanir í tengslum við ákvörðun um lækkað aflamark í þorski, að breyta útreikn- ingsreglum í sambandi við byggða- kvótana, sem mun þá leiða til þess að hlutur þeirra sem eru með hlutfalls- lega mestan þorskkvóta minnkar og byrðarnar af því að leggja inn í þessa potta verði þess vegna jafnari,“ segir Einar. Ígildi 11.000 tonna af þorski tekin frá Morgunblaðið leitaði viðbragða ráðherrans vegna þess að tekin eru frá ígildi 11.000 tonna af þorski áður en úthlutað er aflaheimildum í afla- markskerfunum tveimur. Þessar heimildir eru nýttar í línuívilnun, bætur til skel- og rækjubáta og byggðakvóta. Hlutfall þessara bóta af heildinni hefur aukizt vegna hins mikla niðurskurðar á þorskveiðiheim- ildum á næsta fiskveiðiári. „Þessa mun sjá stað í frumvarpi, sem ég mun leggja fyrir Alþingi nú á haustdögum og þar með verður komið til móts við þessi sanngjörnu sjónarmið, að það sé eðlilegt að hlutur þorskkvótans í byggðapottum muni minnka. Það verður hins vegar ekki gert nema með breytingu á lögum og þess vegna var ekki hægt að taka tillit til þessara sjónarmiða núna við ákvörðunina um úthlutun þorsks í ákveðna byggða- potta á næsta fiskveiðiári.“ Ekki áform um breytingu á línuívilnun „Það er sama með línuívilnunina. Magnið í henni er bundið í lögum og ég hef í sjálfu sér ekki haft nein áform um að breyta því. Það eru fyrst og fremst hinir þættirnir, sem ég held að sé mikil sanngirni að sé dreift með öðrum hætti en er gert í dag. Það er einnig þannig, eins og við sjáum, að ýsukvótinn hefur verið að aukast ár frá ári. Ég tel ekkert óeðli- legt að það sé tekið meira tillit til þess, þegar við erum að úthluta í þessar aflabætur, en gert hefur verið. Þetta er hins vegar allt háð lögum sem við þurfum að breyta áður en hægt er að gera þær breytingar. Það er ætlun mín að til þess geti komið á komandi hausti,“ segir Einar K. Guð- finnsson. Eðlilegt að hlutdeild þorsks í bótum minnki Úthlutun í bætur vegna skel- og rækjubáta, byggðakvóta og línuívilnunar er bundin í lög sem torveldar breytingar Einar K. Guðfinnsson Í HNOTSKURN »Það er sama með línuíviln-unina. Magnið í henni er bundið í lögum og ég hef í sjálfu sér ekki haft nein áform um að breyta því. »Það er einnig þannig, einsog við sjáum, að ýsukvót- inn hefur verið að aukast ár frá ári. Ég tel ekkert óeðlilegt að það sé tekið meira tillit til þess, þegar við erum að út- hluta í þessar aflabætur, en gert hefur verið. BREZKA fiskréttaverksmiðjan Iglo Birds Eye er að setja á markað nýja umhverfisvottaða afurð. Það eru fiskfingur úr alaskaufsa, en veiðar á honum hafa á ákveðnum svæðum verið vottaðar sem sjálfbærar af Marine Stewardship Council. Kem- ur ufsinn í stað þorsks og mun Birds Eye draga kaup á þorski saman um 4.000 tonn á ári. Birds Eye er með 80% markaðs- hlutdeild í fiskfingrum á Bretlandi og mun fyrirtækið áfram nota þorsk og ýsu í aðrar tegundir fiskfingra til að viðhalda fjölbreytni í framboði. Samsteypan Unilever færði alla framleiðslu sína á fiskfingrum undir vörumerkinu Iglo í Þýzkalandi yfir í hinn vottaða alaskaufsa árið 2005. Þá höfðu ufsaveiðarnar í Beringshafi og við Aleuta-eyjar verið vottaðar sem sjálfbærar af MSC. Verðmunur á vottuðum ufsa og ufsa veiddum af Rússum er lítill og því hafði þessi breyting ekki áhrif til hækkana á fiskfingrunum. Fiskfingurnir frá Birds Eye verða seldir á 253 krónur, 12 stykki í pakka. Merki MSC verð- ur á pakkningunum. Móðurfyrirtæki Birds Eye og Iglo leggur áherzlu á að færa framleiðslu sína eins og unnt er yfir í umhverf- isvottaðar afurðir úr fiskstofnum þar sem sjálfbærar veiðar eru stund- aðar. Jafnframt að minnka notkun á þorski en þó ekki hætta henni alveg. Vottaðir fiskfingur ÚR VERINU NÝTING flaks af þorski sem er veiddur út af Suðausturlandi er betri en af þorski sem er veiddur út af Norðurlandi. Þá er flakanýt- ing betri á tímabilinu júní til ágúst miðað við aðra ársfjórðunga. Þetta kemur fram í rannsókn Matís (Matvælarannsóknir Íslands) sem ber heitið Verkunarspá - tengsl hráefnisgæða við vinnslu og verk- unarnýtingu þorskafurða. Samstarfsverkefni Matís og Fish Seafood Í rannsókninni, sem er sam- starfsverkefni Matís og Fish Sea- food, er að finna niðurstöður á því hvernig þorskur, sem veiddur var á mismunandi veiðisvæðum og á ólíkum árstíma, nýtist sem hráefni við vinnslu og verkun léttsaltaðra þorskafurða, en sú afurð hefur átt vaxandi vinsældum að fagna á mörkuðum í S-Evrópu á undan- förnum árum. Í rannsókninni voru skoðaðir þættir eins og aldur hrá- efnis frá veiði, los, mar, holdafar og fleira sem getur tengst árs- tíðabundnum sveiflum í ástandi hráefnisins og veiðisvæðum ásamt veiðiaðferðum og meðhöndlun afla frá veiði til vinnslu. „Fram komu vísbendingar um mismunandi eiginleika þorsks á mismunandi veiðisvæðum og árs- tímum. Helstu niðurstöður voru þær að veiðisvæði út af Suðaust- urlandi gáfu marktækt betri flakanýtingu í þorski en veiði- svæði út af Norðurlandi, auk þess sem flakanýting var betri á tíma- bilinu júní-ágúst, miðað við aðra ársfjórðunga,“ segir Sigurjón Arason, sérfræðingur hjá Matís. Hann segir að þegar þorskinum hafi verið skipt í þrjá þyngdar- flokka, hafi komið í ljós að léttasti flokkurinn (1,4-2,1 kg) var með meiri þyngdaraukningu við verk- un léttsaltaðra afurða en þyngri flokkarnir. „Það gefur til kynna að þyngri þorskurinn þurfi lengri tíma í pæklun en léttari þorskurinn. Vatnsheldni var áberandi lægri á veiðisvæðum út af Norðurlandi og Norðausturlandi en á öðrum mið- um.“ Verkefnið var styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi. Nýting flaka mismun- andi eftir svæðum Betri flakanýting af þorski úti af Suðausturlandi Morgunblaðið/Alfons Í HNOTSKURN »Flakanýting er betri átímabilinu júní til ágúst miðað við aðra ársfjórðunga. »Vatnsheldni var áberandilægri á veiðisvæðum út af Norðurlandi og Norðaust- urlandi en á öðrum miðum. » Í rannsókninni voru skoð-aðir þættir eins og aldur hráefnis frá veiði, los, mar, holdafar og og fleira. LANDGRÆÐSLUDAGUR land- græðslufélaganna er í dag og af því tilefni afhendir Landgræðsla rík- isins landgræðsluverðlaun ársins 2007 í kvöld til einstaklinga og/eða félaga fyrir störf þeirra að land- græðslumálum. Sérstök kynning á landgræðslu í Öxarfirði fer fram í dag og afhend- ingin verðlaunanna verður síðan í kvöld í Skúlagarði í Kelduhverfi. Landgræðsla verðlaunuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.