Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 6
                 !" #  #                                                      Á DAG lásu að meðaltali jafnmargir Morgunblaðið eða fréttavefinn mbl.is annars vegar og lásu Frétta- blaðið eða fréttavefinn visir.is hins vegar á tímabilinu frá maí fram í júlí. Þetta má ráða af niðurstöðum fjöl- miðlakönnunar Capacent sem birtar voru í fyrradag. 70,15% þeirra sem spurðir voru í könnuninni lásu Morgunblaðið eða heimsóttu mbl.is á meðaldegi á tíma- bilinu en 70,06% lásu Fréttablaðið eða heimsóttu visir.is. 40-60 ára nota fremur Morg- unblaðsmiðlana Ef tölurnar eru brotnar upp eftir aldurshópum má sjá að Morgun- blaðsmiðlarnir eru fremur notaðir af fólki 40 til 60 ára en fólk á aldrinum 20 til 40 ára notar heldur Fréttablað- ið og visir.is. Þeir miðlar eru einnig heldur notaðir af fólki 60 ára og eldri. Þar sem verulega mun fleiri sækja vefinn mbl.is en visir.is í öllum ald- urshópum verður staða Morgun- blaðsmiðlanna sterkari hjá aldurs- hópnum 40 til 60 ára þar sem munurinn á milli blaðanna er tölu- vert minni. Daglega nota rúmlega 70% Morgunblaðsmiðlana 6 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞENNAN stutta tíma sem þessi bæjarstjórn hefur setið hefur það sýnt sig að hún er algjörlega van- hæf,“ segir Birgir Torfason, meðlim- ur í Vinum Akureyrar, sem hrundið hefur af stað undirskriftarsöfnun í bænum. Birgir hvetur þar bæjarstjórann og bæjarstjórnina til að segja af sér, ekki síst vegna ákvörðunar, sem tek- in var rétt fyrir verslunarmanna- helgi, um að meina ungmennum á aldrinum 18-23 ára að tjalda í bæn- um. Hann er ekki bjartsýnn á að bæjarstjórnin muni segja af sér en segir söfnunina vera þarfa vakningu. Birgir segir tekjumissi kaup- manna hlaupa á tugum milljóna króna en sjálfur rekur hann tvo skemmtistaði í bænum, þar sem að- sókn var tilfinnanlega minni en aðrar verslunarmannahelgar. Hvetja til afsagnar bæjarstjórnar JÓHANN Skúlason á Hvin frá Holtsmúla sýndi hvað þarf til að vera besti töltknapi í heimi. Átti hann stórkostlega sýningu í for- keppni töltsins í Hollandi gær, yfirburðirnir voru ótrúlegir en dómarnir gáfu honum 8,87, sem er hreint út sagt ótrúleg einkunn enda sú hæsta sem nokkur hefur náð í tölti á heimsmeistaramóti. Jóhann hefur titil að verja en hann varð heimsmeistari í tölti í Svíþjóð 2005 og varði þá titil sinn frá því í Danmörku 2003. Ljóst er að Hvinur er í sínu allra besta formi og er án efa besti töltarinn í dag. Sterkustu hliðar Hvins eru hraðabreytingarnar og yfirferðin. Hæga töltið er einnig afburðagott en jafnast þó ekki alveg á við hitt. Annar inn í úrslit er svo Íslandsmeistarinn Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu. Þeir félagar fengu 8,17 í einkunn fyrir sýn- inguna sína. Þrátt fyrir þennan mikla mun á fyrsta og öðrum hesti er ekki hægt að segja að sýning Þórarins hafi verið eitthvað slæm. Þórarinn sýndi mjög góða takta á hæga tölt- inu og var einnig mjög góður á hinum gang- hröðunum. Gaman verður að sjá núverandi Íslandsmeistara og núverandi heimsmeistara mætast í úrslitum. Keppnin á milli þeirra á eftir að vera gríðarlega spennandi. Ekki langt undan er samt hinn norski Sti- an Pedersen á hinum keppnisvana Jarli frá Miðkrika með einkunnina 8,13. Stian er heimsmeistari í fjórgangsgreinum og á ef- laust eftir að reyna að verja þann titil. Jarl var langbestur á yfirferðinni og var hraðinn þvílíkur í beygjunum að það lá við að hann væri láréttur. Mæðgur í úrslitum Keppt er einnig í ungmennaflokki á heims- meistarmótinu en ungu knaparnir ríða samt í sömu keppni og þeir fullorðnu. Helena Að- alsteinsdóttir er ein af ungmennunum en hún keppir fyrir Noreg. Hún náði frábærum ár- angri með því að ná sjötta sætinu og komast þar með í B-úrslit. Hún mun samt leiða móð- ur sína í gegnum úrslitin. Móðir hennar er Unn Kroghen Aðalsteinsson og varð tíunda í forkeppninni. Annað ungmenni er einnig í B- úrslitum en það er Þjóðverjinn Bernhard Podlech. Of langur pískur Keppt var einnig í slakataumatölti í gær. Þar er efstur Þjóðverjinn hressi Jolly Schrenk á Laxnes vom Störtal með ein- kunnina 7,77. Jolly átti mjög örugga og flotta sýningu enda með gríðarlega öflugan og fót- fiman töltara í höndunum. Eyjólfur Þorsteinsson á Hárek frá Vindási og Julie Christiansen á Sikli frá Åstedet eru saman í öðru sæti með 7,63. Með einungis 0,03 minna kemur svo fyrir Ísland Rúna Ein- arsdóttir Zingsheim á Frey vom Nord- sternhof. Ekki munar því miklu á fyrsta og fjórða knapa þannig að það stefnir í mjög spennandi úrslitakeppni í slaktaumatölti. Mjög svekkjandi var þegar Styrmir Árna- son var dæmdur úr leik eftir mjög góða sýn- ingu sem hefði fleytt honum í B-úrslit. Styrmir var dæmdur úr leik fyrir að vera með of langan písk og munaði þar um það bil tveimur sentímetrum. Ekki er það mikið en reglur eru reglur og er leiðinlegt að Styrmi hafi yfirsést þetta í reglunum. Í dag fer svo fram yfirlit kynbótahrossa og keppt í fimmgangi og gæðingaskeiði ásamt því að opnunarhátíð mótsins fer fram. Efstu 15 í tölti: 1. Jóhann R Skúlason [WC] [IS] - Hvinur frá Holtsmúla 18,87 2. Þórarinn Eymundsson [IS] - Kraftur frá Bringu 8,17 3. Stian Pedersen [WC] [NO] - Jarl frá Miðkrika 8,13 4. Birga Wild [DE] - Hákon vom Wiesenhof 7,70 5. Alexandra Montan Gray [SE] - Bragi von Allenbach 7,70 6. Helena Aðalsteinsdóttir [YR] [NO] - Seth fra Nøddegården 2 7,63 7. Frauke Schenzel [DE] - Næpa vom Kronshof 7,40 8. Chatrine Brusgaard [DK] - Jón frá Hala 7,37 8. Bernhard Podlech [YR] [DE] - Fenna vom Wiesenhof 7,37 10. Unn Kroghen Aðalsteinsson [NO] - Þeyr frá Akranesi 7,30 11. Olil Amble [IS] - Svaki frá Holtsmúla 1 7.,27 12. Ditte Søeborg [YR] [DK] - Dár frá Kjartansstöðum 7,10 13. Katla Gísladóttir [YR] [IS] - Órator frá Grafarkoti 7,07 14. Johannes Hoyos [AT] - Sproti frá Hafrafellstungu 2 7,00 14. Lena Trappe [DE] - Vaskur vom Lindenhof 7,00 Efstu tíu í slakataumatölti: 1. Jolly Schrenk [DE] - Laxness vom Störtal 7,77 2. Eyjólfur Þorsteinsson [IS] - Hárekur frá Vindási 7,63 3. Julie Christiansen [DK] - Sikill fra Åstedet 2 7,63 4. Rúna Einarsdóttir Zingsheim [IS] - Freyr vom Nordsternhof 7,60 5. Joana Sommer [YR] [DE] - Hraki vom Wartberg 7,40 6. Silke Feuchthofen [WC] [DE] - Garri vom Lipperthof 7,40 7. Eva-Karin Bengtsson [SE] - Kyndill frá Hellulandi 7,27 8.Yoni Blom [NL] - Týrson vom Saringhof 6,97 9. Petra Tropper [AT] - Sjarmi frá Skriðuklaustri 6,93 10. Jaap Groven [NL] - Gimsteinn frá Skáney 6,87 11. Eve Barmettler [CH] - Sorti frá Múla 6,70 12. Rikke Dam Nielsen [YR] [DK] - Sólfari fra Drast- rup 6,67 12. Anne Marie Martin [US] - Húni frá Torfunesi 6,67 14. Magnús Skúlason [WC] [SE] - Hraunar frá Efri- Rauðalæk 6,63 15. Anne Sofie Nilsen [DK] - Nökkvi fra Ryethøj 6,60 Jói Skúla sýndi yfirburði Frábær frammistaða Jóhann Skúlason var öruggur í efsta sætinu eftir forkeppnina. Sælir af sínum Þýsku áhorfendurnir voru ánægðir með árangur sinna manna. Eftir Eyþór Árnason í Hollandi Morgunblaðið/Eyþór Gæðingur Kraftur frá Bringu var góður hjá Þórarni Eymundssyni á hæga töltinu og öðrum ganghröðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.