Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 19
Nýtt námsframboð Iðnskólans í lýsingarhönnun
er fyrir fagfólk með háskólamenntun á sviði
lista og tækni.
Námið er 30 eininga (ECTS) verkefnabundið nám fyrir
fólk með menntun á sviði arkitektúrs, iðnfræði, tækni-
og verkfæði. Námið er sérhæfing í lýsingarhönnun
sem byggist á samþættingu fagurfræði tækni og
samskiptum. Nemendur á þessu skólastigi fá úthlutað
hönnunar–verkefni sem þeir leysa undir handleiðslu
reyndra kennara. Gert er ráð fyrir að nemendur búi
að góðri undirbúningsmenntun og jafnvel nokkurri
starfsreynslu þegar þeir hefja nám en þurfi þrátt fyrir
það að sækja sér viðbótarþekkingu í formi námskeiða
sem kennd eru í lýsingarfræðihluta námsins.
Námstímanum er skipt í haustönn og vorönn.
Á haustönn eru nemendur undirbúnir fyrir sjálfstæða
verkefnavinnu með aðferðafræðilegum undirbúningi
í formi fyrirlestra og málstofa. Á haustönn vinna
nemendur að tveimur verkefnum undir handleiðslu
kennara og þrjú verkefni eru unnin á vorönn.
Kennsla hefst 18. september.
RafrænumsóknarformeraðfinnaávefLjóstæknifélags
Íslands www.ljosfelag.is
Upplýsingar í síma Iðnskólans í Reykjavík 522 6500
og með því að senda á póstfangið helgib@ir.is
Nám í viðurkenndri
lýsingarhönnun
neytendur
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 19
Bónus
Gildir 9. ágúst til 12. ágúst verð nú verð
áður
mælie. verð
Brún egg, 6 stk., 30% afsl. ............ 181 259 507 kr. kg
Frosin lambahjörtu ........................ 149 299 149 kr. kg
Frosin lambalifur ........................... 149 299 149 kr. kg
Frosin lambasvið .......................... 279 399 279 kr. kg
Frosinn lambabógur ...................... 489 699 489 kr. kg
Ferskt nautahakk .......................... 798 998 798 kr. kg
Bónus brauð 1 kg ......................... 98 129 98 kr. kg
Ferskt pizzadeig, 400 g ................. 198 0 495 kr. kg
Ferskt grillbrauð, 400 g ................. 198 0 495 kr. kg
Hagkaup
Gildir 9. ágúst til 12. ágúst verð nú verð
áður
mælie. verð
Svínasnitsel úr kjötborði ................ 998 1.548 998 kr. kg
Svínakótilettur m/beini úr kjötb...... 998 1.399 998 kr. kg
Innfluttar nautalundir .................... 2.729 3.899 2.729 kr. kg
Holta fersk kjúklingalæri ................ 363 605 363 kr. kg
Holta ferskir kjúklingaleggir ............ 363 605 363 kr. kg
Ferskir kjúklingavængir .................. 239 399 239 kr. kg
Krónan
Gildir 9. ágúst til 12. ágúst verð nú verð
áður
mælie. verð
Grísagúllas................................... 899 1.500 899 kr. kg
Grísasnitsel .................................. 899 1.594 899 kr. kg
Móa kjúklingaleggir, magnp. .......... 399 609 399 kr. kg
Móa kjúklingavængir, magnp. ........ 169 281 169 kr. kg
Fjörfiskur ýsuflök, roð&beinlaus ..... 599 844 599 kr. kg
Nauta- og lambahakk ................... 629 899 629 kr. kg
Freschetta XL, 4 tegundir ............... 329 440 329 kr. stk.
Líf appelsínus./epla/ace............... 69 109 69 kr. ltr
Líf múslí ....................................... 199 249 199 kr. pk.
Myllu heimilisbrauð 1/1 770 g ...... 129 158 167 kr. kg
Nóatún
Gildir 9. ágúst til 12. ágúst verð nú verð
áður
mælie. verð
Lambafille með kryddostasósu....... 2.698 3.498 2.698 kr. kg
Ungnautastrimlar í tex mex ............ 1.798 2.098 1.798 kr. kg
Ungnauta osso bucco ................... 698 938 698 kr. kg
Laxasteik með hvítlauk .................. 1.098 1.498 1.098 kr. kg
Keiluspjót sítrónupipar marin. ........ 398 469 398 kr. stk.
Steinbítsflök krydd marineruð ........ 798 1.398 798 kr. kg
Skötuselsfiðrildi í tómat&hvítl. ....... 1.798 2.398 1.798 kr. kg
Kexsmiðjan vínarbrauð .................. 320 356 320 kr. pk.
Pepsi Max, 2 ltr............................. 99 176 49 kr. ltr
Samkaup/Úrval
Gildir 9. ágúst til 12. ágúst verð nú verð
áður
mælie. verð
Kjötborð lambafille m/fitu ............. 2.659 3.549 2.659 kr. kg
Gourmet ungnautahakk ................. 949 1.360 949 kr. kg
Gourmet nautagúllas ..................... 1.419 2.035 1.419 kr. kg
Borgarnes skinka .......................... 199 305 199 kr. stk.
Ísfugl 1/1 kjúklingur, ferskur .......... 425 655 425 kr. kg
Góa apollo lakkrískonfekt 110 g..... 89 107 809 kr. kg
Merrild 103 500 g ........................ 199 397 398 kr. kg
Myllan Fitty samlokubrauð............. 0 0 0 kr. kg
Þín Verslun
Gildir 9. ágúst til 15. ágúst verð nú verð
áður
mælie. verð
Borgarnes lambagrillsn. krydd........ 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Borgarnes víkinga lambalæri .......... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Borgarnes lambagrillsn. krydd........ 1.499 1.998 1.499 kr. kg
Borgarnes lambagrillkótil. krydd ..... 1.575 2.100 1.575 kr. kg
Borgarnes ostapylsur .................... 798 1.063 798 kr. kg
Borgarnes spánskar pylsur............. 852 1.136 852 kr. kg
Merrild Senseo, 111 g................... 309 219 1.973 kr. kg
Chicago Town 13cm 340 g ............ 609 339 997 kr. kg
Nabisco Oreo, hjúpað 264 g.......... 289 198 750 kr. kg
helgartilboðin
Fiskur í helgarmatinn
Gaman er að grilla góðanmat og sérstök stemninger að grilla úti, hvortsem er heima, í útileg-
unni eða sumarbústaðnum. En það
getur verið erfitt, einkum fyrir þá,
sem ekki eru komnir með mikla
grillreynslu, að láta allt vera tilbú-
ið á sama tíma og um leið að passa
að ekkert brenni. Ekki gengur
alltaf jafnvel að láta hitna vel í kol-
unum en það er einmitt mjög mik-
ilvægt að kolin séu orðin vel heit
áður en kjötið er lagt á grillið til
að matreiðslan gangi sem best fyr-
ir sig og það sé tryggt að kjötið,
sér í lagi kjúklingar og hamborg-
arar, séu gegnumsteikt.
Undirbúningur og hreinlæti við
meðhöndlun matvæla er grundvall-
aratriði. Þvo skal hendur ávallt áð-
ur en matreiðsla hefst og það á
einnig við þegar grillað er. Oft eru
aðstæður til handþvotta ekki upp á
marga fiska í útilegum en einnota
blautþurrkur er auðvelt að nota
við frumstæðar aðstæður. Góður
og skipulagður undirbúningur áður
en lagt er að stað getur auðveldað
matseldina þegar út í náttúruna er
komið.
Bakteríur í blóðvökvanum
„Hrátt kjöt eða kjötsafi má aldr-
ei komast í snertingu við matvæli,
sem eru tilbúin til neyslu því
mengun vegna baktería kemur oft-
ast frá blóðvökva kjöts. Kross-
mengun úr hráu kjöti í hrásalat
getur haft alvarlegar afleiðingar.
Þurrka þarf því blóðvökva frá kjöti
og kjúklingum með eldhúspappír.
Ef borðtuska er not-
uð skal ávallt þvo
hana með heitu
vatni og sápu áður
en hún er notuð aft-
ur.
Líkt og mikilvægt
er að kjötsafi eða
blóð úr hrámeti
komist ekki í tæri
við matvæli, sem eru
tilbúin til neyslu, er einnig átt við
kjöt, sem búið er að steikja. Þess
vegna þarf að nota annað fat, ílát
eða bretti fyrir grillaða matinn en
notað var fyrir hráa kjötið eða að
þessi áhöld séu þvegin með heitu
vatni og sápu áður en það er notað
undir steikta kjötið. Í útilegum
getur verið þægilegt að notast við
hreina einnota bakka undir það,
sem kemur af grillinu og er hand-
hægt að nota tilbúið, skorið græn-
meti þegar unnið er við frum-
stæðar aðstæður til að hindra
krossmengun frá hráu kjöti í
grænmeti,“ segir Ingibjörg.
Enginn vill eitra fyrir gesti
Rétt er að gera ráð fyrir að
sjúkdómsvaldandi bakteríur geti
verið í kjöti en ein sú alvarlegasta
er salmonella. Hún getur valdið
sýkingu, sem lýsir sér með maga-
verk, niðurgangi, hita, uppköstum
og ógleði. „Sýkingin varir venju-
lega í tvo til þrjá daga en í alvar-
legum tilfellum getur sjúkdóm-
urinn varað í nokkrar vikur. Vitað
er að salmonellu-bakterían hefur
fundist í fuglakjöti og svínakjöti.
Það er því mjög mikilvægt að
gegnsteikja fugla- og svínakjöt.
Hiti í miðju sneiðarinnar þarf að
ná a.m.k. 75°C eða þar til enginn
blóðvökvi kemur frá kjötinu til að
tryggja að allir komi glaðir og
ánægðir úr veislunni. Um ham-
borgara gildir það sama því þeir
eru mótaðir úr hökkuðu kjöti. Þeg-
ar kjöt er hakkað eykst yfirborð
þess verulega og þar með það yf-
irborð, sem bakteríur geta lifað á.
Bakteríur eru þá ekki lengur að-
eins á yfirborði hamborgaranna
heldur dreifðar um allt hakkið.
Létt steiking drepur því ekki sjúk-
dómsvaldandi bakteríur, sem hugs-
anlega geta verið í kjötinu en það
geta verið margar mismunandi
tegundir baktería. Til að drepa
þessar bakteríur verður að steikja
hamborgarana vel eða þannig að
kjarnahitastig sé a.m.k. 75°C og
gæta þess að enginn rauður blóð-
vökvi seytli frá kjötinu.
Á heilum nauta- og lambakjöts-
stykkjum eru bakteríur fyrst og
fremst á yfirborðinu og drepast
fljótt við grillun þó kjöt sé ekki
gegnsteikt,“ segir Ingibjörg.
Þegar verið er að grilla er mik-
ilvægt að gefa sér góðan tíma. Ef
kolagrillið er notað, þarf að bíða
með að setja matinn á þar til logi í
kolum slokknar og kolin eru orðin
grá. „Maturinn verður bragðgóður
og hvorki þurr né brenndur ef rétt
er staðið að grilluninni. Mikilvægt
er að logi fari ekki í mat, hvort
sem kolagrill eða gasgrill er notað.
Brenndur matur spillir bragðinu
og heilsuskaðleg efni geta myndast
sem jafnvel eru krabbameinsvald-
andi. Það er því mælt með því að
skera alla brennda hluta af kjöti
áður en þess er neytt.
Fita frá kjöti eða marinering á
það til að drjúpa niður á kolin, eins
og margir þekkja. Þá fer að loga í
kolunum og reykur með tjöruefn-
um sest á kjötið. Hægt er að forð-
ast að fita drjúpi niður á kolin með
því að setja álpappír undir matinn
og velja marineringu án olíu. Ef
það logar undir matnum er mik-
ilvægt að færa hann frá loganum
eða vera með vatn til að slökkva
eldinn.“
Álpappírinn er varasamur
Forðast ber að nota álílát eða ál-
pappír fyrir súr matvæli því sýran
frá matvælunum getur leyst upp ál
og mengað matvælin með áli. Sem
dæmi um súr matvæli má nefna
ávexti á borð við appelsínur, epli,
ananas og kiwi. Því er æskilegt að
slíkar vörur séu t.d. þræddar upp
á trépinna eða notaðir sérútbúnir
bakkar úr steypujárni eða tefloni.
Ef álpappír er notaður, skal ávöxt-
urinn grillaður með hýðinu, að
sögn Ingibjargar.
Góð ráð fyrir grillmeistarana
Ingibjörg
Árnadóttir
Morgunblaðið/Jim Smart
Við grillið Þegar verið er að grilla er mikilvægt að gefa sér góðan tíma.
Mikilvægt er að tileinka
sér holl grillráð vilji
menn leggja listina fyrir
sig því góð grillveisla get-
ur endað illa sé ekki stað-
ið rétt að matargerðinni.
Matvælafræðingurinn
Ingibjörg Árnadóttir
sagði Jóhönnu Ingvars-
dóttur hvað varast bæri
er grillið er tekið fram.
Höfum hreinlætið í fyrirrúmi.
Látum hráan kjötsafa ekki
berast í matvæli, sem eru
tilbúin til neyslu.
Grillum ekki yfir logandi kol-
um, bíðum þar til eldurinn
slokknar og kolin glóa.
Gætum þess að hakkað kjöt
sé gegnsteikt.
Látum kjötið ekki brenna.
Notum ekki álpappír á óflysj-
aða ávexti.
Grillráðin
Þetta er áttunda greinin af nokkr-
um í greinaflokki, sem er sam-
starfsverkefni matvælasviðs Um-
hverfisstofnunar og
Morgunblaðsins.
TENGLAR
.....................................................
www.ust.is