Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hannes Haf-steinsson fædd- ist á Ísafirði 17. september 1951. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 28. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hafsteinn O. Hann- esson, skrifstofu- stjóri á Ísafirði, síð- ar útbússtjóri Landsbanka Íslands á Eskifirði og Grindavík, f. á Ísa- firði 31. október 1921, d. 16. maí 1992, og Kristín Bárðardóttir hús- móðir, f. á Ísafirði 10. júlí 1922. Systkini hans eru Bárður skipa- verkfræðingur í Reykjavík, f. 11. júlí 1945, kvæntur Eddu Gunnars- dóttur leikskólakennara, og Guð- rún Kristjana iðjuþjálfi í Reykja- vík, f. 29. apríl 1950, gift Einari H. Péturssyni verktaka. Hinn 23. júlí 1976 kvæntist Hannes Ragnhildi Steinu Aradótt- ur líffræðingi, f. í Neskaupstað 20. ágúst 1954. Þau skildu. Hinn 15. des. 1978 kvæntist Hannes Ólafíu Soffíu Jóhannsdóttur, f. á Þórshöfn 30. mars 1950. Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurður Jón Frí- mannsson, bóndi í Gunnólfsvík, síðar á Akureyri, f. 14. mars 1915, Hannes lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1971, B.Sc.-prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands 1974, Civ.Ing.- prófi í efnaverkfræði frá LTH í Svíþjóð 1977. SM-prófi í matvæla- verkfræði frá MIT í Cambridge í Bandaríkjunum 1982 og Ph.D.- prófi í matvælaverkfræði frá Cornell Univeristy í Ithaca, New York í Bandaríkjunum, 1987. Hannes starfaði sem sérfræð- ingur hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins í Reykjavík 1977- 1980. Stundakennari í efnafræði og matvælafræði við Háskóla Ís- lands 1977-1980, aðjúnkt við efnafræðiskor Háskóla Íslands 1978-1980. Stundakennari í nær- ingarfræði við Hótel- og veitinga- skóla Íslands í Reykjavík 1978- 1979. Verkfræðingur hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna 1987-1992, og sem markaðsstjóri fyrir ferskar afurðir 1989-1992. Verkefnastjóri og forstöðumaður á matvælasviði Iðntæknistofn- unar frá 1992 og verkefnastjóri hjá Matís frá ársbyrjun 2007 eftir sameiningu matvælarannsókna ríkisins. Stundakennari í efna- fræði og matvælafræði við Tækni- skóla Íslands um skeið eftir 1992. Hannes starfaði í ýmsum nefnd- um og starfshópum á sínu sviði og hélt fjölda fyrirlestra og erinda á sínu sviði bæði innanlands og er- lendis. Útför Hannesar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. d. 18. febr. 1989 og kona hans Jóhanna Sigríður Jónsdóttir, f. 12. júní 1922, d. 20. des. 1988. Ólafía Soffía ólst upp í Reykjavík hjá föð- urbróður sínum, Magnúsi Frímanns- syni, f. 6. maí 1912 og konu hans Þuríði Eggertsdóttur, f. 30. desember 1911. Börn Hannesar og Ólafíu Soffíu eru: 1) Kristín viðskiptafræðingur, f. 6. júlí 1978, í sambúð með Kára Kristinssyni viðskiptafræðingi, f. 11. júní 1976. Börn þeirra eru Victor Kári, f. 28. jan. 2004 og Kristófer Tómas, f. 18. apríl 2005. Fyrir átti Kristín Jakob Inga Ragnarsson, f. 23. apríl 1995 og Melkorku Maríu Brynjarsdóttur, f. 8. ágúst 1997. 2) Hafsteinn Orm- ar nemi, f. 23. júní 1988. 3) Sigríð- ur Jóna nemi, f. 21. maí 1991. Fósturbörn Hannesar og börn Ólafíu Soffíu eru Nína Nygård Nilsdóttir, f. 27. sept. 1971 og Magnús Már Nilsson viðskipta- fræðingur, f. 28. júlí 1974, í sam- búð með Ástu Björgu Reynis- dóttur, f. 5. júlí 1974, dætur þeirra eru Katrín, f. 17. febrúar 2000 og Þórey Sesselja, f. 22. nóv- ember 2005. Það er erfitt að trúa því að það sé kominn tími til að skrifa síðustu orðin til þín núna, en satt er það, tíminn flýgur. Aldrei getur maður gleymt ferðinni til Hollands með Ice-step 28. júlí sl. Að vakna, vera hress og spennt fyrir flugið, að kyssa þig bless kl. hálffimm um morguninn, að vera þar og fá fréttir að þú værir látinn, brjálæðisköstin, reiðin, sorgin, tárin, hræðslan. Af hverju Hannes Haf- steinsson, pabbi minn? Af hverju maðurinn sem gerði allt fyrir alla og var alltaf til staðar fyrir mann? Ég er svo þakklát fyrir síðustu 16 ár sem þú gafst mér, fjölskyldan var alltaf sett í forgang hjá þér. Ég man svo vel eftir því þegar við héldum upp á afmælið þitt og fórum til Hollands, Belgíu, Lúxemborgar og Frakk- lands. Gat ekki verið betri ferð, þú fórst ofan í tjörnina hjá Didda og Viktoríu, enginn annar maður hafði þor í að fara þangað ofan í nema þú, fallegi regnboginn sem var fyrir ofan þig og þú óskaðir þér. Í október 2006 þá sýndir þú hug- rekkið og mættir til Danmerkur til þess að passa okkur grislingana. Mamma varð veik daginn fyrir flugið en þú ætlaðir ekkert að gefast upp og komst, passaðir 4 krakka og 2 ung- linga. Þetta var mikið hugrekki í þér. Þú fórst með okkur á McDonald’s og þú talaðir ensku, dönsku og þýsku við afgreiðslumanninn. Við krakk- arnir hlógum að þér. Alltaf varstu tilbúinn að gera allt fyrir litlu stelpuna þína, alltaf varstu reiðubúinn að hjálpa mér að selja wc- pappír fyrir utanlandsferðir, keyra og dekra mig út í eitt. Þú varst svo sterkur að vera aldrei neikvæður með krabbann. Ég man vel eftir því þegar ég fór að hitta þig í fyrsta skiptið upp á spítala, man hvað ég var stolt af þér að þú gast hreyft tærnar. Svo þegar maður kom þangað oftar þá varstu svo stoltur af því að þú gast borðað sjálfur, gengið með göngu- grind, hlegið með okkur. Ég var svo stolt af þér og hugsaði með mér að þú kæmist af spítalanum og myndir losna við krabbann. Aldrei getur maður gleymt þegar maður kom þangað og þú sagðir: Sigga, þetta er hjúkrunarkonan sem fór með mér í sturtu í morgun. Ég man vel þegar þú baðst mig flissandi að nudda á þér tærnar, ekki gat maður neitað að dekra smá við pabba og auðvitað nuddaði ég. Svo þegar ég var heima í kaffi í vinnunni og þú baðst mig að sjá þig ganga án göngugrindar áður en ég færi aftur í vinnuna, alltaf var maður brosandi og stoltur af þér. Ég er svo þakklát fyrir það að þú kvald- ist aldrei, þú varst alltaf jákvæður og sami pabbinn þó að þú hafir verið mikið veikur. Aldrei mun ég gleyma öllum þeim minningum sem ég á með þér. Fyrir stuttu þá sátu ég og Haf- steinn inní eldhúsi og allt í einu heyr- ist í Hafsteini ,,vá hvað það er skrýtið að heyra ekki hroturnar í pabba“. Enda er það skrýtið. Ég veit að þú ert núna í betri höndum og ættingjar okkar taka vel á móti þér þarna í stórri veislu. Núna ert þú uppi á himnum að byggja risastórt hús handa okkur þar sem við getum verið öll saman þegar okkar tími kemur. Ég elska þig pabbi ótrúlega mikið og mun alltaf elska þig. Þín pabbastelpa, Sigríður Jóna. Mann setur hljóðan þegar fólk í blóma lífsins er svo skyndilega kallað á brott. Hannes bróðir okkar er allur. Veikindi Hannesar komu í ljós í byrjun júní mánaðar sl. er hann greindist með krabbamein. Þetta kom okkur systkinunum mjög á óvart, þar sem hann hafði ætíð verið heilsuhraustur. Hannes var yngstur okkar systk- ina. Við ólumst upp á Ísafirði í frið- sælu og þægilegu umhverfi, sem bauð unglingum í þá daga upp á leik og störf við sjávarsíðuna. Hannes var fjörugur og tápmikill unglingur og eignaðist marga vini og félaga á Ísafirði. Skátastarfið var umfangsmikið í okkar fjölskyldu, úti- legur og skátamót hingað og þangað um landið, sem við tókum þátt í og oft var vitnað í. Bræðurnir lærðu á blást- urshljóðfæri og spiluðu í barnalúðra- sveit tónlistarskólans. Snemma komu í ljós góðir náms- hæfileikar hjá Hannesi. Hann hóf nám við Menntaskólann á Akureyri eins og við eldri systkinin höfðum gert. Eftir háskólanám í Reykjavík hélt hann ásamt Steinu, fyrri konu sinni til frekara náms til Lundar í Svíþjóð. Þar heimsóttum við þau og áttum þar góða daga saman. Fljótlega eftir að Hannes kom heim frá Svíþjóð kynntist hann Soffíu. Þau fluttu til Bandaríkjanna 1980 með þrjú börn og stundaði hann nám bæði í Boston og Íþöku, en þar lauk hann doktorsprófi 1987. For- eldra okkar urðu þeirrar ánægju að- njótandi að heimsækja þau þangað og vitnaði hann oft til þeirra heim- sókna. Hannes var mikill fjölskyldumaður og sinnti eiginkonu og börnum þeirra af mikilli alúð og hlýju. Hann reynd- ist börnum Soffíu, þeim Nínu og Magnúsi mjög vel og var þeim hinn besti faðir. Ef einhver þurfti á aðstoð að halda var Hannes ávallt reiðubú- inn til að bjóða fram aðstoð sína. Meðan fósturforeldrar Soffíu lifðu, átti hann náin og góð samskipti við þau. Hannes studdi vel við bakið á börnum sínum í hvers konar fé- lagsstarfsemi, svo sem í Fylki og víð- ar. Hann hafði mikinn áhuga á sínu fagi og var mjög fróðleiksfús. Einnig var hann mjög ötull við að veita öðr- um af eigin fróðleik. Í starfi þurfti Hannes að ferðast mikið til annarra landi. Hann naut þess að ferðast til framandi staða og hitta starfsbræður sína í öðrum lönd- um. Hann hafði frá ýmsu að segja, eftir allar þessar ferðir. Hannes hafði ákveðnar skoðanir á framleiðslu matvæla í landinu og var oft gaman að rökræða þessi mál við hann. Hann hafði margvíslegar upp- lýsingar ávallt á reiðum höndum og gat rökstutt sitt mál ágætlega. Hann kynntist mjög mörgum í gegnum starf sitt og hélt marga fyrirlestra og erindi heima og erlendis. Fyrir okkur var Hannes frábær, kærleiksríkur bróðir, skapgóður og hrókur alls fagnaðar. Öldruð móðir okkar sér nú á eftir yngsta barni sínu. Hún á góðar minn- ingar um duglegan, elskulegan og tápmikinn son. Hannes, þín er sárt saknað af systkinum og fjölskyldum þeirra. Elsku Soffía, Sigga, Hafsteinn, Kristín, Maggi og Nína, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og vera með ykkur. Guðrún Kristjana og Bárður. Elsku pabbi minn. Nú er kletturinn okkar fallinn eftir stutta en hetjulega baráttu. Ég mun aldrei geta lýst því með orðum hversu þakklát ég er þeim 29 árum sem ég fékk með þér, allt sem þú hef- ur kennt mér mun ég búa að og geta kennt mínum börnum. Þú varst alltaf svo jákvæður og kom það best í ljós þegar þú brostir þínu síðasta brosi til bræðra minna og Jakobs, eins og alltaf hélstu yfir- vegun og varst rólegur. 28. júlí var dagur sem hefði átt að vera öðruvísi, við vorum bæði búin að hlakka svo mikið til, þú varst svo sorgmæddur yfir frestuninni þegar þú lagðist inn á 11E. Ég sagði þér að hafa engar áhyggur, við myndum bara halda fal- legt brúðkaup síðar. Mikið á ég eftir að sakna símtal- anna, tölvupóstanna og blogg-com- mentanna þinna. Þú hefur barist svo hart fyrir réttindum barna með Asperger-heilkenni svo við gætum flutt heim, ég mun sjá til þess að sú barátta haldi áfram, eins og þú sagðir ,,dropinn sem holar steininn“. Þú varst langbesti afi sem nokkurt barn hefði getað óskað sér og gleymi ég því aldrei þegar þú komst og pass- aðir stóðið svo að við gætum skroppið í smá frí til Búdapest og það gerðir þú með bros á vör. Þú varst sá eini sem sást öll mín börn nýfædd, alltaf kom sami stolti svipurinn þegar þú hélst á nýburunum, sagðir mér hversu ríkur þú værir. Í gegnum skólagönguna mína hef- ur þú alltaf bakkað mig upp og hvatt mig áfram, þegar mér gekk vel hringdi ég í þig stolt og þegar mér gekk ekki vel hringdi ég beinustu leið í þig og fékk hvatningarorðin sem ég þurfti. Ég var svo stolt af þér þegar þú kláraðir þitt PhD-nám og hef ég alltaf séð í hillingum að þú myndir líka vera stoltur af mér þegar að mér kæmi. Ég minnist alltaf göngutúranna sem við tvö áttum í Köben, þegar við eyddum heilu dögunum að ræða um pólitík og fá okkur pylsu. Þegar þú komst út vildir þú bara fá að nota tímann með okkur. Alltaf var matur ofarlega á listan- um og leiddist okkur ekki að fara saman í búðina og kaupa gúmmulaði og galdra fram veislumat. Grín og glens eru orð sem lýsa þér, þér fannst svo gaman að fá fólk til að hlæja og hafa gaman af, hver man ekki eftir hafmeyjubúningnum fræga eða þegar þú komst í jólasveinabún- ingi með mömmu til Köben, já, allt til að gleðja aðra. Húmorinn fór aldrei frá þér, hann var með þér allt fram á síðasta dag. Þér fannst nú ekki lítið skemmtilegt að vera að fíflast í hjúkkunum, spurðir mig svo alltaf eftir á, var þetta ekki í lagi, ég er bara að reyna að gera þetta skemmtilegra fyrir þær. Ég get eng- an veginn skilið af hverju þú varst tekinn frá okkur, eitthvað stórt verk hlýtur að bíða þín sem við höfum ekki skilning á. Það hefur myndast stórt skarð hjá okkur við þitt fráfall, skarð sem hræðir mig og lætur mig fyllast óendanlega mikilli sorg. Hins vegar bið ég þig, pabbi minn, að hafa ekki áhyggjur af okkur. Þú hefur nefni- lega skilið við stóran og sterkan hóp sem mun standa saman í þessari miklu sorg. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, og mundu að við elskum þig óendanlega mikið og minningin þín mun lifa að ei- lífu. Kristín Hannesdóttir. Það voru mér þungbær tíðindi þegar Gunna Sjana frænka mín hringdi um miðjan júní síðastliðinn og sagði að Hannes bróðir hennar væri mjög alvarlega veikur. Var ég varla búinn að átta mig á þessu þegar komið var að leiðarlokum míns kæra frænda og vinar frá barnæsku. Við Hannes ólumst upp saman að mestu leyti, lékum okkur saman og brölluðum margt. Heimili foreldra hans varð mitt annað heimili þegar ég tólf ára missti móður mína. Góðar og fagrar minningar frá þessum tíma hafa rifjast upp fyrir mér síðustu daga og létt mér mestu sorgina. Sunnudagseftirmiðdegi á Smiðjugöt- unni hjá ömmu hans og afa. Við spil- uðum og drukkum súkkulaði á með- an afi Hannesar hlýddi honum yfir margföldunartöfluna. Ellefu og tólf sinnum taflan reyndist alltaf snúin, enda var skólaganga okkar ekki haf- in. Móðir mín rak um tíma dagheimili í skólanum að Brautarholti og smíð- uðum við Hannes fjölda báta fyrir börnin. Þessi framleiðsla fór fram í kjallaranum á Hlíðarvegi 3. Mikil spenna ríkti hjá okkur og börnunum þegar farið var að fylgjast með sigl- ingagetu bátanna. Og viti menn þeir sigldu allir í burtu og sáust ekki meir. Ekki má gleyma kanínubúskapnum. Mikið var að gera og kanínurnar fjölguðu sér eins og kanínur gera, með Salómon svarta í fararbroddi. Kanínubúskap okkar lauk skyndi- lega í einu hressilegu norðaustan- hretinu. Þannig mætti lengi telja enda af miklu að taka. Ég minnist ekki að slest hafi upp á vinskap okkar enda Hannes einstak- lega geðgóður og ljúfur drengur, en þó var töluverður prakkari í honum. Leiðir skildu um tíma þegar hann fór í menntaskóla og framhaldsnám til Svíþjóðar og síðar Bandaríkjanna. Þegar tækifæri gafst töluðum við saman og ég man hvað hann sagði mér stoltur og spenntur „á innsog- inu“ að hann væri að verða faðir. Hannes var mjög léttur í lund og hlátur hans eftirminnilegur. Ég fann aldrei merki um að hann væri að bera sig saman eða öfundast út í aðra, man þó þegar hann sagði svo skemmtilega að hann öfundaði mig mjög af því að ég eignaðist tvíbura en ekki hann, en það var hans draumur. Börnin okkar beggja urðu fimm. Það var ekki síður stolt og gleði hjá honum þegar kom að því að barnabörnin fæddust og þótti honum mjög vænt um fjöl- skyldu sína og bar hag hennar fyrir brjósti, jafnt sinna eigin barna sem stjúpbarna og var hann alltaf tilbúinn hvort sem fjölskyldan eða aðrir áttu í hlut að rétta hjálparhönd og greiða götu þeirra af mikilli fórnfýsi. Nú þegar hann hefur kvatt okkur hinstu kveðju kemur sterkt í hugann hvort hann hafi ekki gleymt sjálfum sér, aldrei heyrði ég hann kvarta en hann var duglegur að ná sér í fréttir um líðan annarra. Í veikindum sonar okkar gegnum árin sýndu hann og Soffía okkur hjónum mikinn skilning. Það er erfitt að sætta sig við að fá ekki að njóta nærveru hans lengur en hans hefur verið þörf á öðrum vett- vangi.Við Sigríður vottum allri fjöl- skyldu Hannesar innilega samúð á þessum erfiðu tímum um leið og við þökkum vini okkar samfylgdina og allar gleðigjafirnar og biðjum góðan Guð að geyma hann. Bárður Guðmundsson. Síminn hringir og dóttir mín segir móður sinni, veistu að vinur hans pabba, hann Hannes er dáinn. Ekki verður lýst með orðum hversu illa okkur var brugðið, af hverju hann Hannes, hann sem alltaf var svo hress þrátt fyrir að stundum hafi gef- ið á bátinn í lífinu. Nú hefur almættið kosið að Hannes leggi upp í ferðalag- ið langa og eitt er víst að þar mun hann verða einn af forystusauðunum eins og hann var í okkar jarðneska lífi. Kristínu móður Hannesar, Soffíu og börnum sendi ég mínar innileg- ustu kveðjur og skil hversu sárt er að horfa á eftir jafngóðum dreng. En þegar sárin gróa mun vera gott að eiga þá gnægð góðra minninga sem Hannes skildi eftir sig. Kristján (Kitti) Bjarni. Meira: mbl.is/minningar Tíminn stoppaði og ólýsanleg sorg helltist yfir við andlátsfregn eins af mínu allra bestu vinum í lífinu, dr. Hannesar Hafsteinssonar. Fyrr um daginn höfðum við rætt saman og allt horfði til betri vegar, en svo kom höggið, svo snöggt, svo ótímabært. Síðan í byrjun júní hafði vinur minn barist hetjulegri baráttu. Í þessari baráttu var það hann sem þurfti styrk og aðhlynningu, en svo- leiðis hafði það ekki verið áður. Hann sem alla tíð var kletturinn, kletturinn sem studdi alla aðra, hjálpaði alltaf öðrum fyrst, aðstoðaði hvern þann sem til hans leitaði og var ávallt reiðubúinn að miðla af sinni miklu reynslu og sérfræðiþekkingu. Á þessari sorgarstundu erum við svo harkalega minnt á hversu verð- mætt nú-ið og fortíðin eru. Minning- arnar um heiðursmanninn og góð- mennið dr. Hannes hrannast upp í huganum. Alveg frá fyrstu stundu, sem leiðum okkar bar saman, upp- lifði ég hans heiðarleika, hjarta- gæsku og einlægan vilja til að hjálpa öðrum. Það var líka alltaf stutt í glað- værðina, húmorinn og smitandi hlát- urinn hans. Við getum átt marga kunningja og marga vini, en bara örfáa bestu vini. Ég og fjölskylda mín erum þakklát fyrir þau forréttindi og gæfu að hafa fengið að kynnast, starfa með og verja frítíma með Hannesi og hans einstöku fjölskyldu. Ávallt stóð fjölskyldan hjarta hans næst og sinnti Hannes einstaklega vel bæði börnum og barnabörnum og sýndi sínum aðdáunarverða ræktar- semi og umhyggju. Síðustu vikurnar hefur þessi einstaka fjölskylda sýnt og sannað það sem Hannes lagði ávallt áherslu á, samhug, umhyggju, hjálpsemi og væntumþykju. Hannes Hafsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.