Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 40
Þegar allir eru að nota sömu effektana fer þetta að hljóma voða mikið eins … 47 » reykjavíkreykjavík  Einar Bárðarson verður að teljast einn færasti viðskiptamógúll skemmtanaiðnaðarins í dag. Auk þess að stýra útgáfufyrirtækinu Be- liever Music í Bretlandi þar sem bæði Garðar Thór og Nylon eru á mála, sinnir hann heimamarkaðnum í gegnum fyrirtækið Concert sem hann starfar enn hjá þrátt fyrir að hafa selt Senu ráðandi hlut á síðasta ári. Þannig hefur Einar og Concert tekið að sér umboðsþjónustu fyrir svo marga vinsæla tónlistarmenn (og skemmtikrafta) að þegar Kaup- þing fær þá hugmynd að bjóða þjóð- inni á stórtónleika á Laugardalsvelli og snýr sér til Einars til að skipu- leggja herlegheit- in, er málið auð- leyst. Sex af átta atriðum (SSSól, Björgvin Hall- dórsson, Nylon, Todmobile, Luxor, og Garðar Thór) sem verða í boði á Laugardalsvelli eru nefnilega tengd Einari eða Con- cert með einum eða öðrum hætti. Því hefur það líklegast ekki tekið langan tíma að grafa upp öll síma- númerin hjá listamönnunum og standa svo í samningaviðræðum við þá fram á rauða nótt. Hæg eru heimatökin  Kvikmynda- gerðarmaðurinn Rúnar Eyjólfur Rúnarsson lauk nú um helgina upptökum á nýrri stuttmynd sem tekin var upp í gömlu herstöðinni í Keflavík. Söguþráður myndarinnar er tölu- vert frábrugðinn Síðasta bænum sem hlaut tilnefningu til Óskarsins fyrir tveimur árum en myndin mun víst fjalla um hóp unglinga sem lendir í fullorðinsteiti með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Rúnar naut hjálpar nokkurra samnem- enda sinna úr Konunglega kvik- myndaháskólanum í Kaupmanna- höfn, þar sem hann stundar nú nám en leikarar eru meðal ann- arra Árni Ólafur Ásgeirsson, Gísli Örn Garðarsson, Víkingur Heiðar, Hera Hilmarsdóttir og Ómar Örn Hauksson. Það er Zik Zak sem framleiðir en enn er óráðið hve- nær stuttmyndin verður tekin til sýninga. Brjálað partí í gömlu herstöðinni í Keflavík  Framleiðslufyrirtækið Zik Zak hefur á síðustu árum stimplað sig inn sem eitt framsæknasta fram- leiðslufyrirtæki Íslands á sviði kvikmynda. Fyrirtækið hefur með- al annars staðið að baki myndum á borð við Síðasta bæinn, Nóa Albín- óa, Fíaskó, Gargandi snilld og Nice- land og nú er í framleiðslu kvik- myndin The Good Heart sem Dagur Kári skrifar og leikstýrir. Mikið hefur gengið á við undirbúning á myndinni en eins og áður hefur komið fram voru líkur á að Ryan Gosling og Tom Waits myndu leika í henni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa tímasetningar á upptökum ekki hentað þeim fé- lögum, Waits og Gosling og því hef- ur þurft að fresta myndinni aftur og aftur. Nú mun þolinmæðin vera að þrotum komin og Dagur Kári og Zik Zak munu vera farnir að líta í kringum sig. Útgáfuár myndar- innar mun enn vera áætlað 2008. Tímabundnar stjörnur Sverrir Norland sverrirn@mbl.is RÁN Magnúsdóttir heitir 16 ára gamall ljós- myndari sem hefur feril sinn með hvelli. Um daginn birtist grípandi verk eftir hana, sjálfsmynd sem kallast Freckles (ísl. Frekn- ur), á forsíðu brasilíska ljósmyndatíma- ritsins Fotographos, og hefur vakið þó- nokkra athygli. „Þeir hringdu í mig og spurðu hvort þeir mættu birta mynd eftir mig á forsíðunni,“ útskýrir stúlkan, hógværðin uppmáluð. „Og ég sagði auðvitað bara já.“ Aðstandendur blaðsins rákust á myndir Ránar á síðunni www.flickr.com, en þar hefur hún birt fjöldann allan af myndum og uppskorið fyr- ir vikið mikið lof annarra notenda síðunnar. Léleg að mála og teikna Rán kveðst „hafa dundað sér við ljós- myndun í svona tvö ár.“ Hún segir ástæðuna einkum vera hversu fallegt sé í sveitinni þar sem hún býr en hún dvelst til að mynda í Flatey á Breiðafirði hjá ömmu sinni og afa nú yfir sumartímann. „Mig langaði til þess að sýna öðrum þessa fegurð. Ég málaði þegar ég var yngri, og teiknaði, en ég komst að því að ég var alveg svakalega léleg í því, svo að ég sneri mér að ljósmynduninni.“ Viðbrögðin láta líka ekki á sér standa; ófáir útlendingar hafa látið í ljós hrifningu sína á náttúrumyndum stúlkunnar. Í sumar sinnir hún þó ekki eingöngu ljósmyndun, heldur annast hún einnig ýmis tilfallandi störf í sveitinni, auk þess að starfa öðru hverju á hótelinu. Ljósmyndari framtíðarinnar? Myndir Ránar eru ólíkar og margbreyti- legar; sumar svarthvítar en flestar í lit. Hún segist ekki halda neitt sérstaklega upp á einhverja ákveðna ljósmyndara en heillist þó af mörgum og reyni að læra af þeim. „Ég tek myndir af náttúru, fuglum, port- rett-myndir … Þetta er bara mjög fjöl- breytt, held ég,“ segir hún. Hana langi að reyna frekar fyrir sér á ljósmyndunarsvið- inu í framtíðinni. „Ég fer á IB-braut í MH í haust. Síðan langar mig í skóla í Bretlandi eða í Bandaríkjunum.“ Hún þagnar aðeins, bætir svo við: „Ég er með augastað á tveim- ur skólum,“ en vill greinilega ekki láta of mikið uppi um frekari áform, enda ung að árum. Fangar fegurð landsins Forsíðumyndin Rán grettir sig og geiflar með svo eftirminnilegum hætti að aðstandendur brasilíska ljós- myndatímaritsins Fotographos féllu í stafi. Ákváðu þeir að fá myndina til birtingar á forsíðu tímaritsins. Skoða má myndir Ránar á ljósmyndasíðunni http://www.flickr.com.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.