Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
SUÐURNES
Kópavogur | Nokkur hluti þrjátíu
trjáa, sem stóðu í Heiðmörk en voru
sett í geymslu í vetur vegna lagn-
ingar vatnsleiðslu á vegum Kópa-
vogsbæjar, var í vor fluttur á svæði
Golfklúbbs Garðabæjar og Kópa-
vogs til ræktunar, að sögn Stefáns
Lofts Stefánssonar, deildarstjóra
framkvæmdadeildar Kópavogs-
bæjar. Í febrúar voru um sextíu tré
fjarlægð af svæðinu vegna fram-
kvæmdanna og var um þrjátíu 2-3
metra háum trjám komið fyrir á af-
girtu geymslusvæði í Hafnarfirði.
Til stóð að trén yrðu gróðursett
aftur þegar þeim áfanga fram-
kvæmda, sem þá var unnið að, lyki.
Framkvæmdir við vatnslögnina
hófust í janúar en voru stöðvaðar í
febrúar þegar í ljós kom að fram-
kvæmdaleyfi vantaði og var verkið
stopp í þó nokkurn tíma. „Þegar
talinn var möguleiki á að flytja trén
aftur upp í Heiðmörk var gerð út-
tekt á þeim en Skógræktarfélag
Reykjavíkur taldi ekki ástæðu til
þess að flytja þau upp í Heiðmörk
aftur,“ segir Stefán Loftur. Heið-
mörkin sé harðbýlt land og hafi fé-
lagið talið að trén gætu ekki lifað
þar. Því hafi trén verið gefin til
ræktunar í Golfklúbbi Garðabæjar
og Kópavogs. „Þeir ætluðu að taka
þau í fóstur,“ segir hann.
Stefán Loftur segir að fram-
kvæmdum við vatnslögnina sé hald-
ið áfram. Nú sé komið að svoköll-
uðu Hjallamisgengi og verið sé að
vinna í frágangi frá brunnsvæðinu
og meðfram Strípsvegi og Hjalla-
vegi. Framkvæmdunum ljúki í
ágúst. Unnið sé að þeim í fullu sam-
ráði við Skógræktarfélag Reykja-
víkur en félagið hefur umsjón með
svæðinu.
Morgunblaðið/ÞÖK
Trén ekki gróðursett aftur í Heiðmörk
Mosfellsbær | Fimm mál sem varða
umsóknir um skráningu lögheimilis
í frístundabyggðum á Miðdalsheiði,
innan landvæðis Mosfellsbæjar, eru
til meðferðar hjá bænum, að sögn
Stefáns Ómars Jónssonar bæjarrit-
ara. 1. janúar á þessu ári tók gildi
breyting á lögum um lögheimili en
samkvæmt henni er fólki óheimilt
að skrá lögheimili sitt í frístunda-
byggð.
Árið 2005 felldi Hæstiréttur dóm
þar sem kveðið var á um að Blá-
skógabyggð væri ekki heimilt að
banna fólki sem óskað hafði eftir því
að skrá lögheimili sitt í frístunda-
byggð innan sveitarfélagsins. Stefán
Ómar segir að félagsmálaráðuneytið
hafi beint þeim tilmælum til Mos-
fellsbæjar að heimila fólki, sem sótt
hafði um það fyrir 1. janúar 2007 að
lögheimili yrði skráð í frístunda-
byggð í Mosfellsbæ, að hafa þar lög-
heimili. Stefán Ómar segir þau
fimm mál sem bærinn hefur til með-
ferðar vera mismunandi. Í sumum
tilfellum eigi einstaklingur sem ósk-
ar eftir að hafa lögheimili fasteign-
ina á viðkomandi lóð en í öðrum til-
fellum sé fasteignaeigandinn annar.
Mosfellsbær hefur sent þeim sem
hlut eiga að máli bréf og gefið fólki
frest til þess að tjá sig um efni þess.
Í bréfinu er fólki m.a. gerð grein
fyrir því að heimild til skráningar
lögheimilis í frístundabyggðinni sé
bundin við persónu þess og tekið
fram að bærinn muni ekki veita
þjónustu sem er sambærileg þeirri
sem veitt er í þéttbýli.
Bera ekki sérheiti
Stefán segir að bæjarjaryfirvöld
muni fara betur yfir málið þegar at-
hugasemdafrestur rennur út. Málin
séu flókin, til að mynda beri húsa-
götur í frístundabyggðum ekki sér-
heiti og ekki séu heldur notuð nöfn
húsanna í fasteignaskrá heldur
fastanúmer húsanna. Fólk geti því
þurft að snúa sér til byggingafull-
trúa og óska eftir nafnbreytingu en
það þurfi síðan að tilkynna í lands-
skrá fasteigna.
Skoða óskir um lögheim-
ili í frístundabyggðum
FYRSTA sendingin af bílastæðaskíf-
um sem ökumenn á visthæfum bílum
í Reykjavík hafa getað sótt sér til
umboðanna er á þrotum, en alls var
200 skífum dreift á bílaumboðin, að
því er fram kemur á vef umhverf-
issviðs borgarinnar.
Umboðin láta útbúa
fleiri skífur
Á vefnum segir að hvert bílaum-
boð muni nú láta gera nýjar skífur
fyrir sig. Bílastæðaskífurnar voru
kynntar 2. ágúst síðastliðinn í sam-
starfi við Bílgreinasambandið en
þær veita ökumönnum heimild til að
leggja í stöðumælastæði í 90 mín-
útur í senn án endurgjalds.
Visthæfar bifreiðar standast
strangar kröfur um útstreymi
koltvísýrings og eldsneytisnotkun.
Bílgreinasambandið hefur tekið
saman lista yfir um það bil 20 gerðir
af bifreiðum sem falla undir skil-
greiningu Reykjavíkurborgar á vist-
hæfum bifreiðum.
Um það bil 800 visthæfar bifreiðar
eru í Reykjavík.
200 bílastæðaskífur búnar
Sandgerði | Tvær lausar kennslu-
stofur hafa verið fluttar að Grunn-
skólanum í Sandgerði. Samhliða
mikilli fjölgun íbúa fjölgar nem-
endum við grunnskólann. Til að
bæta úr skorti á kennslustofum
voru settar niður við norðurenda
skólans tvær lausar stofur sem
smíðaðar voru af VÁ-verktökum í
Sandgerði. Hvor stofa er um 80
fermetrar og í þeim eru salerni og
tilheyrandi búnaður sem þarf í
kennslustofur. Stofurnar verða
tengdar hitaveitu til upphitunar.
Að sögn Ásgeirs Þorbjörnssonar
hjá VÁ-verktökum hefur smíði
stofanna tekið um sjö vikur og eru
þeir nú þegar byrjaðir að smíða
tvær stofur sem verða fluttar til
Reykjanesbæjar að lokinni smíði á
athafnasvæði VÁ-verktaka við
Strandgötu í Sandgerði.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Bætt við grunnskólann
REYKJANESBÆR, Keilir og
Hjallastefnan undirrituðu í gær sam-
komulag um uppbyggingu og rekstur
leik- og grunnskóla á háskólasvæði
Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og
atvinnulífs á Keflavíkurflugvelli.
Hjallastefnan mun opna leikskól-
ann sem hlotið hefur nafnið Völlur,
hinn 15. ágúst nk. í húsnæði sem áður
hýsti leikskóla sem bandaríski herinn
rak. Grunnskóli fyrir 1.-4. bekk verð-
ur jafnframt starfræktur frá og með
þessu hausti en eldri börn á svæðinu
sækja nám sitt í aðra grunnskóla
Reykjanesbæjar. Starf skólanna
verður í samræmi við Hjallastefnuna
en fyrirtækið hefur langa reynslu af
rekstri leikskóla með góðum árangri.
Hjallastefnan hefur þegar ráðið
stjórnendur og starfsfólk til starfa við
báða skólana. Markmið samkomu-
lagsins er að byggja upp öfluga og
framsækna skóla sem hafi bestu
mögulegu aðstæður til þróunar og ný-
sköpunar í íslensku skólakerfi.
Standa saman að
frekari framþróun
Reykjanesbær og Keilir lýsa jafn-
framt yfir þeim vilja sínum að standa
sameiginlega að frekari framþróun
skólastarfs og menntunar á svæðinu á
öllum sviðum á næstu árum í sam-
starfi við leikskóla, grunnskóla og
framhaldsskóla á svæðinu sem og ís-
lenska háskóla og ráðuneyti mennta-
mála. Markmið slíks samstarf verði
nýsköpun í skóla- og menntamálum.
Keilir og Reykjanesbær vinna nú
að uppbyggingu háskólasamfélags á
gamla varnarsvæðinu í samstarfi við
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og
munu um 700 íbúar flytja þangað um
miðjan ágúst. .
Þau Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, Runólfur Ágústs-
son, framkvæmdastjóri Keilis ehf. og
Margrét Pála Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hjallastefnunnar ehf.,
undirrituðu samninginn.
Leikskóli
á Völlinn
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
Sýnum í dag sérlega skemmtilega og mikið endunýjaða 4ra
herbergja 117 fm 4ra herb. íbúð á 2.hæð. Endurnýjað eldhús,
baðherb. sameign og fl. Suðvestursvalir. Gott skipulag.
Verð: 23.800.000.
Jóhann frá Fasteign.is s: 8 600 399 verður á staðnum.
OPIÐ HÚS Í DAG KL:17.30-18.30
HRAUNBÆR 48 – Þórunn á bjöllu