Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 35
Fleiri minningargreinar um Hann-
es Hafsteinsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á næstu dög-
um.
Atvinnuauglýsingar
Ný störf í boði
Vantar fólk á skrá
www.actio.is
Kórstjóri barnakórs
Grafarholtssóknar
Grafarholtssókn óskar eftir kórstjóra barnakórs
frá byrjun september í hlutastarf.
Barnakór kirkjunnar hefur starfað frá 2005 og
er nú skipaður um 30 börnum á aldrinum sjö til
tíu ára. Upplýsingar um starfið veita Hrönn
Helgadóttir organisti í síma 695 2703 og
séra Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur í
síma 895 2319.
Bakari í stórmarkaði
Óska eftir að ráða bakara eða laghenta mann-
eskju til starfa við bakstur í stórmarkaði. Þarf
að geta unnið sjálfstætt og taka ábyrgð. Góð
laun í boði. Vinsamlegast hafið samband við
Ólöfu í síma 820 2323.
Raðauglýsingar 569 1100
Atvinnuhúsnæði
ATVINNUHÚSNÆÐI
ÓSKAST
Fasteignasalan Hóll auglýsir eftir skrif-
stofu- eða verslunarhúsnæði til kaups
fyrir fjársterkan aðila.
Húsnæðið má gjarnan vera miðsvæðis á
höfuðborgarsvæðinu, vera á bilinu 300 -
600 fm og hafa gott aðgengi. Næg bíla-
stæði verða að vera til staðar. Þarf helst að
vera laust fljótlega. Húsnæðið má þarfnast
viðhalds.
Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | www.holl.is | holl@holl.is
Nánari uppl. gefur
Björn Daníelsson hdl.
og lögg. fast. sali
í síma 595-9000, 849-4477
eða tölvufang: logmat@logmat.is.
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja í þriðjudaginn 14. ágúst 2007, kl. 10:00 á
skrifstofu embættisins í Hnjúkabyggð 33, Blönduósi,
sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Höllustaðir 2 (145303), Húnavatnshreppi, þingl. eig. Kristín Pálsdóttir,
gerðarbeiðendur Efri-Mýrarbúið ehf og Landsbanki Íslands hf.
Ytri-Reykir (144122), Húnaþingi vestra, þingl. eig. Sparisjóður
Húnaþings og Stranda og sýslumaðurinn á Blönduósi.
Sýslumaðurinn á Blönduósi,
8. ágúst 2007.
Bjarni Stefánsson sýslumaður.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð, sem hér
segir:
Hávegur 8, fn. 213-0331, þingl. eign Guðmundar Magnússonar og
Jóhönnu Helgadóttur, verður háð á eigninni sjálfri miðvikudaginn
15. ágúst 2007 kl. 11.30. Gerðarbeiðandi er Fjallabyggð.
Sýslumaðurinn á Siglufirði,
8. ágúst 2007.
Ríkarður Másson.
Félagslíf
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur
Síðumúla 31,
s. 588 6060
Miðlarnir, spámiðlarnir og
huglæknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen talnaspekingur
og spámiðill, Ragnhildur
Filippusdóttir, Símon Bacon
og Guðríður Hannesdóttir
kristalsheilari auk annarra,
starfa hjá félaginu og bjóða
félagsmönnum og öðrum upp á
einkatíma. Upplýsingar um
félagið, starfsemi þess, einka-
tíma og tímapantanir eru alla
virka daga ársins frá kl. 13-18
auk þess oft á kvöldin og um
helgar.
SRFR
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Kirkjubraut 2, mhl. 01-0202, fastanr. 228-2789, Akranesi, þingl. eig.
Stór ehf, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, þriðjudaginn 14. ágúst
2007 kl. 13:30.
Laugarbraut 21, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1858, Akranesi, þingl. eig.
Ísleifur Helgi Waage, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður,
Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 14. ágúst
2007 kl. 14:00.
Skólabraut 26, mhl. 01-01027, fastanr. 210-2166, Akranesi, þingl. eig.
Lúðvík Karlsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Húsasmiðjan
hf, Sjóvá-Almennar tryggingar hf og Spölur ehf, þriðjudaginn
14. ágúst 2007 kl. 14:30.
Skólabraut 28, mhl. 01-01017, fastanr. 210-2169, Akranesi, þingl. eig.
Lúðvík Karlsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Sjóvá-
Almennar tryggingar hf, þriðjudaginn 14. ágúst 2007 kl. 15:00.
Suðurgata 126, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1760, Akranesi, þingl. eig.
Húsval ehf, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, þriðjudaginn
14. ágúst 2007 kl. 15:30.
Vesturgata 119, mhl. 01-0201, fastanr. 223-9631, Akranes, þingl. eig.
Húsval ehf, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Vörður
Íslandstrygging hf, þriðjudaginn 14. ágúst 2007 kl. 16:00.
Ægisbraut 15, mhl. 01-0101, fastanr. 210-0154, Akranesi, þingl. eig.
Haukur Sigurbjörnsson ehf, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður,
þriðjudaginn 14. ágúst 2007 kl. 16:30.
Sýslumaðurinn á Akranesi,
8. ágúst 2007.
Fimmtudagurinn 9. ágúst
Samkoma í Háborg,
Stangarhyl 3A, kl. 20.
Vitnisburður og söngur.
Predikun Halldór Lárusson.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is.
Margt kenndi Hannes okkur með
því að vera fyrirmynd um ósérhlífni,
hógværð, kærleik, vinnusemi, kraft
og eldmóð. Aldrei veigraði hann sér
við að takast á við stór verkefni, þó
svo að verkefnalistinn væri alltaf yf-
irfullur. Í gegnum árin hefur Hannes
tekið mörg verðug málefnin upp á
sína arma og veitt þeim ómældan
stuðning, bæði í starfi og utan þess.
Hann samgladdist öðrum yfir góðu
en var líka alltaf tilbúinn til að að-
stoða í þrengingum.
Víðtæk þekking og reynsla auk
framúrstefnulegra og ferskra hug-
mynda gerðu Hannes að svo áhuga-
verðri og skemmtilegri persónu. Með
hag heildarinnar að leiðarljósi hlust-
aði Hannes þó alltaf á sjónarmið ann-
arra og átti góð skoðanaskipti.
Fráfall Hannesar er mikill missir,
en allar góðu minningarnar um þenn-
an einstaka og skemmtilega mann
munu lifa með okkur alla tíð og við
erum þakklát fyrir að hafa orðið
þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja
hann.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með tár í augum og sorg í hjarta
sendum við öllum aðstandendum
Hannesar, okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Elsku Soffía, Nína,
Maggi, Kristín, Haffi og Sigga, megi
algóður Guð gefa ykkur styrk og
huggun.
Blessuð sé minning heiðursmanns-
ins Hannesar Hafsteinssonar.
Ykkar vinir,
Diðrik, Viktoría,
Karítas og Kristinn,
Lúxemborg.
Fyrir rúmlega viku síðan bárust
mér þau dapurlegu tíðindi að minn
gamli góði skólafélagi Hannes Haf-
steinsson væri fallinn frá langt fyrir
aldur fram.
Leiðir okkar Hannesar lágu sam-
an á haustdögum 1971 þegar við hóf-
um nám í efnafræði við Háskóla Ís-
lands ásamt mörgu öðru góðu fólki.
Næstu 3 árin áttum við saman við
nám hér heima og það verður að
segjast að það voru góð ár. Því verð-
ur ekki neitað að Hannes átti mjög
drjúgan þátt í að þessi ár urðu ákaf-
lega skemmtileg og minnisstæð.
Bæði var það svo að Hannes var
ávallt hress og léttur í lund, hafði
skoðanir á flestum hlutum og gat
ávallt sagt okkur skemmtilegar sög-
ur af mönnum og málefnum. Sérstak-
lega er mér minnisstæður áhugi hans
fyrir landsbyggðinni enda Hannes
borinn og barnfæddur Ísfirðingur.
Þegar við útskrifuðumst úr Há-
skólanum lágu leiðir okkar enn sam-
an er við héldum til áframhaldandi
náms í Lundi í Svíþjóð, en þá urðu
okkar samskipti enn nánari og ég
varð oft heimagangur heima hjá
Hannesi og Steinu.
Var þar oft rætt um heima og
geima og var oft glatt á hjalla, mikið
kaffi drukkið og eitthvað hvarf af
bjórdollum á tímabilinu.
Af mörgum minnisstæðum atburð-
um kemur upp í hugann sameiginlegt
fimmtugsafmæli okkar félaga sem
haldið var heima hjá þeim Hannesi
og Steinu hinn 17. september 1976 að
frumkvæði Hannesar enda við ná-
kvæmlega jafn gamlir.
Þegar kynni okkar eru rifjuð upp
finn ég alltaf til þess hversu jákvæða
og góða nærveru hann hafði.
Ávallt hafði Hannes góðar og
skemmtilegar sögur á takteinum og
var yfirleitt einkenni þeirra hversu
skemmtilegar þær voru. Hann gat
verið stríðinn en aldrei nema á
skemmtilegan hátt . Ennþá er mér í
fersku minni stríðnisglampinn í aug-
um hans stundum og smitandi hlát-
urinn.
En það var svo með þessi blessuð
námsár að allt tekur enda og alvara
lífsins tók við.
Málin æxluðust á þann hátt að ég
Reykvíkingurinn flutti út á land en
Hannes gerðist borgarbúi.
Þess vegna varð samgangur okkar
á milli miklu minni en áður, eins og
eðlilegt er. Hannes var þó þeim mun
framtakssamari en flestir okkar
skólafélaga að hann dreif sig í dokt-
orsnám til Bandaríkjanna.
Nokkrum sinnum hringdi hann í
mig heim til Íslands á afmælisdegi
okkar bara til þess að spjalla, fá frétt-
ir, segja fréttir og rifja upp gamla
daga. Það verður að segjast eins og
er að oftast var það Hannes sem
hafði frumkvæðið að hafa samband.
Vegna ólíkra starfa lágu leiðir okk-
ar Hannesar ekki oft saman en þó
áttum við í sameiginlegu rannsókn-
arverkefni þegar hann veitti forstöðu
hjá MATRA.
Þá sá ég best dugnað hans og elju-
semi við að koma málum áfram og
einnig þá áherslu sem hann lagði á að
hafa samstarfsfólk sitt með sér, enda
tel ég mig hafa fulla vissu fyrir því að
Hannes var einstaklega vel liðinn af
öllu sínu samverkafólki.
Kæri vinur. Nú á þessari kveðju-
stund er mér efst í huga þakklæti
fyrir allar okkar samverustundir,
Elsku Soffía, börn og aðrir aðstand-
endur. Við Sigga Fanný vottum ykk-
ur öllum innilega samúð og ég veit að
ég mæli um leið fyrir hönd okkar
allra sem vorum saman hér í námi
sem og í Lundi. Sorgin er eðlilega
mikil en minningin um góðan dreng
lifir.
Þórhallur Jónasson.
Okkur vini Hannesar og fjölskyldu
hans setti hljóð þegar okkur barst
fréttin um að Hannesi hefði skyndi-
lega versnað og látist skömmu síðar á
spítala. Undanfarna daga hafði
heilsu hans samt farið fram, okkur
öllum til mikillar gleði.
Fjölskyldu Hannesar kynntumst
við best þegar fjölskylda hans og
okkar dvaldi hjá sameiginlegum vin-
um okkar í Lúxemborg. Fjölskyld-
urnar þrjár áttu ógleymanlega daga
og margar gleðistundir á heimili vina
okkar. Mikið var spjallað annaðhvort
úti í garði eða þá inni. Börnin áttu vel
saman og reyndar skipti aldurinn
ekki máli því allir tóku þátt í því að
eiga góðar stundir.
Þótt nokkur ár séu frá þessu
ánægjulega sumri höfum við öll oft
rifjað þessar stundir upp hvert með
öðru.
Fyrir fáeinum dögum gerðum við
það síðast á heimili Hannesar og
Soffíu ásamt börnum þeirra. Hannes
naut þess með okkur að rifja upp
góðar stundir auk þess m.a. að tala
um Ísafjörð en þaðan var hann.
Það tók ekki langan tíma að kynn-
ast Hannesi. Strax við fyrstu kynni
kom hann fram eins og honum var
eðlilegt. Hann var yfirvegaður, fljót-
ur að átta sig, hjálpfús og alveg laus
við að upphefja sig þrátt fyrir langt
nám, mikla reynslu og ábyrgðar-
stöðu. Hannes var strax einn af okk-
ur hinum, tók þátt í leikjum, göngu-
ferðum eða öðrum uppátækjum
okkar hinna. Hann var ákaflega hlýr
persónuleiki og bar velferð konu
sinnar og barna fyrir brjósti alla tíð.
Það var sannarlega þroskandi að
kynnast Hannesi og það tók ekki
langan tíma að átta sig á því að fjöl-
skylda hans voru þau sem hann unni
heitast.
Hannes gegndi mikilvægu starfi
og sótti marga fundi og ráðstefnur
víða um heim. Oft hélt hann fyrir-
lestra og var fús til að útskýra mál
sitt fyrir þeim sem á þurftu að halda.
Hannes var myndarlegur og kom
vel fyrir. Alltaf var stutt í bros hans
og hlátur. Hlátur hans smitaði út frá
sér, því hann var svo einlægur og
eðlilegur, það voru góðir kostir.
Við eigum því dýrmætar minning-
ar sem eru okkur ljóslifandi og mikils
virði.
Það má sannarlega segja að ský
hafi dregið fyrir sólu þegar Hannes
varð veikur ekki alls fyrir löngu. Það
kom okkur á óvart að hann, þessi
þróttmikli vinur okkar sem alltaf var
annaðhvort í vinnu sinni eða með fjöl-
skyldunni, væri nú veikur.
Á spítalanum sagði hann mér
hversu vel konan hans og börnin
sæju nú um sig, gerðu allt. Hann var
stoltur að eiga slíka fjölskyldu. Ég
sagði honum að hann hefði sjálfur sáð
fyrir þessari væntumþykju og nú
fengi hann að njóta þess.
Í 9. sálmi Davíðs standa orð sem
eiga vel við Hannes. „Þeir er þekkja
nafn þitt, treysta þér, því að þú,
Drottinn, yfirgefur eigi þá, er þín
leita.“
Hannes þekkti nafn Drottins og
treysti honum. Við báðum saman til
Drottins og leituðum styrks og friðar
hans.
Í sorginni og söknuðinum er það
huggun að vita að Hannes treysti
Drottni og leitaði til hans.
Við sendum fjölskyldu og öllum að-
standendum Hannesar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
Drottin að sefa söknuðinn og græða
sárin.
Ásgeir og María.