Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 11 FRÉTTIR Látinn er í Atlanta í Bandaríkjunum dr. Geir Valberg Guðnason matvælaiðnfræðingur, 76 ára að aldri. Hann starfaði í þrjá áratugi við þróun og rannsókn- ir hjá Coca-Cola fyrir- tækinu. Geir fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1931. Hann var sonur hjónanna Þorbjargar Sigurðardóttur hús- móður og Guðna Guðnasonar verka- manns, en þau hjónin voru bæði ættuð úr Þykkvabæ í Rangárvallasýslu. Geir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951. Leið hans lá síðan til Banda- ríkjanna í nám, en hann útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í matvælaiðnfræði frá Cornell-háskóla í New York- fylki árið 1956. Árið eftir lauk hann meistaragráðu og árið 1961 útskrif- aðist hann með doktorspróf. Fyrstu árin eftir að hann lauk námi starfaði hann sem sérfræðing- ur í matvælaiðnfræði við atvinnu- deild Háskóla Íslands. Hann stund- aði rannsóknir í gerlafræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi veturinn 1961-1962, en fluttist svo búferlum til Banda- ríkjanna þar sem hann bjó ævina á enda. Hann hóf starfsferil sinn í Bandaríkjunum með því að stunda rannsóknir á tóbaki fyrir tóbaksframleið- andann Philip Morris í Virginíufylki, en árið 1964 hóf hann störf hjá Coca-Cola fyrir- tækinu. Rannsóknir hans þar beindust fyrstu árin að því að þróa tedrykki og hafði hann því aðsetur víða um heim á þeim tíma, meðal annars í Perú, Englandi og Kenýa. Árið 1976 varð hann deildarstjóri í rannsóknar- og þróunardeild fyrirtækisins í Atl- anta. Þar stjórnaði hann rannsókn- um og þróun á innihaldsþáttum og uppskriftum fyrir drykkjarvörur. Hann fékk nokkur einkaleyfi skráð á aðferðum við sykurhreinsun, te- framleiðslu og jógúrtgerð. Hann lét af störfum árið 1994. Geir lætur eftir sig eiginkonu, Ás- björgu Húnfjörð, en þau gengu í hjónaband árið 1955. Þau eignuðust tvö börn, Gary Valberg og Lindu Denise, sem bæði eru búsett í Bandaríkjunum. Andlát Geir Valberg Guðnason KRINGLUNNI SMÁRALIND a l l t a ð 7 0 % a f s l á t t u r O u t l e t d a g a r arndis_bj@hotmail.com • Stekkjarsel 7 (bílskúr) • Sími 698 1850 Útsala á vetrar- og sumargarni Mikil verðlækkun – Annyblatt garnið Opnunartími í dag og föstudag frá kl. 17-19 www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Óðinsgata 4 – Opið hús Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Stórglæsileg 5 herbergja risíbúð á besta stað í miðborg Reykjavíkur. Einstakt útsýni til suðurs, vesturs og norðurs. Björt og góð stofa með mikili lofthæð, í stofu er steyptur arinn og útgengi á svalir í vestur með stórbrotnu útsýni til suðurs og norðurs. Eldhús með parketi og góðri innréttingu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi með parketi. Hjónaherbergi með parketi og góðum fataskápum. Ný endurnýjað baðherbergi með flísum á gólfi og upp á vegg. Nýtt baðkar og flísalagður sturtu og sauna klefi. EINSTÖK EIGN FYRIR VANDLÁTA Í MIÐBORG REYKJAVÍKUR! SJÓN ER SÖGU RÍKARI! OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 18:00 OG 19:00 VERIÐ VELKOMINN – Gengið er inn að baka til. HRUNIÐ hefur úr grynningum norður og austur af rananum á Surtsey, samkvæmt nýlegum neð- ansjávarmælingum mælingabáts- ins Baldurs. Úrvinnslu gagna er ekki lokið. Baldur var nýlega við mæl- ingar umhverfis Surtsey og eyj- arnar norðaustur af henni. Í ár eru 40 ár liðin frá fyrstu mæl- ingum við eyjuna. Veðrið var mjög gott allan tímann og heppn- uðust mælingarnar mjög vel, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Hrun við Surtsey FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar er í 4. sæti í flokki evrópskra flughafna þegar skoðuð er heildaránægja far- þega. Þetta er niðurstaða á öðrum ársfjórðungi þessa árs í svokallaðri ASQ-könnun sem gerð er á vegum Alþjóðaráðs flugvalla en allar helstu flughafnir heims taka þátt í þessari könnun. Í tilkynningu frá flugstöðinni seg- ir, að könnunin sé gerð í um 90 flug- höfnum um allan heim. Farþegar eru fengnir til að svara spurningum á vettvangi um hina ýmsu þjón- ustuþætti í byggingunni. Ánægðir farþegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.