Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 15
FYRIRSÖGN annarra af þrennum
Sumartónleikum laugardagsins í
Skálholti hét í höfuðið á fyrsta verki
dagskrár, Da pacem Domine (2004)
eftir Eistann Arvo Pärt; stutt [4’]
strengjastykki með íhugulu yfir-
bragði endurreisnarstíls. Það ein-
kenndi einnig eldra og kunnara verk
Pärts frá 1977, Fratres [7’] er flutt
var næstsíðast og afrekaði að halda
fullri athygli þrátt fyrir sama grunn-
tónsbordún kontrabassans út í gegn.
Hafi ekki einbeitt túlkun Ísafoldar
bætt um betur, enda hélzt sú allt til
enda á það háum gæðadampi að gæti
jafnvel boðað flaggskipi íslenzks
framúrstefnuflutnings, Caput, harða
samkeppni í fyrirsjáanlegri framtíð.
Salvatore Sciarrino, að sögn meðal
fremstu núlifandi módernista Ítala, (f.
1947), átti eftir Da pacem verk frá
1981, Introduzione all’oscura eða
„Kynning myrkra heima“ [17’]. Hljóð-
listaverk þetta eða hljóðskúlptúr
tengdi ýmiss konar vindhviður, stun-
ur og skrölt einföldu „hjartsláttar“-
hrynfrumi, blaðsmelltu í tréblæstri.
Ugglaust nýstárleg nálgun fyrir sinn
tíma, en nú frekar úr sér gengin
(a.m.k. undir sjálfstæða hlustun),
enda langdregin úr hófi fram. Þeir
sem kynnu að hafa dottað vöknuðu
hins vegar snarlega við O-mega [1997;
3’], stutt en ágengt lífskveðjuverk
Grikkjans Iannis Xenakis (d. 2001) er
skartaði skerandi brasshljómum og
skeinuhættum skothríðum úr slag-
verki.
Þá var komið að frumflutningi nýs
verks eftir stjórnandann, Öll hljóð
bíða þagnar. Það var jafnlangt og
stykki Sciarrinos en ólíkt áheyrilegra,
þökk sé m.a. þróttmikilli rytmík (að
vísu púlsdeyfðri með tíðum taktteg-
undaskiptum) og ekki sízt seint full-
þakkaðri tilfinningu fyrir framvindu
sem því miður er allt of sjaldan að
heilsa í nútímaverkum. Í fyrra þætti
[7’] skiptust á ljóðræn unaðsskin og
herskáir skúrir, og m.a.s. komu fyrir
stefræn strettó er báru vott um heil-
brigðan áhuga á raddfærslulist. Í II
[10’] glampaði fyrst á Bali Ha’iskri
suðurhafssælu, er eftir angurvært
löngunarhlaðið klarínettsóló leiddi í
kyrrlátt kuklandi dulúðarheima álfa
og náttúrudrauga unz höfuðskepnur
fóru í hjaðningavíg með látum fram
að blátæru paradísku niðurlagi.
Má skjóta í blindni og velta fyrir
sér hvort yfirstandandi deilur um
réttmæti hálendisvirkjana hafi e.t.v.
haft einhver áhrif á undirmeðvitund
tónskáldsins? Spyr vitanlega sá er
ekki veit. Hitt stóð eftir að með þessu
hrífandi og fjölbreyttu verki hefur
bætzt tápmikil tónsmíð í kynningar-
sarp íslenzkrar samtímatónlistar,
heima sem heiman.
Nútíma náttúrurómantík?
TÓNLIST
Skálholtskirkja
Verk eftir Sciarrino, Pärt og Xenakis.
Daníel Bjarnason: Öll hljóð bíða þagnar
(frumfl.). Kammersveitin Ísafold. Stjórn-
andi: Daníel Bjarnason. Laugardaginn 4.
ágúst kl. 17.
Sumartónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Götulistin, eða nánar tiltekiðgraffití, telst sjaldnast tillistar í opinberu rými – þó
er almenningsrýmið vettvangur
þess. Graffití er algengur þáttur í
borgarveruleika samtímans og á
raunar þátt í mótun borgarrým-
isins. Það er iðulega umdeilt og
álitið skemmdarverk, enda oft
framkvæmt í óleyfi, en kraftmik-
ið graffití-myndmál höfðar til
margra sökum listræns og sam-
félagslegs gildis – það hefur rat-
að inn á söfn og gallerí þar sem
það selst dýrum dómum og hefur
haft áhrif í myndlistarheiminum
– og það færist í vöxt að graffití-
verk séu pöntuð til skreytingar
húsveggja líkt og hver önnur
listaverk og að „graffarar“ séu
fengnir til samstarfs við borg-
aryfirvöld.
Upphaflega tengist graffitívirkni almenningsrýmisins
sem vettvangs samfélagslegs and-
ófs. Graffití, eins og við þekkjum
það nú, varð til í bandarískum
borgum á 7. áratugnum þegar
ungir blökkumenn, vopnaðir úða-
brúsum, hófu að krefjast réttar
síns í almenningsrýminu, sem
svörtum hafði verið meinaður að-
gangur að, með því að helga sér
þar svæði. Graffití minnir þannig
á að réttur til að vera í almenn-
ingi er ekki sjálfgefinn. Enn í
dag felst stór hluti graffitís í
skilaboðum af pólitísku tagi, svo
sem með „Stop Alcoa“ á götum
Reykjavíkur.
Hugmyndafræðilega áttiandóf í opinberu rými séreinnig hliðstæður í
fræðaheiminum og í myndlist „si-
túasjónistanna“ sem andæfðu
kerfinu með því að skapa sér per-
sónulegt svigrúm í hinu fast-
skorðaða, opinbera rými. Andóf
þeirra fólst í ófyrirséðri notkun
hins valdalausa og hlutgerða
þjóðfélagsþegns á borgarskipu-
laginu, með óvæntri staða- notk-
un og ferðaleiðum, eða svonefndu
„reki.“ Graffití sem gengur
gjarnan út á að merkja sér um-
hverfið, endurspeglar að ýmsu
leyti slíka skapandi andófsnotkun
á borgarrýminu, einkum á jað-
arsvæðum ýmiss konar. Graffití
vekur til umhugsunar um hvernig
við skilgreinum og umgöngumst
borgina.
Raunar má ætla að umræða sl.áratuga um andóf hafi átt
þátt í að móta vitund borgaryfir-
valda um mikilvægi þess að þjóð-
félagsþegnar fái tækifæri til
virkrar, skapandi þátttöku í hinu
opinbera rými. Í því samhengi
hefur framlag graffití-listamanna
víða verið viðurkennt og þeim út-
hlutuð sérstök svæði til að
spreyta sig. Gott graffití setur
skemmtilegan svip á umhverfið
og skapar nýja merkingarvídd á
vissum stöðum.
Það er munur á góðu graffitíiog veggjakroti. Borgarrými
Reykjavíkur fer ekki varhluta af
metnaðarlausu og heimskulegu
veggjakroti. Þetta er nokkuð sem
raunverulega verðskuldar nafn-
giftina „lágmenning“ – jafnvel
þótt viðurkennt sé að skemmd-
arverk spretti stundum af bældri
tjáningarþörf. Flestir eru sam-
mála um að slíkt er a.m.k. ekki
list í hinu opinbera rými.
Í dag er graffití orðið ákveðin
tíska eða „költ“ og hefur kannski
misst eitthvað af upprunalega
andófskraftinum. En ríkulegt
myndmál þess blómstrar sem
aldrei fyrr – það hefur raunar
náð nýjum hæðum á alþjóðavísu
með tilkomu Netsins þar sem
markaðurinn hefur náð á því
tangarhaldi. Metnaðargjarnir
„graffarar“ halda úti fjölsóttum
vefsíðum og graffití gengur
kaupum og sölum í formi ljós-
mynda í vefgalleríum.
Bækur um graffití seljast einsog heitar lummur – hér á
landi vermir „Icepick“, bók Þór-
dísar Claessen um íslenskt graf-
fití, efstu sæti sölulista bókaversl-
ana.
Graffití hefur sótt ýmislegt til
myndasagna, til sjónvarpsins (eft-
ir litvæðingu þess) og til tölvu-
grafíkur en á hinn bóginn hefur
graffití haft áhrif á ýmsa aðra
myndmiðla og hönnun á síðustu
áratugum. Graffití hefur löngum
verið tjáningarleið þeirra sem
eru á jaðrinum eða samsama sig
honum; í því birtist leit að sjálfs-
mynd og ákveðin ásýnd eða
„lúkk“. Metnaðarfullt graffití get-
ur slegið skapandi tóna í borg-
armyndinni en það er brothættur
miðill; hrár en þó oft á jaðri flúrs
og „kits“. Og það er stundum
stutt í ofhlæðið í myndum jafnt
sem veggskrift. Að þessu og
ýmsu öðru leyti er graffití á
borgarlíkamanum hliðstæða húð-
flúrs á mannslíkamanum.
Graffití í opinberu rými
AF LISTUM
Anna Jóa
»Enn í dag felst stór hluti graffitís í
skilaboðum af pólitísku
tagi, svo sem með
„Stop Alcoa“ á götum
Reykjavíkur.
Ljósmynd/Anna Jóa
Akureyri 2005 Oft er stutt frá góðum hugmyndum og vandvirkni yfir í kærusleysislegra krot.
annajoa@simnet.is