Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MÁLÞING ÞJÓÐARINNAR Við búum í opnu þjóðfélagi, semverður stöðugt opnara oggegnsærra. Í þessu opna þjóðfélagi fara fram lífleg skoðana- skipti. Þar geta allir tekið til máls, sem áhuga hafa á. Morgunblaðið hefur í meira en níu- tíu ár verið vettvangur skoðana- skipta fólksins í landinu og aldrei sem nú. Auk þeirrar þjóðfélagsum- ræðu, sem fram fer á síðum Morg- unblaðsins og á vettvangi mbl.is, net- útgáfu blaðsins, hefur hið svonefnda blogg nú hafið innreið sína á blogg- síður mbl.is, þar sem hinn almenni borgari tjáir sig um allt milli himins og jarðar. Netútgáfur hafa opnað almenningi enn nýja leið til þess að koma upplýs- ingum á framfæri í formi frétta. Það færist í vöxt víða um heim að hinn al- menni borgari tekur að sér að skrifa fréttir til birtingar í netmiðlum. Í gær var skýrt frá því í Morg- unblaðinu, að netútgáfa blaðsins, mbl.is gæfi borgurum þessa lands nú kost á því að taka þátt í þeirri frétta- þjónustu, sem veitt er á vettvangi mbl.is. Þetta getur ýmist verið í því formi, að fólk, sem telur sig hafa við- bótarupplýsingar við fréttir dagsins getur sent þær inn með einföldum hætti. En jafnframt getur hinn al- menni borgari sent fréttir um það, sem hann telur fréttnæmt ásamt mynd eða myndum ef það hentar. Þessar fréttir og viðbótarupplýs- ingar eru yfirfarnar á ritstjórn mbl.is og sama krafa gerð til gæða og áreiðanleika eins og miðað er við í vinnu blaðamanna Morgunblaðsins og mbl.is áður en þær eru sendar út. Sumt af þessum fréttum mun ein- göngu birtast á mbl.is en aðrar líka í Morgunblaðið ef tilefni er til. Í raun er hér verið að stíga fyrsta skrefið til þess að bjóða öllum al- menningi að gerast fréttaritarar fyr- ir víðtækustu fréttaþjónustu lands- ins, sem nú er rekin í húsakynnum Árvakurs hf. í nágrenni Rauðavatns, en þar eru nú gefin út tvö dagblöð, Morgunblaðið og fríblaðið Blaðið, ásamt mbl.is. Umsvif netútgáfunnar aukast nú stöðugt eins og koma mun í ljós á næstu mánuðum. Þessi opna fréttamennska er í takt við tíðarandann, í takt við hið opna samfélag, sem við búum í. Bein aðild almennings verður nú stöðugt al- gengari á mörgum sviðum. Þannig er vaxandi stuðningur við þá hugmynd, sem Morgunblaðið hefur barizt markvisst fyrir í áratug, þ.e. að hinn almenni borgari taki veigamestu ákvarðanir í samfélagi okkar í bein- um atkvæðagreiðslum. Það deilir enginn við þann dómara, eins og komið hefur í ljós í kjölfar at- kvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík. Nú er ekki lengur rætt um stækkun þar en meiri líkur á að Alcan leiti eftir því að byggja álver í Þorlákshöfn. Morgunblaðið væntir þess, að sem flestir landsmenn nýti sér þá mögu- leika til þátttöku í almennum frétta- flutningi, sem nú hafa verið opnaðir á netútgáfu blaðsins, mbl.is. Það mun stuðla að líflegri fréttaflutningi. NEYÐ Í ASÍU Neyðarástand hefur skapast í Asíuvegna flóða. Talið er að 28 millj- ónir manna hafi flúið heimili sín frá því að regntímabillið hófst fyrir tveimur vikum. Mörg hundruð manns hafa látið lífið og verði ekkert að gert gætu afleiðingarnar orðið hrikalegar. Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag er því haldið fram að tveir fimmtu hlutar Bangladess séu nú undir vatni, helmingi stærra svæði en venjulega flæðir yfir á regntíma- bilinu. Þar breiðast sjúkdómar hratt út, á átta dögum hafa sjúkrahús tekið á móti átján þúsund manns, sem þjást af sjúkdómum vegna skorts á hreinu drykkjarvatni. Þúsundir lækna og heilbrigðisstarfsmanna hafa verið kvaddar út og milljónum taflna, sem notaðar eru til að hreinsa vatn, verið dreift til almennings. Neyðaraðstoð- in, sem fyrir hendi er, dugar hins veg- ar ekki til. Það þarf að herða átakið. Slæmt ástand hefur einnig skapast á Indlandi og í Pakistan og Nepal. Talið er að allt að því 1.900 manns hafi látið lífið í flóðunum. Hinir fá- tækustu hafa orðið verst úti í hörm- ungunum og milljónir manna hafa misst allar sínar eigur og afkomu- möguleika og berjast nú fyrir lífi sínu. Þótt flóðin séu nú víða í rénun er neyðarástandið það ekki og hungurs- neyð og vosbúð blasir við. Monsúnrigningarnar eru sýnu meiri nú en fólk á að venjast og hafa flóðin verið sögð þau mestu í manna minnum. Flætt hefur yfir akra og uppskera eyðilagst og víða hafa veg- ir, brýr og hús skolast í burtu. Samtök á borð við Oxfam, Alþjóða- rauðakrossinn og Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna hafa hafið átak til að safna fé til hjálpar bágstöddu fólki á flóðasvæðunum. Þetta fólk þarf á bráðahjálp að halda til að halda lífi. Það þarf mat og hjálp til að verjast sjúkdómum á borð við malaríu og heilabólgu. Og þegar fram í sækir mun það einnig þurfa að- stoð til að koma undir sig fótunum að nýju. Svo virðist sem stöðugt verði al- gengara að neyðarástand skapist vegna náttúruhamfara, hvort sem það eru rigningar, þurrkar eða jarð- skjálftar. Ef til vill er hægt að rekja eitthvað af þessu til afleiðinga loftslagsbreyt- inga, en hröð fólksfjölgun hefur einn- ig sitt að segja. Eftir því sem land- þrengsli aukast neyðist fólk til að setjast að á stöðum þar sem meiri hætta er á flóðum og hörmungum en almennt gerist. Flóðin í Asíu sýna enn og aftur hversu nauðsynlegt er að til staðar sé viðbúnaður til að bregðast við með hraði nánast hvar sem er í heiminum. Þau sýna einnig nauðsyn þess að al- þjóðasamfélagið sýni örlæti og sam- takamátt þegar neyðin kallar – bæði almenningur og stjórnvöld, jafnt á Ís- landi sem annars staðar í heiminum. FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Ekki er búist við tímamótasamn- ingum á fundi leiðtoga Kóreuríkj- anna tveggja síðar í mánuðinum en vonast er til að viðræðurnar dragi frekar úr spennunni milli ríkjanna og stuðli að lausn deilunnar um kjarnavopn Norður-Kóreumanna. Tilkynnt var í gær að Roh Moo- Hyun, forseti Suður-Kóreu, og Kim Jong-Il, leiðtogi N-Kóreu, kæmu saman í Pyongyang 28.-30. ágúst og verður það annar leiðtogafundur landanna frá því að Kórea skiptist í tvö ríki fyrir sex áratugum. Fyrri leiðtogafundurinn var haldinn fyrir sjö árum þegar Kim Dae-Jung, þáverandi forseti Suður- Kóreu, fór á fund Kim Jong-Il í Pyongyang. Kim Dae-Jung var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels fyrir að friðmælast við Norður- Kóreumenn en síðar var skýrt frá því að þeir hefðu þegið leynilegar greiðslur frá Suður-Kóreu fyrir að samþykkja fundinn. Kóreustríðinu á árunum 1950-53 lauk með vopnahléi en ekki frið- arsamningi þannig að löndin tvö hafa ekki enn bundið enda á stríðið með formlegum hætti. Leiðtoga- fundurinn árið 2000 varð þó til þess að ríkin hófu efnahagslega sam- vinnu, auk þess sem hann leiddi til endurfunda fjölmargra fjölskyldna sem sundruðust þegar Kóreu var skipt í tvennt. Spennan í samskiptum ríkjanna magnaðist þó þegar Norður- Kóreumenn hófu smíði kjarna- vopna árið 2002. Dregið hefur úr spennunni eftir að Norður- Kóreumenn sprengdu fyrstu kjarn- orkusprengjuna í tilraunaskyni í október sl. og þeir hafa lokað um- deildum kjarnakljúfi sem fram- leiddi plúton í kjarnavopn. Stjórn- völd í S-Kóreu, Bandaríkjunum, Kína, Rússlandi og Japan hafa reynt að semja um kjarn- orkuafvopnun við N-Kóreumenn. Ólíklegt þykir að tímamóta- samkomulag náist á leiðtogafund- inum í deilunni um kjarnavopnin þar sem stjórn N-Kóreu hefur að- eins léð máls á að semja við Banda- ríkin um það mál, ekki S-Kóreu. Óttast stjórnarskipti Stjórnvöld í Seoul sögðu að Kim Jong-Il hefði óskað eftir fundinum. Búist er við að hann leiti eftir fjár- hagsaðstoð frá Suður-Kóreu og aukinni samvinnu til að rétta efna- hag kommúnistaríkisins við eftir al- gert hrun á síðustu árum. Talið er að hann óttist að stjórnarand- stöðuflokkurinn, Stóri þjóðarflokk- urinn, fari með sigur af hólmi í for- setakosningum í Suður-Kóreu 19. desember og vilji semja um aukna aðstoð meðan aðstæðurnar eru honum enn hagstæðar. Stóri þjóð- arflokkurinn hefur yfirleitt tekið harðari afstöðu gegn komm- únistastjórninni í Pyongyang en núverandi stjórnvöld í Suður- Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa lýst forystumönnum flokksins sem „svikulu íhaldshyski og taglhnýt- ingum Bandaríkjanna“. Skoðanakannanir benda til þess að Stóri þjóðarflokkurinn hafi náð miklu forskoti á stjórnarflokkinn fjórum mánuðum fyrir kosningar þótt hvorugur flokkanna hafi valið forsetaefni. Nam Sung-Wook, prófessor við Kóreuháskóla í Seoul, sagði að Norður-Kóreumenn virtust vilja leiðtogafund fyrir kosningarnar til að „magna upp andstöðu við stjórn- arandstöðuna og hlaupa undir bagga með forsetaefni stjórn- arsinna“. Koh Yu-Hwan, prófessor við Dongguk-háskóla, tók í sama streng. „Stjórnvöld í Pyongyang virðast hafa áhyggjur af framvind- unni í samskiptum Kóreuríkjanna ef Stóri þjóðarflokkurinn sigrar í kosningunum,“ hafði fréttastofan AFP eftir honum. Stóri þjóðarflokkurinn lýsti leið- togafundinum sem kosningabrellu til að auka sigurlíkur stuðnings- manna Roh Moo-Hyun, forseta Suður-Kóreu. Flokkurinn sagði það óeðlilegt að efna til slíks leiðtoga- fundar í Pyongyang svo sk fyrir kosningar og niðursta yrði aðeins sú að S-Kóreus dældi „fáránlega rausnarle hagsaðstoð“ til Norður-Kó Hafa tekið upp nýja ste Paik Hak-Soon, sérfræðing samskiptum Kóreuríkjann þó að forsetakosningarnar ekki meginástæða fundarin að er til fundarins nú þegar breytingar eru að verða á K euskaga og nágrenni. Fund hraðar þessari þróun.“ Fundi Kóreur sem kosninga Talið að leiðtogi N-Kóreu vilji semja strax við stjórnvö Umdeildur fundur Suður-kóreskir stjórnarandstæðingar mótmæ Ósamið um frið N-kóreskir hermenn á verði við landamærin. K euríkin hafa ekki enn bundið enda á stríð þeirra með formlegum Í HNOTSKURN » Þrátt fyrir landlæga hungursneyð vegna efnahagsþrengií Norður-Kóreu er her landsins sá fjórði stærsti í heiminum með um 1,1 milljón manna undir vopnum. Talið er að útgjöldi hersins nemi allt að fjórðungi af vergri þjóðarframleiðslu Nor ur-Kóreu. » Frá leiðtogafundinum árið 2000 hafa Kóreuríkin tvö komupp sameiginlegu iðnaðarsvæði í norður-kóresku landamæ borginni Kaesong. Markmiðið er að tvinna þar saman tækniþe ingu Suður-Kóreumanna og ódýrt vinnuafl frá Norður-Kóreu » Um 15.000 Norður-Kóreumenn starfa í 26 suður-kóreskufyrirtækjum á iðnaðarsvæðinu. Gert er ráð fyrir því að no ur-kóresku starfsmennirnir verði orðnir um 315.000 eftir fim ár þegar uppbyggingu svæðisins lýkur. Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.